Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 36
Það þarf allt að ganga upp fyrir Vals-
stúlkum ætli þær sér að verja Ís-
landsmeistaratitilinn í knattspyrnu
en Stjarnan er með 7 stiga forskot.
Þær gerðu þó sitt í gær með 4:0 sigri
á Aftureldingu. Breiðablik skaust upp
fyrir Fylki í 5. sætið með 2:1 sigri í
leik liðanna. Þá tók ÍBV lið KR í
kennslustund á Hásteinsvelli í Vest-
mannaeyjum. »4
Valur eygir enn mögu-
leika á að verja titilinn
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 229. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Sláandi myndbandsupptaka
2. Braut 21 rúðu í ástarsorg
3. Sökk í lónið á 51 sekúndu
4. Svona á að fara að því að grennast
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Frakkinn Mikael Greco mun stýra
hreyfimyndasmiðju Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF,
með íslenskum leikskólabörnum.
Myndirnar verða svo sýndar í Nor-
ræna húsinu 25. september. »32
RIFF starfar með
leikskólabörnum
Morgan Spur-
lock er vænt-
anlegur til lands-
ins og mun verða
viðstaddur for-
sýningu á nýjustu
mynd sinni, The
Greatest Movie
Ever Sold. Fer hún
fram 24. ágúst í
Háskólabíói. Spurlock er þekktur fyr-
ir hinar áleitnu myndir Super Size Me
og Where in the World is Osama Bin
Laden?
Leikstjórinn Morgan
Spurlock til landsins
Benni Hemm Hemm heldur sína
fyrstu tónleika á Íslandi í kvöld á Fak-
torý. Benni Hemm Hemm er nýlega
fluttur aftur til Íslands eftir langa dvöl
í Skotlandi og er búinn að ræsa út
hljómsveitina, æfa upp
gamla og nýja slagara
auk skoskra þjóð-
laga og íslenskra
ábreiðulaga.
Benni Hemm Hemm
spilar á Faktorý
Á fimmtudag og föstudag Fremur hæg norðaustlæg eða breyti-
leg átt víða á landinu, skýjað að mestu og skúrir í flestum lands-
hlutum. Hiti 6 til 13 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, rign-
ing með köflum norðan- og austantil, en annars stöku skúrir.
Úrkomuminna norðanlands í kvöld. Hiti 7 til 16 stig.
VEÐUR
„Það hefur legið ljóst fyrir í
töluverðan tíma að við
myndum spila í úrvalsdeild-
inni á næsta ári, en við
fögnum þessu innilega,“
sagði Hjörtur Hjartarson í
gær eftir að Skagamenn
tryggðu sér endanlega sæti
í úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu að nýju með því að
gera jafntefli við ÍR
þar sem Hjörtur
skoraði enn eitt
markið sitt. »2
Skagamenn aftur
í hóp þeirra bestu
Karlalið Hauka í handknattleik er að
fá góðan liðsstyrk fyrir átökin á kom-
andi leiktíð en Gylfi Gylfason gengur
frá samningi við Hafnarfjarðarliðið á
næstu dög-
um, sam-
kvæmt
heimildum
Morgun-
blaðsins. Gylfi
hefur verið í at-
vinnumennsku und-
anfarin 11 ár. »1
Gylfi Gylfason að ganga
til liðs við Hauka
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
„Mér finnst skemmtilegast að fara
með uppskeruna heim, þá sér maður
árangurinn,“ segir Lára Ruth Clau-
sen 7 ára, en hún verður 8 ára 21.
ágúst næstkomandi og hefur verið
að rækta grænmeti við Fossvogsdal,
við Víðigrund, síðan í júní.
