Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 ✝ Svanur Krist-jánsson fædd- ist á Þursstöðum í Borgarfirði 11. febrúar 1937. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 10. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Ingibjörg Helgadóttir frá Þursstöðum, f. 23.8. 1913, d. 3.6. 1999, og Kristján Ágúst Magnússon frá Hrútsholti í Miklholtshreppi, f. 28.8. 1910, d. 7.8. 1994. Systk- ini Svans eru: Helgi, f. 3.6. 1939, kvæntur Sonju Guð- laugsdóttur, d. 24.5. 2009, Magnús, f. 28.9. 1940, kvæntur Jónínu Eyvindsdóttur, og Magnea Sigurbjörg, f. 31.7. 1944, gift Sigþóri Guðbrands- syni. Hinn 28. mars 1959 kvæntist Svanur Eddu Laufeyju Páls- dóttur frá Búrfelli í Grímsnesi, 2001, og Jón Haukur, f. 23.3. 2001. Fyrir á Bjarni Tinnu, f. 17.6. 1985. Svanur ólst upp í Borg- arfirði, lengst af á Ferjubakka. Hann stundaði nám í Héraðs- skólanum í Reykholti og Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Árið 1955 hóf hann störf hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Þar starfaði hann fram til ársins 1966 er hann tók við útibúi Kaupfélagins í Þorláks- höfn. Svanur var sveitarstjóri Ölfushrepps árið 1970 og gegndi því starfi í sjö ár. Á ár- unum 1977 til 1978 vann hann hjá Jarðborunum ríkisins og 1979 tók hann við rekstri Skál- ans í Þorlákshöfn sem hann rak í tæp tuttugu ár. Síðustu starfsárin vann hann hjá út- gerðarfélaginu Auðbjörgu í Þorlákshöfn. Svanur var alla tíð virkur í félagsmálum, lengst af söng hann með Söng- félagi Þorlákshafnar og síðar í kór Þorlákskirkju. Hann var stofnfélagi í hestamannafélag- inu Háfeta og Lionsklúbbi Þor- lákshafnar þar sem hann var virkur félagi til æviloka. Útför Svans fer fram frá Þorlákskirkju í dag, 17. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. f. 20.10. 1938. For- eldrar hennar voru Laufey Böðv- arsdóttir, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974, og Páll Diðriks- son, f. 8.10. 1901, d. 6.6. 1972. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Laufey Elfa, f. 29.8. 1958, gift Tor Ulset, f. 1.5. 1946. Dætur þeirra eru: Edda, f. 20.8. 1991, og Nanna, f. 14.8. 1994. Fyrir á Tor Stig Stavik, f. 22.4. 1981. 2) Páll Kristján, f. 3.4. 1961, kona hans er Kristín Berglind Kristjánsdóttir, f. 4.9. 1958. Synir þeirra eru: Krist- ján Hrannar, f. 31.3. 1987, og Kári, f. 3.3. 1989, kærasta hans er Eva Alexandra Árna- dóttir. 3) Guðrún Ingibjörg, f. 23.8. 1968, gift Bjarna Jóns- syni, f. 13.4. 1965. Börn þeirra eru: Edda Laufey, f. 11.3. 1995, Svandís Bríet, f. 23.3. Það eru ekki allir svo heppnir að fæðast. Færri njóta þeirrar gæfu að kveðja í faðmi fjölskyld- unnar eftir gott og tilgangsríkt líf. En hann afi okkar var gæfuríkur maður. Á einhvern hátt er það orðið sem fyrst kemur til tals þeg- ar við bræðurnir minnumst allra þeirra stunda sem við áttum með honum. Gamlárskvöld, veiðiferðir, söngstundir – allt þetta fyllti hann af hlýju á sinn einstaka hátt sem þau sem þekktu hann geta sam- mælst um. Strax á unga aldri uppgötvaði maður hversu yndislegan afa maður átti enda hafði hann dálæti af barnabörnunum. Alltaf hlakk- aði maður til að koma til ömmu og afa í „lossinni“ og aldrei leiddist manni. Nú er hann búinn að kveðja okkur. Þó sú kveðja hafi komið óvænt erum við bræðurnir þakk- látir að fá að kynnast þessum ynd- islega manni sem auðgaði bæði líf okkar og alls hans samferðarfólks. Hvíldu í friði, elsku afi. Kristján og Kári Man ég sól í hlæjanda heiði brosandi daga á bökkum árinnar