Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 225. tölublað 99. árgangur
DÝRASTA KVIK-
MYND ÍSLANDS-
SÖGUNNAR DÝRIN Í SÓLSKINSSKÓGI
UM HESTINN
SEM NIETZSCHE
FAÐMAÐI AÐ SÉR
NÝ BÓK BJARKAR BJARKADÓTTUR 10 VIÐTAL VIÐ BÉLA TARR 28HETJUR VALHALLAR 14
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er eins og með öll verkefni,
það hjálpar allt til,“ segir Anton
Benjamínsson, framkvæmdastjóri
Slippsins Akureyri ehf. Slippurinn
gekk á laugardag frá samningum við
útgerðarfyrirtækið Onward Fishing,
dótturfyrirtæki Samherja í Skot-
landi, um smíði vinnslulínu í togar-
ann Norma Mary sem er um þessar
mundir í lengingu og vélarskiptum í
Póllandi. Segir Anton samningana
skila fyrirtækinu um 50 milljónum
króna, en um 145 starfsmenn vinna
hjá Slippnum. Hafist verður handa
við smíði vinnslulínunnar í dag og er
áformað að ljúka verkinu í desem-
bermánuði. Anton segir einnig færa-
vindur hafa selst vel á sýningunni,
eða fyrir um 25 milljónir króna, og
þá sér í lagi hina nýju makrílvindu.
„Þannig að við erum mjög ánægðir
með sýninguna,“ segir Anton.
Jónas Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Eltaks ehf., kveðst einnig vera
mjög ánægður með árangur sýning-
arinnar. „Salan fór fram úr björt-
ustu vonum,“ segir Jónas. Eltak sér-
hæfir sig í sölu og þjónustu á
rafeindavogum og öðrum búnaði og
meðal þess sem selt var má nefna
vogir, nokkrar kassalímingarvélar
frá Soco, málmleitartæki og X-ray-
skynjunartæki fyrir matvæli frá
Loma. „Þetta er nýjung fyrir fisk-
vinnslufyrirtæki en það skynjar
aukahluti í pökkuðum matvælum,“
segir Jónas og bendir á að gríðarleg-
ur áhugi sé fyrir slíkum tækjum.
Jónas segir ljóst að sýningin hefur
skilað fyrirtækinu á annan tug millj-
óna króna. „Síðan á eftir að vinna úr
gríðarmörgum fyrirspurnum svo við
erum afskaplega ánægð með viðtök-
ur sýningargesta.“
Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur
um fjölda gesta í ár en forsvarsmenn
sýningarinnar segja aðsóknina hafa
verið góða og telja fjölda gesta hafa
verið á milli 12 og 15 þúsund.
Mikil sala á sjávarútvegssýningu
Nýjungum vel tekið á Icefish-sýningunni og salan „fram úr björtustu vonum“
Morgunblaðið/Golli
Margmenni Fjöldi fólks sótti ný-
liðna sjávarútvegssýningu.
KR fagnaði sínum 25. meistaratitli á Íslands-
mótinu í knattspyrnu með sigri á Fylki í gær. KR
bar einnig sigur úr býtum í fyrsta mótinu sem fór
fram árið 1912 og var mótið í ár númer 100 í röð-
inni.
Þegar ein umferð er eftir getur ekkert lið náð
KR-ingum að stigum og fögnuðu stuðningsmenn
KR árangrinum innilega í Frostaskjólinu í gær.
Botnbaráttan er hins vegar hnífjöfn og æsispenn-
andi og eru fjögur lið enn í fallhættu. » Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikið fagnað í Frostaskjóli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Menn vilja vera hérna og gera allt hvað þeir
geta til að finna vinnu. Þeir geta hins vegar
ekki beðið endalaust. Nú er komið að enn
einni lotu uppsagna
í haust. Því miður,“
segir Atli Már Ein-
arsson, verslunar-
stjóri Flügger lita í
Keflavík, um stöðu
húsamálara á
Suðurnesjum.
Að sögn Atla
Más bundu iðn-
aðarmenn suður
með sjó vonir við að
úr færi að rætast
tveimur árum eftir
efnahagshrunið.
