Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Tónlistarmaðurinn SnorriHelgason, sem verður lík-lega kenndur við Sprengju-höllina nokkur ár í viðbót, sendi nýverið frá sér sína aðra sóló- plötu. Nefnist hún Winter Sun og er pakkað inn í hrikalega flott plötu- umslag. Borghildur Gunnarsdóttir á hrós skilið fyrir flotta hönnun, for- síðumyndin er alveg upp á tíu. Það skiptir máli að góðum varningi sé vel pakkað inn og svo er það í þessu til- viki. Upptökum stjórnaði Sindri Már Sigfússon úr Seabear og Sin Fang. Stemningin á plötunni er mjög nátt- úruleg, það er aðallega leikið á kassa- gítar, munnhörpu og píanó. Engar trommur, bara stapp og klapp. Hljóð- heimurinn virðist ekki stór í fyrstu en svo þegar athygli er lögð við má heyra ýmislegt smálegt í bakgrunn- inum sem skerpir á bragðinu. Eins og brakið í „Mockingbird“ sem hljómar eins og lag- ið sé spilað af gam- aldags plötu. Unun á að hlusta. Röddin hans Snorra er notaleg og á vel við þessa gerð tón- listar. Hverrar gerðar er hún? Já þú segir nokkuð. Snorri sagði sjálfur í viðtali hér í blaðinu fyrir skömmu að þetta væri svolítið tilraunakennt. Svo við notum hans eigin orð sem svara þessari spurningu ágætlega: „Í grunninn er þetta „folk“-tónlist sem er kannski ekki alveg hægt að þýða. Kannski kemst alþýðutónlist næst því. En í dag er þetta ekki alveg það sama og er flokkað undir alþýðu- tónlist. Þetta er svona í þeim dúr tón- listar sem var í gangi á millistríðs- árunum.“ Á Winter Sun eru ellefu lög. Laga- smíðarnar eru misjafnar. Fyrstu tvö lögin eru alveg stórgóð, „River“ og „Mockingbird“. Tímalaus og töfrandi. Ef öll platan hefði verið eins og þau auk „Julie“ hefði mátt kalla hana meistaraverk. En svo er nú eðlilega ekki. „Boredom“ ber nafn með rentu, mér finnst það leiðinlegasta lag plöt- unnar, þrátt fyrir að jólin komi upp í hugann í hvert skipti sem ég heyri það. Það er bara eitthvað of trega- blandið. Texti lagsins er samt fínn. „The Butcher’s Boy“ er eina lagið á plötunni sem er ekki samið af Snorra, um er að ræða enskt þjóðlag. Gott er það samt. „Winter Sun 2“ og „Car- oline Knows“ er góð tvenna fyrir miðju. Ég hlustaði ekkert á fyrstu sóló- plötu Snorra, I’m Gonna Put My Name On Your Door, sem kom út ár- ið 2009, og því get ég ekki borið þær saman. Þarf þess heldur ekki, um nýja afurð er að ræða. Snorri er á góðri hillu á Winter Sun. Eins og áð- ur segir eru lagasmíðarnar misjafnar en heildarmyndin samt góð. Platan er afskaplega áheyrileg, vel gerð og ljúf. Þetta er alþýðutónlist fyrir alla sem vilja hafa það huggulegt. Huggulegur Helgason Geisladiskur Snorri Helgason – Winter Sun bbbmn Kimi Records 2011. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TÓNLIST Tónlistarhátíðin Pönk á Patró fór fram í Sjóræningjahúsinu á Pat- reksfirði í þriðja sinn um síðustu helgi. Hljómsveitin Dikta lék og stjórnaði tónlistarsmiðju fyrir börn. Rúmlega 60 börn mættu og Diktu- liðar kenndu þeim allt um að vera í hljómsveit og leyfðu svo öllum að prófa hljóðfærin sín. Pönkað á Patró Rómantík Julia Roberts og Tom Hanks í Larry Crowne. Sambíóin frumsýna kvikmyndina Larry Crowne í dag, rómantíska gamanmynd með Tom Hanks og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Í myndinni segir af miðaldra manni, Larry Crowne (Hanks), starfs- manni kassagerðar sem er sagt upp störfum. Crowne er skuldum hlað- inn og grípur til þess ráðs að fara í menntaskóla og hefja nýtt líf. Þar kynnist hann fólki í sömu stöðu og á námskeiði einu fellur hann fyrir kennaranum, Mercedes Tainot (Ro- berts). Hún glímir við kulnun í starfi og ástríðulaust hjónaband. Metacritic: 41/100 Empire: 60/100 Rolling Stone: 20/100 Bíófrumsýning Rómantík og gaman hjá Hanks og Roberts SÝND Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI OG ENSKU TALI Í 2D RÓMANTÍSK STÓRMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK STRUMPARNIR FARA Á KOSTUM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “ÓMISSANDI EPÍSK RÓMANTÍK!” - HARPER’S BAZAAR 5% ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L ONE DAY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L COWBOYS AND ALIENS KL. 5.25 - 10.20 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 8 - 10.20 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.20 12 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 6 L COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.15 14 CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 12 RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 6 - 10 12 ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L THE SMURFS 2D ENS. TAL KL. 5.40 - 8 - 10.20 L CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 - 10.35 12 RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 5.40 - 8 - 10 20 12 T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar COWBOYS & ALIENS Sýnd kl. 5 - 7:30 - 10 (POWER) STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 4 CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 8 - 10:30 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 7:30 - 10 HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN S t H H H „ÞÚ FINNUR EKKI BETRI MYND HANDA KRÖKKUNUM ÞÍNUM UM ÞESSAR MUNDIR. SUMIR FULLORÐNIRGÆTU JAFNVEL FENGIÐ SMÁ NOSTALGÍUFIÐRING" -TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan „Svona á að gera þetta.“ - H.V.A. FBL HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM HHH „BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG KLASSÍSKUM VESTRA. CRAIG OG FORD ERU EITURSVALIR!“ T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT POWE RSÝN ING KL. 10 Hvar í strumpanum erum við ? HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA ÆVINTÝRI ÁRSINS Sýnd í 2D og 3D með íslensku tali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.