Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 49

Morgunblaðið - 13.08.2011, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2011 Emma og Dexter eyðasaman nóttinni eftir há-skólaútskriftina. Hún eróörugga gáfnaljósið. Hann myndarlegi, ríki glaumgos- inn. Frá fyrstu kynnum er ljóst að þau eiga eftir að fylgjast að í lífinu, í gegnum þykkt og þunnt. Í bókinni Einn dagur, eftir breska leikarann David Nicolls, sem nú er búið að kvikmynda, er fylgst með Emmu og Dexter 15. júlí ár hvert frá 1988 og til 2007. Vináttan blómstrar og dýpkar á tímabilum en þegar annað þeirra tekur feilspor í lífinu titra vin- áttuböndin – eða er þetta kannski ást? Em og Dex. Dex og Em. Varla er hægt að nefna annað þeirra án þess að minnast á hitt. Á þeim tutt- ugu árum sem þeim er fylgt eftir þroskast þau úr uppreisnargjörnum og sjálfhverfum ungmennum í metnaðarfulla og sjálfstæða full- orðna einstaklinga. Eða svona næstum því. Þau feta lífsleiðina með ólíkum hætti, Emma er var- kárari en Dexter lifir lífinu eins og hver dagur sé sá síðasti. En bæði eru þau í leit að sjálfu sér og stóla hvort á annað á þeirri vegferð. Einn dagur er því mikil þroska- saga og mjög sannfærandi sem slík. Unga fólkið, fullt af hugsjónum, þarf smám saman að fara að lifa í heimi hinna full- orðnu, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hver kannast ekki við það? Nicholls gerir tíðarandanum á hverju ári skil með skemmti- legum og lifandi hætti, hvort sem um er að ræða tækni, tísku, tónlist, lífsstíl almennt eða pólitík. Stemning hvers árs, hvers áratugar, dansar stundum bókstaflega á síðunum svo óvænt fortríðarþrá vaknaði í brjósti mínu. Munið þið hvað lífið var yndislegt án farsíma, án netsins en þó svo magnað þegar þetta tvennt kom til? Em og Dex hrifu mig strax nótt- ina sem þau lágu saman í einbreiða rúminu í litlu íbúðinni í Edinborg árið 1988, svo ung og full af draum- um um framtíðina. Rétt að kynnast en neistafluginu á milli þeirra kannski betur lýst sem flugeldasýn- ingu þótt það sé sett fram fínlega og af hógværð. Samband þeirra er einlægt og tilfinningaþrungið, en þó er saga þeirra full af húmor og oft stútfull af gáska og fjöri. Alla bókina stóð ég með þeim, hlakkaði til að hitta þau að ári, þyrsti í að vita hvort nú væru þau, eins og ég, búin að átta sig á því að þau ættu að vera saman að eilífu. Einn dagur er þó engan veginn fyrirsjáanleg ástarsaga, þótt hún sé vissulega uppfull af rómantík. Hún spilar á allan tilfinningaskalann, stundum mjög harkalega. Og þegar síðustu blaðsíðunni er flett og ekki fleiri orð til að lesa langar mann einfaldlega að hefja lesturinn upp á nýtt. Hrífandi dagur Skáldsaga Einn dagur bbbbn Eftir David Nicholls. Arnar Matthíasson þýddi. Bjartur gefur út. 430 bls. SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR BÆKUR Höfundurinn Einn dagur eftir David Nicholls „spilar á allan tilfinningaskal- ann, stundum mjög harkalega,“ segir m.a. í dómnum. Þokkadísirnar Ásdís Rán og Ósk Norðfjörð eru miklar söngkonur og voru þær að senda frá sér lagið „All you need is love“. Lagið var frumflutt í gær í þætti Heiðars Austmann á útvarpsstöðinni FM 957 við góðar undirtektir. Þetta er í fyrsta skipti sem þær syngja saman, en þær hafa gefið út lög hvor í sínu lagi. Fyrirsæturnar, sem kalla sig Blondies, fengu góða hjálp við gerð lagsins, en Halldór í Mínus samdi textann og Biggi Bix mixaði lagið. Morgunblaðið/Eggert Ljóshærð Ásdís Rán myndar ásamt Ósk Norðfjörð tvíeykið Blondies. Blondies: Ásdís Rán og Ósk Norðfjörð Justin Timberlake þykir líkleg- astur til þess að hljóta aðalhlut- verkið í endurgerð af myndinni Dirty Dancing. Timberlake mun þá leika dansarann Johnny Castle, hlutverk sem Patrick Swayze gerði frægt í upprunalegu mynd- inni sem kom út árið 1987. Fleiri Hollywoodstjörnur koma til greina, en leikarar á borð við Chris Hemsworth, sem lék aðal- hlutverkið í myndinni Þór (Thor) og High School Musical-stjarnan Zac Efron eru einnig nefndir til sögunnar. Talið er líklegast að Emma Stone hljóti aðal-kven- hlutverkið í myndinni. Leikari Justin Timberlake hefur leikið í myndum á borð við The Social Network. Justin Timberlake í Dirty Dancing? FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN MIÐASALA Á SAMBIO.IS STRUMPARNIR 3D M. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L GREEN LANTERN 3D kl. 10:20 12 CAPTAINAMERICA 3D kl. 10:30 12 HORRIBLEBOSSES kl. 8 - 10:20 12 HARRYPOTTER7-PART2 3D kl. 8 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2 - 5:30 L GREEN LANTERN 3D kl. 5:50 - 8 - 10:30 12 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 1:30 L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L CARS 2 3D Með ensku tali kl. 3:40 L HORRIBLE BOSSES kl. 8 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 1:30 - 10:10 12 COWBOYS & ALIENS kl. 8 - 10:30 14 STRUMPARNIR 3D M. ísl. tali kl.1:30 -3:40-5:50 L HORRIBLE BOSSES kl. 8 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L BAD TEACHER kl. 5:50 - 10:10 14 / AKUREYRI / KEFLAVÍK COWBOYS & ALIENS kl. 5:30 - 8 - 10:30 14 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 12 GREEN LANTERN kl. 10:30 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L KUNGFUPANDA2 M. ísl. tali kl. 3 L / SELFOSSI/ KRINGLUNNI H H H H H - T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER H H H H H - L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY „THE BEST 3D SINCE AVATAR“ - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD H H H -T.V. KVIKMYNDIR.IS/ - SÉÐ OG HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2 FRÁ HÖFUNDUM "SVALARI BÍLAR OG MEIRI HASAR" - T.D. -HOLLYWOOD REPORTER H H H H - J.C. -VARIETY H H H H - P.T. -ROLLING STONES H H H H LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. FRÁÁ ÁBÆR GAMA NMYN D JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL KEVIN SPACEY CHARLIE DAY 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES - KVIKMYNDIR.IS H H H H SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH „ÞAÐ ER SVO SANNARLEGA NÓG UM AÐ VERATIL AÐ HALDA 3D-GLERAUGUM ÁHORFENDA LÍMDUM Á ALLA MYNDINA.“ 70/100 HOLLYWOOD REPORTER SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI - R.C - TIME H H H H H ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.