Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 ✝ GuðmundurÁrnason fædd- ist í Grindavík 21. mars 1923. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 19. september 2011. Móðir hans var Petrúnella Péturs- dóttir, f. 1890, d. 1958. Faðir Árni Helgason, organisti og verslunarmaður, f. 1879, d. 1956. Þeim varð 18 barna auðið, 14 þeirra komust á legg. Það voru: Svavar, f. 1913, d. 1995, Sigfús Bergmann, f. 1914, d. 1952, Guðrún, f. 1915, d. 1993, Eyrún, f. 1918, d. 1999, Guðjón, f. 1919, d. 1994, Jón, f. 1920, d. 2010, Ingólfur, f. 1921, d. 1993, Magnús, f. 1925, d. 1998, Lárus, f. 1926, d. 1973, Agnes, f. 1927, d. 1992, Pétur, f. 1929, d. 1971, Arndís, f. 1930, d. 1996 og Snæbjörn, f. 1933, d. 2004. Auk þess átti Guðmundur tvö hálf- systkini, samfeðra, Guðmund Helga, f. 1908, d. 1931 og Guð- rúnu, f. 1908, d. 1992. Eiginkona Guðmundar er Sal- óme Gunnlaugsdóttir, f. 28. 9. 1930 í Súðavík. Hún starfaði á skrifstofu Þroskaþjálfaskólans. Foreldrar hennar voru Sigrún Jónsdóttir, f. 1891, d. 1965 og Gunnlaugur Einarsson sjómað- ur, f. 1891, d. 1935. Dætur þeirra eru: Alasdair P. Brewer, BS í verk- fræði, f. 27. sept. 1982. Sonur þeirra Leo Salómeson Brewer, f. 17.11. 2010, b) Kristín Arna verkfræðinemi, f. 22.4. 1982, unnusti Alfreð Pálsson við- skiptafræðingur, f. 28.5. 1973. Dóttir Kristínar og Einars K. Möller er Andrea Dís, f. 23.9. 2001, c) Guðbjörg, f. 3.12. 1992. Guðmundur var áður kvæntur Guðbjörgu Einarsdóttur. Sonur Einar rithöfundur, f. 9.4. 1946. Maki Dagmar Rhodius myndlist- arkona, f. 24.4. 1945, dóttir Lilja, f. 17.9. 1991. Guðmundur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Eftir námsdvöl í Kaupmannahöfn settist hann að á Ísafirði 1946 og starfaði sem kennari við Gagnfræðaskólann. Kenndi einnig á píanó við Tón- listarskóla Ísafjarðar. 1962 flutti Guðmundur í Kópavog. Kenndi við Gagnfræðaskólann í Kópa- vogi 1962-71, Mýrarhúsaskóla 1971-74 og Víghólaskóla 1974- 77. Kenndi einnig við Málaskól- ann Mími. Frá 1964 starfaði hann um árabil fyrir Lands- samband framhaldsskólakenn- ara, sat í stjórn þess, m.a. sem formaður 1979-80. Frá 1980 varaformaður og starfsmaður Kennarasambands Íslands. Í stjórn Tónlistarfélags Kópavogs frá 1963, formaður 1963-67. Í skólanefnd Kópavogs frá 1982. Í stjórn Lífeyrissjóðs ríkisstarfs- manna frá 1980 og síðar starfs- maður sjóðsins. Útför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. september 2011, og hefst athöfn- in kl. 15. 1) Sigrún píanó- kennari, f. 31.7. 1948. Sonur hennar og Stefáns Unn- steinssonar er Stíg- ur stjórnmálafræð- ingur, f. 2. 2. 1970. Maki Ragna B. Garðarsdóttir lekt- or, f. 4.12. 1972. Sonur Stefán Garð- ar, f. 30.7. 2008. 2) Selma píanó- leikari, f. 26.10. 1950. Maki var Árni T. Ragnarsson læknir. Börn: a) Guðmundur Tómas, BA í heimspeki og læknanemi, f. 21.1. 1969, d. 27.11. 1994. Unn- usta hans var Ólöf S. Valsdóttir söngkona. Sonur þeirra Guð- mundur Tómas, f. 27.4. 1995, b) Ragnar Tómas hæstarétt- arlögmaður, f. 28.8. 1970, kvænt- ur Sigríði Freyju Ingimarsdóttur píanókennara, f. 18.8. 1970. Börn þeirra: Ingimar Tómas, f. 13.11. 1992 og Kristrún, f. 23.3. 1995, c) Kristján Tómas læknir, f. 6.12. 1978 og d) Selma Lára, f. 10.12. 1993. 3) Ásdís kennari, f. 12.5. 1957. Dætur hennar og Einars Loga Einarssonar eru: a) Ásta Kristín, f. 19.2. 1994, b) Sóley Salóme, f. 24.1. 1996. 4) Hildur framhaldsskólakennari, f. 8.9. 