Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
BAKSVIÐ
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Um þessar mundir situr að störfum
nefnd, skipuð af velferðarráðherra í
mars síðastliðnum, sem á að koma
með tillögur að úrbótum um réttar-
stöðu transfólks á Íslandi en sem
stendur fjalla engin íslensk lög né
reglugerðir um réttindi og skyldur
transfólks, um kynleiðréttingarferlið
né heldur þann mikilvæga hluta þess
að skipta um nafn og kyn í þjóðskrá.
Þess í stað hafa eldri lög verið túlk-
uð til að mæta þörfum þessa hóps,
t.d. ákváðu stjórnvöld árið 2007, í
kjölfar þess að kvörtun barst til um-
boðsmanns Alþingis, að á grundvelli
mannanafnalaga nr. 45/1996 mætti
breyta nafni og kyni einstaklings í
þjóðskrá ef hann hefði gengist undir
hormónameðferð í eitt ár. Í svari frá
landlækni við fyrirspurn umboðs-
manns í sama máli kemur fram að
lagagrundvöll kynleiðréttingarað-
gerða megi finna í 1. gr. laga nr. 16/
1938 um afkynjun, þegar „kynkirtlar
karla eða kvenna eru numdir í burtu
eða þeim eytt þannig, að starfsemi
þeirra ljúki að fullu.“
Ásættanlegar takmarkanir
Anna K. Kristjánsdóttir, sem situr
í nefndinni fyrir hönd Trans Íslands,
segir störf nefndarinnar hafa gengið
vel og vonir standi til að frumvarp
um réttindi og skyldur transfólks
verði lagt fram á haustþingi.
„Við erum algjörlega háð viðhorfi
stjórnvalda og
velvilja í dag. Það
eina sem hægt er
að segja er að sem
betur fer þá er
það svo að fólkið í
kerfinu er okkur
hliðhollt,“ segir
Anna. „Það er
ekki til orð á
blaði,“ bætir hún
við.
Þrennt þurfi að
gerast: Fjalla þurfi um réttindi og
skyldur transfólks í lögum, setja
reglur um kynleiðréttingarferlið og
tryggja réttinn til að fá nafni og kyni
breytt í þjóðskrá. Sá réttur þurfi
einnig að ná til þeirra sem ekki vilja
eða geta gengist undir kynleiðrétt-
ingaraðgerðina, svo og þeirra sem
eru „intersex“, þ.e. lifa á milli kynja.
„Það er alveg ljóst að það þarf að
vera til einhvers konar kerfi. Þetta
tekur tíma hjá hverjum og einum,
það er óhjákvæmilegt, en það þarf
samt sem áður að vera innan ásætt-
anlegs ramma,“ segir Anna, t.d. séu
reglur hvað varðar formlega nafna-
og kynbreytingu mun frjálslegri víða
í Vestur-Evrópu heldur en á Norð-
urlöndunum.
Að auki þurfi fólk að geta skotið
málum sínum til áfrýjunnaryfirvalds
finnist því brotið á sér í ferlinu. Anna
vill ekki fara frekar út í efnisleg at-
riði frumvarpsins sem nefndin vinn-
ur að en segir að nái hugmyndir
nefndarinnar fram að ganga ættu
þessir hlutir að verða komnir í fastar
skorður næsta vor, þ.e. fái þær
hljómgrunn á þingi.
Óttar Guðmundsson geðlæknir
situr einnig í nefnd velferðarráð-
herra og er sá sem hefur hvað mest
látið sig málefni transfólks varða inn-
an heilbrigðiskerfisins. Hann situr
einnig í nefnd landlæknisembættis-
ins sem á að fjalla um mál þeirra ein-
staklinga sem eru í ferlinu en hún
hefur ekki hist formlega í nokkurn
tíma.
Sitja beggja vegna borðsins
„Það er unnið að því að endur-
skipuleggja nefndina,“ segir Óttar,
„en vandamálið er að lagaleg staða
hennar er engin og formlegt vald
hennar ekkert,“ segir hann. Í raun sé
um að ræða vinnuhóp sem vinnur
samkvæmt leiðbeiningum stofnunar
sem nú heitir WPATH og fjallar um
greiningu og meðferð kynsemdar-
raskana. Sömu viðmið séu notuð á
Norðurlöndunum og á Óttar í góðu
samstarfi við kollega sína í Svíþjóð.
