Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir margtlöngu þótt-ust menn merkja að þjóð- argersemin Geysir hefði gosið, þótt enginn hefði verið til staðar til að berja gosið augum. En í fjöl- miðlum var fullyrt að þetta myndi hafa verið mikið gos, ef marka mætti vatnsslettur á staðnum. Spaugararnir fögn- uðu því að „náðst hefði mynd af gosinu skömmu eftir að því lauk.“ En jafnvel spaugararnir verða iðulega að láta í minni pokann fyrir veruleikanum í sinni eigin grein, fyndninni. Hvaða uppistandari hefur til að mynda roð við velferðarráðu- neytinu? Guðbjartur Hann- esson fékk tilboð frá aðilum um að leigja skurðstofur af Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og afgreiddi málið frá sér um miðjan júlí. Það væri bara gott eitt um það að segja ef ekki hefði verið auglýst eftir til- boðum síðastliðið haust, tilboð bárust í desember síðast- liðnum og þau runnu út fjórum mánuðum áður en þeim var svarað. Ekki þarf að minna á að at- vinnuleysi, sem er mikið í land- inu, er þó hvergi meira en á Suðurnesjum. En af hverju í ósköpunum fór þetta svona? Höfðu ekki forsætisráðherra og fjármálaráðherra þrammað með alla ríkisstjórnina suður með sjó og hreykt sér af því að á þeim slóðum hefði aldrei áður verið haldinn slíkur fundur og í kjölfar hans yrði mikið átak gert í atvinnumálum? Ekkert hefur þó gerst annað en að ákveðið var að opna herstöðv- arsafn og gamall forystumaður Samtaka herstöðvaandstæð- inga snarlega gerður þar að forstöðumanni og safngrip. Við það fækkaði um einn í hópi at- vinnulausra í Reykjavík. Og hvaða skýring er gefin á skurðstofuklúðrinu? Jú, það var svo mikill ágreiningur í rík- isstjórninni að það tókst ekki að afgreiða málið fyrr. Er það ekki sama skýringin og gefin hefur verið á því að ekki hefur tekist að afgreiða framkvæmdaáætl- un um fangels- ismál? Veruleikinn er sem sagt sá að rík- isstjórnin lætur ekki aðeins eigið aðgerðarleysi bitna á at- vinnu og kjörum landsmanna. Hún er beinlínis Þrándur í Götu þess að nokkuð nýtt ger- ist. Á meðan á þessum vand- ræðagangi stendur er stærstur hluti íslenska stjórnkerfisins undirlagður í meinloku Sam- fylkingarinnar um inngöngu í Evrópusambandið. Það sam- band logar nú stafnanna á milli og andstaða við allt sem það stendur fyrir vex hratt í aðild- arlöndunum. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið einkar illa á uppbygg- ingu atvinnulífsins frá því að hún slysaðist til valda hálfu ári eftir að bankarnir féllu. Þær ákvarðanir sem teknar voru við bankaáfallið og strax í kjölfar þess mörkuðu hina séríslensku leið út úr því sem nú er mjög vitnað til annars staðar. Sú stjórn sem situr hefur lagt marga lykkju á þá leið og tafið endurreisnina verulega vegna eigin sundurþykkju, hug- mynda- og stefnuleysis og með því að fara með skattheimtu upp fyrir skynsamleg mörk og á sama tíma að sóa gegnd- arlausum fjármunum í löglaus- ar aðgerðir, sem Sjóvá, Byr og Sparisjóðurinn í Keflavík eru örfá dæmi um. En verst var þó að setja tvo af þremur íslensku bönkunum í hendurnar á ótilgreindum kröfuhöfum og vogunarsjóðum án nokkurrar undangenginnar umræðu í landinu og án þess að forráðamenn ríkisins hefðu hugmynd um í hverra hendur bankarnir fóru. Sú ákvörðun ein var hneyksli og skaðaði mjög framtíð fólks og fyr- irtækja í landinu. Og þegar hið litla stjórnkerfi landsins hefði þurft að vera að dag og nótt að hlúa að veikburða efnahagslífi er það haft upp fyrir höfuð í að- ildarbrölti að ESB, í andstöðu við þjóðina. Röntgenmynd tekin af sjúklingnum eftir að hann fór heim} Hvílíkt klúður Annie Mist Þór-isdóttir vann