Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 25
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Grímsvötnum í lok maí á þessu ári. Myndin er tekin á bænum Fossi á Síðu.
Rólegur Bæði menn og ferfætlingar taka þeim erfiðleikum, sem fylgdu eldgosinu, af yfirvegun.
Aska Enn má sjá talsvert af ösku við og í nágrenni Islandia Hotel Núpar í Fljótshverfi.
FRÉTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
„Sumarið hefur verið æði gott. Það
var bara svo þurrt á tímabili og
spratt hægt. Síðan fór að rigna aft-
ur og þá tók það við sér. Við höfum
verið að heyja og fórum í það að slá
allt,“ segir Bjarni Kristófersson,
bóndi á Fossi II á Síðu. Aðspurður
segir hann að askan frá eldgosinu í
Grímsvötnum sé auðvitað í heyinu
og þyrlist upp þegar verið sé að
vinna það en þó ekki mjög mikið.
Hann segir að það eigi síðan eftir
að koma í ljós hvernig heyið leggist
í skepnurnar í ljósi öskunnar. „En ef
þetta er þurrkað dálítið eru líkur á
að þær éti það betur. Allavega var
það reynslan hjá þeim í fyrra undir
fjöllunum,“ og vísar þar til reynslu
þeirra bænda sem urðu mest fyrir
barðinu á öskunni þegar eldgos átti
sér stað í Eyjafjallajökli á síðasta ári.
Bjarni segir að askan hafi meðal annars
haft þær afleiðingar að heyfengurinn sé mun
minni en síðustu ár. „Þetta er um helmingi
minna sem kemur af þessu núna. Heyfeng-
urinn er mikið minni,“ segir hann. Aðspurður
hvort hann hafi þurft að kaupa hey annars
staðar frá vegna minni uppskeru segir hann
að það hafi ekki reynt á það enn. Það eigi eftir
að koma í ljós þegar lokið hefur verið við að
slá og heyja. Varðandi næsta ár segir Bjarni
að það verði bara að ráðast hvernig það verði.
Óvíst hvernig skepnurnar taka heyinu
BJARNI KRISTÓFERSSON
„Við erum eiginlega ekkert
farin að heyja sjálf. Við tókum
níu hektara í sumar en við
þurfum að kaupa megnið af
okkar heyi,“ segir Björn Helgi
Snorrason, bóndi og húsa-
smíðameistari á Kálfafelli í
Fljótshverfi, en þar urðu einna
mestar búsifjar vegna eldgoss-
ins í Grímsvötnum sem stóð
yfir í lok maí á þessu ári. „Það
er rétt síðustu tvær þrjár vikur
sem smágresi hefur verið að
brjótast upp úr öskunni,“ segir
hann.
Björn segir aðspurður að
hliðstæða sögu sé að segja af
bæjum í nágrenninu. Þar þurfi
menn víðast hvar að treysta á
aðkeypt hey þar sem eigin tún
gefa ekki af sér eins og fyrri
ár vegna gossins. Hins vegar sé reynt að
undirbúa næsta ár eins og mögulegt sé í
von um að heyfengur þá verði með svipuðu
móti og verið hafi undanfarin ár.
„Það er búið að endurrækta hérna að
minnsta kosti tuttugu hektara. Svo er féð
búið að vera að trampa niður öskuna í tún-
unum í sumar þannig að maður gerir sér
vonir um að þetta jafni sig að mestu,“ seg-
ir Björn aðspurður um næsta ár.
Hann segir að á hinn bóginn hafi ekki
verið hægt að reka fé á heimalöndin þar
sem hann beiti þeim á sumrin fyrr en fyrir
fáeinum dögum vegna þeirra afleiðinga
sem gosið hafði á þau. Borinn hafi verið
áburður á beitarlöndin í sumar sem Land-
græðsla ríkisins hafi útvegað.
Aðspurður um aðkomu Bjargráðasjóðs
að heykaupum bænda segir Björn það allt
vera í ferli. Það væri hins vegar ekki alveg
ljóst hvort sjóðurinn bætti allt það sem
bændurnir keyptu. Þá væri heldur ekki
ljóst hvort tekið yrði tillit til kostnaðar-
hækkana frá því í gosinu á síðasta ári í
Eyjafjallajökli. Honum skildist að það væri í
skoðun.
Þarf að kaupa megnið af heyinu
BJÖRN HELGI SNORRASON
„Sumarið hefur verið mjög gott
hjá okkur. Það hefur eiginlega
ekkert verið um afbókanir hjá
okkur og bara gengið mjög vel,“
segir Sigríður Ágústa Guðmunds-
dóttir, umsjónarmaður Islandia
Hotel Núpar. Hún segir að gosið
og leifar þess séu ákveðin upp-
lifun fyrir þá ferðamenn sem
koma á svæðið. „Þeir hafa verið
að safna ösku hérna fyrir utan og
spyrja mikið um gosið. Við eru
einnig með myndir af gosinu til
sýnis og upplýsingar um það,“
segir hún.
Það hafi hins vegar vissulega
verið talsvert erfitt þegar gosið
stóð yfir og mikil vinna í þrif hafi fylgt í
kjölfarið og lagfæring á umhverfi hótelsins.
Askan berist enn inn á hótelið meðal ann-
ars með ferðamönnum sem ganga í grasinu
í nágrenni þess. En þegar frá líði verði þetta
fyrst og fremst áhugaverður atburður ekki
síst fyrir ferðamenn.
Inni á hótelinu má meðal annars berja
augum stækkaðar myndir af eldgosinu þar
sem til að mynda er sýnt hvernig gosmökk-
urinn frá fjallinu hafi smám saman aukist
og hvernig allt hafi að lokum orðið grátt af ösku
þannig að ekki sást handa skil. Þá er boðið upp
á póstkort með myndum tengdum gosinu auk
þess sem skoða má margmiðlunarefni á tölvu
um það sem gestir hótelsins geta kynnt sér.
Víða í kringum hótelið má enn sjá ösku í
nokkru magni, meðal annars upp við húsið.
Lagðar hafa verið nýjar grasþökur í kringum
hótelið þar sem aska þakti þann gróður sem
fyrir var en annars staðar má sjá grasið gægj-
ast upp úr öskunni.
Vinsælt hjá ferðafólki að safna ösku
SIGRÍÐUR ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR