Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Amma mín var kjólasauma-kona og systir hennarlíka, mamma mín saumaðiöll föt á okkur systkinin þegar við vorum lítil og ég saumaði flíkur á sjálfa mig þegar ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það má því segja að það að hanna og búa til föt sé bæði í blóðinu og mínu umhverfi í uppeldinu,“ segir Ingibjörg Huld Halldórsdóttir arki- tekt sem býr í Danmörku en hún kom nýlega með á markað hér á Ís- landi handprjónaðar ullar- barnapeysur og ungbarnateppi und- ir merkinu Kattomenium. „Ég á tvo litla stráka og þegar ég var í barneignarfríi með þann yngri, sem nú er eins og hálfs árs, leiddist mér svolítið og mig langaði að búa eitthvað til. Þannig fór þetta allt saman af stað. Mig hafði lengi langað til að prófa að gera eitthvað með textíl og hönnun og ég notaði kvöldin til að sinna því. Mig langaði til að sjá hvort ég gæti þetta og hvort það væri hægt að gera eitt- hvað öðruvísi með hönnun íslensku lopapeysunnar. Lopapeysur eru svo praktískar, þær endast lengi og það er hægt að nota þær áfram á barnið þótt það stækki. Lopapeysuformið er líka svo einfalt og því auðvelt að klæða börn úr þeim og í,“ segir Ingibjörg sem er hrifin af mynd- prjóni því sem lopapeysur eru prjónaðar eftir. „Myndprjón er frá- Nútímalegar og litríkar lopapeysur Hún bjó sjálf til sínar flíkur þegar hún var í menntaskóla en nú hannar hún barnapeysur úr íslenskri ull. Hún vill ekki láta framleiða sína vöru í Asíu, heldur nýta íslenskt vinnuafl og tryggja þannig gott atvinnuumhverfi. Ingibjörg Hulda er konan á bak við Kattomenium. Ingibjörg Huld Halldórsdóttir Grænir litir Fara vel við rauða hárið. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Jeff Dunham er amerískur uppistand- ari og búktalari. Hann er mjög vinsæll enda bráðfyndinn og sniðugur. Heimasíðu Dunhams má finna á slóð- inni Jeffdunham.com og þar má sjá og heyra ýmislegt til að kitla hlát- urtaugarnar. Búktalarabrúður Dunhams eru all- ar eftirminnilegir „persónuleikar“, með undarlegar skoðanir, skapfúlar og móðgandi. Frægastur er líklega Achmed the Dead Terrorist eða eins og hann myndi nefnast upp á ís- lensku; Achmed, látni hryðjuverka- maðurinn. Einnig eru Peanut, Bubba J, José Jalapeno og Walter. Walter er gamall fúll karl sem segir það sem honum sýnist því honum er alveg sama. Á Jeffdunham.com má fræðast nánar um þessar persónur hans Dun- hams. Þar má sjá myndbönd og myndir, lesa sér til um brúðurnar og Dunham sjálfan, hlaða niður myndum og hringitónum og sjá framboðið í netversluninni. Dunham, ásamt búktalarabrúð- unum sínum, er kaldhæðinn og stór- skemmtilegur. Hann er tilvalinn fyrir þá sem finnst gaman að grenja úr hlátri. Vefsíðan www.jeffdunham.com Fyndinn Jeff Dunham með félaga sinn, Achmed the Dead Terrorist. Búktalari og uppistandari Íhaust flytur Bjarni Hjartarsontil Tórínó á Ítalíu til að lærabílahönnun en hann hlaut ný- verið inngöngu í alþjóðlega hönn- unarskólann Istituto Europeo di De- sign (IED). „Þetta var dálítið ferli, ég þurfti að taka saman „portfolio“, sækja um og fara í viðtal í gegnum Skype en þetta gekk hratt fyrir sig eftir að ég byrjaði að sækja um,“ seg- ir Bjarni. Brautin sem hann fer á kallast hönnun samgöngutækja en hún skiptist í tvennt, annars vegar bílahönnun og hins vegar hönnun hjóla, snekkja og lesta. Bjarni, sem var einn 24 sem komust inn í námið, segir einn annan Íslending hefja nám við skólann í haust en sá stefni á snekkjuhönnun. Ítalía mekka bílahönnunar „Ég er búinn að vera með bíladellu bókstaflega síðan ég man eftir mér,“ segir Bjarni en hann keyrir nú um á BMW sem hann segir einn af bestu akstursbílunum. Spurður hví hann hafi valið bílahönnun fram yfir aðrar atvinnugreinar sem tengjast bílum svarar hann: „Bæði hef ég meiri áhuga á hönnuninni sjálfri á bílunum en verkfræðilega hlutanum, svo lang- aði mig að gera eitthvað meira og stærra en þetta hefðbundna.“ Hann segir IED vera með betri skólum í heiminum sem kenni bíla- Á leið til Ítalíu í bílahönnun Með bíladellu Bjarni Hjartarson keyrir nú um á BMW sem hann segir einn af bestu akstursbílunum. Hann er spenntur fyrir námi í bílahönnun. Bjarni Hjartarson hefur verið með bíladellu síðan hann man eftir sér. Það er því viðeigandi að hann haldi til Ítalíu í haust í nám í bílahönnun. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það er eins og lögmál hjá sumum að um leið og verslunarmanna- helginni lýkur sé kominn tími til að leggjast í híði aftur. Að með komu myrkursins sé í lagi að ger- ast sófakartafla, láta verkefnin sitja á hakanum og fara að kúra og éta sælgæti fyrir framan sjón- varpið eins og um hávetur sé að ræða. Það er enn sumar, þótt það rigni er mjög hlýtt og gott veður fyrir utan útidyrahurðina. Endilega ekki láta letina ná tökum á þér þrátt fyrir smávætu og náttmyrkur. Ekki leggjast í sófann þegar heim er komið, reimið frekar á ykkur íþróttaskóna og farið í göngutúr, brjótið saman þvottastaflann, hitt- ið vini eða takið til. Bara í guð- anna bænum ekki leggjast í sóf- ann langt fyrir árstíð fram. Endilega … … ekki leggjast í leti Morgunblaðið/Eggert Blaut tíð Rigning þarf ekki að vera ávís- un að letilífi eins og sumir halda. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða tvær frábærar ferðir fyrir eldri bor- gara í haust til Kanaríeyja. Við bjóðum fjölbreytt úrval gististaða. Haustið er svo sannarlega frábær tími á þessum einstaka áfangastað. Mikil dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra. 21. október í 25 nætur og 31. október í 29 nætur Verð frá 149.900 Haustferðir fyrir eldri borgara til Kanarí Verð kr. 149.900 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó á Parquemar. Innifalið flug, gisting í 25 næstur og skattar. Sértilboð 21. okt. Aukalega kr. 21.300 á mann þann 31. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.