Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 2

Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 199.900.- verd adeins KOMINN AFTUR! VINSAELASTI SÓFINN OKKAR ER KOMINN AFTUR! tilbodnú baedi haegri og vinstri legubekkur pantanir óskast sóttar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Það var mikið um dýrðir í Reykjanesbæ í gær- kvöldi þegar óperan Tosca eftir Giacomo Pucc- ini var frumsýnd í uppsetningu óperufélagsins Norðuróps. Uppsetningin er óvenjuleg, söngv- ararnir ferðast á milli staða og verða áhorfendur að fylgja á eftir. Fyrsti þáttur óperunnar var fluttur í Keflavíkurkirkju, annar þáttur í safn- aðarheimili kirkjunnar og sá þriðji í garðinum þar á milli. Aðeins tvær sýningar eru á verkinu, sú fyrri var í gærkvöldi og sú síðari er á morgun. Tosca fjallar um ástir og afbrýði og er ein frægasta og vinsælasta ópera allra tíma. Óperan Tosca frumsýnd Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Lífleg óperusýning í og við Keflavíkurkirkju Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn geti ekki mætt frek- ari niðurskurði án þess að slíkt muni bitna á þjónustu við sjúklinga. „Við höfum minnkað það mikið við okkur og dregið saman seglin að hér er ekkert meira að hafa. Ef ætlunin er að spara hér meira og hafa frekari nið- urskurð í fjárlögum þá tel ég að stjórnvöld verði hreinlega að taka ákvörðun um hvers konar þjónustu á að veita á Landspítalanum. Þetta er spurning um hvers konar þjónusta er veitt í heilbrigðiskerfinu,“ segir Björn. Hann segir einnig að margir haldi því nú fram að boðaður 1,5% niður- skurður í velferðarkerfinu sé ekki nægilegur. „Það er hins vegar mis- munandi hvernig niðurskurður síð- ustu ára hefur komið niður og ég bendi á að við höfum lent í verri nið- urskurði en margir aðrir.“ Björn kvað fast að orði í föstudags- pistli sínum á vef Landspítala í gær og sagði að niðurskurður í framlögum til Landspítalans hefði numið 23% frá árinu 2008. Fækkað um 800 starfsmenn Í lok janúar árið 2009 voru starfs- menn Landspítala 5.218 talsins en í lok maí síðastliðins voru þeir 4.621. „Það hefur verið alveg óheyrilega erf- itt að ná endum saman hjá okkur. Það er ekki hægt að skera meira niður hér. Starfsfólkið er búið að gera sitt. Starfsemi spítalans stendur mjög tæpt og ef þetta heldur svona áfram þarf að minnka þjónustuna og koma upp biðlistum. Við erum að reyna að halda uppi sama þjónustustigi á spít- alanum með 600 færri starfsmenn og 23% minna fé.“ Aðspurður gat Björn ekki nefnt dæmi um hvers konar þjónusta gæti verið lögð af vegna nið- urskurðar. „Við þurfum að sjá hver niðurstaðan verður í fjárlögum. Það verða erfiðar ákvarðanir sem við þurfum að taka í samráði við velferð- arráðuneyti.“ Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að Land- spítalinn sé einstakur spítali á Íslandi enda sé þar í boði margs konar heil- brigðisþjónusta sem ekki sé völ á ann- ars staðar. „Varaspítalinn, ef svo má að orði komast, er þá Sjúkrahúsið á Akureyri, sem er svo aðkreppt að það getur ekki starfað án þess að fá hækju frá Landspítalanum. Hvar ætla menn sér að skera niður? Ef Landspítalinn getur ekki haldið uppi þjónustu þá þýðir það, fyrir venjulegt fólk, að sækja þarf hana út fyrir land- steinana.“ Hvorki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra né Steingrím J. Sigfússon fjármálaráð- herra vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Landspítali er á þanmörkunum  Forstjóri Landspítala segir spítalann berjast við að halda sama þjónustustigi með 600 færri starfs- menn og 23% minna fé  „Þetta er spurning um hvers konar þjónusta er veitt í heilbrigðiskerfinu“ Björn Zoëga Birna Jónsdóttir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Gríðarlega mikið er af makríl í sjónum við strendur Ís- lands um þessar mundir. Í Garði hefur verið mikið um að fólk geri sér ferð niður á bryggju og veiði sér þar í soðið. „Hér hjá okkur er afskaplega mikið af makríl og marg- ir – ekki síst Íslendingar sem eru af erlendu bergi brotn- ir – hafa verið duglegir við að fara hér niður á höfn til að veiða,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. Hann segir að þetta sé þriðja sumarið í röð sem mikil fiskgengd sé við bryggjuna. „Þá koma margir sér fyrir hérna á bryggjunni og veiða. Margir flaka jafnframt fisk- inn hérna á staðnum. Við höfum lifað á þessu frá örófi alda og þessi sjálfsbjargarviðleitni er til fyrirmyndar.“ Heilu makríltorfurnar sáust jafnframt úr háhýsum við Borgartún og niðri við Sæbraut í Reykjavík í gær. Ferðalöngum, sem voru á leið í lundaskoðunarferð í Við- ey í fyrradag, brá ennfremur í brún þegar þeir sáu hrefnu rétt undan landi í eynni. „Það er ekki oft sem maður sér hvali svona nálægt Viðey,“ sagði Magnús Axelsson, leiðsögumaður hjá Sérferðum. „Hann var greinilega að elta makrílinn, sjórinn hreinlega bullsauð af makríl á þessum slóðum.“ Makríll heldur til unnvörp- um við strendur landsins Hvalur sást elta makríltorf- ur alla leið upp að Viðey Ljósmynd/Magnús Axelsson Veiðar Laumuleg hrefna við Viðey. Í gærkvöldi hafði um tíu milljónum verið heitið á hlaupara sem ætla að hlaupa til góðs í Reykja- víkurmara- þoninu. Árið 2009 söfnuðst alls níu milljónir en í fyrra námu áheitin 30 milljónum. Þeir sem þekkja hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu geta flett honum upp á hlaupastyrkur.is og heitið á einstaka hlaupara eða lið í boðhlaupinu. Tíu milljónum verið heitið á hlaupara Umferð um höfuðborgarsvæðið í júlí var 4% minni en í júlí í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Útlit er fyrir að umferðin í ár dragist saman um 2-3% og verði svipuð eða heldur meiri en árið 2006. Frá áramót- um hefur umferðin dregist saman um 3,2%. Sá fyrirvari er settur við sam- dráttinn í júlí síðastliðnum að óvenju mikill samdráttur mældist á Hafnarfjarðarvegi, líkt og í jan- úar, en ekki hefur fundist hald- bær skýring á því. Umferð um borgina og nærsveitir svipuð og á árinu 2006 „Það væri ábyrgðarlaust af okk- ur að segja ekki frá þessu,“ seg- ir Björn Zoëga, forstjóri Land- spítala. Heildarútgjöld frá hinu opinbera til spítalans árið 2011 eru 33 milljarðar króna. „Upp- reiknað í krónum dagsins er þetta rúmlega átta milljörðum króna minna en í fjárlögum árs- ins 2008. Þetta er 23% nið- urskurður. “ 23% niður- skurður BJÖRN ZOËGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.