Hann er ánægður með ferlið eins
og það er en fagnar því að unnið sé að
því að koma ferlinu í fastari skorður.
„Það sem ég myndi vilja sjá gerast er
að það yrðu tveir aðilar sem kæmu að
þessum málum, annars vegar þeir
sem greindu viðkomandi og hefðu til
meðferðar og hins vegar þeir sem
gæfu grænt ljós á ferlið. Hérna eru
sömu aðilar beggja vegna borðsins
en það er auðvitað að hluta til vegna
þess hve við erum fámenn,“ segir
hann.
Kynleiðrétting lagalegur transdans
Engin íslensk lög né reglugerðir gilda um réttindi og skyldur transfólks, kynleiðréttingarferlið né rétt
þess til breytinga á nafni og kyni í þjóðskrá Úrræðalaus sé þeim neitað um hormónameðferð eða aðgerð
„Ferlið“ – kynleiðrétting transfólks
KK í KVK
Transkona:
Einstaklingur fæðist í
karlmannslíkama en
upplifir sig sem konu.
KVK í KK
Transmaður:
Einstaklingur fæðist í
kvenmannslíkama en
upplifir sig sem karl.
Algengt er að transfólk byrji á að tala við sálfræðing,
ekki síst til að hjálpa sér að sættast við hlutskipti sitt.
Það er þó ekki nauðsynlegur hluti af ferlinu.
Einstaklingur hittir geðlækni sem hefur umsjón með
meðhöndlun transfólks og óskar þess að hefja ferlið.
(Sumir eru þegar farnir að lifa í „nýja“ kynhlutverkinu.)
Framhaldið er ákveðið í samstarfi við geðlækninn, sem
hittir viðkomandi reglulega í gegnum allt ferlið.
Fyrsta skrefið í ferlinu er að byrja að lifa daglegu lífi í
„nýja“ kynhlutverkinu. Þ.á m. að taka upp nýtt nafn,
annan klæðaburð, vera í vinnu eða námi o.s.frv.
Byrjar að lifa daglegu
lífi sem kona.
Byrjar að lifa daglegu
lífi sem karl.
Flestar transkonur láta eyða
skeggi (og jafnvel líkamshárum)
með rafeyðingu eða leysigeisla.
Það getur tekið nokkur ár.
Oft eru brjóst fjarlægð
snemma í ferlinu.
Viðkomandi tekur nokkur sálfræði-, persónuleika- og
greindarpróf til að útiloka geðraskanir eða -kvilla sem
gætu haft áhrif á dómgreind og ákvarðanatöku.
Með samþykki geðlæknis getur transmanneskjan
hafið hormónameðferð, og fer þá til innkirtlalæknis
sem hefur umsjón með kynhormónagjöf.
Eftir eitt ár á hormónum (og tvö ár í ferlinu) er hægt að sækja
um nafn- og kynbreytingu í þjóðskrá. Fram að því hefur
viðkomandi þurft að nota skilríki, greiðslukort, vegabréf o.s.frv.
með gamla nafninu, sem hefur oft óþægindi í för með sér.
Umsókn um nafnskipti er háð samþykki geðlæknis og
landlæknis.
Á sama tíma, sé ekkert annað sem kemur í veg fyrir það, getur
geðlæknir skrifað meðmælabréf sem er nauðsynlegt til að fá að fara
í kynfæraaðgerðina. Meðmæli tveggja lækna þarf til. Sumt transfólk
kýs að fara ekki í þá aðgerð, stundum af heilsufarsástæðum.
Eftir aðgerðina breytist hormóna-
gjöfin, en heldur áfram alla ævi.
Transkonum er ráðlagt að
geyma brjóstastækkun þar
til 2-3 árum eftir byrjun
hormónameðferðar.
Lífið heldur áfram …
1
ár
1
ár
1
ár
1
ár
Líkamlegar (og stundum andlegar) breytingar gera smám
saman vart við sig vegna hormónameðferðar.
Tölfræði
» Anna segir að eitt sinn hafi
verið talað um að hlutfall
transsexúalfólks, þeirra sem
klára ferlið með aðgerð, væri 1
á móti 30 þúsund. Nýlegar töl-
ur frá Hollandi sýni hins vegar
að fjöldi þeirra sé nær því að
vera 1 á móti 7.500.
