Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Ljós í einstökum gler- hjúp Ólafs Elíassonar verða tendruð í Hörpu kl. 22.30. 30 » Á næstkomandi fimmtudag verður opnuð ljós- myndasýning í Gerðubergi. Sýningin fjallar um ástríðu, list og pólitík í lífi mexíkósku lista- mannanna Fridu Kahlo og Diego Rivera. Af því tilefni mun Martha Bárcena, sendiherra Mexíkó, ávarpa gesti og opna sýninguna. Ljósmyndirnar sem verða til sýnis fanga ástríðufull augnablik sambands þeirra Fridu Kahlo og Diegos Rivera og varpa ljósi á stærstu atburði mexíkóskrar sögu, þ. á m. mexíkósku byltinguna á fyrri hluta tuttugustu aldar og þátt Fridu og Diegos í stjórnmálabar- áttunni. Diego og Frida hittust árið 1922 og urðu leiðtogar nýrrar kynslóðar listamanna sem að- hylltust félagslegar og stjórnmálalegar um- bætur. Á myndunum má sjá hvernig líf þeirra fléttaðist inn í sögulega atburði í mexíkóskri sögu, m.a.verkalýðsátök og kynni þeirra af Ju- lio Antonio Mella og Leon Trotsky. Eftir byltinguna barðist Diego Rivera í skotgröfum kommúnista og Frida Kahlo gekk í flokkinn sem virkur baráttumaður ungra kommúnista. Diego var á tímabilinu hylltur af mörgum sem einn merkilegasti listamaður 20. aldar og árið 1930 bauðst honum að vinna veggmynd í San Francisco sem varð til þess að þau Frida fluttu til Bandaríkjanna. Diego var einnig fenginn til að gera veggmynd í Rockefeller Center sem var eytt nokkrum árum síðar en ástæðan var sú að Diego hafði þá Lenin og Trotsky í veggmyndinni og neitaði að breyta ásjónum þeirra. Sýningin hefur farið víða um heim og er sett upp í samstarfi við sendiráð Mexíkó, spænsku- deild Háskóla Íslands og hin mexíkósku þjóð- arsöfn lista og bókmennta og mannfræði og sögu. Sýningin er liður í því að minnast þess að nú eru meira en 100 ár liðin frá fæðingu Fridu Kahlo og byltingunni í Mexíkó og 50 ár frá dauða Diegos Rivera. Sýningin stendur til 4. september, opið er virka daga frá 11-17 og helgina 3.-4. september frá 13-16. Saga Fridu og Diego  Myndir af sögulegu sambandi í Gerðubergi Róttæk Lífsskeið Fridu og Diegos fléttaðist saman við stórsögulega atburði í Mexíkó. Söngkvennatríóið 3Klassískar held- ur söngskemmtun í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í kvöld með prúðbúinn píanista með sér til halds og trausts. Skemmtunin hefst kl. 21.00. Söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir, sem kalla sig 3Klassískar, lögðu land undir fót í sumar og héldu vestur á firði með sveitarómantíska söngdagskrá í bland við suðræna tangóa og ítalska valsa, en nú eru röðin komin að höfuðborgarbúum. Prúðbúni pí- anistinn er Bjarni Þór Jónatansson. Missagt var í blaðinu í gær að tónleikarnir yrðu þá um kvöldið, en rétt er að þeir verða í kvöld. 3Klassísk- ar í Flóru í kvöld  Söngkvennatríó og prúðbúinn píanisti Söngskemmtun 3Klassískar og prúðbúinn píanóleikari. Þrándur Þór- arinsson sýnir nú portret- málverk á Mokka og stend- ur sýningin til 22. september næstkomandi. Þrándur hefur valið sýning- unni, sem er fimmta einka- sýning hans, yfirskriftina Þrándur föndrar, en á sýningunni eru and- litsmyndir af vinum og vandamönn- um Þrándar. Þrándur Þórarinsson er fæddur 1978. Hann stundaði nám hjá Odd Nerdrum eftir að hafa lært við fornámsdeild Listaháskóla Íslands og málaradeildir Myndlistaskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Þrándur föndrar á Mokka Mynd eftir Þránd Þórarinsson. Sýningin „Íslensk sam- tímahönnun – húsgögn, vöru- hönnun og arkitektúr“ verður opnuð í Tallinn í Eistlandi í dag, en formleg opnun og mót- taka verða næstkomandi sunnudag kl. 14.30, en þá mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna sýninguna. Sýningin var fyrst opnuð á Kjarvalsstöðum árið 2009 og hefur síðan farið um Norð- urlöndin og Kína. Tallinn er sjöundi viðkomu- staður sýningarinnar sem er sett upp í tenglsum við Íslandsdaginn í Tallinn sem er tileinkaður Ís- landi sem þakklætisvottur vegna stuðnings Ís- lendinga við sjálfstæði Eistlands 1991. Hönnun Íslensk samtíma- hönnun í Tallinn Frá Tallinn í Eistlandi. Ýmislegt verður á dagskrá í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á menningarnótt, en alls verða um fjörutíu atburðir. Dag- skráin hefst kl. 11.00, en kl 13.00 verða opnaðar tvær sýn- ingar, annarsvegar sýning breska málarans Nikhil Nat- han Kirsh og hinsvegar sölu- sýning á verkum Errós. Nikhil Nathan Kirsh hefur verið bú- settur hérlendis um hríð og málað fólk úr þjóðlífinu. Meðal annarra liða má nefna