Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Breskir lögreglumenn eru afar
ósáttir við að stjórnmálamenn eigni
sér heiðurinn af því að hafa stöðvað
óeirðirnar í borgum landsins með
harðari aðgerðum og segja gagnrýni
á störf sín ómaklega. Sir Hugh Orde,
formaður félags lögreglustjóra,
sagði í gær að lögreglan hefði getað
breytt um aðferðir vegna þess að
fjölmargir liðsmenn hefðu verið kall-
aðir til starfa úr sumarleyfi. Theresa
May innanríkisráðherra segist hins
vegar sjálf hafa gefið lögreglunni
skipun um „öflugri aðgerðir“.
Orde sagði að menn yrðu nú að
ræða hreinskilnislega hvaða afleið-
ingar það myndi hafa ef ríkisstjórn
Davids Camerons forsætisráðherra
héldi fast við áform sín um að lækka
framlög til lögreglunnar um 20%.
Cameron gagnrýndi í þingumræð-
um á fimmtudag lögregluna fyrir að
hafa ekki beitt nógu öflugu liði til að
kæfa strax óeirðirnar. „Fyrst í stað
brást lögreglan við eins og um væri
að ræða verkefni við að hindra
óspektir á almannafæri fremur en
það sem þetta var í reynd: glæpir,“
sagði ráðherrann. Starfandi yfir-
maður Lundúnalögreglunnar, Tim
Goodwin, viðurkenndi að mistök
hefðu verið gerð, ef lögreglumenn
hefðu getað horft inn í framtíðina
myndu þeir „að sjálfsögðu hafa gert
hlutina með dálítið öðrum hætti“.
Ljóst er að brotamennirnir voru af
mörgu tagi. Að sögn Guardian sáu
foreldrar 18 ára stúlku hana í beinni
sjónvarpsútsendingu í Enfield þar
sem hún braut rúðu í verslun með
grjótkasti og fagnaði ákaft. Foreldr-
arnir létu lögregluna vita og var
stúlkan handtekin. Hún hreppti ný-
lega þann heiður að vera ásamt hópi
annarra unglinga gerð sérstakur
sendiherra ólympíuleikanna sem
halda á í London næsta sumar.
Ósáttir við Cameron
Yfirmenn bresku lögreglunnar segjast hafa gripið til harkalegri aðgerða gegn
óeirðaseggjunum og ekki þurft leiðsögn pólitíkusa til að ná tökum á ástandinu
Myndir af grunuðum
» Breska lögreglan mun um
helgina láta sendibíl með sex
fermetra skjá aka um götur
Birmingham og birta þannig
yfir 50 andlitsmyndir af
meintum óeirðaseggjum í
von um að fólk beri kennsl á
þá.
» Yfir 1.700 manns hafa ver-
ið handtekin og rúmlega 500
ákærð fyrir innbrot og
skemmdarverk síðustu daga.
Dómstólar landsins hafa
starfað allan sólarhringinn og
þegar hafa nokkrir verið
fundnir sekir og fangelsaðir.
Reuters
Á verði Cameron ásamt lögreglu-
manni við Downingstræti 10 í gær.
Þjóðverjar minnast þess í dag að 50
ár eru liðin síðan kommúnistar í
Austur-Þýskalandi hófu að reisa
Berlínarmúrinn sem klauf síðan
borgina í nær þrjá áratugi, hér sést
skreyting á vesturhliðinni: Trabant
brýst í gegn. Múrað var upp í
glugga sem sneru að vestrinu en
þrjár og hálf milljón manna hafði
þegar flúið vestur yfir þegar múr-
inn var reistur. Ráðamenn í Austur-
Berlín sögðu að múrinn væri vörn
gegn „fasistaöflum“ í vestri en öll-
um var ljóst að mannvirkinu var að-
eins ætlað að hindra að komm-
únistaríkið tæmdist af fólki.