» Í Svíþjóð gangast árlega í
kringum 60 einstaklingar undir
kynleiðréttingaraðgerð.
Anna K.
Kristjánsdóttir
Transfólk Það er erfitt að takast á við það andlega að fæðast í röngum líkama
og eins gott að leggja vel skóaður í þá torsóttu vegferð að leiðrétta mistökin.
A-nefnd stjórnlagaráðs, sem
fjallaði m.a. um mannréttindakafla
nýrrar stjórnarskrár, varð ekki á
eitt sátt um að taka sérstaklega til
réttinda transfólks í 6. gr. sem
fjallar um jafnræði, með því að
setja orðið kynvitund í upptaln-
ingu greinarinnar.
Breytingartillaga Silju Báru Óm-
arsdóttur um að bæta orðinu inn,
sem borin var undir atkvæði á 17.
ráðsfundi, var felld með 11 at-
kvæðum á móti 10 en 3 sátu hjá.
Ástrós Gunnlaugsdóttir, sem var
einn flytjenda tillögunnar, var for-
fölluð á fundinum, og því afar
mjótt á munum.
„Það hefði haft geysilega þýð-
ingu hefði þetta komist inn,“ segir
Anna K. Kristjánsdóttir. „En að
þetta skuli ekki hafa komist inn
verður til þess að maður fer strax
að hugsa: hvernig er hægt að
breyta þessari stjórnarskrá?“
„Kynvitund“ fékk ekki inni
STJÓRNLAGARÁÐ
Í haust munu nokkrir einstak-
lingar gangast undir kynleiðrétt-
ingaraðgerð á Landspítalanum en
þær verða gerðar af sænskum
lækni, Gunnari Kratz, sem einnig
framkvæmdi þær fjórar aðgerðir
sem gerðar voru á Íslandi í fyrra.
Kratz er eini sérfræðingurinn á
Norðurlöndunum sem fram-
kvæmir svokallaða clitorplasty á
konum sem vilja verða karlar, þ.e.
breytir snípnum í getnaðarlim.
Enn liggur ekki ljóst fyrir hver
mun greiða kostnaðinn við að-
gerðirnar en Óttar segir hann
mjög hóflegan og mun minni en
margur haldi. Enn fremur hafi
þeir rangt fyrir sér sem tala um
að margir hafi farið í aðgerð í
fyrra, þvert á móti hefði eðlilegur
fjöldi verið tuttugu aðgerðir síð-
ustu tíu ár, sé
miðað við töl-
fræði frá Sví-
þjóð, þar sem
sextíu ein-
staklingar
gangast undir
kynleiðrétting-
araðgerð ár
hvert. „Þetta er
uppsafnað,“
segir Óttar,
„einn fór í aðgerð í kringum 2001,
annar 2009 og síðan fjórir 2010,
þannig að þetta er mjög eðileg
tíðni.“
Óttar segir að auk hans hafi
Jens Kjartansson lýtalæknir og
Arna Guðmundsdóttir innkirtla-
sérfræðingur komið að málum
þeirra einstaklinga sem fara í að-
gerð í haust en með þeim í nefnd
landlæknisembættisins sitja Arn-
ar Hauksson og Jens Guðmunds-
son kvensjúkdómalæknar.
Kostnaðarsamt ferli
Einn viðmælandi, sem er á leið í
aðgerð áætlaði lauslega að lág-
markskostnaður einstaklings við
kynleiðréttingarferlið væri tæp
ein og hálf milljón en þá er ekki
meðtalinn kostnaður við horm-
ónalyf, sem viðkomandi mun taka
alla sína ævi, né heldur aðgerðina
sjálfa, sem hann vonar að verði
greiddur af ríkinu.
Sem dæmi um kostnaðarliði má
nefna tíma hjá sálfræðingi, geð-
lækni og hormónalækni, geisla-
og rafmagnsháreyðingu, horm-
ónalyf, lýtaaðgerðir og ný skilríki.
Enn óljóst hver borgar
Nokkrir á leið í kynleiðréttingaraðgerð í haust
Sænskur sérfræðingur framkvæmir aðgerðirnar
Óttar
Guðmundsson