Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Sudoku Frumstig 1 3 6 5 3 8 4 6 2 4 2 5 8 2 6 6 5 3 1 4 2 3 8 8 1 4 9 1 9 2 2 4 5 9 5 2 9 7 3 1 7 8 5 3 1 9 8 3 2 1 7 2 4 5 1 1 7 6 3 5 4 1 2 9 3 5 3 2 7 4 3 8 5 4 1 7 3 6 4 1 7 2 9 8 5 5 2 1 8 6 9 7 4 3 8 9 7 4 5 3 2 6 1 6 8 3 5 2 7 4 1 9 9 7 5 3 4 1 8 2 6 4 1 2 6 9 8 5 3 7 7 3 9 2 8 6 1 5 4 1 4 8 7 3 5 6 9 2 2 5 6 9 1 4 3 7 8 7 5 1 4 9 3 8 6 2 2 4 9 6 5 8 1 3 7 3 6 8 7 1 2 4 9 5 6 9 7 1 2 4 5 8 3 8 3 4 9 6 5 2 7 1 1 2 5 3 8 7 6 4 9 4 1 6 2 3 9 7 5 8 5 7 3 8 4 1 9 2 6 9 8 2 5 7 6 3 1 4 8 7 9 4 3 5 2 6 1 1 5 4 6 2 8 3 7 9 6 2 3 7 9 1 5 4 8 2 4 8 9 5 7 1 3 6 3 1 5 8 4 6 9 2 7 9 6 7 3 1 2 8 5 4 4 9 2 1 6 3 7 8 5 5 8 6 2 7 9 4 1 3 7 3 1 5 8 4 6 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 26. september, 269. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Víkverji hefur alltaf verið hrifinnaf haustinu. Honum líður vel þegar byrjar að dimma og kólna og finnst notalegt að vefja sig inn í teppi þegar hann liggur eins og slytti í sóf- anum á kvöldin með kveikt á nokkr- um kertum. Hann er satt að segja feginn að geta sett léttu flíkurnar og opnu skóna aftur inn í geymslu og þess í stað náð í bomsurnar, vett- lingana og treflana, svo ekki sé minnst á þykku og hlýju dúnúlpuna sem hefur haldið hita á honum und- anfarna vetur. Víkverji skilur því ekkert í samlöndum sínum sem virð- ast sí og æ geta kvartað yfir veðrinu, sérstaklega þegar byrjar að hausta. Það er eins og þeir hafi búist við sí- varandi sumri og kólnandi veðrið hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. Hve langan tíma tekur að sætta sig við íslensku veðráttuna? x x x Víkverji hefur í gegnum tíðinareynt að vera duglegur að mæta í líkamsræktarstöðvar og halda sér í góðu formi. Því miður fór lítið fyrir þessum heilbrigða lífsstíl í sumarfríinu og er nú verið að berjast við að komast aftur í gang. Eftir að hafa nýlega pínt sig í ræktina og tek- ið það sem Víkverji kallar mála- myndaæfingu, líður honum eins og hann hafi orðið undir valtara. Hand- leggirnir eru þreyttir, bakið aumt og fæturnir eiga erfitt með að bera hann áfram. Það er engu líkara en að Víkverji sé nýstiginn af baki eftir margra daga útreiðartúr. Svona hefnist manni víst fyrir að slaka á í líkamsræktinni. x x x Víkverji hefur það gott í starfinu,hann situr inni allan daginn fyr- ir framan tölvuna, er kominn heim fyrir kvöldmat og er yfirleitt í fríi um helgar. Hann er ekki í næturvinnu, er ekki að vernda samborgara sína og á ekki á hættu að verða barinn eða stunginn í vinnunni. Hann er því meira en lítið hneykslaður á þeim smánarlaunum sem lögreglumönn- um landsins eru borguð og þessi svo- kallaða launahækkun sem þeir fengu fyrir helgina er aðeins til að bíta höf- uðið af skömminni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 utan við sig, 8 titr- aði, 9 tilgerðarleg mann- eskja, 10 máttur, 11 gler, 13 hagnaður, 15 löðrungs, 18 skip, 21 fúsk, 22 fiskur, 23 styrkir, 24 skelfilegt. Lóðrétt | 2 treg, 3 bor, 4 giska á, 5 tjónið, 6 guðir, 7 fræull, 12 sarg, 14 stormur, 15 hrím, 16 vænir, 17 rifa, 18 dynk, 19 griðlaus, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 stafa, 4 strik, 7 urtan, 8 ístra, 9 ill, 11 nána, 13 enda, 14 sumar, 15 lami, 17 nást, 20 æki, 22 kögur, 23 lokum, 24 apann, 25 nemur. Lóðrétt 1 spurn, 2 aftan, 3 asni, 4 stíl, 5 rotin, 6 kjaga, 10 lúmsk, 12 asi, 13 ern, 15 lukka, 16 mögla, 18 álkum, 19 tómur, 20 æran, 21 