1960. Gift Ingólfi Kristóferssyni múrarameistara, f. 25.3. 1955. Dætur þeirra: a) Salóme, BS í líf- eindafræði, f. 20.11. 1978, gift Við systur eigum svo margar góðar minningar úr Holtagerðinu hjá afa og ömmu þar sem okkur var ávallt tekið opnum örmum. Afi var kennari jafnt í starfi sem heima við. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að setjast niður með okkur og miðla af þekkingu sinni á ein- staklega hvetjandi hátt. Hann kenndi okkur systrum manngang- inn og sóttumst við eftir að tefla við hann þar sem sú samveru- stund einkenndist af kímnigáfu og kátínu eins og svo margar sam- verustundir með honum afa. Afi var vandaður maður í alla staði og var afkomendum sínum góð fyrirmynd. Hann stundaði reglulega líkamsrækt með sund- ferðum í Kópavogslaug og göngu- túrum, var ávallt vel að sér í sam- félagsmálum og afskaplega hógvær maður. Áhugi hans á námi, starfi og tómstundum okkar var einlægur og virkaði alltaf sem jákvæður hvati á áframhaldandi ástundun. Við eigum einnig yndislegar minningar úr Munaðarnesi þar sem afi og amma fengu árlega að láni bústað á vegum Kennarasam- bandsins og buðu öllum afkom- endunum í grill, spil og leiki. Okkur er sérlega minnisstætt eitt sumarkvöld þegar við sátum öll södd og makindaleg í stofunni í Birkihlíð og spiluðum krossgátu- spilið. Afi var að sjálfsögðu með forystu í spilinu enda fyrrum ís- lenskukennari og því með orða- forða sem við höfðum ekki roð við. Hann lagði niður hvert orðið á fætur öðru sem ekkert okkar hafði áður heyrt og ávallt gat hann út- skýrt merkingu þeirra á svo sann- færandi hátt að við gleyptum við þeim. Þegar leið á spilið var þó orðið ljóst að afi var kannski aðeins að spila með okkur í orðsins fyllstu merkingu og endaði spilið með hláturskasti allra viðstaddra. Nú kveðjum við elsku afa okkar með ólýsanlegum söknuði og þökkum fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum með honum. Salóme, Kristín Arna og Guðbjörg. Afi minn, Guðmundur Árnason, er sá síðasti sem kveður úr hópi fjórtán alsystkina sem komust á legg í Grindavík á fyrri helmingi síðustu aldar. Fjölskyldan setti mikinn svip á bæjarlífið. Faðir afa, Árni Helgason, var organisti, kór- stjóri og verslunarmaður auk þess sem hann sótti sjóinn. Móðir afa, Petrúnella Pétursdóttir, sinnti búi og börnum af myndarskap og þarf vart að nefna hvílíkt afreksverk það var. Þrátt fyrir þröngan kost var tónlist og menning í hávegum höfð á hinu fjölmenna heimili. Eins og gengur bar afi þessa heimilishagi með sér út í lífið, sýndi alla tíð mikla ráðdeild og nægjusemi, og áhugi hans á menningu og listum, einkum bók- menntum og tónlist, var djúp- stæður. Sterk stjórnmálaleg vit- und fylgdi afa einnig af heimilinu, þótt hún hafi verið heldur til vinstri við þá línu sem þar var lögð. Það var ekki lítið skref fyrir ungan sósíalista af Suðurnesjum að setjast að á Ísafirði fimmta ára- tugarins með stúdentspróf og draum um betri heim í farteskinu. En afi var þannig gerður að hann ávann sér fljótt virðingu, sem kennari í gagnfræðaskóla, tónlist- arkennari og menningarviti. Stál- minni hans og greind reyndust honum vel í kennarastarfinu. Ég vona að nemendur afa hafi einnig fengið að njóta ríkrar kímnigáfu hans. Á Ísafirði fann afi svo ást sína og lífsförunaut, ömmu Sal- óme. Samband þeirra var einstak- lega fallegt. Sú alúð og umhyggja sem hún sýndi honum alla tíð og sérstaklega í ellinni er