Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - gt@gtbus.is
Grænir og góðir síðan 1969
Yfir 800 þriggja punkta öryggisbelti!
Sérpantaðu rútur með þriggja punkta öryggisbeltum
Sérpantaðu 4x4 fjallarútur
Sérpantaðu lúxusrútur
•
•
•
Nýjar lúxusrútur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Eftirspurnin er töluvert mikið meiri en fram-
boðið. Það koma íbúðir á skrá hjá okkur sem
eru jafnvel farnar samdægurs. Leigusalar
virðast sumir nýta sér eftirspurnina og leigu-
verð hækkar í takt við það,“ segir Herdís
Brynjarsdóttir, starfsmaður hjá leigumiðlun-
inni Leigulistanum, aðspurð um stöðu leigu-
markaðarins á höfuðborgarsvæðinu.
„Viðmiðunarverð fyrir fjögurra herbergja
íbúð á fyrstu þremur mánuðum ársins var
1.362 krónur á fermetra. Er þá miðað við 104
fermetra íbúð. Síðan hefur eftirspurnin aukist.
Sé listinn yfir framboðið skoðaður í dag er
lægsta verðið á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjög-
urra herbergja íbúð 130.000 krónur fyrir 95
fermetra íbúð. Annað dæmi er að 86 fermetra
íbúð í Kópavogi er á 150.000 krónur, sem er
langt í frá hæsta leiguverðið, en það er þá kom-
ið í 1.744 kr. á fermetra. Þriðja dæmið er 70
fermetra íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík, en
leigan er 150.000 krónur, eða ríflega 2.000 kr. á
hvern fermetra. Leiguverðið í dag er það
hæsta sem ég hef séð.“
Leiga og húsnæðislán
– Er þetta því ný staða á leigumarkaðnum á
Íslandi?
„Já. Leigan virðist komin langt yfir afborg-
anir húsnæðislána. Þetta tvennt virðist því oft
ekki í samhengi.“
– Þannig að þeir sem eru að leigja út eru að
maka krókinn?
„Já, jafnvel. Ég veit dæmi þess að fjögurra
herbergja, um það bil 80 fermetra íbúð, í 101
Reykjavík, sé boðin á 180.000 krónur. Í sama
borgarhluta vill fólk fá upp undir 75.000 krónur
á mánuði fyrir 20 fermetra stúdíóíbúð. Fer-
metraverðið er komið upp undir 3.000 krónur á
stúdíóíbúðum og tveggja herbergja íbúðum í
sumum tilfellum. Margir vilja þó vera sann-
gjarnir um verð og hafa þannig meira val um
góða leigjendur og losna um leið við slit á íbúð-
um vegna leigjendaveltu.“
Herdís segir leiguna mörgum þungur baggi.
„Margir eiga í ströggli vegna hækkandi leigu-
verðs. Fólk hringir til okkar áður en það skráir
sig sem áskrifendur og spyr um stærð og stað-
setningu á húsnæði í boði. Það verður ítrekað
fyrir vonbrigðum þegar það heyrir tölurnar og
kemst að því að þær eru ekki í þeirra verð-
flokki. Það er mjög erfitt fyrir einstaklinga að
leigja nema þeir taki sig saman. Það er oft
varla fyrir leigjendur að leigja einir og sér,“
segir Herdís Brynjarsdóttir.
Leigan hækkar og hækkar
Húsaleiga á fjögurra herbergja íbúðum farin að nálgast 200.000 kr. á mánuði í vissum hverfum
Á undanhaldi að einstaklingar geti leigt íbúð á eigin spýtur Fermetraverð nálgast jafnvel 3.000 kr.
Morgunblaðið/Ómar
Dýrt Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni. Dæmi eru um að leiga á fjögurra herbergja íbúð-
um í póstnúmerinu 101 nálgist orðið 200.000 krónur á mánuði. Á sama tíma er lítið byggt.
„Við erum með rúmar 800 leigueiningar.
Úthlutuninni er að ljúka. Þegar henni er lok-
ið verða á milli 500 og 600 umsækjendur á
biðlista. Staðan var mjög slæm þegar góð-
ærið stóð sem hæst. Biðlistar styttust eftir
bankahrun en eru nú aftur farnir að lengj-
ast. Við vitum að margir eiga í vandræðum
og ljóst er að námsmenn ráða illa við háa
húsaleigu á almennum markaði á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Rebekka Sigurðar-
dóttir, upplýsingafulltrúi hjá Félagsstofnun
stúdenta.
Guðmundur Magnússon, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands, segir stöðuna auka
enn á ærinn vanda öryrkja. „Mörgum geng-
ur mjög illa að ráða við leiguna. Hún hækk-
ar og hækkar en ráðstöfunartekjur standa í
stað. Ég hef ekki horft fram á svona erfiðan
leigumarkað. Þetta versnar með hverri
viku.“
Friðrik Á. Ólafsson, formaður meist-
aradeildar hjá Samtökum iðnaðarins, segir
skort á nýjum og smærri íbúðum á mark-
aðnum. Framkvæmdastoppið dragist á
langinn og stefni í að hafa þau þensluáhrif
að leiða til verðhækkunar þegar nýtt og
dýrara húsnæði kemur á markað. Að-
spurður hvort leggja þurfi áherslu á að
byggja ódýrara húsnæði svarar Friðrik því
til að íburður síðustu ára sé undantekning
frá hefðinni.
Leiguverð of hátt
NÁMSMENN OG ÖRYRKJAR