Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 6
Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Einn vinsælasti ferðamannastaður í Bláskógabyggð, Strokkur, er um- kringdur litskrúðugum ferðamönn- um víðsvegar að úr heiminum nær allt árið um kring. Oftast er fullt til- efni til að klæðast hlífðarjökkum eða regnfatnaði. Ferðamönnum, sem Morgun- blaðið tók tali við Strokk, leist mis- vel á veður og matinn á Íslandi en allir voru þeir einhuga um fegurð landsins. Vildu smakka lamb og fisk „Rigning,“ var allt sem John Maltesen frá Roskilde í Danmörku hafði að segja um Íslandsferðina hingað til en hann og konan hans vonast til þess að fá að gæða sér á ís- lensku lambakjöti og fiski. Það stóð hins vegar ekki til að smakka hrefnu. Isabella og Christi- an Boris frá Frakklandi sögðu ferðina hafa komið á óvart. „Það er mjög friðsælt hérna en Reykjavík er mjög lítil borg miðað við að þetta er höfuð- borgin ykkar,“ sögðu þau og bættu við að landslagið væri mjög sérstakt. „Eflaust hefur verið erfitt að lifa á landinu áður fyrr, fólk bjó við erfiðar aðstæður.“ Ole Goderstad frá Nor- egi og Joakim Pettersson frá Sví- þjóð voru bjartsýnir og hlökkuðu til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík og smakka hákarl og brennivín. Veg- irnir hafi verið það versta við ferðina hingað til. Ef til vill er hluti skýring- arinnar sú að þeir leigðu sér „léleg- asta bíl sem er til,“ að sögn Ole. Joakim hughreysti félaga sinn og sagðist bara vona „að lenda ekki í stærstu holunum.“ Í Bláskógabyggð og uppsveitum Árnessýslu er því iðandi ferðaþjón- usta og að sögn Ásborgar Arnþórs- dóttur, ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu, hefur ferðatímabilið sí- fellt verið að lengjast og umferð ferðamanna detti aldrei alveg niður. Þar er að finna fjölbreytta ferða- mannaþjónustu og á hverju ári bæt- ast við frumkvöðlar í greininni. „Við segjum oft hérna að við séum öll í ferðamannaþjónustu hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ bætir Ásborg við. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ferðamenn Upplifun ferðamannanna við Strokk er eins misjöfn og þeir eru margir. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær Annie Mist Þórisdóttur hamingjuóskir með sig- ur hennar í Heimsleikum í crossfit. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðjunni áréttaði forseti að hún hefði sýnt ungu fólki hve langt væri hægt að ná með aga, þjálfun og einbeitingu. Mikilvægt væri að æska landsins ætti slíkar fyrirmyndir. Annie Mist er á 22. aldursári og er yngsti keppandinn sem hefur unnið heimsleikana. Foreldrar Annie Mistar fylgdust með keppninni í Los Angeles. „Ég er að rifna úr stolti, þetta var bara stór- kostlegt,“ sagði Agnes Viðarsdóttir, móðir hennar, í samtali við Mbl Sjónvarp eftir að úrslit lágu fyrir. Keppnin var æsispennandi og sagði Þórir Magnússon, faðir hennar, að erfitt hefði verið að fylgjast með síð- ustu greininni. Maður var bara hálf- skælandi, bætti Agnes við hlæjandi og glöð. Forseti Íslands sendi Annie Mist heillaóskir  Mikilvæg fyrirmynd fyrir æskufólk Morgunblaðið/Jakob Fannar Öflug Annie Mist Þórisdóttir er fíl- hraustur heimsmeistari. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Íslensk stjórnvöld munu ekki gera athugasemdir við löndunarbann Norðmanna á makrílafla íslenskra fiskiskipa. Sambærilegt bann gildir við löndun erlendra fiskiskipa, þ.