Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 52

Morgunblaðið - 13.08.2011, Side 52
LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Biður Íslendinga afsökunar 2. Börn Jacksons geisla af hamingju 3. Breivik hringdi í lögreglu 4. Velur fórnarlömbin af handahófi  Rithöfundurinn, sýningastjórinn og listgagnrýnandinn Nicolas Bourriaud flytur fyrirlestur í dag á málþingi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í tengslum við sýningu í safninu. »45 Bourriaud flytur fyrirlestur á málþingi  Kvartett gítar- leikarans Ómars Guðjónssonar kemur fram í dag kl. 15 á öðrum tónleikum djass- tónleikaraðar veitingastaðarins Munnhörpunnar í tónlistarhúsinu Hörpu. Í kvartettnum eru auk Ómars þeir Ingi Björn Ingason, Helgi Svavar Helgason og Matthías Hemstock. Tónleikarnir fara fram utandyra ef veður leyfir. Kvartett Ómars í Munnhörpunni  Tónlistarkonan Ellen Kristjáns- dóttir heldur tónleika á Café Rósen- berg með dætrum sínum Siggu, Betu og Elínu, Eyþóri Gunnarssyni hljóm- borðsleikara og Þorsteini Einarssyni gítarleikara sunnudaginn nk., 14. ágúst, kl. 21. Ellen gaf snemma árs út plötuna Let me be there sem hún vann með Pétri Hallgríms- syni. Ellen heldur tónleika á Café Rósenberg FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt, 8-18 m/s síðdegis, hvassast við austur- ströndina. Dálítil væta austast, skýjað norðantil en bjart með köflum suðvestanlands. Á sunnudag Norðaustan 8-13 m/s og rigning norðan- og austanlands, en annars skýjað og þurrt. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. Á mánudag Ákveðin norðanátt á vestanverðu landinu, annars hægari. Rigning á norðan- verðu landinu, en þurrt syðra. Fremur hlýtt veður, einkum sunnanlands. ÍR-ingar eru með forystu eft- ir fyrri daginn í bikarkeppni frjálsíþróttasambandsins sem fram fer í Kópavogi. Enginn met féllu í gær en mikil stemning var enda tak- markið að safna stigum fyrir sitt lið. ÍR-ingar eru einnig með forystu í kvennaflokki en FH í karlaflokki. »4 ÍR rakaði saman flestum stigum „Það er prófraun að vinna lið sem hefur ekki tapað leik í sumar, sér- staklega á heimavelli þess þar sem liðið gat fagnað en það verð- ur að bíða með það,“ sagði Skagamaðurinn Guðjón Þórðar- son, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, nýliðanna í 1. deild karla, eftir 2:1 sigur á ÍA á Akranesi. Það var fyrsta tap Skagamanna í sumar en þeir eru enn efstir í deildinni og þurfa eitt stig úr 6 næstu leikjum. »1 Lærisveinar Guðjóns frestuðu fögnuði ÍA Morgunblaðið hitar ítarlega upp fyrir úrslitaleikinn í Valitor- bikar karla í knatt- spyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Guðmundur Benediktsson spáir í spilin en hann hefur leikið með lið- unum sem mætast, Þór og KR. Auk þess er stillt upp líklegum byrjunar- liðum og rætt við leik- menn. » 2-3 Upphitun fyrir bikar- úrslitaleik KR og Þórs Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Þetta eru sögur fyrir unglinga og fullorðna, dálítið blóðugar, gerast í skálduðum heimi á miðöldum. Þarna eru ófreskjur, galdrar, afturgöng- ur …“ Svo lýsir Elí Freysson efnivið fantasíubóka sinna. Fyrsta bókin kemur út hjá Sögum í haust en Elí er líka búinn með næstu tvær og vinnur nú að þeirri fjórðu. Ítarlegt viðtal er við hann í Sunnudagsmogganum. Elí er tæplega þrítugur Akureyr- ingur með Asperger-heilkenni. Auk skrifta vinnur hann sem lagermaður í Nettó. Hann hefur fengist við skriftir í nærri áratug og árangur erfiðisins kemur senn í ljós. Tómas Her- mannsson hjá Sögum tók Elí vel þeg- ar hann sendi honum póst með þrem- ur löngum fantasíusögum, tilbúnum til útgáfu. „Ég var búinn að prófa all- ar útgáfur á Íslandi nema tvær þegar ég talaði við Tómas. Menn hafa sjálf- sagt ekki þorað að gefa út sögu eftir algjörlega óreyndan mann,“ segir Elí sem var himinlifandi þegar Tómas ákvað að gefa sögurnar út. Elí vinnur nú að því að þýða kafla úr bókinni á ensku því Tómas ætlar að sýna hann á bókaráðstefnunni í Frankfurt í október. Lætur ímyndunaraflið ráða Aðdragandinn að skrifum Elís er ekki flókinn, honum finnst gaman að láta ímyndunaraflið ráða ferðinni og fór bara að skrifa því hann langaði til þess. „Ég vinn í Nettó frá sjö á morgnana til tvö og skrifa ekki á meðan, og á það til að stíflast eða vera upp- tekinn af öðru. En ég skrifa þegar ég hef tíma og ímyndunar- aflið er fyrir hendi. Það tekur reyndar minnstan tíma að skrifa; aðalmálið er að fá góða hugmynd að fléttu og karakterum. Þegar það er klárt kemur textinn tiltölulega fljótt. Það mikilvægasta í þessum bransa er hins vegar að endurskrifa og að vera vilj- ugur til þess; ég var 14 mánuði með fyrstu útgáfu af fyrstu bókinni, sem ég skrifaði reyndar á ensku, en þýddi hana seinna á íslensku og endurskrif- aði ótal sinnum. Mér hefur farið mik- ið fram síðan þá. Maður lærir af reynslunni. Mig minnir að ég hafi verið tíu mánuði að skrifa þriðju bók- ina,“ segir Elí. Sem unglingur greind- ist hann með Asperger-heilkenni en veit ekki hvort það hefur haft áhrif á skrifin. „Ég efast þó um að ég væri að skrifa ef ég væri ekki svona sérvitur! Ég hangi að minnsta kosti heima við að skrifa í stað þess að gera eitthvað félagslegra og það hefur virkað mér í hag.“ Skrifar blóðugar fantasíusögur  Fyrsta skáldsaga Elís Freyssonar kemur út í haust Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verðandi rithöfundur Elí Freysson hefur gert handrit að þremur fantasíudoðröntum. Sá fyrsti kemur út í haust. „Ég get ekki betur séð en að Elí Freysson sé að ríða á vaðið með fantasíuformið í sinni nú- tímalegu mynd hér á landi, og Meistari hinna blindu sé bókstaflega fyrsta skáldsaga sinnar teg- undar í íslenskum bók- menntaheimi. Hann er sá fyrsti til að skrifa og gefa út harðkjarna póst- tolkíenska fantasíu- skáldsögu sem er með- vituð um „lögmál“ og hefðir forms- ins, og vinkar til þeirra á vingjarnlegan hátt. Elí er líka úr kynslóðinni sem ólst upp með hlut- verkaspil sem eðlilegan hluta af af- þreyingarflórunni, og þess eru merki í skáldsögunni. Hún ber með sér að höfundur hefur lifað og hrærst í þessum heimi lengi, bæði lesið og spilað,“ segir Björn Þór Vil- hjálmsson, bókmennta- og kvik- myndafræðingur og stundakennari við HÍ, um fyrstu bók Elís. Meðvitaður um hefðir formsins MEISTARI HINNA BLINDU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.