Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Samkomulag er
enn ekki í aug-
sýn í kjaradeilu
Flugfreyjufélags
Íslands og Sam-
taka atvinnulífs-
ins, sem semur
fyrir hönd Ice-
landair. Kjara-
deilunni var vís-
að til meðferðar
ríkissátta-
semjara 8. júní sl. en boðað er til
næsta sáttafundar í deilunni 23.
ágúst vegna sumarleyfa, að sögn
Sigrúnar Jónsdóttur, formanns
flugfreyjufélagsins. „Þá hef ég á
tilfinningunni að hlutirnir fari að
gerast,“ segir hún.
Sigrún segir að haldnir hafi ver-
ið sáttafundir á tveggja vikna
fresti í sumar og þar fyrir utan
hafa viðsemjendur komið saman á
fundum, skipst á útreikningum og
kastað á milli hugmyndum um
endurnýjun samninga. Menn séu
því að tala saman og segir hún
deiluna alls ekki vera komna á það
stig að farið sé að ræða aðgerðir
til að knýja á um samkomulag.
omfr@mbl.is
Hæga-
gangur í
viðræðum
Flugfreyjur og SA á
sáttafund 23. ágúst
Flug Enn ósamið
við flugfreyjur.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Maður á þrítugsaldri var í Héraðs-
dómi Suðurlands í gær úrskurð-
aður í gæsluvarðahald þar til næst-
komandi föstudag en hann er
grunaður um að hafa nauðgað rúm-
lega tvítugri konu við salernisað-
stöðu í Herjólfsdal um verslunar-
mannahelgina. Önnur nauðgun sem
átti sér stað í Eyjum hefur einnig
verið kærð til lögreglu en alls voru
tilkynnt sex kynferðisbrotamál um
helgina, fimm í Vestmanneyjum og
eitt á Akureyri.
Enn hefur enginn leitað til Stíga-
móta vegna nauðgunar- eða kyn-
ferðisbrotamála eftir helgina en
Guðrún Jóns-
dóttir, talskona
Stígamóta, segir
reynsluna hafa
sýnt að þolendur
leiti sér jafnan
ekki aðstoðar
fyrr en löngu
seinna.
„Það er of
snemmt að segja
til um hversu
margar nauðganir voru framdar
um helgina, því að oft leita stúlkur
sér hjálpar löngu eftir að verkn-
aðurinn er framinn. Þannig leituðu
fjórtán stúlkur sér hjálpar hjá
Stígamótum í fyrra vegna kynferð-
isbrota sem áttu sér stað á útihá-
tíðum en brotin gætu hafa verið
framin einhverjum árum áður,“
segir Guðrún.
Hún segir fjöldamargar konur
aldrei leita sér hjálpar en engin
einföld lausn sé til, erfitt sé að
tryggja fullkomlega öruggar útihá-
tíðir og segir Guðrún að taka verði
á vandanum með víðtækari hætti.
Þar nefnir hún m.a. að virkja karl-
menn í baráttunni, að endurskoða
hvernig réttarkerfið taki á kynferð-
isbrotamálum og að stöðva klám-
væðinguna sem kenni að það sé í
lagi að koma illa fram við konur.
Hvað sértæk úrræði varðandi
útihátíðirnar varðar segir Guðrún
að eftir Eldborgarhátíðina al-
ræmdu hafi verið sett á laggirnar
nefnd sem kom t.d. með tillögur um
aukna lýsingu og löggæslu, auk
þess sem Stígamót vildu aldurs-
takmörk á hátíðirnar og aukna
upplýsingaskyldu gagnvart gestum
um öryggisgæslu og úrræði. Það
plagg liggi væntanlega ennþá í
skúffu einhvers staðar í innanrík-
isráðuneytinu.
En kemur til greina að Stígamót
verði aftur til taks á útihátíðum í
framtíðinni?
„Ef eftir því yrði leitað og kostn-
aður yrði greiddur myndum við
skoða það mjög vandlega. Við
myndum ekki skorast undan því ef
við hefðum tök á því að sinna þeim
málum almennilega,“ svarar Guð-
rún.
Víðtækra aðgerða er þörf
Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun Sex kynferðisbrotamál tilkynnt eftir
helgina en aðeins tvö kærð Of snemmt að segja til um fjölda kynferðisbrotaþola helgarinnar
Guðrún
Jónsdóttir
Ofbeldi og fautaskapur
» Að minnsta kosti tvö kyn-
ferðisbrota helgarinnar voru
framin á almannafæri, að sögn
Eyrúnar Jónsdóttur, verkefn-
isstjóra á neyðarmóttöku
Landspítalans fyrir þolendur
kynferðisofbeldis.