allt var blíðast heima en bæri svo við að blési upp með kul í fangið beit ekki næðingur í skjóli þínu bróðir. (HK) Svanur bróðir minn var sem af gulli gjör. Þannig reyndist hann okkur systkinum sínum, allt frá bernsku til hinsta dags. Hann var okkar elstur og tók forystu og jafnframt mikla ábyrgð gagnvart okkur. Alla tíð fylgdist hann vel með högum okkar. Systkinabörn- in nutu hans einnig. Kæmu upp veikindi, eða aðrir erfiðleikar í þeirra hópi, var hann kominn með sína traustu og hlýju nærveru. Hann mátti ekki aumt sjá og hafði yndi af að gleðja. Mér er hægt að grípa niður í bernskuna, sem við áttum góða, en í skugga fátæktar og kreppu framan af. Þegar við urðum varir við sil- ungsmurtur í bæjarlæknum á Langárfossi tók Svanur sig til og beygði og yddaði nagla til að nota sem öngul. Þannig veiddum við fyrstu sílin. Þegar við fluttum bú- ferlum frá Langárfossi að Ferju- bakka (Trönu) fékk Svanur það hlutverk, ellefu ára gamall, að reka kýrnar þessa fimmtán kíló- metra leið og hafði með sér Magn- ús bróður okkar, sem þá var á átt- unda ári. Fjögurra kílómetra leið áttum við í skólann á Brennistöðum. Í misjöfnum veðrum var gott að vera samferða eldri bróður. Ekki var allt skynsamlegt, sem við tókum okkur fyrir hendur, oft í bláu banni. Þannig ætluðum við bræðurnir, allir þrír, eitt sinn að róa á lítilli flatbytnu yfir Hvítá, þar sem hún er breiðust og mest. Áttum við skammt eftir að klettunum við Hvítárós þegar fleytan tók að snú- ast í hringiðu. Sem betur fer misstum við ekki kjarkinn, en tókst að róa til baka. Á Trönu var og er enn okkar paradís á jörðu. Ekki spillti að eiga nábýli við gott fólk, þar sem vináttan ríkti. Minningar um amstur og leiki bernskunnar hef ég sett saman í bók, sem koma mun út í haust. Hún verður óður til æskustöðv- anna heima í Borgarfirði, þess góða fólks sem þar bjó, og lýst peningabasli fátækra stráka. Svanur las handritið mitt og gaf mér bróðurleg ráð. Svanur var sautján ára þegar hann fór „út í heiminn“. Ekki svignaði þá malprikið hans undan veraldlegum eigum. Hann var hins vegar ríkur af dugnaði og heiðarleika. Og hamingjudísir leiddu hann við hönd. Þær færðu honum lífsförunaut af bestu gerð, Eddu Laufeyju Pálsdóttur. Hjónaband þeirra var ástríkt og farsælt og barnalán þeirra mikið. Þau áttu myndar- og sómaheimili og voru félagslynd og vinmörg. Svanur var söngelskur og kunni að gleðjast í góðum vinahópi. Ég syrgi þig, bróðir. Ég bið Guð að geyma þig og blessa allt það sem þér var kærast. Helgi. Kær vinur minn og mágur, Svanur Kristjánsson, er látinn eft- ir stutta en erfiða sjúkralegu, langt um aldur fram. Er ég sest niður og reyni að skrifa nokkur fá- tækleg orð um þennan góða mann streyma minningarnar fram. Svanur hefur skipað stóran sess í lífi mínu alla tíð síðan þau Edda hófu búskap. Allar eru þær minn- ingar góðar. Ég bjó hjá þeim á Selfossi í tvö ár upp úr 1960, fyrst í tveggja herbergja kjallaraíbúð við Austurveg og seinna árið í ný- byggðu húsi þeirra við Sunnuveg. Þau voru ófá handtökin sem Svan- ur átti þar enda flestöll kvöld og helgar lagðar undir hjá þeim hjón- um við bygginguna. Þetta voru yndisleg ár sem ber að þakka. Svanur var einstakur fjöl- skyldufaðir, ekki bara fyrir sína nánustu, heldur stórfjölskylduna alla – alltaf að hugsa um að allir hefðu nóg að bíta og brenna og liði vel. Ég minnist allra góðu ferða- laganna sem við systkinin og mak- ar höfum farið saman, bæði innan- lands og utan, og hversu gott var að vera í