Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Helgina 6. til 7. ágúst standa Skák- akademía Reykjavíkur og Skák- samband Íslands fyrir maraþonskák í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar munu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins tefla við gesti og gangandi. Mótherjar krakkanna borga upp- hæð að eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu. Kjörorð Skákhreyfingarinnar er „Við erum ein fjölskylda“ og með skákmaraþoninu í Ráðhúsinu vilja ungir liðsmenn skákgyðjunnar á Ís- landi sýna börnum í Sómalíu stuðn- ing í verki, segir í tilkynningu. Rauði krossinn dreifir matvælum daglega til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður-Sómalíu, þvert á átakalínur meðan stríð geisar þar. Þá njóta um 5.500 börn umönnunar í 40 næringarmiðstöðvum Rauða krossins og Rauða hálfmánans víðs- vegar um landið. Rauði krossinn rekur einnig um 20 heilsugæslu- stöðvar um allt land og vinnur að vatnsveituverkefnum á þurrkasvæð- unum. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum verður allt fram- lag söfnunarinnar notað til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör, sem er notað til að hjúkra alvarlega van- nærðum börnum til heilbrigðis í Sómalíu. Taflmaraþonið í Ráðhúsinu hefst klukkan 10 laugardaginn 6. ágúst og stendur til klukkan 18. Það heldur áfram á sunnudag, á sama tíma, og er það „einlæg von íslensku skák- krakkanna að sem allra flestir leggi leið sína á maraþonið. Margt smátt gerir eitt stórt – og það þarf ekki mikla peninga til að bjarga einu mannslífi“, segir í tilkynningu. Íslensk skák- börn safna fyrir börn í Sómalíu Reuters Hjálp Sómölsk börn eru mörg van- nærð vegna mikilla þurrka.  Maraþonskák í Ráðhúsinu undir slagorðinu „Við erum ein fjölskylda“ Börn í Sómalíu » Rauði krossinn dreifir mat- vælum daglega til þúsunda fjöl- skyldna í Mið- og Suður- Sómalíu. » Um 5.500 börn njóta umönn- unar í 40 næringarmiðstöðvum víðsvegar um landið. » Rauði krossinn rekur einnig um 20 heilsugæslustöðvar um allt land og vinnur að vatns- veituverkefnum á þurrkasvæð- unum. María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Skólinn fjármagnar sig með tvennu móti, skólagjöldum og framlögum opinberra aðila. Skólagjöldin eru há eða 600 þúsund á önn og hafa verið þau sömu síðastliðin átta ár. Við lít- um á að þau séu á sársaukamörkum og getum ekki hækkað þau,“ segir Hilmar Oddson, rektor Kvikmynda- skóla Íslands. Rekstur skólans er í óvissu. Skól- inn vill fá meira fjármagn frá ríkinu en samkomulag hefur ekki náðst. Hilmar segir að framlag ríkisins hafi á síðasta ári verið 39 milljónir og þegar skólagjöld og framlag komi saman þá dugi það ekki til. Segir hann að það sé bara tvennt sem komi til greina, að hækka skólagjöld eða að framlög ríkisins verði hækkuð. „Við getum ekki hækkað skólagjöld- in þannig að hækka verður framlög ríkisins.“ Ekki mögulegt að skera niður Hilmar segir að mjög flókið sé að skera niður kennslu við skólann. „Fyrirkomulagið sem við höfum núna teljum við farsælast, fjárhags- lega og menntunarlega.