Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í athugun, sem gerð var fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins á atriðum er vörðuðu hæfi Gunnars Andersen, forstjóra FME, kemur fram að Gunnar telur sig hafa verið óvirkan stjórnarmann í tveimur aflandsfé- lögum Landsbankans, sem stofnuð voru utan um hlutabréfaviðskipti bankans. Í óritskoðaðri athuguninni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er farið yfir viðskipti félaganna, LB Holding ltd. og NBI Holdings ltd., sem bæði voru skrásett á eynni Guernsey, en Gunnar Andersen sat sem starfsmaður Landsbankans á þeim tíma í stjórnum beggja félaga. Meðal mála sem eru til rannsókn- ar hjá embætti sérstaks saksóknara eru viðskipti tengd LB Holding. Miðar hún meðal annars að því hvort félögin hafi verið notuð til að hýsa bréf sem Kaupþing og Lands- bankinn í raun áttu í sjálfum sér og þannig komast hjá því að bréfin hefðu áhrif á eiginfjárhlutfall bank- anna. Í athuguninni segir að ekki verði ráðið að Gunnar hafi komið að undirbúningi viðskipta með bréf Kaupþings annars vegar og VÍS hins vegar. Hann hafi ekki komið að gerð ársreikninga þessara félaga, eða að umfjöllun um afmörkun á eig- in fé bankanna af þessu tilefni. Hlut- ræn almenn stjórnunarábyrgð Gunnars á félögunum liggi fyrir en huglægum skilyrðum sé ekki full- nægt. Vill svör frá ráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir að þetta mál sýni að menn hafi verið farnir að fegra eigið fé banka meðan bank- arnir voru ríkisbankar, sem sé í sjálfu sér áhugavert. „Í athuguninni segir að þar sem Gunnar hafi verið óvirkur stjórnar- maður í aflandsfélögum Landsbank- ans beri hann ekki ábyrgð á því sem þar fór fram. Hugtakið óvirkur stjórnarmaður er hins vegar nýtt í mínum eyrum,“ segir Guðlaugur. Hann segir jafnframt að rétt sé að efnahags- og viðskiptaráðherra út- skýri hvað felist í því að vera óvirk- ur stjórnarmaður í félagi. „Nauð- synlegt er að vita hvaða stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum núna eru virkir og hverjir óvirkir. Afar mikilvægt er að upplýsa hverj- ir bera ábyrgð í fyrirtækjum fyrst ekki er hægt að treysta því að stjórnarmenn geri það.“ Guðlaugur segir jafnframt að hugtakið óvirkur stjórnarmaður geti haft áhrif á rannsóknir mála tengd- um bankahruninu. „Ég velti því fyr- ir mér hvort þeir sem nú sæta rann- sókn sérstaks saksóknara og annarra rannsóknaryfirvalda geti ekki borið fyrir sig óvirkri stjórn- arsetu líka,“ segir hann. Gunnar Andersen sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri vissu- lega sjónarmið. „Það er hins vegar stigs- og eðlismunur á gerendum og áhorfendum í öllum málum. Það fer svo eftir eðli hvers máls og hverju sinni hvort menn teljast gerendur eða ekki.“ Að öðru leyti sagði Gunnar að hann hafi verið búinn að tjá sig um þessi mál áður. „Hér er verið að berja sömu gömlu trommuna og virðist tilgangurinn vera sá einn að gera Fjármálaeftirlitið tortryggi- legt.