myndarlegan sig- ur í heimsbik- armótinu í „cross- fit,“ sem lauk í Los Angeles í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Hún tók snemma forystu í keppninni og fylgdi því forskoti eftir af miklu ör- yggi. Keppnin reynir mjög á þrek og getu keppenda á mörgum sviðum, svo sigur á heims- vísu í greininni sýnir afburðastyrk sigurvegarans. Yf- ir 10 þúsund áhorfendur fögnuðu íslenska keppandanum, þegar Annie hampaði verðlaununum í mótslok. Hún fær ekki síðri heilla- og hamingjuóskir að heiman. Anni Mist Þór- isdóttir heimsbik- arhafi í crossfit} Glæsilegur árangur F yrir tæpum 40 árum, í nóvember árið 1971, steig maður sem hafði keypt flugmiða undir nafn- inu Dan Cooper upp í Boeing 727 þotu Northwest Orient Airl- ines. Flugið átti að vera stutt 30 mínútna flugferð og frá Portland til Seattle. Skömmu eftir að vélin var komin á loft pantaði Cooper, sem var kurteis og yfirveg- aður, viskí og kveikti sér í sígarettu. Að því loknu afhenti hann flugfreyju einni sam- anvöðlaðan miða. Á honum stóð stórum stöf- um að Cooper hefði sprengju í skjalatösku sinni sem hann hikaði ekki við að nota og að hann væri að ræna vélinni. Kröfum Coopers var komið til yfirvalda í gegnum flugstjóra vélarinnar. Þær hljóðuðu upp á 200 þúsund dollara (125 milljónir íslenskra króna að nú- virði) í ómerktum seðlum og fjórar fallhlífar. Ef komið væri til móts við þær ætlaði Cooper að hleypa 36 far- þegum vélarinnar út á flugvellinum í Seattle. Forstjóri flugfélagsins reiddi fram lausnargjaldið og bandaríska alríkislögreglan sá um að skiptin færu fram. Að þeim loknum tók vélin á loft að nýju með Cooper ásamt tveimur flugmönnum, flugvirkja og flug- freyju um borð en nú var stefnan sett á Mexíkó. Ræninginn hafði gefið fyrirmæli um að vélin ætti ekki að fljúga hærra en í tíu þúsund fetum. Skömmu eftir flugtak skipaði Cooper allri áhöfninni að koma sér fyrir í stjórnklefa vélarinnar. Þegar vélin hafði verið í rúmar 20 mínútur á lofti og var á flugi í 25 mílna fjarlægð frá Portland kviknaði ljós í flugstjórnarklefanum sem gaf til kynna að farangursrými vélarinnar hefði opnast. Talið er að Cooper hafi stokkið út í vindasama nóttina og ekkert hefur spurst til hans síðan þá. Flugránið er hið eina sinnar tegundar sem hefur heppnast í Bandaríkjunum og rannsókn málsins stendur enn yfir. Á þess- um 40 árum sem hafa liðið frá ráninu hafa rúmlega 1.000 manns haft stöðu grunaðra. Ofan á það hefur fjöldi manns á dánarbeði sagst búa yfir upplýsingum um málið. Um það hafa verið ritaðar hátt í tuttugu bækur og ein kvikmynd hefur verið gerð sem byggist á atburðunum. Nú þegar tæp þrjú ár eru liðin frá hruni virðist vera margt líkt með stöðunni sem er hér á landi. Búið er að skrifa fjölmargar bækur og gera bíómyndir um at- burðina. Margir hafa haft stöðu grunaðra og allir virð- ast hafa skoðanir á því hverjir séu sekir svo lengi sem það sé einhver annar. Eitt veigamikið atriði virðist þó skilja aðstæður okk- ar frá flugráninu í nóvember 1971. Cooper fer enn huldu höfði þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir og fjallhá rannsóknargögn en allir vita hverjir áttu bankana sem voru tæmdir innan frá hér á landi. Við skulum bara vona að við verðum ekki sömu stöðu eftir 40 ár þó að lítið virðist benda til að mikil breyting verði þar á. Hallur Már Pistill Af háloftaþjófum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Dökkar hliðar nets- ins fram í dagsljósið SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is B örn og unglingar eyða talsverðum tíma á net- inu og í farsímanum sínum. Slíkt getur vissulega styrkt