Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Börn í átta leikskólum í Reykjavík taka þátt í
hreyfimyndasmiðju Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, og Reykja-
víkurborgar í ár. Smiðjunni
stýrir franskur hreyfi-
myndagerðarmaður, Mikael
Greco, en hann hefur áður
unnið með íslenskum börn-
um að slíkum myndum.
Skipuleggjandi smiðjunnar
er kvikmyndaleikstjórinn
Marteinn Þórsson. Smiðjan
fer fram í hverjum leikskóla
fyrir sig og stendur til að
hver skóli fái einn dag, nú í
lok ágúst og byrjun sept-
ember. Leikskólarnir átta eru Reynisholt,
Kvistaborg, Geislabaugur, Nóaborg, Sæborg,
Stakkaborg, Öldukot og Laufásborg en hugs-
anlega bætist einn leikskóli við. Afraksturinn
verður svo sýndur í Norræna húsinu 25. sept-
ember kl. 13.
Marteinn segir fyrirkomulagið þannig að far-
ið verði að morgni í tiltekinn leikskóla og leik-
skólakennararnir taki þátt í smiðjunni með
börnunum. Fyrst sé tiltekið þema fundið og
unnið út frá því með leir, Playmo-köllum, teikn-
ingum eða öðru efni sem höfði til barnanna.
„Það er fundin einhver mjög einföld saga og svo
vinnur hann Mikael þetta með þeim, er með
tölvu og myndavél og svo er unnið hljóð líka og
reynt að klára heila mynd á þessum degi,“ út-
skýrir Marteinn.
Lifandi og síbreytilegt listform
„Ég hef gert eina stutta hreyfimynd og hef
gaman af því að stýra hreyfimyndasmiðjum
með börnum eða fullorðnum,“ segir Mikael
Greco. Hann kjósi heldur að vinna hreyfimynd-
ir með öðrum en einn með sjálfum sér.
Greco beitir s.k. stop motion tækni, raðar sam-
an fjölda ljósmynda af leirköllum eða öðru þannig
að úr verður hreyfing þegar þær eru sýndar
hratt. Hann bendir á að tæknin að baki hreyfi- og
teiknimyndum sé afar fjölbreytt og að í raun geti
hver sem er búið til hreyfimyndir með einföldum
tækjabúnaði. Ekki þurfi nám til. Hreyfimynda-
gerð sé lifandi listform og síbreytilegt.
– Er það áskorun fyrir þig að vinna með leik-
skólabörnum?
„Nei, það er ekki áskorun, það er reyndar afar
auðvelt,“ svarar Greco. – Þú gefur þér einn dag í
hverja mynd?
„Já, það er gott því ég vil vinna þetta almenni-
lega, taka myndir til að vinna úr og taka upp hljóð
með börnunum fyrir myndina,“ segir Greco. Hver
mynd verði um mínúta að lengd. Greco stendur
fyrir sýningum á stuttum hreyfimyndum á RIFF.
Hátíðin hefst 22. september og lýkur 2. október.
Heillandi Greco vinnur með áhugasömum ungum mönnum í hreyfimyndasmiðju í Norræna hús-
inu í fyrra. Hreyfimynd að verða til í fartölvunni.
Úr hugarheimi leikskólabarna
Frakkinn Mikael Greco stýrir hreyfimyndasmiðju RIFF með íslenskum leikskólabörnum
Myndirnar verða sýndar í Norræna húsinu 25. september næstkomandi
Marteinn
Þórsson
Morgunblaðið/Frikki
Efniviður Það má nota svo til hvað sem er í
hreyfimyndagerð, leikföng í þessu tilfelli.
Undirbúningur Mikael Greco að störfum við
hreyfimyndagerð, hlutir færðir til.
www.riff.is
Þróun sem varð
að byltingu
Mögnuð stórmynd um upphafið á stríði manna og apa
sem seinna meir mun gjöreyða mannkyninu
Frábærar tæknibrellurnar frá WETA þeim sömu og gerðu Avatar!
H H H H H
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
H H H H H
- L.S - ENTERTAINMENT
WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
- KVIKMYNDIR.IS
H H H H
- R.C - TIME
H H H H H
LARRY CROWNE
FRÁBÆR
RÓMANTÍSK
GRÍNMYND
/ ÁLFABAKKA
LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:20 7 GREEN LANTERN kl. 5:40 - 8 - 10:20 12
LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 VIP BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 5:30 L
COWBOYS & ALIENS kl. 5:30 - 8 - 10:30 14 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:30 L
HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 12 HARRYPOTTER7-PART2 kl. 8 - 10:40 12
HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 VIP
STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 L CAPTAINAMERICA3D kl. 10:20 12
STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 2:30 L BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 2:30 L
COWBOYS & ALIENS kl. 5:20 - 8 - 10:40 14 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 L
RISE OF THE PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:30 12 GREEN LANTERN 3D kl. 5:20 - 10:45 12
HORRIBLEBOSSES kl. 8 12 HARRYPOTTER7-PART23D kl. 8 12
/ EGILSHÖLL
HHH
„ÞÚ FINNUR EKKI BETRI MYND HANDA
KRÖKKUNUM ÞÍNUM UM ÞESSAR MUNDIR.
SUMIR FULLORÐNIR GÆTU JAFNVEL FENGIÐ
SMÁ NOSTALGÍUFIÐRING"
-TÓMAS VALGEIRSSON,
KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í EGILSHÖLL
SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
Hvar í strumpanum
erum við ?
HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR
MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ
OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA
ÆVINTÝRI ÁRSINS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
BoxOffice Magazin