ógleyman- leg. Í byrjun sjöunda áratugarins fluttust þau í Kópavoginn ásamt dætrum sínum fjórum og héldu þar saman hjartahlýtt heimili og athvarf fyrir börn, barnabörn og barnabarnabörn í hartnær hálfa öld. Sú hugsjón sem brann í brjósti afa leiddi hann þar til for- ystu í félagsstörfum og kjarabar- áttu kennara. Upp úr miðjum átt- unda áratugnum voru þessi störf orðin það umfangsmikil að hann varð að láta af farsælum kennslu- ferli. Eins og hans var von og vísa starfaði hann langt fram á áttræð- isaldur. Hann bar alla tíð sterkar taugar til Grindavíkur og fylgdist vel með vexti bæjarins og fram- gangi. En svo ég víki nú aðeins að sjálfum mér, sem barnabarni, afa- stráki, lærlingi. Þær fjölmörgu stundir sem ég átti með afa og ömmu sem barn, unglingur, ungur maður og svo með gránandi grön hafa verið mér verðmætari og þýðingarmeiri en flest annað í líf- inu. Þeir eiginleikar afa sem mér eru helst hjartfólgnir eru ekki þeir sem ég hef nefnt að framan. Nú veit ég ekki hvort þeir eiga fyrst og fremst rætur í foreldrunum, uppvaxtarskilyrðunum eða þjóð- ararfi þrautseigjunnar. En það sem mun helst fylgja mér úr fari afa, sem fyrirmynd í lífinu og veg- vísir í þolraunum, er jafnaðargeð hans, auðmýkt, rökfesta og mann- gæska, eiginleikar sem fylktu liði í honum undir aðalsmerkjum forn- sagnanna: skilyrðislaust æðru- leysi og sjálfsvirðing. Allt til síð- ustu stundar. Hugarfar meitlað af harðbýlu landi sem lifir vonandi sem lengst í þjóðinni. Guð blessi afa og varðveiti hann og veiti ömmu Salóme og fjölskyldunni styrk til að takast á við þennan mikla missi. Ragnar Tómas Árnason. Afi ólst upp í Grindavík í stórum systkinahópi og sárri fá- tækt. Sá bakgrunnur og tími kreppu og þrenginga mótaði hans pólitísku skoðanir og sósíalísku lífssýn. Með stuðningi fjölskyld- unnar gekk hann hinn bóklega menntaveg sem ekki var sjálfgefið fyrir pilt frá alþýðuheimili suður með sjó. Að námi loknu tóku við gagnfræðaskólakennsla, tónlistar- kennsla, störf í forystu kennara- hreyfingarinnar auk ýmissa fé- lagsstarfa á vinstri væng stjórnmálanna. Afi minn var mér ekki einungis ástríkur afi heldur fyrirmynd og föðurmynd, vinur og félagi. Heim- ili ömmu og afa í Holtagerði var mitt annað bernskuheimili. Þar var alltaf skjól og hlýja. Rúmgott eldhús var hjarta heimilisins. Þeg- ar við Gummi og Raggi, sem mynduðum fyrstu bylgju barna- barna, uxum upp úr leikjum á gólfinu og settumst við eldhús- borðið tóku við samræður sem oft- ar en ekki snérust um menningu og pólitík. Frásagnir afa gáfu okk- ur lifandi sýn á söguna sem ekki fæst úr bókum. Hann sagði frá fyrsta kappræðufundi um stjórn- mál sem hann sótti í Grindavík í aðdraganda kosninganna árið 1934, frá söfnun til stuðnings Finnum eftir innrás Sovétmanna árið 1939, leshringjum á mennta- skólaárunum, félagsstarfi innan Sósíalistaflokksins og síðar Al- þýðubandalagsins, starfi innan kennarahreyfingarinnar, verkföll- um og næturlöngum samninga- fundum. Ég held að afi hafi haft lúmskt gaman af því þegar við frændur þóttumst komnir með vit til rökræðna um miðbik 9. áratug- arins þegar heimsmyndin var öll að breytast. Hann hafði endalausa þolinmæði til að rabba við okkur og undravert umburðarlyndi gagnvart misgáfulegum hug- myndum leitandi unglinga. Þá fylgdist gamli kennarinn að sjálf- sögðu grannt með námsframvindu okkar, hvatti okkur áfram og leið- beindi ef þess var þörf. Í júní áttum við afi og