Morgunblaðið - 17.08.2011, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Undirbúningsferð Melodicuhátíð-
arinnar 2011, Ólympíuleikar trúba-
dora, hefst í kvöld með tónleikum á
Kaffi Rósenberg
en á þeim koma
fram trúbadorar
frá Bandaríkj-
unum, Ástralíu,
Ítalíu og Íslandi.
Að loknum þeim
tónleikum munu
trúbadorarnir
skipta sér í tvo
hópa, flakka um
landið með tón-
leikahaldi og
koma m.a. við á Eyrarbakka,
Grindavík, Patreksfirði, Siglufirði,
Akureyri, Djúpavík, Hólmavík,
Súðavík og Suðureyri. Trúbadorinn
Svavar Knútur Kristinsson er skipu-
leggjandi Ólympíuleikanna og kem-
ur fram á tónleikunum í kvöld.
Lífrænt ræktuð hátíð
Svavar segir Melodicuhátíðina ár-
lega hátíð söngvaskálda, fólks sem
sé að semja eigin tónlist og flytja
„akústískt“. „Hún er haldin út um
allan heim, í rauninni, í mörgum
borgum,“ segir Svavar en hátíðin
hefur m.a. verið haldin ı́Melbourne,
Hamborg og New York. Hátíðin sé
lífrænt ræktuð en upphafsmaður
hennar er vinur Svavars, þýskættaði
Ástralinn og trúbadorinn Pete
Ühlenbruch sem kallar sig Owls of
the Swamp. Ühlenbruch tekur þátt í
Ólympíuleikum trúbadora.
„Þessari hátíð er að hluta til ætlað
að rjúfa einangrun tónlistarmanna
sem eru hver í sínu horni, efla tengsl
milli þeirra,“ segir Svavar. Tengsl
tónlistarmanna í gegnum Mel-
odicuhátíðina hafi enda greitt þeim
leið hvað varðar tónleikahald erlend-
is. Ólympíuleikar trúbadora eru frá
Svavari komnir en eru þó nátengdir
Melodicuhátíðinni þar sem tónlist-
armennirnir koma allir fram á henni.
Trúbadorarnir eru Owls of the
swamp, Joshua Teicher og Phia frá
Ástralíu, Athebustop frá Ítalíu,
Kendy Gable og Elliot Rayman frá
Bandaríkjunum og Friday Night
Idols, Daníel Jón og Svavar Knútur
frá Íslandi og Torben Stock frá
Þýskalandi. „Með Ólympíuleikum
trúbadora erum við að taka saman
fólk frá ólíkum þjóðum, fá það til að
ferðast saman og upplifa Ísland,
upplifa saman eitthvað skemmtilegt
og um leið undirbúa Melodicuna því
þetta eru allt gestir á Melodicu,“
segir Svavar.
Snýst ekki um að verða stjarna
Svavar segir trúbadorana leiðtoga
í sínum kreðsum heima fyrir. „Þessi
söngvaskáldakúltúr snýst ekkert um
að verða einhver stjarna heldur að
ferðast um heiminn, kynnast
skemmtilegu fólki og upplifa. Það
erum við öll að gera í þessu.“
Tónleikarnir á Kaffi Rósenberg
hefjast kl. 21 í kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn
Söngvaskáld Peter Ühlenbruch er upphafsmaður Melodicuhátíðarinnar
og kemur fram á Ólympíuleikum trúbadora sem hefjast í kvöld.
Söngvaskáld flakka um Ísland
Melodicuhátíðin undirbúin með
Ólympíuleikum trúbadora Fyrstu
tónleikarnir á Kaffi Rósenberg í kvöld
Svavar Knútur
23. ágúst næstkomandi verður
tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir
eru tilnefndar í ár til Kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs. Kvik-
myndaklúbburinn Græna ljósið,
undir stjórn Ísleifs Þórhallssonar,
mun sýna þessar kvikmyndir dag-
ana 8.-11. september í Bíó Paradís.
