Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–14, lokað á sunnudögum í sumar
Vefuppboð
nr. 9
Lýkur 15. ágúst
Sæ
m
undurValdim
arsson
Listaverk eftir marga af
helstu listamönnum
þjóðarinnar eru á
uppboðinu.
Næsta listmunauppboð verður
5. september
Erum að taka á móti verkum núna
í Galleríi Fold við Rauðarárstig
Listmunauppboð
Árni Þór Sigurðsson formaður ut-anríkismálanefndar Alþingis
fann tíma í fyrradag til að kalla
nefndina saman svo ræða mætti
stærsta utanríkismál landsins um
þessar mundir.
Tækifærið notaðiÁrni Þór svo til
að veita Jóni Bjarna-
syni verðskuldaða
yfirhalningu, enda
hafði sá leyft sér að
verja hagsmuni Íslendinga gagnvart
yfirgangi útlendinga. Slík fram-
ganga er óheimil í miðju aðlög-
unarferlinu.
Utanríkismálið sem dugði til aðÁrni Þór kallaði saman
utanríkismálanefnd var hvalveiðar
Íslendinga. Umræða um það þoldi
enga bið og hlaut að vera fyrst á dag-
skrá nefndarinnar eftir að sumar-
fundabanni Alþingis var aflétt.
Fyrir rúmum mánuði höfðu for-ystumenn stjórnarandstöð-
unnar sett fram skýrar kröfur um að
nefndin kæmi saman til að ræða um-
mæli Össurar Skarphéðinssonar í
tengslum við aðlögunarviðræðurnar
að ESB.
Árni Þór taldi enga ástæðu til aðverða við fundi þá, enda gafst
honum með höfnuninni tækifæri til
að fara ekki að þingskapalögum sem
kveða á um að utanríkismálanefnd
skuli vera ríkisstjórninni til ráð-
gjafar í utanríkismálum.
Honum tókst um leið að fara gegnvilja þingsins um að það sé haft
með í ráðum í gönuhlaupi rík-
isstjórnar Íslands í Brussel.
Þar fyrir utan er ESB-umsókninauðvitað miklu minna mál en
hvalveiðimálið, þannig að forgangs-
röðunin var fullkomlega eðlileg.
Árni Þór
Sigurðsson
Eðlileg forgangs-
röðun
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 11 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 14 skýjað
Vestmannaeyjar 11 skýjað
Nuuk 11 heiðskírt
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 17 léttskýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 18 skúrir
Dublin 18 skýjað
Glasgow 17 skúrir
London 22 léttskýjað
París 23 léttskýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 21 skýjað
Vín 24 léttskýjað
Moskva 22 léttskýjað
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 35 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 27 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 23 alskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 25 skýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:13 21:54
ÍSAFJÖRÐUR 5:03 22:14
SIGLUFJÖRÐUR 4:45 21:57
DJÚPIVOGUR 4:38 21:27
Sid L. Scruggs III, fyrrverandi al-
þjóðaforseti Lions (2010-2011) og
núverandi stjórnarformaður LCIF,
alþjóðlegs hjálparsjóðs Lions, er
staddur á Íslandi í tilefni af 60 ára
afmæli Lionshreyfingarinnar á Ís-
landi, ásamt eiginkonu sinni Judy
sem er einnig virk í starfi Lions.
LCIF er alþjóðahjálparsjóður
sem styrkir líknar- og mannúðarmál
víða um heim, árlega um 30-40 millj-
ónir dala.
Fjölbreytt flóra verkefna
Scruggs segir Lions koma að
margs kyns mannræktarverkefnum
og tiltekur þar Lions Quest verk-
efnið, sem er lífsleikniverkefni sem
hefur verið kynnt í skólum víða um
heim. „Við erum með verkefnið í yfir
70 löndum og styðjum þar árlega um
12 milljónir barna, segir Scruggs.
Hér á landi er þetta samvinnuverk-
efni Lions og Námsgagnastofnunar.
Þegar Sruggs er beðinn að út-
skýra hvað Lions sé þá segir hann að
hér sé um að ræða stærstu mann-
úðarsamtök í heimi, með nær 1,4
milljónir félaga starfandi í 206 lönd-
um. Meginverkefni samtakanna sé
að vinna í þágu þeirra sem minna
mega sín og hver klúbbur vinni sjálf-
stætt. Einkunnarorðin séu að vinna
á heimaslóð en hugsa á alþjóðavísu.
Þetta er fyrsta heimsókn Scruggs
til Íslands og hann segir þau hjónin
afa verið spennt fyrir að koma og
sýna stuðning sinn hér á landi. Til-
gangur heimsóknarinnar sé m.a. að
styðja við íslenskt Lionsstarf og
upplýsa um verkefni annarra Lions-
hreyfinga.
Íslenskir Lionsmenn leggi sitt af
mörkum með því að styrkja þá sem
þess þurfa í sínu nærumhverfi.
Einnig leggi þeir sitt af mörkum til
að styrkja alþjóðlegt hjálparstarf
hreyfingarinnar. Frá því árið 1970
hafi safnast um 1,5 milljónir dala
sem hafi farið til mannúðarmála,
bæði hér heima og erlendis. Sem
dæmi, þá vinni Lions með Park-
insons-samtökunum og náðst hafi að
safna fyrir talgervli fyrir Blindra-
vinafélagið með sölu Rauðu fjaðr-
arinnar. Þá sé sérstaklega áhuga-
vert að Lionsmenn fagni fyrsta
sólardegi á vetri með Sólarkaffisölu.
sigrunrosa@mbl.is
Sólarkaffisalan áhugavert framtak
Scruggs stjórnarformaður LCIF
fagnar 60 ára afmæli Lions á Íslandi
Lions Sid L. Scruggs ásamt eigin-
konu sinni Judy Scruggs.
Brot úr dagskrá gestanna
» Í gær: Sjá Lionshúsið og tæki
á Reykjalundi, hitta forseta Ís-
lands, skoða hjartalækn-
ingatæki á Landspítala, kynning
á Lions Quest, kvöldverður.
» Í dag: Minningarathöfn um
Magnús Kjaran stofnanda Lions
á Íslandi, Blindrafélagið til að
sjá talgervil og blindrahunda,
hitta Ívu Marín, 12 ára vinnings-
hafa í ritgerðasamkeppni, gróð-
ursetja forsetatré í skógarlundi
Lions.
Svifflugfélag Íslands fagnar 75
ára afmæli í ár og að því tilefni
verður afmælisfagnaður á Sand-
skeiði í dag, laugardag.
Á afmælisárinu verður frum-
kvöðlum í flugi m.a. gert hátt
undir höfði og á afmælishátíðinni
verður minnisvarði um frum-
kvöðulinn Agnar Kofoed Hansen
afhjúpaður á Sandskeiði.
Dagskráin verður sett kl. 14 og
kl. 14.30 verður minnisvarðinn
afhjúpaður. Kl. 15 verður svo
boðið upp á veitingar og ýmis
flugatriði.
Hátíð Svifflugfélags-
ins á Sandskeiði