amma skemmtilegt síðdegi þegar við fór- um og skoðuðum sögusýningu um Jón Sigurðsson og sýningu í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans í Al- þingishúsinu. Afi átti orðið þungt með gang og þurfti að setjast nið- ur öðru hvoru. Það var gaman að heyra afa segja frá því þegar hann þreytti gagnfræðapróf í húsinu í lok maí 1940. Eftir að Bretar höfðu hernumið Ísland fyrr í sama mánuði og tekið Menntaskólann í Reykjavík yfir sem stjórnstöð lenti skólinn á hrakhólum með fyr- irhuguð próf og fékk inni í Alþing- ishúsinu. Afi sýndi okkur herberg- ið þar sem hann tók prófin sín og rifjaði upp gamla tíma. Það var dýrmæt stund. Síðasta skiptið sem ég hitti afa var síðla laugardags á Borgarspít- alanum. Hann var orðinn mjög máttfarinn, líkaminn hrörlegur en hugurinn skýr. Sem fyrr fylgdist hann af brennandi áhuga með líf- inu og tilverunni. Ég var á leið í sex daga ferðalag til þriggja borga og við fórum vandlega yfir ferða- áætlunina. Þegar við kvöddumst var það samkomulag okkar á milli að við heimkomu kæmi ég rakleið- is af flugvellinum á spítalann og segði honum ferðasöguna. Afi fór aðfaranótt mánudags svo sú sögu- stund okkar verður að bíða betri tíma. Ég kveð minn elskaða afa með söknuði. Stígur. Guðmundur Árnason gerði mig að jafnaðarmanni. Við kynntumst á þeim árum þegar stéttarfélög grunnskólakennara voru tvö og Guðmundur var í forystu fyrir Félag gagnfræðaskólakennara. Hann var ótrúlega samningslipur maður og það er ekki síst fyrir hans gerðir að tókst að sameina stéttarfélög kennara í Kennara- sambandið gamla. Hið góða sam- starf hans við Valgeir Gestsson setti auka- afl í stéttabaráttuna á þeim tíma. Þá voru kennarar innan BSRB og hafði Guðmundur virð- ingu og traust manna innan BSRB. Ekki sóttist Guðmundur eftir titlum eða hrósi, en hann vann vel að framgangi kjarasamninga fyrir sitt félag og gaf jafnvel öðrum stéttarfélögum góð ráð. Guðmundur hafði afburðaþekk- ingu á lífeyrissjóðsmálum og var örugglega sá brúarstólpi sem styrkti lífeyrissjóðsrétt opinberra starfsmanna. Það var oft sagt í gamni að Guðmundur ætti sér legubekk í fjármálaráðuneytinu svo vökull var hann og sísemjandi. Man ég sérlega að hann tók upp hanskann fyrir tónlistarkennara áður en þeir áttu sér formlegan málsvara. Við Guðmundur áttum löng samtöl um kjara- og landsmál á þeim árum sem ég starfaði við hlið hans sem formaður Kennara- félags Reykjavíkur. Þar sótti ég í smiðju mína helstu kunnáttu á því sviði. Guðmundur var róttækur enda ólst hann upp í helsta vígi þeirra á Ísafirði. Hann sagði mér sögur af föðurafa mínum Jóni Baldvins- syni, en þeir voru sem eðlilegt er alltaf sammála. Þó rætur Guðmundar væru í Alþýðubandalaginu gamla, þá átti hann marga trúnaðarvini í öðrum flokkum. Þannig fullyrði ég að hann átti einnig hlut í þeirri sátt sem komst á eftir langt og erfitt verk- fall BSRB 1984. Á góðri stundu gat Guðmundur verið hinn ljúfasti og mýksti í hópnum. Þá settist hann við píanó ef það var að finna og spilaði. Einkennislag Guðmundar var „Dońt fence me in“. Það var held- ur ekki hægt að setja Guðmund í girðingu ef svo bar við. Óhræddur gat hann staðið á sinni meiningu þó fjöldinn vildi annað. Eftir á að hyggja hafði hann yfirleitt rétt fyrir sér. En nú er hann farinn í ferðina löngu. Mig langar til að þakka honum samferðina og öll góðu ráð- in með orðum Rögnu heitinnar Ólafsdóttur sem er einnig nýlátin: „Það að þekkja Guðmund Árna- son, er á við einn launaflokk.