Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.08.2011, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 ✝ Geirlaug Gunn-fríður Filipp- usdóttir fæddist á Seyðisfirði 3. júlí 1943. Hún lést á heimili sínu, Kaup- vangi 43, Egils- stöðum, 6. ágúst 2011. Hún var dóttir hjónanna Filippusar Sigurðssonar, f. 16.11. 1912, d. 17.11. 2002, og Ólínu Jónsdóttur, f. 6.6. 1914, d. 21.3. 1995. Geirlaug var önnur í röð sjö systkina. Þau eru Sigurður, f. 1942. Hans maki er Soffía Ívarsdóttir, f. 1950 . Eiga þau 9 börn. Andrés, f. 1945. Maki Þóra Ívarsdóttir, f. 1947. Þau eiga fjögur börn. Þau slitu samvistum. Magnús, f. 1950. Stefán, f. 1950. Sunneva, f. 1953. Hennar maki er Torfi Matthíasson. Þau eiga tvær dæt- ur. Ragnhildur, f. 1956. Sambýlis- maður hennar var Sigtryggur Gíslason og eiga þau fjögur börn. Þau slitu sam- vistum. Maki er Kristján Helgason. Geirlaug fæddist á Dvergasteini í Seyðisfirði. Hún bjó hjá foreldrum sínum til ársins 1975 en þá fluttist hún til Reykja- víkur. Á þeim tíma er hún bjó í Reykjavík starfaði hún í Bjark- arási og Lækjarási. Árið 1985 flytur hún á Egilsstaði og vann lengst af á Stólpa. Útför Geirlaugar fer fram frá Seyðisfjarkirkju í dag,13. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Það er ekki auðvelt eftir daga í móki, dofa og tárum að ná utan um hugsanir mínar og skrifa þér nokkur fátækleg kveðjuorð, elsku Geira frænka mín. Nú er dagur að kveldi kominn og ber að þakka fyrir allt þótt ótímabært sé. Nú set ég Ellý Vilhjálms, sem þú elskaðir, í tækið, kveiki á kerti og minnist góðu stundanna. Þú varst stöðugur punktur í lífi okkar systkina. Í gegnum tíðina hefur þú hringt reglulega í okkur og spjallað, talað við alla og borið umhyggju fyrir öllum sem tengj- ast okkar fjölskyldu. Þú hefur fylgst með okkur stíga fyrstu skrefin í lífinu. Þótt ung sé hef ég fáa þekkt sem hafa stutt við sína fjölskyldu jafnmikið og þú hefur. Fram á seinasta dag varstu með það á hreinu ef nýr lítill frændi eða frænka kom í heiminn. Þú varst Geira frænka mín og því hlutverki sinntir þú vel. Þegar komið var við hjá Geiru í fjölskylduferðalögum var alltaf ís á boðstólum, þú vissir hvað mér fannst ís góður, svo fékk ég nóg af knúsum og kossum frá þér og allt- af varstu jafnglöð að sjá okkur fjölskylduna. Þessar stundir eru ofarlega þessa dagana, mikið á ég eftir að sakna þess að sjá þig, heyra röddina þína og tala við þig, orð eru máttlaus þegar kemur að því. Mér er húmorinn þinn minn- isstæður, alltaf að grínast og hlæja, góðleg stríðni sem gladdi og setti yndislegt prakkarabros á andlit þitt. Eitt grínið var það að þegar þú hringdir í Rænku systur þína þá var svo oft á tali; „hún talar svo mikið þessi systir mín“, sagðirðu þá og flissaðir. Þú gast gert erf- iðar stundir svo léttar og skopleg- ar. Nokkru eftir að foreldrar mín- ir skildu hittir þú pabba á Seyðisfirði og óskaðir honum til hamingju með skilnaðinn, og þú meintir það af öllu þínu hjarta. Það eru jákvæðar hliðar á öllu elsku frænka, og þú sást þær allt- af og gafst okkur bros. Þú kenndir mér svo mikið, þín vegna er ég ekki fordómafull, þín vegna vil ég fræða annað fólk um gleðina sem fylgir því að þekkja manneskju eins og þig, sem hefur þitt einstaka hjartalag. Ég mun berjast fyrir málstað þínum. Hvert sem þú fórst og hvað sem þú gerðir fylgdi þér ljós, hlýja og útgeislun sem engin orð fá lýst. Lífið verður skrítið án þín, eng- in símtöl, engin Geira á Egilsstöð- um. Ég mun halda minningu þinni á lífi og börnin mín munu svo sannarlega fá að vita hver Geira frænka þeirra var og munu heyra allt um yndislegu manneskjuna sem þú varst. Aldrei mun ég gleyma þér. Nú ertu komin til ömmu og afa, í móðurfaðm og föðurhlýju. Ég óska þess að svefninn þinn verði vær og trúi því og treysti að ég fái að faðma þig aftur, sem ger- ir sorgina bærilegri. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar og lýsa upp lífsleið okkar sem elskuðum þig. Með söknuð og trega í hjarta kveð ég þig elsku Geira. