Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Fallinn er í valinn vinur mæt- ur og félagi frábær. Vágesturinn grimmi hefur sem alltof oft áður haft sigur í síðustu orustunni. Líknsamur getur dauðinn orðið þeim sem svo lengi hafa þján- ingar liðið, en af sannri hug- prýði var stríðið háð. Samur er söknuður okkar sem áttum hann Birgi að, sárastur þeim er næst honum standa. Munu bjartar minningar merla í hugans inn- um, svo margar og góðar, svo skínandi skærar nú við leiðar- lok. Birgir Stefánsson var mjög vel gjörður á svo margan veg, svo sem hann átti ættir til. Hann var hörkugreindur og námsmaður ágætur, hann var víðlesinn og fróður um lífsbar- áttu fólks og landshagi alla, góð- ar bókmenntir áttu huga hans öðru fremur, en Birgir var skáldmæltur vel og ófáar perlur í ljóðum hans. Birgir hreifst ungur af hugsjónum hins sanna sósíalisma, þeim hugsjónum var hann trúr allt til hinztu stundar, vann hreyfingu vinstrimanna mætavel, enda þar sýndur mæt- ur trúnaður. Hugþekkastar alls frá ára- löngum kynnum okkar Birgis eru ferðir okkar um Austurland á vegum Alþýðubandalagsins, Birgir Stefánsson Birgir Stefánsson, kennari, fæddist á Berunesi við Reyð- arfjörð, 30. sept- ember 1937. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 16. júlí 2011. Útför Birgis hefur farið fram í kyrrþey. þar var hann ferða- félagi góður í hví- vetna, skemmti- legur og fræðandi, en á þessum ferð- um fékk ég ekki sízt að kynnast eðl- iskostum hans, orð- heppni, hug- kvæmni, ýtinni málafylgju og þó einkum einlægum hug hans til fólks, sérstaklega þeirra sem örðugra áttu. Um slíkan dreng er dýr- mætt að mega ylja sér við hug- umbjartar minningamyndir. Birgi átti að baki farsælt lífs- starf, þar sem svo víða var við komið og hvergi slegið slöku við. Á Austurlandi lágu fyrstu spor- in, þar vann hann drýgstan hluta starfsævi sinnar, Austur- land átti hug hans og hjarta. Mig langar að vitna í eitt ljóða hans er sýnir vel næmi hans og þau hughrif sem fönguðu huga hans svo oft. Ljóðið nefnist Vet- ur. Sumarsins sól er fjarri, sölnuð er stör á engi. Hvar mundu blómálfar búa í blásvörtum skugga? Blítt leika hjörtun í húmi á hljóðláta strengi. Vonir um vor að nýju verma og hugga. Hniginn er röðull af himni, hrímtár sindra á glugga. Birgir var náfrændi konu minnar og mikill vinur okkar hjóna. Á kveðjustund eru okkur Hönnu efstar í hug einlægar þakkir fyrir gjöfula samfylgd, fyrir það sem hann Birgir stóð fyrir í lífinu. Öllu hans fólki sendum við Hanna samúðar- kveðjur. Þar gekk drengur sannur um lífsveginn. Helgi Seljan. Andlát gamals vinar, Birgis Stefánssonar frá Berunesi við Reyðarfjörð, kom ekki á óvart né heldur að hann kaus að hverfa af sviðinu í kyrrþey. Dauðastríð hans stóð í nokkur misseri og lengur en okkur var ljóst. Ég heyrði í honum símleið- is öðru hvoru síðasta árið og hann gerði sér grein fyrir að hverju dró. Við andlát hans hrannast upp minningar frá löngu samstarfi á stjórnmála- sviðinu, einkum í Neskaupstað, þar sem hann var búsettur í hálfan annan áratug eftir nám á Eiðum og í MA. Fyrstu fimm árin var hann kennari við skólana í bænum, en síðan bæj- argjaldkeri og ritari bæjar- stjórnar. Samstarf hans við Bjarna Þórðarson bæjarstjóra var náið og Birgir tók að sér ýmis verkefni í þágu bæjar- félagsins, m.a. á menningarsviði. Hann var áhugasamur um leik- list, naut sín á sviði með fágaða framkomu og skýra framsögn. Á sjöunda áratugnum starfaði hann með Leikfélagi Neskaup- staðar, gerðist formaður þess og jafnframt formaður Bandalags íslenskra leikfélaga um skeið. Sem formaður menningarnefnd- ar kaupstaðarins undirbjó hann og stýrði glæsilegri hátíðardag- skrá á fjörutíu ára afmæli Nes- kaupstaðar 1969. Ég minnist samstarfs við Birgi innan Alþýðubandalagsins eystra þar sem hann átti m.a. sæti í stjórn félagsins í Nes- kaupstað og kom að mörgum málum, innsti koppur í búri þeg- ar á