Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 11

Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 11
Morgunblaðið/Ernir Fjölmenni Það voru hvorki meira né minna en 100 hlaupagarpar og í raun tveir til sem skokkuðu í vikunni. upp úr sófanum og hefur nú hlaup- ið fjölda kílómetra, yfir í fólk sem er rétt að komast í að geta hlaupið fimm km. Hópnum er skipt gróf- lega í þrennt, 10 km, hálft mara- þon og heilt maraþon, og æfir hver með sínu markmiði. Hver hleypur á sínum hraða og leiðirnar skiptast eftir vegalengd. Yfirleitt leggur all- ur hópurinn af stað saman og er hlaupið mikið niður á Norðurbakk- ann í Hafnarfirði. Þar er hlaupið eftir stígunum og svo skilur leiðir eftir því hversu langt fólk ætlar að fara. Þeir sem fara lengst fara út á Álftanes á meðan hinir fara út að Hrafnistu. Þannig er reynt að halda hópnum saman þannig að fólk tilheyri hópi og finni til sam- kenndar. Út fyrir þæginda- rammann „Það segja það allir sem hafa komið til okkar að áður hafi þeir verið að hlaupa innan ákveðins þæginda- ramma og aldrei reynt of mikið á sig. En við erum með brekkuhlaup og tröppu- hlaup og spretti til þess að auka þolið og úthaldið. Það að æfa með hópi og eftir prógrammi skiptir gríðarlega miklu máli til að ná einhverjum árangri. En yfir það heila erum við ekki afreksfólk heldur fólk sem vill gera þetta að lífsstíl og halda heilsu og styrk. Ég er nú sjálf búin að vera með vægt brjósklos í ein 10 ár og það fer betur í mig að skokka en ganga, svo þetta geta allir og ég hleyp bara meðan ég get,“ segir Sigríður og segist hafa „dútlað“ við þetta ansi lengi. Hún byrjaði að hlaupa 1,5 til 3 km í kringum 1985. Hún hefur nú farið þrjú hálf maraþon en ætlar að hlaupa 10 km í ár. Bakið leyfi ekki meira en hún haldi ætíð sínu striki, hætti aldrei heldur fari frekar rólega. Uppskeruhátíð maraþonsins „Þótt við hlaupum ekki í hópi í Reykjavíkurmaraþoninu er það samt mjög félagslegt athæfi. Við hitum upp saman og fáum okkur að borða eftir á. Innan skokkhóps Hauka er raðað í sveitir og er samkeppni á milli hópanna. Eftir maraþonið eru veitt verðlaun og haldin uppskeruhátíð. Maður er manns gaman og gaman að gera eitthvað saman. Ég hleyp oft með bernskuvinkonu minni en við ákváðum fyrir 10 árum að gera það að rútínu að spjalla á skokk- inu frekar en yfir kaffibolla. Dá- lítið eins og karlarnir fara saman í golf. Þannig getur maður fengið margt út úr hlaupunum í einu; útiveru, hreyfingu og skemmti- legan félagsskap,“ segir Sigríður. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Dagskrá 8.30-9.00 – Skráning Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar Francis Gurry, forstjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO Raimund Lutz, aðstoðarforstjóri Evrópsku einkaleyfastofunnar, EPO Christian Archambeau, aðstoðarforstjóri, Office for Harmonization in the Internal Market, OHIM 10.30-11.00 – Kaffi Jesper Kongstad, forstjóri dönsku einkaleyfastofunnar Ásta Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri, Madrid skráningarkerfið, World Intellectual property Organisation, WIPO Yvonne Dörfler, sérfræðingur í hugverkadeild þýskra tollayfirvalda 12.30-14.00 – Hádegisverður á Kolabrautinni Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og útgefandi Sigga Heimis, hönnuður Stefán Einar Stefánsson, Actavis 15.10-15.30 – Kaffi Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, CCP Tatjana Latinovic, Össur Ásgeir Ásgeirsson, Marel Orri Hauksson, Samtök iðnaðarins 17.00 – Léttar veitingar Ráðstefnustjóri: Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs Ráðstefnan fer fram á ensku The importance of Intellectual Property Rights 20 ára afmæli Einkaleyfastofunnar Formleg opnun upplýsingasíðu um falsanir og hugverkaréttarbrot Ráðstefnugjald er 8.500 kr., hádegisverður innifalinn Vinsamlega skráið þátttöku á www.els.is fyrir 15. ágúst – Falsanir og brot gegn hugverkarétti Alþjóðleg ráðstefna í Hörpu 18. ágúst 2011 Dagana 11.