Næstu áratugina reyndu um
5.000 manns að flýja og beittu oft
ótrúlegri hugkvæmni í þeim til-
raunum. Um 150 manns létu lífið
enda var vörðum skipað að skjóta
ef þeir yrðu varir við flóttamenn. Reuters
Fyrir 50 árum læstu ráðamenn austur-þýskra kommúnista öllum dyrum í fangelsinu
Hálf öld frá
byggingu
múrsins
Sádi-Arabar
framleiða nú um
10% af allri olíu
sem notuð er í
heiminum og eru
stærstir í útflutn-
ingi á olíu. En
blikur eru á lofti
ef marka má
skýrslu fjárfest-
ingabankans
Jadwa í Sádi-Arabíu.
Um 80% Sádi-Araba vinna hjá
ríkinu, spilling er mikil og opinber
útgjöld aukast um 13% árlega. Íbú-
unum fjölgar hratt og olíunotkun
innanlands er mikil, enda er hún
niðurgreidd, fáir sjá nokkra þörf á
að fara sparlega með hana. Reistar
eru stöðvar sem vinna vatn úr sjó
og nota til þess olíu, vatnið er m.a.
notað til að vökva grasbletti á
svæðum þar sem sumarhitinn getur
farið í 50 gráður á Celsíus. Jadwa
segir að með sama áframhaldi muni
þjóðin nota alla olíuna til innan-
landsþarfa árið 2027.
Ætt Abdullah konungs, alls nokk-
ur þúsund manns, hefur áratugum
saman keypt sér þokkalegan, póli-
tískan frið með olíugróðanum og
þaggað niður í óánægjuröddum. En
ekki mikið lengur, ef marka má
Jadwa.
kjon@mbl.is
Senn mun fjara
undan olíugróða
Sádi-Araba
Abdullah konungur
Bandarískir vísindamenn hafa búið
til rafræna örflögu sem er þynnri
en mannshár, loðir við hörund fólks
og getur svignað og tognað eins og
húðin, segir í Financial Times.
Talið er að flagan, sem hlaðin er
smárum og nemum ásamt sendi- og
móttökubúnaði, verði í fyrstu eink-
um notuð til að mæla starfsemi
hjarta og heila, en síðar verði hún
notuð sem allsherjar tölvuviðmót
fyrir líkamann. Fólk með tauga-
sjúkdóm geti t.d. notað hana til að
miðla hugsun beint í tölvu.
Þeir sem þurfa að notast við raf-
eindatæki af þessu tagi þurfa ekki
lengur að burðast með leiðslur og
teip sem venjulega þarf á slík tæki.
Flagan þarf yfirleitt enga rafhlöðu,
hún fær næga orku þegar notand-
inn hreyfir sig, einnig er hægt að
búa hana örsmáum sólarrafhlöðum.
kjon@mbl.is
Örflaga sem lagar
sig að húðinni
Fjöldi Sómala reynir enn að komast
til grannríkjanna vegna átakanna í
landinu og hungursneyðar af völdum
þurrka sem herja nú á svæðinu sem
nefnt er Afríkuhornið. Sameinuðu
þjóðirnar hafa farið fram á 500 millj-
ónir dollara til að aðstoða flóttafólkið
en aðeins fengið um helming fjár-
hæðarinnar.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag
að ríkið myndi veita 17 milljónir doll-
ara aukalega til baráttu gegn hung-
ursneyð á Afríkuhorninu, þar af
fengju Sómalar 12 milljónir. Birgðir
sem nú eru til af mat munu verða
búnar í september ef ekki verður út-
vegað meira, að sögn Aftenposten.