á m. norskra skipa, á makríl hér á landi. Tómas H. Heiðar, aðalsamninga- maður Íslands í viðræðum um mak- rílveiðar, segir að íslensk lög banni sjálfkrafa löndun erlendra fiskiskipa í íslenskum höfnum á afla úr sameig- inlegum stofnum sem samkomulag hafi ekki tekist um stjórnun á. Sambærileg lög- gjöf sé í gildi í Noregi. Tómas gefur lítið fyrir nýlegar fullyrðingar ESB og Noregs um allsherjarinn- flutningsbann á íslenskum og fær- eyskum sjávarafurðum. „Við göngum út frá því að ESB og Noregur virði reglur þjóðaréttar um milliríkjaviðskipti í hvívetna,“ segir Tómas. Slíkt allsherjarbann bryti í bága við EES-samninginn, meðal annars bókun 9, og samninga Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Vilja semja um veiðarnar „Það sem nú er brýnast er hins vegar er að Noregur og ESB, stærstu hagsmunaaðilarnir í makríl- veiðum, axli þá ábyrgð sem því er samfara og leggi sitt af mörkum til að samkomulag náist um stjórnun veiðanna.“ Tómas segir mikilvægt að koma í veg fyrir ofveiði og tryggja sjálfbærar veiðar. Ísland hefur lýst yfir vilja til að funda á ný með hinum strandríkjunum um stjórn makríl- veiðanna. „Við erum reiðubúin til að vinna að lausn málsins ásamt Noregi og ESB og gerum ráð fyrir að aðilar fundi fljótlega eftir sumarfrí,“ segir Tóm- as. Löglegt löndunarbann  Norðmenn mega heldur ekki landa makríl á Íslandi  Ólíklegt að Noregur og ESB setji allsherjarinnflutningsbann á íslenskar og færeyskar sjávarafurðir Um 80 til 90 prósent allra erlendra ferðamanna sem koma til landsins fara um uppsveitir Árnessýslu. Þar hefur sprottið upp umfangsmikil ferðaþjónusta sem nú er orðin helsta atvinnugrein sýslunnar, að sögn Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa uppsveita Ár- nessýslu. Hún segir að mikil uppbygging og fjölbreytileiki einkenni þessa ört vaxandi atvinnugrein. Auk mikils fjölda erlendra ferðamanna eru þar einnig um 5.000 sumarbústaðir en miklu færri íbúar í strjálbýli í sýslunni. Allt skapar þetta fjölda atvinnumöguleika í ferðaþjónustu að sögn Ás- borgar. Hún lýsir svæðinu sem „vaxandi og lifandi“ og þar sé næga afþreyingu að finna og enginn þurfi að láta sér leiðast. Uppbygging og fjölbreytileiki LEIÐIR LIGGJA UM BLÁSKÓGABYGGÐ Vegirnir voru það versta í ferðalaginu  Rigning, einstakt landslag, friðsæld og brennivín Umrætt löndunarbann í Noregi á makríl úr íslenskri eða fær- eyskri lögsögu er ekki nýtt. Norska sjávarútvegsráðu- neytið sendi út tilkynningu til að minna á bannið á mánudag- inn. Tómas H. Heiðar segir áminningu Norðmanna frekar beint að Fær- eyingum. Þeir hafi leyft skipum frá Perú að veiða makríl í sinni lög- sögu. Þau skip geti því ekki landað aflanum í Noregi. Áminning til Færeyja TILKYNNING NORÐMANNA www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Tómas H. Heiðar Allir forstöðumenn heilsdagsskóla og fé- lagsmiðstöðva í Hafnarfirði fengu uppsagnarbréf um nýliðin mánaðamót en til stendur að íþrótta- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar, ÍTH, taki yfir rekstur þeirra. Hingað til hafa heilsdagsskólar og félagsmiðstöðvar verið reknar af skólunum og verið á ábyrgð viðkom- andi skólastjóra. Nú á að sameina heilsdagsskólana og félagsmiðstöðv- arnar í hverjum skóla fyrir sig undir einum forstöðumanni. „Starfið mitt var lagt niður og ég fékk tilboð um starfslok,“ segir fyrr- um forstöðukona heilsdagsskóla í Hafnarfirði. „En mér skilst að al- mennum starfsmönnum hafi verið boðið áframhaldandi starf hjá ÍTH.“ Starfsfólk grunnskóla bæjarins mætir til starfa 16. ágúst, eftir tvær vikur. „Þetta er stuttur fyrirvari og það hefur enginn talað við okkur um þetta,“ segir forstöðukonan. Forstöðumönnum heilsdagsskóla og félagsmiðstöðva sagt upp Ole frá Noregi og Joakim frá Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.