Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 26
gefur út leikskrá sem nú þegar er
búið að dreifa á mjög marga staði í
Reykjavík. Bókin er full af mörgum
duldum skilaboðum. Hver texti við
hvern keppanda helst í hendur við
auglýsingarnar sem eru við hliðina á
þeim.
Íslensk fyrirtæki eru aktív í því
að styðja íslenska menningu. Ef við
gætum ekki hlegið okkur í gegnum
kreppuna væri eitthvað að.
En varðandi Hörpuna þá er ég
sex árum á undan áætlun, því ég
ætlaði ekki með hátíðina inn tónlist-
arhúsið fyrr en á tvítugsafmælinu
mínu,“ segir Georg. Tvítugsafmæl-
inu þínu? Hvað ertu eiginlega gam-
all? spyr blaðamaðurinn í for-
undran. „Mínu sko, tvítugsafmæli
hátíðarinnar, ég og hátíðin erum
eitt,“ segir Georg.“ En það komast
fleiri að í Hörpunni og þar sem það
var alltaf uppselt á þessa keppni var
kominn tími á stærra húsnæði. Mið-
arnir eru á 2.800 krónur. Miðasalan
er vel komin af stað, en nú fer hver
að verða síðastur að ná sér í miða.
En veistu annars hvers vegna dragg
er skrifað með tveimur g-um?“ Spyr
Georg, en þar sem undirritaður veit
það ekki heldur Georg áfram; „Það
er af því að þú myndir ekki skrifa
flagg með einu g-i, ég ætla að draga
upp þetta flag eða flagg, er ég að
flaga eða er ég að flagga, þetta er
augljóst. Þannig að við erum að
dragga ekki draga. Það er búið að
samþykkja þetta hjá íslensku orða-
nefndinni eða hvað sem þetta yf-
irvald þarna í íslenskri málfræði
heitir,“ segir Georg.
Sömu mennirnir unnið tvisvar
„En það mun enginn keppandi
fara tómhentur heim. Kóngur og
drottning fara heim með helling af
vinningum. Svo komast þau á pall í
gleðigöngunni á laugardaginn. En
restin af keppendunum fær líka
gjafir. Þetta er orðið svo mikið batt-
erí. Svo fer ég alltaf með krakkana í
karli. Svo eru lagðar þrautir fyrir
keppendur, af sumum munu þeir
vita en af öðrum munu þeir ekki
vita. Þar reynir á þeirra fyrstu við-
brögð og þeirra spuna. Svo er dóm-
nefndin að dæma út frá keppn-
isatriðum þeirra. Atriðin geta verið
allt frá því að halda ræðu og upp í
það að rappa, syngja og dansa. Bara
hvað sem er. Þetta er eitt elsta
formið af leiklist; það er að annað
kynið leiki hitt. Þetta er eitthvað
sem samkynhneigði heimurinn hef-
ur tileinkað sér og farið með út í
öfgar,“ segir Georg.
Nú er það alþekkt að ekki aðeins
samkynhneigðir dragga heldur
gagnkynhneigðir einnig. Aðspurður
hvort hann haldi að þetta sé eitt-
hvað karnivalískt eða hvað hann
haldi að þetta sé í mannskepnunni
að hafa gaman að því að snúa ímynd
sinni á hvolf, segist hann ekkert
halda að þetta sé neitt karnivalískt.
„Þetta er bara leiklistarform, sem
hefur þróast svona. Fólk hefur bara
gaman af því að búa til karakter. Þú
þarft ekki annað en að horfa á
Spaugstofuna til að sjá Sigga Sig-
urjóns leika Dorrit, þá er hann bara
kominn í dragg,“ segir Georg.
Leikstýrir þeim ekki
Aðspurður hvernig þetta líti út
með þátttöku í ár segir hann að það
líti mjög vel út. „Í ár er góð þátttaka
og biðlisti um að fá að taka þátt í
keppninni. Atriðin eru mjög fjöl-
breytt. Ég fylgist með hverjum
keppanda og fer í gegnum hug-
myndirnar sem þau eru að velta fyr-
ir sér. Ég horfi á þau taka atriðin og
þróa þau. Gef þeim góð ráð, án þess
þó að leikstýra þeim. Ég reyni að
vara þau við hættum og segja þeim
hvar dómnefndin gæti sagt; nei
þetta gengur ekki. Kynnir kvöldsins
verður Heiðar Snyrtir Jónsson, en
mér finnst atvinnuheiti hans vera
orðið svo sterkt að það sé orðið full-
gilt millinafn hjá Heiðari. Keppnin
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Hin árlega Draggkeppni verður
haldin í Silfurbergi í Hörpu í kvöld,
miðvikudagskvöldið 3. ágúst. Húsið
verður opnað klukkan 20 en eiginleg
dagskrá hefst ekki fyrr en klukkan
21. Á dagskránni verða tíu keppn-
isatriði og tólf keppendur munu
keppa um titlana; kóngur og drottn-
ing. En ekki er aðeins um keppni að
ræða heldur verður opnunaratriði
og svo verða fráfarandi kóngur og
drottning líka með atriði. Georg
Erlingsson Merritt hefur séð um
keppnina eins lengi og elstu menn
muna og svo verður einnig í ár. En
keppnin hefur vaxið gríðarlega á
undanförnum tíu árum rétt eins og
hátíðin sem hún er hluti af; Hinseg-
in dagar, en hápunktur daganna er
gleðigangan á laugardag. En í sam-
tali við Morgunblaðið segir Georg
að keppnin sé að fara fram í 14.