Ekkert bóli hins
vegar á stór-
framkvæmdum.
Haldi stöðnunin
áfram muni fleiri
iðnaðarmenn leita starfa í öðrum löndum.
Járniðnaðarmenn eru uggandi
Viðar Pétursson, eigandi VP vélaverk-
stæðis í Vogum, hefur starfað við málmsmíði
í hálfa öld. Á þeim tíma hefur hann aðeins
einu sinni upplifað jafn erfiða tíð en það var á
árunum 1967 til 1969. Með sama áframhaldi
muni fleiri járniðnaðarmenn missa vinnuna á
Suðurnesjum.
Sigurður Ingvarsson, eigandi SI raflagna í
Garði, segir stöðnunina hafa leitt til þess að
fjöldi rafvirkja hafi flutt af landi brott.
Vonir um að tugir starfa myndu skapast
fyrir rafvirkja vegna framkvæmda við álver í
Helguvík hafi ekki ræst. „Þessi staða er óvið-
unandi. Mér finnst að Suðurnesjamenn eigi
að standa saman og láta í sér heyra,“ segir
Sigurður og hvetur til samstöðu.
Biðstaðan
dýrkeypt
og erfið
Fleiri störf í hættu
á Suðurnesjum
Reiðin
kraumar
» Heyra mátti á
viðmælendum
Morgunblaðsins
að Suðurnesja-
menn undirbúi
mótmæli.
» Er horft til
Austurvallar á
laugardaginn
kemur en þá
verður Alþingi
sett á ný.
„Ég yrði mjög hissa á því yrði þetta
fellt,“ segir Páll Ólafsson, formaður
Félagsráðgjafafélags Íslands, og
bætir við að félagsmenn hafi almennt
viljað forðast verkfall í deilunni. Yfir-
vofandi verkfalli félagsráðgjafa, sem
hefjast átti í dag, var aflýst í gær eftir
undirritun nýs samnings á milli full-
trúa félagsráðgjafa og Reykjavíkur-
borgar.
Páll kveðst nokkuð ánægður með
hinn nýja samning sem sagður er
vera á sömu nótum og aðrir samn-
ingar en að auki fá félagsráðgjafar
auknar álagsgreiðslur. Hann segir
mikla áherslu hafa verið lagða á að
slíkar greiðslur yrðu viðurkenndar
við gerð nýs samnings. „Í samn-
ingnum kemur viðurkenning á því að
álag hefur aukist hjá félagsráðgjöfum
í borginni og það er einna helst það
sem við erum ánægð með,“ segir Páll
sem býst við að samningurinn verði
samþykktur af félagsmönnum í at-
kvæðagreiðslu sem ljúka á eigi síðar
en 6. október.
Samið var til þriggja ára, frá 1. júní
sl. til 30. júní árið 2014. khj@mbl.is
Á von á
samþykki
félagsmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sátt náðist á samningafundi í gær.
Útflutningur á
mjólkurafurðum
frá Íslandi er
meiri í ár en áður,
bæði í magni og
krónum. Skyr
sem flutt er út frá
Íslandi í gámum
hefur slegið í
gegn í Finnlandi.
Í Noregi hefur
það verið framleitt samkvæmt sér-
stöku leyfi og hefur átt vaxandi vin-
sældum að fagna. Á næstunni hefst
slík vinnsla í Svíþjóð. »2
Skyrið í útrás
á Norðurlöndum
Hvalasérfræðingur Hafrann-
sóknastofnunar gagnrýnir að lang-
reyður á norðurhveli sé sett á vá-
lista. „Í raun er það bæði óvenjulegt
og óvísindalegt að flokka langreyði
sem eina heild um allan heim því al-
mennt fer vísindaleg stjórnun fram
á grundvelli stofna en ekki teg-
unda. Þetta er sambærilegt við það
ef þorskstofninn við Kanada lenti í
lægð og slíkt kallaði á alfriðun
þorsks við Ísland,“ segir Gísli Vík-
ingsson. »6
Óvenjuleg og
óvísindaleg flokkun
MEkki jafn slæmt síðan árið 1969 » 12-13