“ Telur sig hafa verið óvirkan  Sat í stjórn aflandsfélaga Landsbankans frá 2001-2002 Gunnar Þ. Andersen Guðlaugur Þór Þórðarson Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Allt annar tónn var í mörkuðum í gær en á sama tíma fyrir viku. Bann við skortsölu gekk í gildi í gærmorgun í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Belgíu og virðist sá plástur hafa aukið bjartsýni á mörk- uðum. Bannið nær til hluta í bönkum og fjár- málafyrirtækjum og er sett til fimmtán daga með möguleika á framlengingu. Fyrir vikið fóru hlutir í bönkum upp á við, um 3% í tilviki SocGen og BNP Paribas SA bætti við sig 3,4%. Grikkland og Suður-Kórea bönnuðu skortsölur fyrr í vik- unni á meðan Tyrkland lagði ákveðnar hömlur á skortsölu án þess að ganga svo langt að leggja á bann. Wall Street Journal benti hins vegar á að skortsalan hefði að nokkru marki einfaldlega fært sig yfir í kauphöllina í Lundúnum. Þar höfðu innlánaskírteini í SocGen og BNP ekki ris- ið nema um 1,5 og 0,4% snemma á föstudag. Franskir bankar í mál og ECB að gera góða hluti? Þá komu þær fréttir úr Evrópu að franskir bankar eru að skoða þann möguleika að höfða dómsmál vegna þess orðróms sem var á sveimi um fjármálaheiminn í byrjun vikunnar, s.s. um lækkun lánshæfismats Frakklands, og hristi markaðsverð bankanna upp og niður. Ávöxtunarkrafa 10 ára skuldabréfa féll undir 5% á Ítalíu og 3% í Frakklandi sem gefur til kynna að skuldabréfakaup Seðlabanka Evrópu hafi haft tilætluð áhrif. Á móti koma þær fréttir að Angela Merkel Þýskalandskanslari segist ekki munu geta staðið við það loforð að gera breyt- ingar á EFSF, Efnahagsstöðugleikastofnun ESB, fyrir septemberlok, og einnig sýndu tölur frá Frakklandi að þjóðarframleiðsla er minni en vænst hafði verið. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy munu hitt- ast í París a fimmtudag en Reuter segir markaði líta til Frakklands og Þýskalands, lykilríkja evru- svæðisins, til að snúa bökum saman í kröftugu átaki gegn þeirri fjármálavá sem álfan stendur frammi fyrir. Á fundinum er búist við að rætt verði um að bæta efnahagsstjórnun evrusvæð- isins s.s. með tíðari fundum leiðtoga evruríkja. Síðdegis hafði FTSE hækkað um 2,1%, DAX um 2,7% og CAC um 3%. Uppsveiflan var ekki jafnmikil í Asíu þar sem aðalvísitölur Shanghai og Hong Kong hækkuðu um 0,5% og 0,1% á með- an Nikkei vísitalan féll um 0,2% og Seoul um 1,3% að því er CNN og BBC greindu frá. Birtir yfir Bandaríkjunum Eftir rússíbanareið hækkana og lækkana í vik- unni tóku markaðir vestanhafs einnig stökk upp á við í vikulok. Dow Jones, sem hafði farið upp um 3,9% á fimmtudag m.a. vegna frétta af fækk- un atvinnuleysisbótaþega, hafði bætt við sig 0,8% snemma í gær á meðan S&P 500 og Nasdaq vísi- tölurnar bættu við sig 0.4%. Það hefur væntanlega kætt bandaríska mark- aðinn að nýjustu mælingar sýna 0,5% vöxt í smá- sölu í júlí sem er mesta aukning síðan í mars. Eins og Reuter greinir frá var þetta vel umfram spár sem höfðu hljóðað upp á 0,2% vöxt. Taka verður þessum tölum með þeim fyrirvara að hækkandi bensínverð skýrir hluta smásöluaukn- ingarinnar. Á móti koma líka fréttir um að vöruskiptahalli Bandaríkjanna jókst í júní, var 53,1 milljarður dala, og töluvert umfram það sem spáð hafði ver- ið. Markaðurinn brást síðan vel við skuldabréfa- sölu bandaríska fjármálaráðuneytisins í vikunni, sem Bloomberg bendir á að sýni litlar áhyggjur vegna lækkunar Standard & Poors á lánshæf- iseinkunn BNA fyrir viku. Bréfin bjóða 2,13% meðalávöxtun en ekki 2,59% eins og var raunin í útboði í maí. Markaðir sýna lit í vikulok  Skortsölubann hefur jákvæð áhrif í Evrópu  Bandaríkjamarkaður fer upp á við m.a. vegna aukinnar smásölu  Allt annar tónn í mörkuðum nú en fyrir viku Reuters Skárra Eftir rússíbanareið hækkuðu vísitölur vestanhafs. ● Atvinnuleysi, samkvæmt mæl- ingum Vinnu- málastofnunar, var 6,6 prósent í júlí, en var 6,7 pró- sent í mánuðinum á