» „Það, hvort fólk kæri svona
brot eða ekki, segir ekkert til
um alvöru þeirra. Þetta er of-
beldi og fautaskapur og fjöldi
þeirra sem kærir segir ekkert
um fjölda þeirra sem verða fyr-
ir þessu,“ segir hún.
Rigningin og rokið í sumum landshlutum síðustu
daga hefur vakið litla ánægju hjá gangandi veg-
farendum, m.a. hjá ferfætlingunum sem vita
margt skemmtilegra en að blotna. Enginn er
verri þótt hann vökni, segir máltækið og þessir
hvuttar í Hafnarfirði urðu að láta sér rigninguna
lynda í gær enda bundnir til að bíða eftir eigand-
anum sem skrapp inn í skjól frá veðuröflunum til
að sinna nokkrum erindum.
Morgunblaðið/Eggert
Bíða þolinmóðir en hundblautir eftir eigandanum
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Það fjármagn sem kom inn í HS
orku í kjölfar þess að Jarðvarmi
slhf., sem er í eigu fjórtán lífeyr-
issjóða, keypti 25% hlut í fyrirtæk-
inu hefur að hluta farið í að borga
forstjóra Alterra Power til baka lán
sem hann veitti Alterra til kaupa á
hlut í HS orku. Þessu heldur Ás-
mundur Friðriksson, bæjarstjóri í
Garði, fram. Hann segir fráleitt að
peningarnir sem lífeyrissjóðirnir
hafi komið með inn í HS orku séu
notaðir með þessum hætti til að
greiða upp skuldir við eiganda fé-
lagsins.
„Þetta er lokahnykkurinn á
svikamyllu Stein-
gríms J. Sigfús-
sonar í þessu
Magma máli. Það
var hann sem
hafði úr að velja
þá kaupendur
sem gátu keypt
hlut Geysis
Green í HS á sín-
um tíma,“ segir
Ásmundur.
Alterra Power hét áður Magma
Energy og er að stórum hluta í eigu
Ross Beaty, forstjóra félagsins. Al-
terra á 75% hlut í HS orku. Félagið
keypti hlutinn í umdeildri sölu Ís-
landsbanka fyrir rúmu ári.
„Ross Beaty keypti hlut sinn í
HS orku með aflandskrónum og nú
hefur fjármálaráðherra gefið þess-
um manni leyfi til að flytja þessa 3,5
milljarða, sem lífeyrissjóðirnir ætl-
uðu að leggja í atvinnulíf á Íslandi, í
vasa þessa manns með margföldum
hagnaði,“ segir Ásmundur. Hann
hafi greinilega ekki trú á því að
peningarnir ávaxtist best í HS
orku.
Kynnt á fundi
Ásmundur segir umræddan
gjörning ekki hafa komið á óvart
því hann hafi verið kynntur á fundi í
Garði í vor. Menn hafi þó ekki viljað
horfast í augu við raunveruleikann.
„Þegar Beaty var spurður að því
hvort þeir peningar sem lífeyris-
sjóðirnir kæmu með myndu ekki
styrkja rekstur félagsins svaraði
hann því til að þeir yrðu fyrst og
fremst notaðir til að endurgreiða
honum sjálfum. Það verður því
væntanlega ekki til að styrkja fyr-
irtækið,“ segir Ásmundur. Verið sé
að flytja gjaldeyri úr landi.
Ásmundur segir að þrír
stjórnarþingmenn hafi
setið fundinn í vor en
ekkert aðhafst. Með því
að samþykkja kaup
Magma á HS orku á sín-
um tíma hafi fjármálaráð-
herra í raun verið að
heimila umræddan
útflutning á gjald-
eyri.
„Lokahnykkurinn á svikamyllu“
Alterra Power, áður Magma Energy, hefur endurgreitt forstjóra félagsins lán
upp á tæpa þrjá milljarða Alterra Power á meirihlutaeign í HS orku
Ásmundur
Friðriksson
„Við höfum engar sérstakar
áhyggjur af þessari endur-
greiðslu til Ross Beaty,“ segir
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar. Þegar bærinn
seldi hlut sinn í HS orku á sín-
um tíma var það að hluta greitt
með skuldabréfi sem kemur til
greiðslu 2016. Umræddur
gerningur hefur ekki áhrif á
það að mati Árna en
hugsanlega komi
skuldabréfið fyrr til
greiðslu.
Engin áhrif
á skuldabréf
SKULDAR REYKJANESBÆ
Árni
Sigfússon