tónleika Guð- björns Guðbjörnssonar við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur kl. 12.00 og 20.30 og einnig verða ýmsar kynningar, ratleikur, happdrætti o.fl. Myndlist Menningarnótt í Galleríi Fold Ein mynda Nikhil Nathan Kirsh. Dauði og djöfull er titill nýrrar plötu hljómsveitarinnar Sálgæslunnar sem skipuð er þeim And- reu Gylfadóttur, Stefáni Hilm- arssyni, Sigurði Flosasyni, Þóri Baldurssyni og Ein- ari Scheving. Sjö aðrir hljóðfæraleikarar koma við sögu á disknum, sem Dimma gefur út. Þórir Úlfarsson gerði strengjaútsetningar og Sigurður Flosason blást- ursútsetningar. Lögin eru eftir Sigurð Flosason, textar ýmist eftir hann eða Aðalstein Ásberg Sig- urðsson. Tónlist Dauði og djöfull frá Sálgæslunni Umslag Dauða og djöfuls. Komið á nýjan stað  Listahópurinn Maddid að mestu skipaður íslenskum listamönnum í London  Spunaverk unnin út frá leiklist í bland við tónlist og myndbandslist Morgunblaðið/G.Rúnar Nýjungar Vala Ómarsdóttir stofnaði Maddid-hópinn árið 2007 og hann hefur vaxið síðan þá. Maddid-hópurinn samanstendur af breið- um hópi listamanna sem flestir eru ís- lenskir og búa í London. Hópurinn leggur áherslu á tilraunir í sviðs- listum þar sem mismunandi listgreinar koma saman til þess að móta heildarmynd- ina. Vala Ómarsdóttir starfar sem listrænn stjórnandi og leik- ari. María Kjartansdóttir myndlist- arkona sér um að myndbandsverk. Birgir Hilmarsson tónlistarmaður hefur unnið hljóðmynd fyrir verkin og Snorri Kristjánsson rithöfundur hefur komið að textagerð. Olga Masleinnikova leikkona kemur frá Belgíu en Jordi Serra Vega er spánskur hönnuður sem er búsettur á Íslandi. Þá hefur Friðþjófur Þorsteinsson ljósa- hönnuður unnið með hópnum. Birgir Hilmarsson ætti að vera íslensk- um tónlistarunnendum að góðu kunnur en hann á að baki langan feril með hljómsveitunum Ampop og Blindfold. Þá hefur hann samið mikið fyrir auglýsingar bæði hér heima og erlendis. Koma úr öllum áttum FÓLKIÐ Á BAK VIÐ SÝNINGUNA Hallur Már hallurmar@mbl.is Á laugardaginn setur Maddid-hópurinn upp verkið Að koma á nýjan stað í Norðurpólnum, þessum sem er á Seltjarnarnesi. Maddid-hópurinn var stofnaður árið 2007 þegar Vala Ómarsdóttir var að útskrifast úr leik- listarnámi frá Central School of Speech and Drama í London. Hópurinn hefur undið upp á sig frá því að Vala og leikkonan Mari Rettedal-Westlake settu fyrst upp einleikinn Maddid sem settur var á svið hér á landi árið 2008. Síðan þá segir Vala að mikið af listamönnum sem eru búsettir í London og hafi bæst í hópinn. „Í rauninni er það tilviljun að flestir þeirra eru Íslendingar en við höf- um svipaðar hugmyndir um hvað sé áhugavert að gera o.s.frv. Biggi Hilmars tónlistarmaður og María Kjart- ansdóttir myndlistarkona bættust við fyrir um ári og við höfum staðið að nokkrum innsetningum og sýn- ingum úti í London síðan þá. Þetta eru leiksýningar í bland við leiknar innsetningar, við prufum okkur áfram og þróum verkin út frá þeim rýmum sem við erum að vinna með. Oft höfum við verið í opnum rýmum þar sem áhorfendur upplifa verkin á annan hátt en það á kannski að venjast. Þá leikum við okkur með mynd- bandsverkin hennar Maríu og tónlistina hans Bigga en við Olga Masleinnikova leikkona vinnum út frá leiks- puna. Þá höfum við verið að prufa okkur áfram með ljósahönnun sem Friðþjófur Þorsteinsson ljósahönnuður hefur útfært með okkur.“ Komið á nýjan stað Verk hópsins eru ekki unnin út frá hefðbundnum handritum en þó hefur Snorri Kristjánsson rithöfundur komið nálægt verkefninu og skrifað texta út frá þeim hugmyndum sem hópurinn hefur verið að vinna með. „Við vinnum yfirleitt út frá einhverju grunnstefi til að mynda er grunnhugmyndin sem við erum að vinna með núna: Að koma á nýjan stað en verkið var sett upp undir heitinu As Soon As They Know Me í London. Þar erum við að skoða hvernig við aðlög- umst nýjum stöðum og fólki, hvernig við birtumst öðru fólki við slíkar aðstæður og hvernig sambönd fólk myndar þegar það er að kynnast. Við byrj- uðum á að vinna myndverk og leikspuna. Út frá þeirri vinnu höfum við svo unnið textabrot sem hafa blandast inn í verkið.“ Á ensku kallast þetta vinnuferli divised theatre þar sem áhersla er lögð á listræna þró- un leiklistarinnar. Ekki er um eiginlegan spuna að ræða þar sem verk eru yfirleitt fullmótuð á æfing- um áður en þau eru flutt fyrir framan áhorfendur. Verkið verður flutt á Menningarnótt og næstkomandi sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.