ilin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Furðuleg byrjun. A-Enginn. Norður ♠1054 ♥ÁKG107 ♦32 ♣Á82 Vestur Austur ♠9 ♠ÁK3 ♥96542 ♥D ♦1093 ♦ÁDG872 ♣G963 ♣1054 Suður ♠DG8762 ♥83 ♦K4 ♣KD7 Suður spilar 4♠. Útspilið er ♦10 og suður fær fyrsta slaginn á kónginn. Furðuleg byrjun og til þess fallin að vekja hjá sagnhafa ill- ar grunsemdir. Hvað vakir fyrir austri að taka ekki á ásinn? Nú er rétt að rifja upp sagnir. Aust- ur opnaði á 1♦, suður kom inn á 1♠, norður krafði með 2♥ og austur sagði 3♦. Suður passaði, en lyfti síðan 3♠ makkers í fjóra. Prýðilegar sagnir og góð niðurstaða. En það er eitthvað óþægilegt við fyrsta slaginn. Hvað það er nákvæmlega … skýrist fjótt ef suð- ur trompar út í slag númer tvö. Austur drepur og spilar ♥D. Hann tekur næsta spaða líka í hvelli, spilar makker sínum inn á ♦9 og er vel að því kominn að fá fjórða slaginn á hjartastungu. Hvað getur sagnhafi gert? Spilað tígli í öðrum slag. 26. september 1915 Minnisvarði af Kristjáni kon- ungi níunda var afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda). Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnar- skrána 1874. Einar Jónsson myndhöggvari gerði styttuna. 26. september 1939 Bresk Catalina-sjóflugvél neyddist til að lenda við Rauf- arhöfn vegna þoku. Daginn eftir var vélinni flogið burt í óþökk Íslendinga. Síðar var flugmaðurinn, Barnes, sendur til Íslands og vistaður á Bessa- stöðum. 26. september 1950 Mjög dimmt var víðast hvar á landinu fram eftir öllum degi og sól bláleit að sjá. Giskað var á að þessi loftmengun hefði stafað af eldgosi á Filipps- eyjum eða skógareldum í Norður-Ameríku. 26. september 1970 Fokker Friendship-flugvél frá Flugfélagi Íslands hf. fórst á Mykinesi í Færeyjum. Þrjátíu farþegar voru með vélinni og fjögurra manna áhöfn. Átta manns létust, þar af einn Ís- lendingur. 26. september 2006 Tíu til fimmtán þúsund manns tóku þátt í göngu Ómars Ragnarssonar frá Hlemmi nið- ur á Austurvöll til að mótmæla framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hann afþakkaði pent afmælisgjöf frá konunni en Eiður Arnarsson, tónlistarmaður og forstöðumaður tónlistardeildar Senu, segir þó aldrei að vita nema hún geri eitthvað fallegt fyrir hann í tilefni 45 ára af- mælisdagsins en hann segist ekki mikið afmælisbarn og hélt síðast upp á fæðingardaginn fyrir 15 árum. Eiður hóf störf hjá Spori árið 1997, sem síðar sam- einaðist Skífunni, sem í dag heitir Sena. Hann segist í raun vera útgáfustjóri íslenskar tónlistar hjá fyrir- tækinu og segir það forréttindi að fá að starfa við tónlistarbransann frá annarri hlið en hann þekkti áð- ur sem bassaleikari. „Þetta er mjög fjölbreytt og líflegt starf og snýst mikið um samskipti við fólk, bæði fjölmiðla og listamenn,“ segir Eiður. Oftast snúi samskiptin við listafólkið um sköpun þeirra, sem sé eins og litla barnið þeirra, „þann- ig að það er ofboðslega mikill tilfinningahiti, ákefð og áhugi í fólki. Það er eldmóður í öllu sem maður fæst við,“ segir hann. Eiður segir lygilegt hversu mikil gróska er í tónlistarlífinu hér heima, bæði hvað varðar tónleikahald og útgáfu. Sjálfur er hann í hljóðveri þessa dagana að taka upp nýja plötu með Todmobile en hann hefur spilað með hljómsveitinni í heil 20 ár. holmfridur@mbl.is Eiður Arnarsson er 45 ára í dag Í hljóðveri með Todmobile Hlutavelta Embla Guðrún Sig- fúsdóttir, Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Bryndís Þóra Sig- fúsdóttir, Eydís Una Jóhannsdóttir og Ísabella Nótt Óm- arsdóttir héldu tom- bólu á Djúpavogi. Þær söfnuðu 14.805 krónum handa börnum í Sómalíu. Flóðogfjara 26. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.14 3,9 11.26 0,3 17.28 4,2 23.47 0,1 7.22 19.17 Ísafjörður 1.16 0,1 7.18 2,1 13.30 0,1 19.24 2,4 7.27 19.22 Siglufjörður 3.22 0,1 9.36 1,3 15.28 0,2 21.42 1,4 7.10 19.05 Djúpivogur 2.24 2,1 8.33 0,3 14.46 2,2 20.54 0,3 6.52 18.47 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá út úr tilteknu sambandi. Miklar tilfinningar eru í samskiptum þínum við aðra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsynleg þessa dagana. Þú munt njóta þess að stríða einhverjum, ekki síst maka eða vinum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nú verður ekki lengur hjá því kom- ist að ræða málin. Settu þig í stellingar og vertu tilbúinn að setja upp sparibrosið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er gaman að láta glepjast af tískufyrirbrigðum, svo fremi að maður missi ekki sjónar á sjálfum sér. Litla liðið þitt gæti orðið að stórum góðgerðarsamtökum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef áfall steðjar að, skaltu ekki sitja og bíða eftir því að eitthvað meira gerist. Ef þú leyfir þér munað gætir þú þurft að þreyja þorrann til mánaðamóta. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð tilboð sem vekja með þér bæði undrun og ánægju. Vertu bara vandlát- ur í vali á trúnaðarvini; það borgar sig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er nú svo komið að jafnvel ákvarð- anir um smæstu hluti vefjast fyrir þér. Reyndu að fara gætilega og láta þér ekki sjást yfir smáatriði og vertu sveigjanlegur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er margur leyndardómurinn sem manninn langar til að finna. Gættu þess að þú fáir þá hvíld sem þú þarft á að halda. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Notaðu daginn til þess að ræða við foreldra eða yfirboðara um það hvernig þú nýtir aðstöðu þína sem best. Slakaðu á og gerðu það sem þér þykir skemmtilegast. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Rifrildi um stjórnmál, trúmál og heimspekileg viðhorf koma þér bara úr jafn- vægi. Fólk finnur til samkenndar og það auð- veldar alla samvinnu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Viljir þú hafa áhrif og koma sjálf- um þér á framfæri skaltu gera það með því að vera þú sjálfur. Gerðu það sem til þarf til að hressa þig við andlega sem líkamlega. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki láta það á þig fá þótt þú sért óvenju gleymin/n þessa dagana. Spilin sem þú hefur lumað á eru ekki lengur nein tromp og þarfnast endurskoðunar. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. g3 Rc6 7. Rde2 Bg7 8. Bg2 Bd7 9. h3 h5 10. a4 Dc8 11. Be3 Be6 12. Rd5 O-O 13. Hc1 He8 14. b3 Hb8 15. c4 b6 16. Ref4 Bd7 17. O-O Rh7 18. Kh2 h4 19. g4 Dd8 20. Re2 e5 21. Dd2 Be6 22. f4 exf4 23. Rexf4 Hb7 24. Hf2 Hd7 25. Hcf1 Re5 26. Kh1 Rc6 27. Re2 g5 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem er nýlokið í Khanty- Mansiysk í Rússlandi. Vassily Iv- ansjúk (2768) frá Úkraínu hafði hvítt gegn Azeranum Teimour Radjabov (2744). 28. Rf6+! Rxf6 hvítur hefði einnig staðið til vinnings eftir 28… Bxf6 29. Hxf6 Rxf6 30. Bxg5. 29. Bxg5 Rxg4 30. Bxd8 Rxf2+ 31. Hxf2 Hdxd8 32. Dg5 Bc8 33. Rf4 He5 34. Dxh4 Hde8 35. Rh5 H8e6 36. Df4 f6 37. Bf3 Hg5 38. Bg4 Hxh5 39. Bxh5 Re5 40. Hg2 Kf8 41. Bg4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.