skiptið í 15 ára sögu keppninnar.
„Ég sleppti keppninni árið 2004 þar
sem ég var upptekinn í Hommal-
eikhúsinu Hégóma, með eftirsókn
eftir vindi í seglin,“ segir Georg.
„En keppnin er það háð mér að ef
ég er veikur þá fellur hún niður,“
segir Georg hlæjandi. „Við munum
ekki halda upp á fimmtán ára af-
mælið fyrr en á næsta ári. En í ár
verðum með keppnina í Silfurbergi.
Það er hægt að nálgast miða á midi-
.is, í afgreiðslunni hjá Hörpu, það er
hægt að fá afsláttarmiða ef þú ert
meðlimur í Samtökunum eða ef þú
ert með VIP Hinsegin daga. Hægt
er að nálgast VIP kort hjá Iðu í mið-
bænum. Þema keppninnar í ár er
gorgjöss/dramatík. Það eru tíu
keppnisatriði, plús opnunaratriði og
atriði með kóngi og drottningu frá
því í fyrra. Þetta er eina keppnin í
heiminum þar sem keppt er um
kóng og drottningu í sömu andrá.
Karlarnir gera 200% útgáfu af konu
og konurnar gera 200% útgáfu af
óvissuferð eftir keppnina, það er á
sunnudeginum daginn eftir gleði-
gönguna,“ segir Georg.
„En það er skemmtilegt að segja
frá því að í fyrra vann Mary Fairy
hátíðina og það var í annað sinn sem
Mary gerði það. Það hefur bara
tveimur tekist þetta í gegnum sög-
una, þeir menn eru Skjöldur Ey-
fjörð og Magnús Jónsson. Magnús
er bæheimska drottningin sem þú
munt sjá á mynd sem ég mun senda
þér, en Magnús gerði frábært gam-
an úr do re me fa laginu úr Sound of
Mus ic í þessu líka frábæra dressi.
Hún/hann var svona svolítið
„naughty“ nunna í þessu hlutverki.
Ég sendi þér líka mynd af stúlkum
sem léku stráka, þau eru í svona aft-
aníleik á myndinni og eru að leika
sér með lagið Geðveikt feed gaur
með Steinda jr., þeir heita Freðinn
og Tvistgeir. En Móbus og Vala
léku þá,“ segir Georg.
Aðspurður hvernig það hafi kom-
ið til að hann hafi farið að stýra
þessari keppni segir hann að þótt
margir haldi að hann hafi alltaf séð
um keppnina þá sé svo alls ekki.
„Ég fór sjálfur og horfði á keppnina
árið 1997 til að læra inn á hvað
dragg væri. Svo var snúið upp á
höndina á mér til að taka þátt ári
seinna og ég vann keppnina. Svo féll
hann frá sem sá um keppnina og þá
tók ég við. Þetta var keppni sem var
haldin á litlum pöbbum og er núna
komin í leikhús. Hún fór fyrst í leik-
hús í Loftkastalanum árið 2007 og
eftir það var hún haldin í Óperunni
og núna loksins í Hörpunni. Þetta
verður bara skemmtilegra og
skemmtilegra með hverju árinu,“
segir Georg.
Siggi Sigurjóns kominn í dragg
Kvenkarl Dragg er þekktara þar sem karlmaður klæðir sig sem kona, en alveg jafn algengt er að kona klæði sig upp sem karl. Hér eru nokkrir kvenkeppendur klæddir sem karlmenn.
Karlkona Lengst til hægri er sigurvegari síðustu keppni sem með bæheimskum brag sigraði keppnina með nastý sakleysi sínu. Hitt voru verðugir keppendur um titilinn.
Draggkeppni Hinsegin daga haldin í Hörpunni í kvöld
Hátíðin verður stærri með hverju árinu
Georg og hátíðin eru eitt; „hátíðin það er ég“
Ljósmyndir/Brjánn Baldursson
Fótbolti Hér eru karlar, klæddir sem konur, búnir að fjarlægjast svo upp-
runa sinn að jafnvel fótbolti og bjór munu vekja óhug hjá þeim. Framvegis
er það bara kokteill og rauðvínsglas með rómantískri tónlist.
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011