Morgunblaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR, HVERJU HEF ÉG
EIGINLEGA ÁORKAÐ Í LÍFINU?
ÞÚ
ÁTT MIG!
ÍMYNDAÐU ÞÉR
AÐ EFTIR 12 ÁR
VERÐUR EINHVER
STELPA GIFT
KALLA
ÞAÐ VERÐUR ERFITT AÐ
BJARGA HENNI, ÞAR SEM VIÐ
VITUM EKKI HVAÐ HÚN
HEITIR EÐA HVAR HÚN BÝR
*AND-
VARP*
VIÐ ÞYRFTUM AÐ FINNA UPP
EINHVERSKONAR KERFI
VIÐ
GETUM KALLAÐ
ÞAÐ „BRÚÐAR
VÖRNINA”
HJÁLP!
HÆTTU
AÐ KVARTA...
MUNDU
BARA MÁLS-
HÁTTINN...
„HJÁLPAÐU KONUNNI
ÞINNI AÐ VERSLA OG ÞÚ
MUNT EIGA FARSÆLT
HJÓNABAND”
ÉG GET
EKKI SAGT AÐ
ÉG MUNI EFTIR
ÞESSUM
MÁLSHÆTTI
MÓTMÆLIN
OKKAR ERU AÐ
BERA
ÁRANGUR
KÆRU
FORELDRAR, HÉÐAN Í
FRÁ ÞÁ VERÐUR HOLLUR
MATUR NÚMER EITT,
TVÖ OG ÞRJÚ
FRÁ OG MEÐ
ÞESSARI VIKU VERÐUR
EKKERT RUSLFÆÐI Í
MATINN OG VIÐ ÆTLUM
AÐ OPNA SALATBAR
MUNIÐ BARA AÐ ÞAÐ
VAR ÉG SEM ÁTTI
HUGMYNDINA
STJÓRN-
MÁLAMENN!
AF HVERJU VILTU
DREPA BRÓÐUR ÞINN?
ER ÞAÐ EKKI FULL
LANGT GENGIÐ Í
SYSTKINAERJUNUM?
SEGÐU
MÉR HVAR
HANN ER!
HANN
GEFST SVO
SANNARLEGA
EKKI UPP
HOLLAN
MAT!
HOLLAN
MAT!
KOMIÐ
ÞIÐ SÆL, ÉG ER
MENNTAMÁLA-
RÁÐHERRANN
ÞETTA ER
MITT MÁL!
ÍS
Hver fann Ísland?
Nýlega var viðtal við
ungan Íslending í Rík-
issjónvarpinu þar sem
hann lauk máli sínu
með því að segja:
„Þegar Ingólfur fann
Ísland“. Fyrir rúm-
lega hálfri öld lærði ég
í skóla að áður en Ing-
ólfur kom til Íslands
hefðu nokkrir aðrir
komið á undan honum.
Nefna má t.d. Svíann
Garðar Svavarsson og
Náttfara, sem kom
með honum. Garðar
var þó ekki lengi á
landinu, en sigldi umhverfis það og sá
að það var eyja og kallaði það því
Garðarshólma. Líka má nefna Flóka
Vilgerðarson, sem bjó á Barðaströnd,
og gaf landinu nafnið Ísland.
Hins vegar er talið víst að Ingólfur
hafi verið sá fyrsti, sem endanlega
settist að á Íslandi. En svo er það allt
annað mál hver það var, sem fann Ís-
land! Stundum er tilnefndur Pýþeas
nokkur, sem er talinn hafa fundið Ís-
land um 300 f.Kr., en það er ekki al-
veg víst, enda ósennilegt að hann hafi
stigið eigin fótum á sjálft landið held-
ur bara séð það aðeins úr fjarska. En
það var nóg til þess að einhverjir
áhugasamir (forvitnir) gátu farið að
skoða þetta ókunna land.
Einnig hef ég heyrt Íslendinga,
sem jafnvel eru komnir á þrítugs-
aldur, segja að Jón Sigurðsson hafi
verið fyrsti forseti Íslands. Einnig að
Jóhanna Sigurðardóttir sé forseta-
ráðherra. Þekkir unga kynslóðin á Ís-
landi virkilega ekki sögu Íslands bet-
ur en þetta? Látum nú vera þó að
útlendingar haldi að Kristófer Kól-
umbus hafi fundið Ameríku, en þegar
nokkrir Íslendingar halda líka að svo
hafi verið … er það þá ekki heldur
langt gengið?
Nýlega spurði ég tvítugan íslensk-
an pilt, sem ætlaði kannski á þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum, hvort hann
vissi hvers vegna útihátíðin þar er
kölluð „þjóðhátíð“. Nei, ekki vissi
hann það, en hélt að
það væri bara af því að
hún væri svo skemmti-
leg. Fyrir langalöngu
lærði ég hins vegar í
skóla að þegar komið
var fram undir miðja
19. öld hefðu margir
fræðimenn hér á landi
talið að tími væri kom-
inn til að halda upp á
1000 ára afmæli land-
námsins.