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig (Rúnar Júlíusson) Þín systurdóttir, Guðborg Björk Sigtryggsdóttir. Við Geira vorum skyld, bæði í föður- og móðurætt hennar. Sjö ára gamall kom ég með foreldrum mínum að Dvergasteini í Seyðis- firði. Þar bar fundum okkar fyrst saman. Í huga mér geymi ég skýra mynd af Geiru sem var nýorðin 15 ára og var að raka saman heyi á túninu við bæinn. Ég kynntist henni ekki frekar fyrr en fundum okkar bar saman fyrir tilstilli Önnu Guðnýjar systur minnar, þegar við nær aldarfjórðungi síð- ar heimsóttum Geiru frænku á sambýli fatlaðra á Egilsstöðum. Geira var frændrækin í sinni barnslegu einlægni. Hún fagnaði frænda sínum og átti strax í mér hvert bein. Hún tengdist Tótu konunni minni og börnunum okk- ar með sama hætti. Hún var gest- risin og vildi taka vel á móti gest- um sínum. Í áranna rás bjó Geira víða við margbreytileg skilyrði. Búsetusaga hennar virðist mér endurspegla stefnur og strauma í viðhorfum til fatlaðra. Þegar Geira flutti ein í litla blokkaríbúð í samræmi við tískuhugmyndir um að fatlaðir ættu rétt á að búa ein- ir, þá leið Geiru ekki vel. Í næstu heimsókn var hún flutt í lítið rað- hús þar sem hún bjó með annarri konu. Það átti betur við hana, eins félagslynd og hún var. Árla á laugardagsmorgni hringdi Geira óvænt og spurði hvort ég ætlaði ekki að sækja sig á sambýli fatlaðra inni í Voga- hverfi þar sem hún var stödd. Hún var að koma í heimsókn, svo þyrfti hún líka að heimsækja for- eldra Tótu sem hún hafði hitt á Egilsstöðum. Hún var að herma upp á mig nær tveggja ára gamalt heimboð, sem ég var búinn að steingleyma. Úr varð viðburða- ríkur og skemmtilegur dagur. Góðar minningar frá deginum með Geiru eru oft rifjaðar upp. Hún byrjaði á að gefa yngsta syni okkar, sem þá var á öðru ári, rauðan bangsa. Bangsinn fékk nafnið Geiri. Hann varð fylgifisk- ur og tyggðavinur stráksa alla barnæskuna. Það var einstök upplifun að fara þennan dag með Geiru í heimsóknir og eftirminni- leg er ferðin austur fyrir fjall þar sem víða var stoppað. Geira var ófeimin að tala við fólk sem við hittum og sagði því að þetta væri hann Halldór frændi sinn og hún Tóta. Fyrst brá okkur við op- inskáa einlægnina, en síðan reyndum við að laga okkur að samskiptamáta Geiru, þetta var jú hennar dagur. Við sem eigum að teljast með óskerta greind höf- um byggt innra með okkur margskonar hömlur í samskipt- um við ókunnugt fólk. Geira hafði ekki þörf fyrir hömlur af því tagi. Nú er Geira fallin frá. Við fáum ekki lengur að njóta lífsgleði hennar, skringilegra og skemmti- legra tilsvara. Geira bjó ekki yfir þeim gáfum sem þjóðfélagið setur á háan stall, en hún auðgaði og setti svip á samfélagið á Egils- stöðum. Þegar vel er að málum staðið auðga Geira og félagar hennar á vernduðum vinnustöð- um mannlífið. Það dylst engum sem t.d. heimsækir og skoðar samfélagið á Sólheimum í Gríms- nesi, þar eru unnin skapandi verk sem auðga íslenskt samfélag. Allar góðu minningarnar um Geiru eiga eftir að hlýja okkur Tótu og börnunum um hjartaræt- ur um ókomin ár. Við þökkum Geiru frænku minni það sem hún gaf af sér og vottum samúð okkar þeim sem hennar sakna, bæði fjölskyldu hennar og vinum. Halldór Árnason. Kæra Geira. Okkur langar til að senda þér okkar hinstu kveðu og þakka þér fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar, umhyggjuna, gjaf- mildina og kærleikann. Síðast en ekki síst öll gullkornin frá þér sem eiga eftir að lifa með okkur um ókomna tíð. Minning þín lifir. Samúðarkveðjur frá öllum. Fyrir hönd samstarfsfólks í Stólpa, Helga Dögg Teitsdóttir. Geirlaug, ég þakka þér fyrir hvað þú varst góð við Aldísi. Það er gaman að hafa kynnst þér. Al- dísi fannst gaman að búa með þér á sambýlinu, alltaf gaman að tala við þig og vera með þér í Bjark- arási. Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja. Stefán sendill. Geirlaug Gunnfríð- ur Filippusdóttir ✝ Hulda Tóm-asdóttir fæddist á Sauðárkróki 3. apríl 1942. Hún lést á heimili sínu 2. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Tómas Björnsson, trésmið- ur á Sauðárkróki, f. 27. ágúst 1895, d. 3. október 1950, og Lí- ney Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 25. júní 1904, d. 19. mars 1986. Systkini Huldu eru: Lovísa, f. 13. júní 1938, og Hauk- ur, f. 4. júlí 1946. Hinn 31.12. 1969 giftist Hulda eftirlifandi eiginmanni sínum, Kára Val- garðssyni húsasmiði, f. 13. júlí 1942. Foreldrar Kára eru Val- garð Einar Björnsson, f. 30. nóv- þeirra eru: a) Arna Rún, f. 25.4. 1991, b) Daníel Karl, f. 14.2. 1994, c) Elvar Páll, f. 10.8. 2000. Sonur Ragnars af fyrra hjóna- bandi er Elías Þór, f. 13.6. 1983, í sambúð með Rakel Huld Bald- ursdóttir, f. 23.10. 1983. Dóttir þeirra er Ísabella Emma, f. 3.5. 2011. 3) Kári Arnar, f. 19.7. 1983, í sambúð með Kristínu Ingu Þrastardóttur, f. 13.10. 1986. Dóttir þeirra er a) Sara Björk, f. 24.4. 2010. Hulda starfaði allan sinn starfsferil hjá Pósti og síma, síðar Íslandspósti, að frátöldum 2-3 árum þegar hún var um tví- tugt, þar sem hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Verslunarfélagi Skagfirðinga. Hulda hóf störf hjá Pósti og síma 1.12. 1963 og hætti störfum eftir 46 og hálft ár hjá Íslandspósti 31.5. 2009. Hulda verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 13. ágúst 2011, athöfnin hefst kl. 14. ember 1918, d. 15. október 2000, og Jakobína Ragnhild- ur Valdimarsdóttir f. 2. ágúst 1921. Hulda og Kári hófu búskap á Kamba- stíg 4, Sauðárkróki, en fluttu síðan á Smáragrund 21. Hulda og Kári eiga þrjú börn: 1) Ragn- ar Þór, f. 18.6. 1962, í sambúð með Freyju Jónsdóttur, f. 19.9. 1965. Börn þeirra eru: a) Davíð Arnar, f. 20.5. 1989, b) Agnes Huld, f. 17.6. 1991, í sam- búð með Haraldi Antoni Har- aldssyni, f. 12.3. 1985, c) Ágústa Líney, f. 7.11. 1997. 2) Linda Dröfn, f. 21.4. 1965, gift Ragnari Grönvold, f. 14.7. 1959. Börn Elsku mamma, mikið er skrítið að hugsa til þess að koma norður og þú ekki til staðar. Þú varst fyr- irmynd mín í svo mörgu. Mörg hafa símtölin verið til að fá ráð- leggingar varðandi eldamennsku, bakstur, handavinnu ofl. Þú varst svo vandvirk með allt sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var að sauma, prjóna, hekla eða heimilið. Ef eitthvað stóð til hjá okkur þá varst þú mætt suður að hjálpa okkur. Þú vildir alltaf hjálpa og ef þú vissir ekki svarið þá leitaðir þú eftir því. Það var aft- ur á móti erfiðara að fá að hjálpa þér, þú vildir ekki láta hafa neitt fyrir þér. Í fyrra þá veiktist þú alvarlega og varst flutt á sjúkrahúsið á Ak- ureyri og var þér vart hugað líf í einhverja klukkutíma. Við komum norður til að vera hjá þér, en þér fannst algjör óþarfi að við værum að fara úr vinnu til „hanga yfir þér“ á Akureyri, þú værir ekkert veik, við áttum að drífa okkur suð- ur. Þetta lýsti þér mjög vel. Raggi minnist enn á að þegar við bjugg- um í Ísrael 1989 þá sendir þú hon- um vacumpakkaðan súrmat í pósti. Þú vissir hvað honum fannst þetta gott. Mikið var Raggi hissa þegar pakkinn kom, hann gat ekki staðist að opna hann um leið og byrja að borða, við misjafnan fögnuð viðstaddra, sem fannst lyktin ekki góð. Við eigum öll eftir að sakna þín mjög mikið, en ég veit að nú líður þér betur, því þú varst veikari en við gerðum okkur grein fyrir því þú kvartaðir aldrei. Kveðja Linda. Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund. Heilsu þinni hafði hrakað mikið síðustu tvö árin og það var ljóst hvert stefndi en aldrei grunaði mig að þetta skyldi enda svona snöggt eins og það gerði. Ég hefði viljað segja þér mikið meira og tala meira við þig. Það verður að bíða betri tíma. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég get þó huggað mig við það að þjáningum þínum er lokið og þú ert komin á betri stað. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki fyrir allt sem það gerði fyrir þig í veikind- um þínum. Einnig vil ég þakka sérstaklega starfsfólkinu á gjör- gæslu FSA fyrir að hjálpa þér og okkur fjölskyldunni að hafa þig hjá okkur í eitt og hálft ár í viðbót. Ég þakka þér samveruna öll mín 28 ár, þú varst minn besti vin- ur. Hvíldu í friði, elsku mamma. Blessuð sé minning þín. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Elsku pabbi, megi guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina. Takk fyrir allt, elsku mamma. Minning þín er ljós í lífi okkar fjöl- skyldunnar. Þinn sonur, Kári Arnar. Elsku Hulda. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Ekki hafði mig órað fyrir því að tíminn sem við fengj- um saman yrði svona stuttur. Við áttum eftir að fá að kynnast betur og þú áttir eftir að fá að fylgjast með Söru Björk stækka og dafna. Ég á fullt af góðum minningum um tíma okkar saman og þar á meðal er ein sem er mér efst huga, þegar þú komst suður til okkar í nýju íbúðina okkar og dvaldir hjá okkur í viku. Þú varst svo ánægð að við værum komin í góða og stóra íbúð til framtíðar og Sara Björk var búin að fá sitt herbergi. Það var alltaf jafn notalegt að koma til ykkar á Smáragrundina og spjalla um daginn og veginn og fá kjöt í tómat sem þú eldaðir, mikið rosalega var það alltaf gott. Eins kenndir þú mér að búa til karrýsósu frá grunni því þér fannst það óþarfi að kaupa hana í pökkum, því það væri svo einfalt að búa hana til. Þú varst svo ánægð þegar litla ömmustelpan þín kom í heiminn en þú hefðir viljað geta sinnt henni meira en þú gast gert. Þú gerðir þitt besta, passaðir Söru Björk á meðan við fórum í golf og reyndir að hjálpa eins mikið og heilsan leyfði. Ég er þó afar þakklát fyrir þann tíma sem Sara Björk fékk að eyða með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Kári, ég bið guð að styrkja þig á þessum erfiðu tím- um. Takk fyrir allt, elsku Hulda. Ég kveð þig með söknuði. Kristín Inga. Elsku móðursystir mín, Hulda Tómasdóttir, er látin. Minningar streyma fram sem eiga rætur allt frá barnæsku fram á unglingsár þegar ég dvaldi reglulega fyrst hjá ömmu minni og síðar hjá Huldu á Sauðárkróki. Þessar minningar eru mér afar kærar, þeim fylgir mikil hlýja og góðar tilfinningar sem lögðu grunn að góðu sambandi okkar Huldu. Dvöl okkar hjóna á Sauð- árkróki sumarið 1988 styrkti vina- böndin á milli okkar Huldu og Kára með reglulegum samveru- stundum. Meðan ég stundaði þar vinnu fannst Huldu ekkert tiltöku- mál að létta undir í sínu sumarfríi með barnapössun. Heimsóknir á Sauðárkrók gerðust tíðari og hafa verið fastur liður hjá okkur hjón- um á hverju sumri. Gjarnan var farið í veiði- eða skoðunarferðir og ung frændsystkin hittust og öttu kappi í ærslafullum leikjum. Þeg- ar ró færðist yfir á kvöldin voru rifjaðar upp minningar og sögur úr Skagafirðinum. Gestrisni þeirra Huldu og Kára var óþving- uð og gott var að njóta afslappaðs andrúmslofts á heimili þeirra. Hulda var hæglát og hafði þægilega nærveru. Hún gekk hljóðlega en skipulega til verks þannig að heimilisverkin voru unnin án þess að maður tæki eftir að haft væri fyrir þeim. Allt var á sínum stað, alveg sama hvar var litið. Að leiðarlokum er mér þakk- læti efst í huga. Þakklæti fyrir samveru, vináttu og tryggð. Við Árni og börn vottum Kára, Ragnari, Lindu, Kára Arnari og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Huldu Tómasdóttur. Karitas Ívarsdóttir. Elsku amma okkar. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar og að vera alltaf til staðar fyrir okkur öll þessi ár. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Guð geymi þig. Kveðja, Davíð Arnar, Agnes Huld og Ágústa Líney. Hulda Tómasdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, takk fyrir allt á þessum stutta tíma sem ég hafði með þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín ömmustelpa, Sara Björk. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 551 3485/896 8284 (24 tíma vakt) Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri - S. 892 8947

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.