“ Gífurleg uppsveifla hefur verið í skólanum á síðustu árum. Árið 2007 veitti menntamálaráðu- neytið skólanum viðurkenningu til að bæta tveimur námsbrautum við skól- ann en í þeirri viðurkenningu felst ekki ábyrgð ríkisins á fjárhag skól- ans. „Þegar námsbrautunum var bætt við árið 2007 höfðu menn von um að framlög yrðu hækkuð í samræmi við stækkunina. En svo kom kreppan. Í raun og veru þurfum við 140 milljóna árleg framlög en við vissum að það myndi ekki nást þannig að við lækk- uðum óskir okkar um helming. Við metum að það sé lægsta upphæðin sem nægir til að reka skólann,“ segir Hilmar. Ekki sé mögulegt að breyta námskránni á miðri leið, slíkar breyt- ingar taki tíma. Námskráin sé sátt- máli skólans við nemendur. „Þegar nemandi skráir sig í nám er hann að kaupa ákveðið nám og þá getum við ekki allt í einu skorið námið niður um helming, slíkar breytingar taka tíma,“ segir Hilmar. „Okkur finnst við ekki hafa mætt þeim skilningi sem við teljum okkur eiga skilið,“ segir Hilmar. Hagkvæmt fyrir Íslendinga Nú í vetur fékk skólinn inngöngu í alþjóðasamtök kvikmyndaskóla CI- LECT eftir að Nick Powel, heims- þekktur kvikmyndaframleiðandi, gerði úttekt á skólanum. Hilmar segir nemendur skólans áberandi í íslensk- um kvikmyndaiðnaði og þeir stuðli að þenslu og vexti í myndmiðlaiðnaðin- um sem sé atvinnugrein með mikla vaxtarmöguleika. Tuttugu nýútskrif- aðir nemendur hafi fengið vinnu við mynd breska leikstjórans Ridley Scott og gefi það vísbendingu um gæði skólans. „Það eru á annað hundrað manns sem árlega vilja fara í leiklistarnám og helmingur af þeim lætur verða af því og fer í dýrt nám erlendis og tek- ur námslán. Aukin námslán leiða til þess að heildarskuldir rík- isins aukast. Við teljum hag- kvæmt fyrir íslenskt sam- félag að sem flestir nemendur læri á Íslandi.“ Færu annars í dýrt nám erlendis  Geta ekki hækkað skólagjöldin sem eru 600.000 á önn  Hagkvæmt að nemendur læri á Íslandi  Skólinn fékk inngöngu í virt alþjóðasamtök kvikmyndaskóla  Iðnaður með mikla vaxtamöguleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Nám Kvikmyndaskóli Íslands hefur fengið inngöngu í hin virtu alþjóðasamtök kvikmyndaskóla CILECT. „Ráðuneytið hefur verið í sam- skiptum við skólann frá áramót- um um lausn á fjárhagsvanda skólans og lagt mikið upp úr því að skólinn finni lausn á honum. Rætt hefur verið um samning um styrk frá ríkinu og mögulega hækkun á honum. Um miðjan júní lagði ráðu- neytið fram tillögu um að hækka framlög um 44% sem þýðir hækkun frá 36 milljónum í rúmar 56 milljónir. Skólinn taldi sig ekki geta gert samning á þeim grunni. Síðan hafa átt sér stað viðræður á milli skólans og ráðuneytisins til að finna lausn á málinu. Ráðuneytið hefur lagt sig fram við að finna lausn á málinu og beðið er eftir gögnum um hvernig skólinn hyggst tryggja rekstur sinn út skólaárið,“ seg- ir Elías Jón Guðjónsson aðstoðarmaður mennta- og menningar- málaráð- herra. Bauð 44% hækkun TILLAGA FRÁ RÍKINU Elías Jón Guðjónsson Borgartúni 26 · Ármúla 13a sími 540 3200 · www.mp.is Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki og skjóta afgreiðslu mála í síma- og þjónustuveri. Þannig á banki að vera og þess vegna eru meira en 90% viðskiptavina ánægð með þjónustuna hjá okkur. Við tökum vel á móti þér! Debetkort Launareikningar Sparnaðarreikningar Kreditkort Netbanki Erlend viðskipti Útlán Það er auðvelt að skipta um banka. En það er mikilvægt að vanda valið! Bárður Helgason, viðskiptastjóri F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.