vin- áttubönd og haft margs konar já- kvæð áhrif en dökkar hliðar þessara samskiptamáta eru sífellt að koma betur í ljós. Um það bil fimmta hvert ung- menni í Bretlandi segist hafa orðið fyrir einelti á annaðhvort netinu eða í gegnum farsíma. Þau segja eineltið hafa orðið til þess að draga úr sjálfs- trausti sínu, hafi haft slæm áhrif á geðheilsu sína og ástundun í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Anglia Ruskin- háskólann í Bretlandi og birt var um síðustu helgi. Í rannsókninni voru 500 ungmenni á aldrinum 11-19 ára spurð um einelti á neti og í gegnum síma. Niðurstöðurnar sýna að um 18,4% svarenda sögðust hafa orðið fyrir einelti þar sem gerandinn not- aði netið eða farsíma til að níðast á þeim. Af þeim 273 stúlkum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust 60 þeirra eða 22% hafa orðið fyrir slíku einelti. Hlutfallslega færri drengir, 27 af 200 (13,5%) höfðu orðið fyrir hinu sama. Um 66% allra þeirra sem þátt tóku í rannsókninni sögðust hafa orðið vitni að einelti gagnvart öðrum í gegnum netið eða heyrt af slíku. Ungmennin sem sjálf sögðust hafa orðið fórnarlömb eineltisins voru spurð hvaða áhrif það hefði haft á þau. Sjálfstraustið minnkar Í ljós kom að þriðjungur sagði það hafa haft mikil áhrif á sjálfs- traust sitt og um helmingur sagði eineltið hafa haft slæm áhrif á and- lega heilsu og tilfinningalíf almennt. Mörg ungmennanna eða 29% sögð- ust hafa mætt verr í skólann í kjöl- farið og um 40% hættu með öllu að stunda félagslíf utan skólans. Þrátt fyrir þetta sagðist um helmingur ungmennanna ekki hafa leitað eða ætla að leita sér hjálpar eða stuðnings vegna eineltisins. Í flestum tilvikum sögðu þau skýr- inguna þá að þau væru hrædd við að gera illt verra með því að blanda fleiri í málið. Önnur sögðust telja sig geta tekist á við vandann upp á eigin spýtur. Þau sem leituðu hjálpar sóttu hana helst til foreldra og vina. Mun bara versna Steven Walker, sem stjórnaði rannsókninni hjá Anglia Ruskin- háskólanum, segir að þrátt fyrir að samskipti ungmenna í gegnum netið og síma séu í flestum tilvikum já- kvæð og uppbyggjandi sé ekki hægt að horfa fram hjá því að netið bjóði hættunni heim þegar komi að einelti. „Unga fólkið sem tók þátt í rann- sókninni okkar segist flest telja að þeir sem leggi aðra í einelti í gegnum netið eða farsíma geri sér í fæstum tilvikum grein fyrir að um einelti sé að ræða.“ Gerendurnir telji sig ekki vera að brjóta neinn niður, heldur séu að gera „saklaust grín“ að við- komandi sem hafi engin slæm áhrif. „Aðrir sem þátt tóku töldu að gerendurnir væru sjálfir með lítið sjálfstraust og huglausir og notuðu einelti á netinu til að sýna vald sitt og komist hjá því að horfast í augu við fórnarlömbin.“ Walker segir ennfremur að á meðan notkun ungmenna á sam- skiptasíðum á netinu haldi áfram að aukast og að stjórnvöld og ábyrgð- armenn síðanna geri ekkert til að vernda notendur, sé ljóst að einelti í netheimum eigi aðeins eftir að aukast. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskipti Einelti í gegnum netið og farsíma hefur mjög slæm áhrif á líðan ungmenna sem fyrir því verða. Fórnarlömbin leita sér sjaldan hjálpar. Fimmta hvert ungmenni í Bretlandi hefur orðið fyrir einelti á netinu eða í gegnum farsíma. 66% ungmennanna segjast hafa orðið vitni að slíku einelti gagnvart öðrum eða heyrt af því. 1/3 sagði eineltið hafa haft mikil áhrif á sjálfstraust þeirra. Helmingur ungmennanna sagði eineltið hafa haft slæm áhrif á andlega heilsu sína og tilfinningalíf almennt. ‹ EINELTI Á NETI › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.