Alls ógnar nú hungurdauðinn um
12 milljónum manna á svæðinu, þar
af 3,6 milljónum í Sómalíu. Ísl-
amistasamtökin al-Shabab, sem
berjast gegn stjórn Sómalíu, beita
almenning hótunum til að klófesta
húsdýr og korn. Einnig óttast fólkið
að samtökin ræni börnum, alveg nið-
ur í átta ára aldur, og geri þau að
hermönnum. Mannréttindasamtökin
Amnesty International segja mörg
dæmi um slíkt athæfi. kjon@mbl.is
200 km
554.585
19,110
146,600
Hættustig vegna
hungurs og átaka
júlí-ágúst 2011:
1
2
3
4
5
Engin hætta eða mjög lítil
Hrun eða hungursneyð
Svæði sem fá litla hjálp
Nokkur hætta
Veruleg hætta
Bráðavandi
Áætl. fjöldi
fólks sem
þarf aðstoð
Fjöldi
flóttamanna
Heimildir: ReliefWeb, OCHA
Hungursneyðin í Sómalíu
Djíbútí-borg
Mogadishu
Flóttamanna-
búðir og skráðir
íbúar
Dadaab
400.579
Dollo Ado
118.271
Spáð hungursneyð
ágúst-desember
3,7 millj.
KENÍA
Nairobi
Addis-
Ababa
DJÍBÚTÍ
4,6 millj.
238.423
EÞÍÓPÍA
SÓMALÍA
3,2 millj.
(4)
(3)
Áætluð þörf fyrir peningahjálp
(í dollurum)
Djíbútí Eþíópía Sómalía Kenía
33 246 398
1.063
Óskir um hjálp: 2,48 milljarðar dollara
741
Veitt:
52%
Veitt aðstoð: 48%
9% 39% 47% 52%
(V. flóttafólks) (Júl-des)
1,19 milljarðar
SÞ biðja
um aukna
aðstoð
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sveiflurnar á fjármálamörkuðum
hafa verið geysimiklar síðustu daga
og vikur. Þegar óvissan og hræðslan
er mikil þarf lítið til að koma af stað
kvitti sem getur síðan kostað fyr-
irtæki og einstaklinga tugi eða
hundruð milljarða króna á örskots-
stundu þegar hlutabréf hríðfalla.
Aftenposten í Noregi segir að
grein í breska götublaðinu Mail on
Sunday á sunnudag hafi næstum því
komið franska risabankanum So-
ciété Générale á kné en götublaðið
sagði að hann væri að fara á hausinn.
Hlutabréf hans féllu um liðlega 20%
á miðvikudag og nær 700 milljarðar
ísl. króna gufuðu upp, eigendum
bankans til skelfingar.
Frönsk blöð segja að grein götu-
blaðsins (sem það hefur nú beðist af-
sökunar á) hafi byggst á skáldsögu
er birtist sem framhaldssaga í 12
köflum í blaðinu Le Monde. Þar er
söguhetjan bandarískur blaðamaður
sem sendur er til Evrópu til að
kynna sér stöðu efnahagsmálanna.
Hann kemst að
því að Société
Générale sé að
fara á hausinn og
einnig sé ítalska
bankanum Uni-
Credit ógnað. Í
texta sögunnar
eru margar vís-
bendingar um að
ekki sé um veru-
leikann að ræða
heldur uppspuna, nöfnum breytt og
fleira í þeim dúr. Blaðamenn Mail on
Sunday segjast ekki hafa stuðst við
skáldsöguna, ekki einu sinni séð
hana en mörg lykilatriði í henni
koma heim og saman við „fréttina“.
Það sem hefur gert grein Mail on
Sunday trúverðuga er að Société
Générale hafði nýlega skýrt frá
miklu tapi á öðrum ársfjórðungi
vegna vandans í Grikklandi.
Franska stjórnin skýrði á miðviku-
dag frá því að hún myndi halda
bráðafund um fjármálaókyrrðina og
varð þetta til að ýta undir sögusagn-
ir um að stjórnin væri að undirbúa
björgunaraðgerð fyrir bankann.
Byggðist „frétt-
in“ á skáldsögu?
Franskur banki nær hruninn
Kvittur Getur það
verið satt að ...