Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Lífið er smám saman að færast í samt horf hjá bændum, ferðaþjónustuaðilum og öðrum þeim sem búa og starfa á þeim svæðum í Skaftárhreppi sem urðu hvað verst úti vegna eldgossins í Grímsvötnum 22. til 25. maí síðastliðinn. Almennt ber fólk sig nokk- uð vel en leynir því ekki um leið að um mik- ið áfall hafi verið að ræða sem enn sé verið að vinna úr. Þegar litast er um á svæðinu er ekki margt sem bendir til þess að eldgos hafi átt sér stað í nágrenninu fyrir einungis fáeinum mánuðum en ummerki um það má þó víða sjá þegar grannt er skoðað. Þannig sjást enn leifar af ösku víða, eins og til að mynda í túnsverðinum víðast hvar og jafnvel sums staðar í híbýlum fólks, þó hún sé eðli máls- ins samkvæmt ekki nándar nærri eins áber- andi og fyrst eftir að eldgosinu í Gríms- vötnum lauk svo ekki sé talað um á meðan á því stóð. Enn er ekki endanlega kortlagt hversu stórt strik eldgosið kann að setja í búskap- inn hjá bændum á svæðinu en vinna er í fullum gangi við að draga úr tjóni þeirra og annarra á svæðinu vegna þess að sögn Guð- mundar Inga Ingasonar, oddvita Skaftár- hrepps. Bæði Bjargráðasjóður og Viðlaga- sjóður munu koma þar að málum en einnig til að mynda sjóður sem Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra, beitti sér fyrir ásamt fleirum í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Heyfengur hefur almennt verið miklum mun minni á svæðinu en árin á undan vegna öskunnar frá eldgosinu. Hafa bændur marg- ir hverjir þurft að kaupa mikið af hey ann- ars staðar frá af þeim sökum og í mörgum tilfellum mikinn meirihluta þess. Fyrir það þurfa þeir að greiða sjálfir en fá síðan reikninga vegna heykaupanna endurgreidda af Bjargráðasjóði. Þá hefur víða þurft að bíða mun lengur með að senda sauðfé á fjöll í ár en árin á undan þar sem gróður á beit- arlöndum hefur þurft tíma til þess að ná sér á strik eftir gosið áður en það hefur verið hægt. Misjafnt er hversu illa eldgosið hefur komið við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Sumir urðu fyrir talsverðum afbókunum ferðamanna vegna þess en aðrir sáralitlum. Það jákvæða við gosið er að áhugi ferða- manna á því er verulegur og hafa ferðaþjón- ustuaðilar margir hverjir sett saman ýmiss konar upplýsingaefni fyrir gesti sína þar sem fjallað er um það í máli og myndum. Þá er askan ekki alfarið til ills en í litlu magni getur hún virkað sem áburður á graslendi að sögn Ólafs Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands. Sé hún hins vegar í of miklu magni kæfir hún gróður sem nær þá ekki að vaxa upp úr henni. Lífið færist smám saman í samt horf á gossvæðinu  Bændur og ferðaþjónustuaðilar í Skaftárhreppi bera sig vel þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum Fegurð Það vantar ekki að umhverfið sé einstaklega fallegt í Skaftárhreppi og er erfitt að ímynda sér að fyrir aðeins fáeinum mánuðum hafi hér allt verið meira eða minna grátt af ösku frá eldgosinu í Grænt Túnin á Kálfafelli í Fljótshverfi eru smám saman að jafna sig eftir eldgosið. Skannaðu kóðann til að skoða mynd- band frá svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.