návist Svans – alltaf með allt á hreinu. Ég sendi elskulegri systur minni og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur og þakka Svani einstaka samferð og vináttu, fullviss þess að hann slær ekki slöku við í trakteringunum í himnaríki. Ragnheiður Pálsdóttir. Það er með mikilli eftirsjá, sem við kveðjum Svan Kristjánsson. Hann var mágur minn og mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Svanur var einstakur öðling- smaður, og það hefur verið gott að eiga hann að samferðamanni í gegnum lífið – allt frá tvítugu. Það var á vordögum 1959 að við gengum í hjónaband í Búrfells- kirkju, Edda og Svanur og við Guðmundur. Þetta var fallegur dagur, mikil veisla og margt fólk. Við Edda vorum að smyrja brauð og skreyta tertur langt fram á nótt, en mamma sá um matinn. Nú dytti engum í hug að halda svona veislu í heimahúsum þó stærri séu húsakynnin, en þetta var auðvitað heilmikil fyrir- höfn. Nokkrum árum áður hafði Guð- mundur verið sumarstrákur hjá foreldrum Svans á Ferjubakka í Borgarfirði, þá 16 ára gamall og líkað vel við allt það góða fólk. Ég man hvað þeir voru glaðir að hittast aftur Svanur og Guð- mundur en þá höfðu örlögin leitt þá svona skemmtilega saman. Alla tíð hefur verið mikill sam- gangur milli okkar systkinanna, sem erum 5 talsins og maka okk- ar. Þetta hefur verið samheldinn og góður hópur. Við höfum átt sumarbústað saman í yfir 30 ár og þar hefur vinnusemi og verklagni Svans komið sér vel, svo og fram- kvæmdasemi Eddu. Þegar börnin okkar voru farin að heiman fórum við að fara sam- an í ferðalög, eitt gott á hverju sumri t.d. á Hornstrandir, Lóns- öræfi og Kanada svo eitthvað sé nefnt. Við fórum einnig á Eyjabakka og Kárahnjúka þegar virkjunar- framkvæmdir voru þar á dagskrá, til að ganga úr skugga um hvaða skoðanir við ættum að hafa á þeim málum og sitt sýndist hverjum. Árið 1998 kom stórt skarð í hópinn okkar, þegar þeir féllu frá með þriggja vikna millibili, Bjarni maður Ólafar systur minnar og Guðmundur minn. Svanur var mikill búmaður og bjó vel að sínu heimili og vildi líka miðla öðrum. Oft kom hann með nýja ýsu eða nýuppteknar kartöflur til okkar á Selfossi. Svanur hafði þessa góðu nær- veru, sem einkenndist af mikilli hlýju, hógværð og skemmtilegri hljóðlátri gamansemi. Fundvís á að sjá það spaugilega í tilverunni á sinn fallega hátt. Edda og Svanur hafa lengst af búið í Þorlákshöfn, átt þar fallegt heimili og búið við rausn og mynd- arskap. Þau hafa verið mjög samrýmd og góð hjón, þau eignuðust þrjú glæsileg börn sem öll hafa erft mannkosti foreldra sinna og einn- ig voru tengdabörnin og barna- börnin Svani mikils virði en hann var mikill fjölskyldumaður. Elsku Edda, innilegar samúð- arkveðjur til ykkar allra. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ingunn Pálsdóttir. Mig langar að minnast „afa“ Svans með nokkrum fátæklegum orðum. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fann hversu upplagt var að fá Svan til þess að verða afi minn. Báðir afar mínir létust árið sem ég fæddist og því kynntist ég þeim því miður ekki. Ég man að ég öfundaði alltaf vinkonur og vini af því að eiga afa og fannst ósann- gjarnt að ég ætti engan. Ég man þegar ég bað Svan um að verða afi minn og ég man alveg af hverju. Svanur hafi alla kosti góðs afa. Hann var góður og ljúfur maður, alltaf tilbúinn að spjalla og nálg- aðist mann af virðingu og hægð. Hann var skemmtilegur og söng- elskur og ekki skemmdi fyrir að hann átti oft nammi og snakk og