Eitthvað vafðist
þetta þó fyrir bæði
sagnfræðingum og
fornleifafræðingum á
Íslandi, sem töldu að
ekki væru nægjanlegar
sannanir (t.d. fornleifar) fyrir ná-
kvæmu ártali. Þeir þorðu sennilega
ekki að nota frásögn írska munksins
Diculiusar frá því um 825 e.Kr. um að
hér hafi verið írskir munkar, sem
bjuggu hér í friði og spekt. Sennilega
hafa þeir þó allavega ekki fjölgað hér
íbúum. En Írar höfðu þá ritmál, sem
norrænar þjóðir höfðu ekki. Sumir
telja að þeir hafi farið af landi brott
þegar norrænir menn fór að nema
hér land. Auk þess höfðu sumir nor-
rænu landmemanna viðkomu á Ír-
landi og tóku með sér írskar konur til
Íslands. Þannig urðu til hér ýmis
keltnesk orð eins og kría, krummi,
strákur og stelpa. Einnig örnefni eins
og Papey, og fjallanöfn s.s. Esja,
Hekla og Katla.
Endanlega var samt ákveðið að
halda þjóðhátíð á Þingvöllum árið
1874 í tilefni 1000 ára landnáms Ís-
lands. Ég lærði svo líka að vegna
óveðurs hefðu Vestmannaeyingar
ekki komist til meginlandsins til að
taka þátt í þjóðhátíðinni þar og þess
vegna ákveðið að halda eigin þjóðhá-
tið heima hjá sér í Vestmannaeyjum.
Landnámssýningin við Aðalstræti í
Reykjavík miðar við árin 871 plús/
mínus 2.
Fróðleiksfús Íslendingur.
Ást er…
… þegar hver einasta
sekúnda skiptir máli.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist í Félagsheimilinu Gjábakka í dag
kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Næstu ferðir FEB í ágúst veða farnar: 10.
ág. kringum Snæfellsnes. 19. ág. Fljóts-
hlíð, Fjallabak syðra, Skaftártunga. 15.-
18. ág. Kjölur, Eyjafjörður, Fjallabyggð. –
20.-23. ág. Sprengisandur, Hvannalindir,
Kverkfjöll. Skrifstofa FEB opnuð 8. ág.
eftir sumarleyfi. Uppl. og bókanir hjá Val-
garði í síma 897-7550.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, hádegisverður, fé-
lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, ganga kl. 10, handavinnustofan
opin, kvennabrids kl. 13.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í Króknum kl. 10.30.
Opin handavinnustofa án leiðbeinanda.
Opinn púttvöllur. Vatnsleikfimi kl. 18.30.
Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja
frammi, púttvöllur opinn alla daga.
Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð-
un fyrir hádegi, hádegisverður, létt sum-
arganga kl. 14, miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 | Opnum í dag eftir
sumarlokun. Panta þarf hádegisverð fyr-
ir kl. 9.30. Við hringborðið kl. 8.50.
Listasmiðjan og baðstofan til frjálsra af-
nota fyrir einstaklinga og hópa. Hug-
myndabankinn opinn fyrir vetrarstarfið.
Síðdegiskaffi. Fundur í Æðsta ráði kl. 10
mánudaginn 8. ágúst. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æfinga-
svæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Uppl. í
síma 554-2780 og á www.glod.is.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofan opin, morgunstund með
Sigríði kl. 10, framhaldssaga kl. 12.30,
dans kl. 14.
Pétur Stefánsson fór út að ríðameð vinkonu sinni um daginn
og komst þannig að orði: „Maður
gleymdi öllum heimsins áhyggjum í
þeirri sælu sem það veitti manni.
Eyddist vandi og allt mitt böl
er upp á gandinn skreið ég.
Yfir sanda, urð og möl
eins og fjandinn reið ég.“
Þetta hafa verið náðugir dagar í
sumar hjá Pétri, eins og ráða má af
þessari vísu:
Senn er búið sumarleyfi,
sáttur þaðan geng á braut.
Lifði ég sem glaður greifi,
grillaði, drakk og ástar naut.
Friðrik Steingrímsson var skjót-
ur til svars:
Orlofs tíminn enda hlaut
er því skaðinn bættur.
Aftur Pétur ástarnaut
er í fjósið mættur.
Og það jafnast fáir á við Pétur í
vísnagerðinni, eins og ráða má af
þessari vísu:
Á yrkingum er ekkert lát
þó oft sé lítið næði.
Samið hef ég sirka bát
sextán þúsund kvæði.
Davíð Hjálmar Haraldsson kast-
ar fram limru:
Ámundi, ólærður smiður,
einn uppi á þaki, vill niður
með nagla og hamar
því nota þarf kamar
en neglir sig fastan, því miður.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af fríi og glöðum greifa