Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Lyklar Að hverju ætli þessir skemmtilegu og gömlu lyklar gangi? Á morgun kl. 17 verður opnuð sýningin Steinn, skæri, pappír og lyklar að himnaríki í Safnarahorni Gerðubergs. Á sýningunni eru steinar úr íslenskri náttúru, skæri af ýmsum stærðum og gerðum, pappír í formi biblíumynda og guðsorðabóka ásamt lyklum sem ef til vill ganga að himnaríki sjálfu. Sýning- argripirnir koma úr söfnum sex einstaklinga og er yfirbragð sýningarinnar sagt hlýlegt og gamaldags. Sýningin höfðar til fólks á öllum aldri enda heillandi fyrir alla að upplifa sanna safnarastemningu. Endilega ... ... farðu á sýningu í Gerðubergi 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Einbeitt Nemendur og foreldrar á tónlistarnámskeiðinu Höfum gaman. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Kennsluefnið Gaman sam-an með Karnivali dýr-anna, eftir Saint-Saëns,og Gaman saman með Pétri og Úlfinum, eftir Prokofief, miðar að því kynna verkin fyrir börnum og kenna þeim um leið að þekkja hljóðfæri í gegnum túlkun og leik. Höfundur námsefnisins er tónlistar- og tónmenntakennarinn Linda Margrét Sigfúsdóttir sem þróaði það í gegnum starf sitt með börnum. Föndraði heima „Ég var að vinna á leikskól- anum Kópasteini og sem tónlistar- kennari er maður alltaf að reyna að finna eitthvað nýtt og búa til eitthvað. Ég byrjaði að vinna þetta þar og líka með forskólahóp- unum mínum úti á Álftanesi þar sem ég starfa líka. Byrjaði að föndra þetta allt saman sjálf heima, klippti og límdi og fékk tvo aðra skóla til að prófa þetta með mér. Síðan prófaði ég að sækja um styrk frá menntamálaráðu- neytinu og fékk hann. Það gaf mér byr undir báða vængi að halda áfram. Þá gat ég ráðið teiknara og gert alvöru úr þessu. Krakkarnir eru svo fljótir að læra þegar þetta er sett upp svona myndrænt og í gegnum leik og því virkar efnið mjög vel,“ segir Linda Margrét. Létt og leikandi Í Gaman Saman með Karni- vali dýranna eru notaðar grímur en tónlistin er kennd við 13 dýr og þá nota krakkarnir grímurnar og upplifa tónlistina í gegnum leik. Börnin upplifa tón- listina í gegnum leik Linda Margrét Sigfúsdóttir, tónlistar- og tónmenntakennari, hefur þróað skemmtilegt tónlistarnámsefni fyrir leikskóla- og grunnskólabörn. Með því læra börnin um tónlist á skapandi hátt í gegnum leik og þrautir. Morgunblaðið/Eggert Tónlistarkennsla Námsefnið byggist á þrautum, leik og tjáningu. Á síðunni fixitclub.com er hægt að fá leiðbeiningar um hvernig gera á við næstum allt á milli himins og jarðar. Viðgerðir þurfa ekki að vera flókn- ar og mörgum hrýs hugur við að þurfa að borga mörg þúsund krónur fyrir það eitt að láta sérfræðing at- huga vandamálið og eyða svo örfáum mínútum í sjálfa viðgerðina. Þar kem- ur þessi síða að góðum notum. Þar er meðal annars hægt að lesa sér til um hvernig á að gera við blandara, ör- bylgjuofn, föt, pípulagnir, dyrabjöllur, myndbandsupptökuvélar, farsíma og svo má lengi telja. Þegar valið er hvað skal gera við, t.d. útvarp, er fyrst farið yfir hvernig útvarpið virkar. Stiklað er á stóru á algengustu vandamálunum, hvernig hægt sé að komast að því hvað sé að, lausnirnar sem eru í boði (farið vand- lega yfir skref fyrir skref) og verkfær- in sem þarf í viðgerðina. Vefsíðan www.fixitclub.com Morgunblaðið/ÞÖK Örbylgjuofn Á síðunni er hægt að lesa sér til um hvers lags viðgerðir. Lærðu að gera við hvað sem er Keilir og Hraðlestrarskólinnhafa gert með sér sam-starfssamning en markmið hans er að færa nemendum Keilis í hendur þau vopn sem best duga við lærdóminn: Hraðari lestur, betri tímastjórn og glósutækni. Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Keilis, segir að hann hafi heyrt mörg jákvæð dæmi um fólk sem hafi náð að margfalda lestrarhraða sinn eftir að hafa lokið námskeiði hjá Hrað- lestrarskólanum og fannst honum spennandi að skoða hvort hægt væri að fara í samstarf við skól- ann. „Áður en við fórum í sam- starfið sömdum við við Hraðlestr- arskólann um að fá að gera tilraun, til að geta verið viss um að þetta væri ekki einhver auglýs- ingabrella sem við værum að falla fyrir,“ segir Hjálmar. Þrefaldaði lestrarhraðann Tuttugu nemendur úr grunn- skóla og framhaldsskóla á Suð- urnesjum voru í vor fengnir til að fara í gegnum námskeið hjá Hrað- lestrarskólanum. „Að meðaltali þrefaldaði hópurinn lestrarhrað- Keilir og Hraðlestrarskólinn í samstarf Aukinn lestrarhraði besta vopn nemandans Morgunblaðið/Golli Lært Það er gott fyrir námsmenn að margfalda lestrarhraða sinn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.noatun.isn o a t u n . i s Nammibarinn 50% afsláttur AFNAMMIBARNUM LAUGARDAGA: ALLANSÓLARHRINGINN SUNNUDAG - FÖSTUDAG: MILLI KL 20 - 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.