Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,
hefur sýnt að hann svífst einskis til að
halda völdunum og íbúar Hama,
fjórðu stærstu borgar landsins, hafa
fengið að kenna á óbilgirni hans og
grimmd á síðustu vikum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
íbúar Hama verða fyrir barðinu á
leiðtogum Baath-flokksins sem hefur
verið einráður í Sýrlandi frá valdaráni
hans árið 1963. Áætlað er að 10.000-
30.000 manns hafi beðið bana í Hama
árið 1982 þegar Hafez al-Assad, faðir
núverandi forseta, barði niður upp-
reisn í borginni.
Íslamistar í Hama og fleiri borgum
í norðvestanverðu landinu höfðu þá
risið upp gegn Baath-flokknum.
Bræðralag múslíma hóf vopnaða bar-
áttu gegn Baath á áttunda áratugn-
um, gerði mannskæðar árásir á félaga
í flokknum og reyndi að ráða Hafez
al-Assad af dögum.
Leiðtogar Baath-flokksins svöruðu
ofbeldinu með grimmilegum árásum
á Hama í febrúar 1982. Herflugvélar
vörpuðu sprengjum á vegi út úr borg-
inni og komu þannig í veg fyrir að íbú-
arnir gætu forðað sér. Skriðdrekum
og stórskotavopnum var beitt í
sprengjuárásum á Hama og borgin
var að mestu jöfnuð við jörðu. Her-
menn gengu um götur borgarinnar og
myrtu karlmenn og allt niður í fimm-
tán ára gamla drengi. Konum var
nauðgað og hermt er að fólk hafi solt-
ið til bana vegna matarskorts í borg-
inni.
Yfir 12.000 í fangelsi
Hermönnum hefur nú aftur verið
sigað á andstæðinga Baath í Hama og
fleiri borgum. Talið er að minnst 1.600
óbreyttir borgarar hafi beðið bana í
árásum hersveita frá miðjum mars-
mánuði þegar fjöldamótmæli hófust
gegn einræðisstjórn Baath-flokksins.
Um 3.000 manns er saknað.
Mannréttindasamtök Sýrlands
segja að 26.000 Sýrlendingar hafi ver-
ið handteknir frá því að mótmælin
hófust og margir þeirra hafi sætt
pyntingum. Um 12.600 þeirra séu enn
í fangelsi. „Sýrland er orðið að stóru
fangelsi,“ sagði Ammar Qurabi, for-
maður samtakanna.
Sýrlenska stjórnarandstaðan er
sundurleit, sumir hópanna krefjast
þess að Assad segi af sér en aðrir
vona enn að hann komi á lýðræðisleg-
um umbótum.
„Sýrland orðið að stóru fangelsi“
Hama-borg verður enn fyrir barðinu
á óbilgirni og grimmd leiðtoga Baath
100 km
MANNSKÆÐAR ÁRÁSIR
NÝLEGIR ATBURÐIR
1. júlí Hersveitir verða 24
að bana í Homs og Idlib
2. júlí Assad víkur
héraðsstjóra Hama úr
embætti
3. júlí Skriðdrekasveitir
umkringja Hama
8. júlí Þúsundir manna
mótmæla í Hama og
krefjast afsagnar Assads
11. júlí Verðir hleypa af
byssum til að koma í veg
fyrir að hópur manna geti
ráðist inn í franska
sendiráðið í Damaskus
15. júlí Hermenn verða
a.m.k. 32 óbreyttum
borgurum að bana
16.-17. júlí Um 30
manns létu lífið í átökum í
Homs
29. júlí Átök milli
hermanna og íbúa Deir
al-Zor
31. júlí Skriðdrekasveitir
ráðast inn í Hama
Damaskus
S Ý R L A N DHoms
JÓRDANÍA
ÍRAK
TYRKLAND
LÍBANON
Deir al-Zor Laugard.
Skriðdrekar og
herþyrlur gerðu árásir
annan daginn í röð
Hama Sunnudag
Tugir manna liggja í
valnum eftir árásir
skriðdrekasveita
Staðir þar sem komið hefur
til mótmæla
26 ára breskur grínisti, Jonathan
May-Bowles, var í gær dæmdur í
sex vikna fangelsi fyrir að ráðast á
Rupert Murdoch 19. júlí þegar
bresk þingnefnd yfirheyrði fjöl-
miðlajöfurinn um símhleranir æsi-
fréttablaðsins News of The World.