„Við erum búin að háma í okkur
grænmeti í allt sumar sem er bara
mjög gott mál,“ segir Einar Clau-
sen, faðir Láru. Láru finnst gaman
að taka upp alla uppskeruna eftir
sumarið en finnst líka skemmtilegt
að setja niður. Lára hefur ræktað
margar tegundir grænmetis í sumar
eins og kartöflur, salat, baunagras,
hvítkál, radísur og alls konar krydd-
jurtir. „Mér finnst líka gaman á
leikjadögum og á síðasta leikjadeg-
inum fengum við köku í eftirrétt,“
segir Lára.
Gulræturnar í uppáhaldi
Lára segir að grænmetið sem hún
hafi ræktað sjálf sé mun betra en
grænmetið sem sé til sölu í versl-
unum. „Við ætlum að taka grænmet-
ið upp með rótum og setja niður í
garðinn okkar,“ segir Lára. „Sumt
er ekki alveg tilbúið eins og bauna-
grasið, og við ætlum að setja það í
gróðurhúsið okkar,“ segir Einar.
„Uppáhaldsgrænmetið mitt er litlar
gulrætur sem ég ræktaði sjálf og ég
þekki. Mér finnst þær ekki góðar
sem eru keyptar úti í búð,“ segir
Lára. „Uppáhaldsgrænmet-
ismaturinn minn er græn-
metissúpa en uppá-
halds „stutti“ mat-
urinn minn er
persneskar rúsínur,
þær eru aðeins sæt-
ari en íslenskar rús-
ínur,“ segir Lára.
Sunneva Sævarsdóttir
sem á afmæli í dag og
Lára verða saman í þriðja
bekk í Kársnesskóla í vetur.
Uppáhaldsgrænmeti Sunnevu er
líka gulrætur. Hún ætlar að fara
með allt grænmetið heim til sín og
geyma inni í ísskáp. Móðir hennar
mun svo elda eitthvað gómsætt úr
því og ætlar Sunneva kannski að
hjálpa henni. Stelpurnar eru sam-
mála því að uppskeran sé sér-
staklega góð í sumar.
Kópavogsbær hefur rekið skóla-
garða í um hálfa öld en þeir eru ætl-
aðir börnum á aldrinum 6-13 ára.
Um 300 hundruð börn hafa sótt
skólagarðana á hverju sumri. Starfs-
menn skólagarðanna veita börn-
unum leiðsögn við ræktun algeng-
ustu matjurta. Skólagarðar
Kópavogs eru í Fossvogsdal, Kópa-
vogsdal, við endurvinnslustöð
Sorpu og við Baugakór.
„Uppskeran æðisleg í sumar“
Mjög góð upp-
skera þrátt fyrir
kalt sumar
Mynd/Árni Sæberg
Skólagarðar Lára Ruth Clausen, t.h., og Sunneva Sævarsdóttir elska að borða grænmeti og sérstaklega sætar gul-
rætur. Vinkonurnar hefja nám í þriðja bekk Kársnesskóla í næstu viku.
„Uppskeran var æðisleg að þessu
sinni en okkur tókst að eitra vel,“
segir Helga Aradóttir, garðstjóri
við Fossvogsdal, en í sumar
hafa um 60 börn ræktað
grænmeti. Aðsóknin hafi
verið góð líkt og í fyrra en
í öðrum skólagörðum
bæjarins hafi myndast
biðlistar. Leikskólarnir
Furugrund og Álfatún hafi
einnig aðstöðu í garðinum.
„Sumarið byrjar á því að undirbúa
garðana, reyta arfa og vökva. Þeg-
ar líður á sumarið getum við farið
að taka upp radísur, blómkál og
spergilkál,“ segir Helga. Í Fossvog-
inum er ræktaður fjöldi grænmet-
istegunda eins og blómkál, sperg-
ilkál, rauðkál, hvítkál, hnúðkál,
rófur, næpur, radísur, grænkál, sal-
at, gulrætur, kartöflur, baunagrös,
dill, steinselja, grænkál og blað-
selja.
Skólagarðarnir vinsælir
GRÆNMETISRÆKT