-14. ágúst næstkomandi verður hátíðin Matur og menning haldin í Vesturbyggð og Tálknafirði. Þar er lögð áhersla á kynningu matvæla sem framleidd eru á svæð- inu. Veitinga- og kaffihús auk gisti- staða munu hafa á boðstólum rétti eða matvæli unnin úr hráefni svæð- isins. Einnig verða tónleikar og ljós- myndasýning í tengslum við hátíðina og því tilvalið að bragða á spennandi mat og hlusta á góða tónlist ásamt því að fræðast um matarmenningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Meðal þátttakenda í hátíðinni eru: Hótel Flókalundur, Hótel Breiðavík, Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, Skrímslasetrið Bíldudal, Vegamót Bíldudal, Eagle Fjord Bíldudal, Mel- ódíur minninganna Bíldudal, Tígull Tálknafirði, Sjóræningjahúsið Pat- reksfirði, Fjölval Patreksfirði og Alb- ína Patreksfirði. Matarhátíð Matarmenning Vesturbyggðar Smakk Hráefni af svæðinu verður notað í ýmsa gómsæta rétti. Spjall Kannski unga stúlkan sé að fá samþykki fisksins fyrir að borða hann. Helgin hennar Anniear MistarÞórisdóttur, hraustustukonu heims, er vel skipu- lögð. „Á laugardagsmorgninum fer ég og kenni í Crossfit BC í tvo tíma en ég er að kenna á grunnnámskeiði. Síðan fer ég og æfi sjálf. Eftir það fer ég í kaffiboð upp í sumarbústað í Öndverðarnesinu þar sem öll ættin verður. Ég verð með fjölskyldunni í bústaðnum um kvöldið, þar verður matarboð og allir gista sem geta. Ég fer aftur á móti heim að pakka aftur. Á sunnudaginn er ég að fara að kenna Crossfit BC, klára að pakka og fara upp á flugvöll því ég er að fara til New York kl. 17,“ segir An- nie Mist en hún kom frá Bandaríkj- unum á þriðjudagskvöldið eftir að hafa sigrað á heimsleikunum í cross- fit í Kaliforníu. Þessi ferð verður hinsvegar dálítið öðruvísi. „Þetta er skemmtiferð með fimm vinkonum mínum og tengist crossfit ekki neitt. Ferðin var ákveðin fyrir löngu, við erum fara í nokkurra daga ferð að versla og skoða New York. Þetta er fríferð í rauninni, ágæt pása.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? Morgunblaðið/Sverrir Kennir crossfit og fer til New York Annie Mist Forsaga skokkhópsins er sú að annar fyrirliði hópsins nennti ekki lengur að sækja hlaupaæf- ingar til Reykjavíkur. Hann stofnaði því sinn eigin hlaupa- hóp sem síðar varð að Almenn- ingsíþróttadeild Hauka. Áhersla er lögð á hinn al- menna borgara og mark- miðið að stuðla að lík- amlegu heilbrigði almennings með regluglegum æfingum í góðum félagsskap, þar sem félagarnir móta starfið og æf- ingar. Hátindur sum- arsins er Reykjavík- urmaraþonið en þá hafa öflugar sveitir frá Skokkhópi Hauka mætt til leiks. Þá eru gamlárshlaup Hauka og afmælishlaup árvissir atburðir. Einnig keppti 50 manna hópur í Berlínarm- araþoninu í apríl síðast- liðnum og á næsta ári er stefnan sett á Búdapest. Hlaupararnir móta starfið SKOKKHÓPUR Morgunblaðið/Jakob Fannar Stórborg Annie Mist mun spóka sig í stóra eplinu, New York , um helgina með vinkonum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.