Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þegar slík skekkja á milli framboðs og eftirspurnar kemur fram á mark- aði leiðir það til hækkandi leigu- verðs. Það hefur aftur áhrif á verð- bólguna. Leigan er hluti af kostnaði heimila. Því er brýnt að koma með úrræði fyrir fasteignamarkaðinn til að draga úr spennu á markaðnum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, spurður um áhrif hækkandi leiguverðs á verð- bólguþróun næstu mánuði. „Undanfarin tvö ár hefur verið lít- il sala á fasteignamarkaði en þeim mun meiri umsvif á leigumarkaði. Á sama tíma hefur verið mjög lítil að- stoð í boði við leigumarkaðinn. Það er auðvitað bagalegt. Við hjá ASÍ höfum lengi barist fyrir því að sameina húsaleigubætur og vaxtabætur. Með því yrði hús- næðisaðstoð hins opinbera óháð eignaformi. Þetta teljum við að geti skipti miklu máli gagnvart leigu- markaðnum þannig að hér geti myndast langtímaleigumarkaður.“ Hátt í 30 samningar á dag Fyrirspurnum vegna leigusamn- inga hjá Neytendasamtökunum hef- ur fjölgað mjög á árinu og eru þegar orðnar á sjötta hundrað og því fleiri en samanlagt allt árið í fyrra. Heimir Skarphéðinsson, laganemi hjá Neytendasamtökunum, segir málaflokkinn vera orðinn einn þann stærsta sem samtökin sinni. Heimir bendir á að í fyrra hafi hátt í 30 leigusamningar verið þinglýstir á dag. „Árið 2005 voru 5.229 leigusamn- ingar þinglýstir en því fer fjarri að allir leigusamningar séu það. Árið 2010 var 10.413 samningum þing- lýst. Markaðurinn hefur því vaxið hratt.“ Verðbólguáhrifin Lára Guðlaug Jónasdóttir, sér- fræðingur á Hagstofu Íslands, segir húsaleigu sem mæld er í vísitölu neysluverðs hafa hækkað um 4,3% það sem af er ári. Hlutfall greiddrar húsaleigu í vísitölu neysluverðs sé 2,92%. Hækkun húsaleigu frá jan- úar til júlí jafngildir því 0,13% hækkun vísitölunnar í heild. Vægi húsaleigu í vísitölu neyslu- verðs er ekki mikið og bendir Lára Guðlaug í því efni á að samkvæmt útgjaldarannsókn Hagstofunnar, sem náði til áranna 2007 til 2009, hafi 77% heimila búið í eigin hús- næði en 23% í leiguhúsnæði. Má af þessum tölum ráða að hækkandi leiguverð snerti því minnihluta heimila með beinum hætti. En verðbólgan hækkar af- borganir. Vítahringur verðbólgunnar Af þessum tölum má ráða að hækkandi leiguverð snerti minni- hluta heimila með beinum hætti en hækkun vísitölu neysluverðs hækk- ar afborganir af lánum sem verð- tryggð eru með henni. Skortur kyndir undir verðbólgu  Minna framboð en eftirspurn eftir leiguhúsnæði leiðir til hækkunar  Leiðir aftur til verðbólgu  Forseti ASÍ segir skort hafa á aðstoð við leigjendur  Fjórða hvert heimili er í leiguhúsnæði Morgunblaðið/Ómar Reykjavík frá Höfðatúnsturni Skortur er á leiguhúsnæði. Laun hækka meira » Skv. vef Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala um 5,7% fyrri hluta ársins. » Skv. sama vef hefur húsa- leiga hækkað um 4,3% á árinu sem þýðir að leiga hefur hlut- fallslega farið lækkandi. » Einhverjum kynni að þykja mótsagnakennt að ræða um að leiga hefði lækkað, enda ljóst að hún er mörgum þungur baggi. „Mér líst í einu orði illa á markaðinn. Ég hef verið að auglýsa eftir þriggja til fjög- urra herbergja íbúð í Árbænum. Um daginn voru auglýstar íbúðir af þeirri stærð í hverf- inu á 160.000 krónur. Þær flugu út. Verðið og eftirspurnin sýnir að leigumarkaðurinn er sprunginn,“ segir Sigríður Margrét Tómasdóttir leik- skólakennari, aðspurð um reynslu sína af leigumarkaðnum. „Leigan er á uppsprengdu verði. Ég veit um fólk sem býr eitt og á í basli með að standa undir leig- unni. Þetta fólk á því í erfiðleikum með að framfleyta sér. Sjálf hef ég velt því fyrir mér hvort eina leiðin til þess að finna leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði sé að gera það í gegnum einhvern sem maður þekkir. Það virðist hvergi vera hægt að finna ódýrt leigu- húsnæði.“ – Hversu raunhæft er fyrir millitekjufólk í dag að leggja fyrir fé og nota það síðan sem innborgun í íbúð? Hvernig er svigrúmið í dag? „Það er nákvæmlega ekki neitt. Leiguverðið er orðið það hátt. Ég veit um fjölskyldu sem hætti við að leita sér að leiguíbúð í Norð- lingaholti vegna þess hversu leigu- verðið var hátt.“ „Leigan er á uppsprengdu verði“ LEIKSKÓLAKENNARI LEITAR AÐ ÍBÚÐ Sigríður með syni sínum Hauki Má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.