Kvikmyndaverðlaunin eru þau virt-
ustu á Norðurlöndum og skiptast
jafnt milli leikstjóra verðlauna-
myndarinnar, handritshöfundar
hennar og framleiðanda. Morgunblaðið/Ernir
Tilnefndar kvik-
myndir sýndar í
Bíó Paradís
Hamborgarafabrikkan, STEF (Samband tónskálda
og eigenda flutningsréttar), SFH (Samband flytjenda
og hljómplötuframleiðenda) og Tónlist.is undirrituðu í
fyrradag samstarfssamning um úthlutun greiðslna til
höfunda, flytjenda og hljómplötuframleiðenda frá
Hamborgarafabrikkunni á grundvelli rafrænna upp-
lýsinga frá Tónlist.is um tónlistarflutning á veit-
ingastaðnum. Á honum er eingöngu leikin íslensk tón-
list og voru lög með Sálinni hans Jóns míns oftast
leikin þar í fyrra, eða 1663 sinnum. Tónlist.is heldur ut-
an um alla tónlistarspilun staðarins. „Hamborg-
arafabrikkan notar Tónlist.is til að stýra tónlistinni hjá
sér og með okkar kerfum geta STEF og SFH fengið ná-
kvæmar upplýsingar um þá tónlist sem spiluð er. Ef vel
tekst til er borðleggjandi að nýta þessa tækni á fleiri
stöðum hérlendis,“ er haft eftir Engilbert Hafsteins-
syni, framkvæmdastjóra Tónlist.is, í tilkynningu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Nákvæm skráning á tónlist Hamborgarafabrikku
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN„Svona á að gera þetta.“
- H.V.A. FBL
SÝND Í EGILSHÖLL
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
LARRY CROWN kl. 6 - 8 - 10:10 7
STRUMPARNIR 3D M. ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L
STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L
GREEN LANTERN 3D kl. 10:30 12
HORRIBLEBOSSES kl. 8 - 10:20 12
HARRYPOTTER7-PART2 3D kl. 8 12
BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3:30 L
LARRY CROWN kl. 8 7
GREEN LANTERN 3D kl. 5:40 - 10:30 12
BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:40 L
HORRIBLE BOSSES kl. 8 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 10:10 12
LARRY CROWN kl. 8 7
COWBOYS & ALIENS kl. 10:20 14
HORRIBLE BOSSES kl. 8 12
BAD TEACHER kl. 10:10 14
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
COWBOYS & ALIENS kl. 8 - 10:30 14
FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 12
GREEN LANTERN kl. 10:30 12
/ SELFOSSI/ KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KEFLAVÍK
OG SELFOSSI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
ATHUGIÐ GLÆNÝ STUTTMYND SÝND Á UNDAN CARS 2
FRÁ HÖFUNDUM
"SVALARI BÍLAR
OG MEIRI HASAR"
- T.D. -HOLLYWOOD
REPORTER
H H H H
- J.C. -VARIETY
H H H H
- P.T. -ROLLING STONES
H H H H
LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR
ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN
NOKKURN TÍMANN
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
OG AKUREYRI
JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL
KEVIN SPACEY CHARLIE DAY
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
RYAN REYNOLDS
BLAKE LIVELY
MARK STRONG
GEOFFREY RUSH
„ÞAÐ ER SVO SANNARLEGA NÓG
UM AÐ VERATIL AÐ HALDA
3D-GLERAUGUM ÁHORFENDA
LÍMDUM Á ALLA MYNDINA.“
70/100 HOLLYWOOD REPORTER
FRÁÁÁBÆ
R
GAMANM
YND
88/100
- CHICAGO SUN-TIMES
91/100
- ENTERTAINMENT WEEKLY
100/100
- ST.PETERSBURG TIMES
ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG
VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA...
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA IRON MAN
HHH
M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM
HHH
„BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR
AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG KLASSÍSKUM
VESTRA. CRAIG OG FORD ERU EITURSVALIR!“
T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND FÖSTUDAG,
LAUGARDAG
OG SUNNUDAG