undan. Í júlí í fyrra var atvinnu- leysi 7,5 prósent. Körlum á at- vinnuleysisskrá fækkaði um 343 að meðaltali, en kon- um fjölgaði hins vegar um 62. Atvinnu- leysi meðal karla mældist 6,5 prósent en 6,8 prósent meðal kvenna. Með- alfjöldi atvinnulausra karla mælist 6.107, en atvinnulausar konur mælast 5.316 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu mældist at- vinnuleysi 7,6 prósent en var 5,0 pró- sent á landsbyggðinni. Mest var at- vinnuleysið á Suðurnesjum, eða 10,3 prósent. Minnst var það á Norðurlandi vestra, eða 2,0 prósent. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir lengur en sex mánuði er nú 7.614, eða 62 prósent þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í lok júní. Alls voru 12.253 manns atvinnulausir í lok júlí. Atvinnulausum fækkar Júlí Atvinnuleysi minnkaði í júlí.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +.0-.. ++0-1. 1+-23 14-.32 +/-0/3 +,2-10 +-,2./ +.3-/3 +03-32 ++5-+, +./-33 ++0-01 1+-22, 14-2 +/-/15 +,2-0. +-543+ +.,-1. +03-.5 1+2-,13/ ++5-,+ +./-/. ++0-20 11-45. 14-20+ +/-/// +54-+ +-54/5 +.,-.3 +0,-3+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ekki eru allir sammála um hvort skortsölubannið í fjórum Evr- ópuríkjum er lausn á vanda álf- unnar, og sumir sérfræðingar halda því fram að bannið geri meira ógagn en gagn t.d. með því að senda þau skilaboð út á markaðinn að ríki og markaðir séu svo illa stödd að þau þurfi að grípa til örþrifaráða. Þegar banninu er aflétt verða síðan spákaupmenn enn aðgangs- harðari. Aðrir benda á að skortsölubann á Bretlands- markaði árið 2008 hafi ekki dugað til að halda hlutum í bönkum á floti. Falli frestað? ÁHRIF SKORTSÖLUBANNS Þorsteinn Þorsteinsson, stjórn- arformaður Bankasýslu ríkisins, segir að ekki sé búið að taka ákvörð- un um hvort aðrir sparisjóðir í eigu ríkisins verði settir í opið söluferli, en í gær var tilkynnt að Bankasýsla ríkisins hefði ákveðið að setja 90% hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla í slíka sölu. Aðspurður hvort slík sala á hinum sjóðunum væri ekki í sam- ræmi við stefnu ríkisins um sölu á fjármálafyrirtækjum sagðist hann ekki telja að svo væri. Seðlabankinn tók sparisjóðinn yf- ir í desember sl. með því að gefa eft- ir 343 milljóna króna skuld og breyta 382 milljóna króna kröfu í stofnfé. Seðlabankinn framseldi svo stofnféð til fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, en Bankasýsla rík- isins fer með eignarhaldið. Þor- steinn vill ekkert spá um hvort lík- legt sé að ríkið endurheimti með sölunni þessar 725 milljónir króna sem það hefur lagt til sjóðsins. Rekstrargjöld SP Svarfdæla í fyrra námu 155 milljónum króna, en rekstrartekjur 10 milljónum. Vaxta- tekjur voru hins vegar 304 milljónir króna og vaxtagjöld 151 milljón. Við þetta bættust tekjur vegna fyrr- nefndrar eftirgjafar skulda, upp á 343 milljónir, og frá drógust 170 milljóna gjöld vegna virðisrýrnunar útlána og 47 milljóna króna tekju- skattur. Hagnaður ársins nam því 135 milljónum króna. Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar hefur jafnframt lagt til að stofnfé sjóðsins verði auglýst til sölu. Stofn- fjárfundur verður haldinn 18. ágúst. ivarpall@mbl.is Sparisjóður Svarf- dæla í söluferli Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Frá Dalvík Sparisjóður Svarfdæla verður seldur í opnu söluferli.  Ekki endilega opið ferli fyrir hina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.