Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 6

Morgunblaðið - 13.08.2011, Page 6
Guðmundur Felix Grétarsson missti báða handleggi rétt fyrir neðan axlir í vinnuslysi árið 1998. Hann var uppi í há- spennumastri þegar hann fékk 11 þúsund volta straum með þeim afleiðingum að hann féll 8 metra og braut flest bein í líkamanum. Vegna brunasára varð að fjarlægja handleggina. Guðmundur bíður eftir að franski skurðlæknirinn Lion- el Badet upplýsi hann um hvort 30 manna skurðlækna- teymi hans muni græða á hann hendur, en það yrði þá fyrsta aðgerð sinnar tegundar í heiminum. „Ég setti mig í samband við hann árið 2007, hafði séð hann í Kastljósinu á Íslandi, og hef verið í skoðun síðan,“ segir Guðmundur. „Þeir hafa skoðað ástandið á taugum og beinum og það lít- ur allt vel út,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur unnið síðustu fjögur ár að því að komast í þessa aðgerð. Hann hefur farið tvisvar til Frakklands og gengist undir ýmiss konar próf. Allar niðurstöður hafa verið jákvæðar en Guð- mundur mun fá endanlegt svar 9. september næstkom- andi. Verði aðgerðin samþykkt mun biðtími taka við sem getur varað frá nokkrum dögum upp í tvö ár eða þangað til að handleggir fást til ágræðslunnar. Ríkið tryggir ekki handaágræðsluaðgerðir Guðmundur fær enga aðstoð hjá íslenska ríkinu þar sem aðgerðin flokkast undir „tilraunaaðgerð“ en hún kostar í kringum 21 milljón. Svölurnar, félag fyrrverandi og starf- andi flugfreyja, hafa styrkt góð málefni undanfarin ár. Svölurnar hafa nú þegar styrkt Guðmund um fimm hundr- uð þúsund krónur. Leggja þær áherslu á að styrkja þá einstaklinga sem njóta ekki opinberra styrkja hjá Tryggingastofnun. Svöl- urnar stefna að því að halda ótrauðar áfram. Hægt er að veita framlög til styrktarsjóðsins á vefsíðunni svolurnar.is Guðmundur Felix mun hlaupa fyrir „Handahlaup“ í Reykjavíkurmaraþoni 20. ágúst næstkomandi. Stofnuð hefur verið Facebook-síða undir nafninu Handahlaup þar sem góður hópur fólks leggur sín lóð á vogarskálarnar til að aðstoða Guðmund við að fá handleggi grædda á sig. Hægt er að styrkja Guðmund með því að hringja í 901 5100, 901 5200 og 901 5500. Unnið er að því að styðja Guð- mund þar sem hann hefur þurft að mæta ýmiss konar kostnaði vegna slyssins. mep@mbl.is „Svona aðgerð hefur aldrei verið gerð áður“  Fær svar eftir 9. september  Rannsóknir gefa góða von Mynd/Árni Sæberg Styrkir Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, styrktu Handahlaup Guðmundar um 500 þúsund krónur. Hægt er að styrkja hlaupið á hlaupastyrkur.is ef flett er upp á nafni Guðmundar. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Ég hef ekkert komið nálægt þessu og ekki einu sinni dottið þetta í hug, en ég segi bara takk fyrir,“ segir Olgeir Engilbertsson í Nefsholti í Rangárvallasýslu. Í dag standa vinir Geimstöðvar- innar, Víbon-trukks Olgeirs, fyrir hátíð og söfnun í Landmannalaug- um til að fjármagna langþráða viðgerð á bílnum. Olgeir og Geimstöðin, sem er af árgerð 1953, þykja ómissandi í ár- legri fjallferð á Landmannaafrétt, enda verið með í för óslitið frá því 1977 þegar Olgeir var nýbú- inn að eignast bílinn. Sjálfur hef- ur hann farið á fjall síðan 1964. Vinstri hlið Geimstöðvarinnar þarf viðgerðar við og af þeim sök- um var ákveðið að efna til söfn- unar til að tryggja áframhaldandi viðveru Víbonsins í fjallferðum. Grilluð verður bleikja sem Fjalla- fiskur veiðir í vötnum Land- mannaafréttar, Fjallafang mun láta alla kaffisölu dagsins renna til söfnunarinnar og skálaverðir Ferðafélagsins baka klatta. Allir eru velkomnir í Landmannalaug- ar til að leggja sitt af mörkum í söfnunina frá klukkan 12 til 20 með lifandi tónlist og góðu fólki. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta lagt gömlum bíl lið með því að gerast vinir hans á Facebook og fengið þar nánari upplýsingar. Nafnið er þannig til komið að þegar fyrri eigandi gerði bílinn út í ferðir upp að Vatnajökli var sett á hann toppgrind og stafir búnir til úr teinum og settir á grindina. Á henni stendur því „Geimstöðin.“ Annars hefur margt verið gert fyrir bílinn. Í hann var sett dís- ilvél árið 1981, en áður var í hon- um bensínmótor. 1999 var hægri hliðin tekin í gegn en nú er kom- inn tími á þá vinstri. Þá er í hon- um Ford-gírkassi og skipt hefur verið um afturdrif. „En fram- drifið hugsa ég að sé upprunalegt og millikassinn er orginal,“ segir Olgeir. „Þetta er svona hálf- gerður veitingastaður, félags- miðstöð og fjarskiptamiðstöð,“ segir hann um hlutverk bílsins í smalamennskunni. „Þetta eru upphaflega sjúkrabílar frá hern- um. Þegar ferðamenn fóru að fá sér yngri bíla þá söknuðu margir hreyfinganna því hann var með svo góða fjöðrun. Þetta fer hægt yfir en maður sullast þetta áfram,“ segir Olgeir, ánægður með liðsstyrkinn.  Hefur farið í leitirnar síðan ’77 og skal halda því áfram Geimstöðin hans Olgeirs fær langþráðan liðsstyrk Morgunblaðið/RAX Viðgerð Hér sést Olgeir hálfur undir vélarhlífinni eitthvað að fínstilla dísil- vélina, en við bílinn standa Þórður Guðnason og Hugrún Hannesdóttir. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Allur gangur er á því hvort veitu- fyrirtæki innheimta umhverfis- og auðlindagjald af heitavatnsnotkun heimila aðeins af notkuninni sjálfri eða einnig af fastagjaldinu, notkun mæla og slíku. Samkvæmt samtölum við starfs- menn veitufyrirtækja innheimta HS Veitur, Orkuveita Reykjavíkur og Rarik skattinn einnig af fastagjald- inu, en sagt var frá því í Morg- unblaðinu í gær að hitaveitan á Flúðum leggur skattinn aðeins á vatnsnotkunina sjálfa. Ekki er ann- að að sjá á verðskrá Norðurorku á vefnum, en að hún geri það sama. Spyrja ráðuneytið um túlkun „Í ljósi þessara upplýsinga mun- um við kanna hvort við séum ekki að innheimta þetta með réttum hætti og munum senda fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um það,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Að hans sögn hafa ákvæði laga um umhverfis- og auðlindaskatt verið túlkuð svona vegna þess að þegar fjallað sé í þeim um rafork- una sé talað um ákveðna upphæð á hverja kílóvattsstund, en þar sem kveðið sé á um heita vatnið sé talað um smásöluverð. Inni í því er fasta- gjaldið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er einnig mismunandi ná- kvæmlega hvernig kerfi veitufyrir- tækjanna eru úr garði gerð. Sum hafa mæla sem mæla nákvæmlega lítramagnið sem fer inn á hvert heimili, en önnur notast við svokall- aða hemla, sem hleypa aðeins ákveðnu magni í gegnum sig og því er aðeins borgað fast gjald. Þetta getur ráðið mismunandi fram- kvæmd í einhverjum tilfellum. Rukkun orku- skatts á reiki  Sumir leggja skatt á fastagjaldið, aðrir ekki Margt smátt... » Hjá Orkuveitu Reykjavíkur munar það um 250 krónum á ári fyrir hvert heimili, hvort 2% auðlindaskattur er tekinn af mælanotkuninni eða ekki. » Um 60.000 heimili eru í við- skiptum við OR og gerir þetta því í kringum 15 milljónir króna í skatttekjur sem það munar fyrir ríkissjóð hvernig innheimt er hjá OR og á þriðja tug millj- óna fyrir allt landið. „Mér finnst þetta alveg yndislegt, auðvitað er þetta rosaleg aðgerð og maður er náttúrulega svolítið kvíðinn þess vegna, en ég hef alltaf haft þá trú að að þessum tíma kæmi,“ segir Guðlaug Þórs Ingvadóttir, móðir Guðmundar. „Mér finnst bara stórkostlegt að hann sé að fara í fyrstu aðgerð í handaágræðslu sem hefur verið framkvæmd,“ segir Guðlaug. „Ég held að ástæðan fyrir því að hann þykir góður kandídat sé skapgerðin hans. Hann er svo jákvæður og duglegur. Við erum endalaust búin að vera bíða, finnst mér og núna er svarið loksins að koma,“segir Guðlaug. Ég er rosalega spennt og er mjög þakklát, það hafa allir verið svo jákvæðir í að styðja okkur.“ Jákvæðni og dugur hafa sitt að segja LÆKNAVÍSINDI Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Acryllitir 75 ml kr.480 Gólftrönur frá kr.4.395 Þekjulitir/Föndurlitir frá kr.480 16 ára Verkfæralagerinn Fullt af nýjungum í lista-og föndurdeild Blýantar, Strokleður, Trélitir, Tússlitir, Teikniblokkir, Teiknikol, Föndurlitir, Þekjulitir, Vatnslitir, Akrýllitir, Olíulitir, Penslar, Skissubækur, Vattkúlur, Vír, Vatnslitablokkir, Leir, Lím, Kennara- tyggjó, Föndurvír,Límbyssur, Lóðboltar, Hitabyssur, Heftibyssur, Málningar- penslar og málningarvörur í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.