reyndi, m.a. í kosningum, með fjölþætt tengsl sín og góða skipulagshæfileika. Þetta voru uppgangstímar fyrir Alþýðu- bandalagið sem stjórnmálaflokk og hart var tekist á um forystu í bæjarmálum, þar sem sósíalistar höfðu náð meirihluta 1950 og héldu honum í hálfa öld. Birgir hafði þegar á námsárum skipað sér í róttæka sveit, tók þátt í starfi Æskulýðsfylkingarinnar og Alþýðubandalagsins eftir stofnun þess. Um árabil störf- uðum við saman í ritnefnd viku- blaðsins Austurlands með Bjarna Þórðarsyni ritstjóra. Fundað var vikulega og skipt verkum. Bar þá margt á góma og var oft létt yfir umræðum. Sama átti við um Nesprent þar sem blaðið var prentað og útgef- endur þess voru inni á gafli í prentsmiðjunni með Halla prentara glaðbeittan við setjara- vélina. Birgir skrifaði talsvert í blaðið og birti þar ljóð og sögur í jólablöðum, en hann var vel hagmæltur og bókelskur. Á ýmsu gekk í einkalífi Birg- is, sem eignaðist góða förunauta og mannvænleg börn. Á hann sótti stundum þunglyndi, sem hann þó sigraðist á. Á seinni hluta ævinnar varð kennsla aft- ur hans aðalstarf, fyrst á heima- slóð á Fáskrúðsfirði en síðan lengst af syðra. Hann aflaði sér kennararéttinda og var farsæll í starfi. Börnin voru honum stuðningur og gleðigjafar og á sumrin ferðaðist hann víða hér heima og erlendis. Við stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gerðist Birgir þar fé- lagi og studdi við starfið í Hafn- arfirði. Á liðnu hausti var hann í hópi 100 félaga og stuðnings- manna VG sem skoruðu á for- ystu flokksins að beita sér gegn aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Við Kristín kveðjum Birgi með þakklæti og virðingu eftir langa samfylgd. Hjörleifur Guttormsson. ✝ Sigurður Ein-arsson var fæddur í Mýrarkoti á Höfðaströnd 16. mars 1917. Hann andaðist á Land- spítala í Fossvogi 1. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Einar Jó- hannsson bóndi í Mýrarkoti og Geir- laug Gunnlaugs- dóttir kona hans. Sigurður var næstyngstur fjögurra systkina, hin voru Gunnlaugur (látinn), Elín (látin) og yngst var Nikol- ína sem lést barn að aldri. Eig- inkona Sigurðar var Guðrún Maríasdóttir fædd 3. febrúar 1918 á Flateyri við Önundarfjörð og voru þau barnlaus. Sigurður stundaði sjómennsku ungur að árum en um 1940 hóf hann nám í útvarpsvirkjun hjá viðgerðarstofu Ríkisútvarpsins, og eftir að námi lauk starfaði hann sem útvarpsvirki hjá Ríkisútvarpinu og seinna sem einn af fyrstu starfsmönnum Ríkissjónvarpsins, og naut sú stofnun krafta hans og trú- mennsku alla tíð. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey 10. ágúst 2011. Nú er komið að kveðjustund, elsku Siggi okkar, og þá koma allar minningarnar um liðna tíð, í veiðinni, kræklingafjöru, berja- mó, ferðalögum vestur í Hnífs- dal og ekki síst samverustundir á heimili ykkar Dúnu frænku. Alltaf var jafn gott og gaman að koma til ykkar þar. Einnig viljum við þakka þér fyrir hvað þú reyndist okkur vel í alla staði, varst okkur sem besti faðir og börnunum okkar sem afi. Ég er viss um að Dúna þín hefur tekið vel á móti þér. Við erum þakklát læknum og hjúkrunarfólkinu á B7 á Land- spítala í Fossvogi fyrir alla þá elskusemi sem þau sýndu þér og okkur meðan þú dvaldir hjá þeim. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vinur, þín Ingigerður og Atli. Elsku Siggi. Okkur systkinin langar hér að þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum. Þið Dúna voruð okk- ur eins og amma og afi. Það var alltaf gaman og gott að koma til ykkar í Kópavoginn. Jólin með ykkur voru fastur liður og minn- ingar um útilegur, veiðiferðir, berjamó og kræklingatínslu ylja okkur um ókomin ár. Við höfum oft rifjað upp þeg- ar þið Dúna voruð að passa okk- ur krakkana og það var farið í fótbolta, fjörið var svo mikið að skórinn endaði uppi á þaki. Seint gleymist það þegar þú tókst andköf og táraðist á Þor- láksmessu þegar skatan var í kæstara lagi. Þú varst óþreytandi í að fræða okkur systkinin á öllu mögulegu og vissir svo margt um veröldina og það sem í henni býr. Þú hafðir græna fingur og gulræturnar sem þú ræktaðir voru þær sætustu og bestu. Elsku Siggi, takk fyrir allar góðu minningarnar sem við eig- um um þig. Hvíl þú í friði. Ingibjörg, Sif, Þröstur og Bryndís. Sigurður Einarsson Elsku pabbi minn og góður vinur er farinn frá okkur. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Hann var alltaf tilbúinn til að keyra okkur þegar við þurftum á að halda. Hann var mjög stríð- inn, t.d. þegar Kristrún talaði við Guðmundur Kristleifsson ✝ GuðmundurKristleifsson trésmíðameistari fæddist á Efri- Hrísum í Fróð- árhreppi á Snæ- fellsnesi 4. ágúst 1923. Hann lést á Landakotsspítala 18. júlí 2011. Guðmundur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 27. júlí 2011. hann í síma og spurði hvort hann bæði að heilsa Diddu, þá svaraði hann gjarnan nei og var þá mikið hlegið. Svo var hann mjög handlaginn og eig- um við marga fal- lega hluti eftir hann. Elsku mamma mín, Erla, guð styrki þig í sorginni, við verðum alltaf til staðar fyrir þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Kristrún og Rós María (Didda.) ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, UNNUR STEFÁNSDÓTTIR leikskólakennari, Kársnesbraut 99, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast hinnar látnu er bent á Ljósið eða Samtök Heilsuleikskóla. Hákon Sigurgrímsson, Finnur Hákonarson, Rósa Birgitta Ísfeld, Grímur Hákonarson, Halla Björk Kristjánsdóttir, Harpa Dís Hákonardóttir, Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari, Kirkjusandi 3, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 2. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka öllum þeim fjölmörgu sem sýnt hafa hlýhug undanfarna daga. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Reykjavík. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Þórunn Ásmundardóttir, Marteinn Jónsson, Ásmundur Jón Marteinsson, Karen Ósk Sigurðardóttir, Katrín Inga Marteinsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Guðlaugur Ingi Marteinsson, Rakel Ósk Kristinsdóttir, Guðjón Gunnars Kristinsson, Ása Rún Ásmundardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU KRISTJÖNU BJARNADÓTTUR, Suðurgötu 30, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Hlévangs. Ásdís Þorsteinsdóttir, Ragnar Eðvaldsson, Anna Steina Þorsteinsdóttir, Stefán Björnsson, Rut Þorsteinsdóttir, Sæmundur Alexandersson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur, ömmu og systur, HELLENAR S. BENÓNÝSDÓTTUR sjúkraliða, Ósabakka 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir alúð og hlýju færum við starfsfólki Landspítalans á deild 11E og öllum þeim sem hafa minnst hennar. Andri Jónasson, Anna Rut Hellenardóttir, Pétur Breiðfjörð Pétursson, Heimir Þór Andrason, Erla Gréta Skúladóttir, Silja Dögg Andradóttir, Sigurður Freyr Bjarnason, Þóra Eggertsdóttir, ömmubörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, STEINARS GUÐMUNDSSONAR, Lindargötu 57, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vitatorgs og Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Einnig starfsfólk á deild A-1 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, fyrir frábæra umönnun, virðingu og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Steinarsdóttir, Magnús Steinarsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HJÖRDÍS LOVÍSA PÁLMADÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri fimmtudaginn 11. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Pétur Haraldsson, Fanney Bergrós Pétursdóttir, Hafsteinn Lúðvíksson, Haraldur Pétursson, Silja Einarsdóttir, Úrsúla Nótt Siljudóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Illugi Dagur Haraldsson, Ríkharð Pétur Hafsteinsson. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.