May-Bowles, sem kallar sig
„Johnnie Marbles“, kastaði raksápu
á pappadiski að fjölmiðlajöfrinum
um það bil tveimur klukkustundum
eftir að yfirheyrslurnar hófust.
Wendi Deng, eiginkona Murdoch,
stökk á fætur manni sínum til varn-
ar og sló til árásarmannsins.
Enn ein handtakan
Breskir fjölmiðlar sögðu í gær að
lögreglan í London hefði handtekið
Stuart Kuttner, sem var fram-
kvæmdastjóri News of the World
þar til hann sagði af sér í júlí 2009.
Lögreglan hefur nú handtekið
ellefu menn í tengslum við rann-
sókn á stórfelldum símhlerunum og
innbrotum í talhólf á vegum blaðs-
ins. Á meðal þeirra eru tveir fyrr-
verandi ritstjórar News of the
World, Andy Coulson og Rebekah
Brooks. Málið hefur skaðað fjöl-
miðlaveldi Murdoch, News Corp.,
meðal annars orðið til þess að það
hefur hætt við að kaupa meirihluta
í sjónvarpsrisanum BSkyB.
bogi@mbl.is
Reuters
Marbles Jonathan May-Bowles við
dómhús í London í gær.
Raksápu-
maðurinn
í fangelsi
Ellefta handtakan
vegna hleranamálsins
Að minnsta kosti 70 manns hafa látið lífið af
völdum óveðurs á Filippseyjum síðustu daga.
Flestir skólar í Manila og nágrenni voru lokaðir í
gær vegna úrhellis og flóða sem fylgdu fellibyln-
um Muifa. Piltur sést hér synda á götu í einu út-
hverfa höfuðborgarinnar.
Að meðaltali valda um 20 fellibyljir eða storm-
ar usla á Filippseyjum á ári hverju. Muifa var ell-
efti fellibylurinn eða fárviðrið í ár.
Reuters
Fellibylur og aftakaflóð valda usla
Verjandi mannsins, sem hefur
játað á sig fjöldamorðin í Nor-
egi 22. júlí, segir að fjölda-
morðinginn hafi lagt fram
kröfur sem séu „óraunhæfar
og langt, langt frá raunveru-
leikanum“.
Verjandinn segir að fjölda-
morðinginn hafi neitað að
svara spurningum lögreglunn-
ar um hvort aðrir hafi átt aðild
að árásunum og sett það sem
skilyrði að norsk yfirvöld verði fyrst við kröfum
hans. Fjöldamorðinginn hafi meðal annars krafist
þess að ríkisstjórn Noregs segi af sér og komið
verði á nýju þjóðfélagskerfi þar sem hann sitji
sjálfur í öndvegi. „Kröfurnar eru þess eðlis að það
er algerlega ógerningur að verða við þeim,“ sagði
verjandinn. „Hann veit ekki hvernig samfélagið
virkar.“
Vill rannsókn japanskra geðlækna
Dómstóll hefur falið tveimur geðlæknum að
meta andlegt heilbrigði fjöldamorðingjans og
leggja fram niðurstöður sínar ekki síðar en 1. nóv-
ember. Verjandinn segir að skjólstæðingur sinn
vilji einnig gangast undir rannsókn japanskra
geðlækna vegna þess að hann telji „Japani skilja
gildi sæmdarinnar“ og skilja því betur hugsanir
hans en evrópskir geðlæknar. bogi@mbl.is
Fjöldamorðinginn leggur
fram óraunhæfar kröfur
Krefst þess að norska stjórnin segi af sér og komið verði á nýju þjóðfélagskerfi
Tölvuleikir teknir úr sölu
» Tveir tölvuleikir, sem voru í miklu dálæti
hjá norska fjöldamorðingjanum, hafa verið
teknir úr sölu í fjölmörgum verslunum í Nor-
egi.
» Fjöldamorðinginn sagði í stefnuyfirlýsingu
sinni á netinu að hann væri aðdáandi leikj-
anna „World of Warcraft“ og „Call of Duty –
Modern Warfare“ og að hann hefði leikið þá á
meðan hann undirbjó ódæðisverkin.
Sorg Eitt fórnar-
lambanna jarðað.
1.600
liggja í valnum eftir árásir
sýrlenskra hersveita síðustu vikur.
3.000
Sýrlendinga er saknað.
26.000
manns hafa verið handtekin, að
sögn mannréttindasamtaka.
140
manns létu lífið í árásum á
sunnudag, þar af yfir 100 í Hama,
og 24 í fyrradag.
‹ BLÓÐSÚTHELLINGAR ›
»