gaukaði því oft að manni. Af Svans hálfu var þetta auðsótt mál og var hann frábær afi, það gera sér allir grein fyrir sem hann þekktu. Ég fór nokkur sumur til Þor- lákshafnar á reiðnámskeið og dvaldi þá hjá Eddu móðursystur og Svani. Frá þeim tíma á ég margar góðar minningar. Ég man eftir ferðunum með Svani í hest- húsið, útreiðartúrunum og þegar við fórum að tína egg í sandhól- unum. Alltaf var Svanur jafn ró- legur og hlýr. Þegar ég varð ung- lingur varð ég eitthvað feimin við að kalla hann afa en hef nú alltaf séð eftir því að hafa ekki fylgt því eftir. Í seinni tíð rifjuðum við þetta oft upp og ég fann að honum þótti alltaf vænt um þessa bón mína eins og mér þótti vænt um að hann gengist við henni. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, afi. Elsku Edda, Laufey Elfa, Palli, Guðrún og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Laufey Alda Sigvaldadóttir. Genginn er einstakur vinur. Hann var ljúfur, vænn og fallegur, söng eins og þeir bestu, dagsfar- sprúður og einstakur samvistum. Ég kynntist honum fyrst á Sel- fossi í heimsókn þegar ég og kona mín, systir Eddu, litum til þeirra á Sunnuveginn. Það fór vel á með okkur og næstum óhjákvæmilegt að með okkur þróaðist góður vin- skapur, enda bjó Svanur ríkulega yfir umhyggju og hlýju sem smit- aði út frá sér. Við hófum fljótlega að fara á veiðar saman og áttum margar eftirminnilegar ferðir til sjávar og sveita, hvort heldur skot- eða stangveiðar. Einhverju sinni héldum við á gæsaveiðar en gekk heldur brös- uglega og eitthvað dvínaði áhug- inn á veiðunum. Komum við að réttarballi sem var í fullum gangi. Þar vorum við drifnir úr bússun- um og fyrirskipað að taka þátt í gleðskapnum, ekki það að það hafi þurft að ganga lengi á okkur til þess, og skemmtum okkur. Næsta morgun þótti okkur ótækt að koma ekki færandi hendi heim og lögðumst því í rifsberjatínslu á Búrfelli, heldur framlágir. Þar kom að kona sem þekkti til okkar, hélt yfir okkur þrumuræðu, kall- aði okkur hálfgerða pörupilta og að ef hún væri gift öðrum hvorum okkar myndi hún leggja blátt bann við að við myndum nokkurn tímann hittast. „Við erum nú ekki verri en það að hún gat nú alveg hugsað sér að vera gift öðrum hvorum okkar,“ sagði Svanur þeg- ar hún hvarf á braut. Svanur var söngmaður góður og kunni ógrynni af stemmum og lögum sem hann flutti með sinni djúpu bassaröddu og þá var gam- an. Einhverju sinni var gleðskap- ur í gangi hjá mér hvar fólk vildi syngja. Ég er ákaflega laglaus maður og vildi síður leggja á gesti mína að stýra söngnum. Mér datt því það „þjóðráð“ í hug að hringja í nýsofnaðan Svan Kristjánsson og fá hann til að stýra söngnum í gegnum símann. Eftir á að hyggja hefði náttúrlega engum nema mér dottið þessi vitleysa í hug og eng- um nema Svani tekist að leysa úr þessu af ljúfmennsku sinni og snilld. Svanur var hestamaður og naut þess í víðari skilningi en margur þar sem honum, eins og mér, þótti fátt betra en gott hrossakjöt. Hann var ósínkur á birgðir sínar og hafði oft með eina og eina fötu í ferðum sínum í borgina. Það er vandfyllt skarðið sem þessi náni vinur minn skilur eftir og hans er sárt saknað. Ég votta Eddu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Sigvaldi Hólm Pétursson. Fyrr í sumar fóru eldri borg- arar úr Þorlákshöfn í sumarferð sína um sunnanverða Vestfirði, einkum um hinn gamla Rauða- sandshrepp. Að sjálfsögðu voru þau Edda og Svanur í hópnum. Edda stýrði ferðinni af sínum al- kunna skörungsskap með félögum sínum úr ferðanefndinni og Svan- ur var glaðbeittur að vanda og ekki vantaði hans skemmtilega og stundum lævísa húmor. En nú kveðjum við Svan, hann er allur. Átti það að koma okkur á óvart? Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu ár en þeir sem hann umgengust urðu sjaldnast varir við það, hann vildi lifa lífinu lifandi og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við, sem þessa kveðju sendum, höfum átt mismunandi langa sam- ferð með Svani og Eddu. En síð- asta áratug höfum við hist nokkuð reglubundið, borðað góðan mat og bergt á góðum vínum. En sum okkar hafa átt miklu lengri sam- fylgd svo nemur nokkrum áratug- um. Við erum nú ekki aðeins að kveðja góðan vin, við eru einnig að kveðja héraðshöfðingja, mann sem var einn af þeim sem unnu sleitulaust að því að byggja upp það samfélag sem við fáum nú að njóta í okkar ágæta þorpi, Þor- lákshöfn. Sú barátta hófst fyrir meira en hálfri öld og það er full ástæða til að minnast hlutar Svans í þeirri uppbyggingu. Það var víst aldrei ætlun þeirra hjóna, Svans og Eddu, að setjast að til lífstíðar í Þorlákshöfn en margt fer öðruvísi en ætlað er. Svanur kom til stuttrar dvalar hér sem útibússtjóri Kaupfélags Ár- nesinga en fljótlega hlóðust á hann forystustörf, hann gegndi áður fyrr, á frumbýlingsárunum, störfum oddvita sveitarfélagsins og sveitarstjóra. En tónlistin var stór þáttur í lífi Svans, kórastarf var honum sér- deilis hugleikið. Framlag þeirra hjóna, hans og Eddu, í uppbygg- ingu menningar og félagslífs í Þorlákshöfn er ómetanlegt. En nú eru tímamót. Um leið og við minnumst góðs vinar sendum við Eddu og fjölskyldu hennar innilegustu samúðarkveðjur. Ása og Hannes, Helga og Sigurður Grétar. Þegar ég sest niður til þess að minnast mágs míns og jafnaldra Svans Kristjánssonar nokkrum orðum koma margar góðar minn- ingar upp í hugann. 50 ára landsmót U.M.F.Í. sem haldið var á Þingvöllum árið 1957 er mér minnisstætt, þann dag settu Edda Laufey systir mín og Svanur upp hringana. Árið 1959 var systrabrúðkaup í Búrfells- kirkju þar sem Svanur og Edda ásamt Ingunni systur og hennar manni Guðmundi Axelssyni gengu í hjónaband. Þetta var mikil hátíð- arstund og mannvænleg ung hjón að ganga út í lífið. Svanur sem var Borgfirðingur kom til starfa hjá Kaupfélagi Árnesinga beint úr Samvinnuskólanum. Hann starf- aði í nokkur ár á Selfossi og ungu hjónin byggðu íbúðarhús við Sunnuveg á Selfossi.Nokkrum ár- um síðar lá leiðin út í Þorlákshöfn Svanur Kristjánsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Við erum þakklát fyrir allar okkar góðu stundir og munum varðveita þær í hjörtum okkar, við söknum þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sig. Jónsson frá Prestshólum) Guð geymi þig og blessi, þín afabörn Edda Laufey, Svandís Bríet og Jón Haukur Kæri vinur. Þú varst svo fljótur að yfirgefa okkur. Það tók tíma að átta sig á því en það er staðreynd. Nú eigum við ekki nema minningar eftir og þær eru allar á einn veg. Þær eru um góðan og trygglyndan mann og ná- inn vin. Við þökkum þér sérstaklega fyrir alla hjálp- semina og vinarþelið síð- ustu árin. Blessuð sé minning þín. Álfhildur og Sverrir. Jenný Ólafsdóttir ✝ Jenný Ólafsdóttir fæddist20. júlí 1934 í Reykjavík. Hún lést 19. júlí 2011. Útför Jennýjar fór fram í kyrrþey. HINSTA KVEÐJA Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Fyrir hönd frá skóla- félaga úr VÍ-’53, Birna G. Bjarnleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.