“ Far þú í friði, góði félagi. Gísli Baldvinsson. Það var gott að vera í liði með Guðmundi Árnasyni. Og alla tíð fannst mér ég vera í hans liði. Leiðir okkar lágu fyrst saman á vettvangi BSRB rétt upp úr 1980, hann í framvarðasveit Kennara- sambands Íslands og BSRB, ég formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins og varamaður í stjórn BSRB. Aldarfjórðungur skildi okkur að í aldri. Þótt við Guðmundur værum samherjar er ekki svo að skilja að við hefðum alltaf verið sammála um alla hluti. Þannig man ég að Guðmundur vildi semja fyrr en ég til að ljúka langvinnu og illvígu verkfalli BSRB haustið 1984. Skýringin var held ég aldursmun- urinn og lífsreynslan. Ekki bar- áttuviljinn. Hann var ekkert síðri hjá hinum eldri en hinum yngri. Guðmundur Árnason var nefni- lega mikill baráttumaður en jafn- framt var hann annálaður samn- ingamaður. Hann sá færar leiðir þar sem aðrir sáu bara torleiði. Hann var bjartsýnn þegar aðrir voru bölsýnir. Og svo velviljaður var hann að hann hreinlega fram- kallaði samningsvilja hjá gagnað- ilum við samningaborðið. Guð- mundur var okkar Njáll. Ég sakna Guðmundar Árnasonar. Alla tíð mat ég hann mikils og þá arfleifð sem hann skildi eftir sig á sameig- inlegum vettvangi okkar í BSRB. Fjölskyldu hans færi ég innilegar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson. Guðmundur Árnason helgaði líf sitt kennslu og starfi fyrir samtök kennara. Við kveðjum því í dag baráttumann, sem um árabil var í forystusveit opinberra starfs- manna og kennara, ekki síst fram- haldsskólakennara; mentor okkar margra í félagsmálum og heiðurs- félaga Félags framhaldsskóla- kennara hins eldra, í gamla Kenn- arasambandinu. Guðmundur fæddist í Grinda- vík 21. mars 1923, sonur Petrún- ellu Pétursdóttur og Árna Helga- sonar, organista og verslunarmanns. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 en fyrsta smjör- þefinn af kennslu fékk hann þegar hann var kallaður til kennslu við Gagnfræðaskólann á Ísafirði 1946, af Hannibal Valdimarssyni. Síðar kenndi hann við Gagnfræðaskól- ann í Kópavogi. Kynni okkar af Guðmundi tengdust starfi hans fyrir samtök framhaldsskólakennara, þeirra sem kenndu við sérskóla, sem svo nefndust til aðgreiningar frá menntaskólum. Hann var um ára- bil starfsmaður og í stjórn Lands- sambands framhaldsskóla, sem og í stjórn Kennarasambands Ís- lands, hins eldra. Þá starfaði hann lengi á skrifstofu Kennarasam- bandsins og síðar hjá Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna; sat hann þar einnig í stjórn um árabil. Við fram- haldsskólakennarar sýndum hug okkar og þakklæti til Guðmundar þegar við kusum hann heiðurs- félaga okkar, ekki síst fyrir óeig- ingjarnt starf að kjaramálum okk- ar. Þar nutum við reynslu hans og mannkosta. Við leiðarlok kveðjum við ljúfan dreng og góðan félaga. Við send- um eftirlifandi eiginkonu hans, Salóme og dætrum þeirra hjóna okkar einlægu samúðarkveðjur og biðjum þeim huggunar í harmi. Haukur Már Haraldsson. Ingibergur Elíasson. Sigurður Ingi Andrésson. Guðmundur Árnason kennari hóf störf fyrir Landssamband framhaldsskólakennara, LSFK, um 1970 og vann þá nokkra tíma á viku á skrifstofu félagsins. Kjara- mál urðu sífellt fyrirferðarmeiri þáttur í starfi Guðmundar sem leiddi til þess að hann hætti kennslu og var ráðinn fram- kvæmdastjóri LSFK. Við Guðmundur áttum oft sam- starf fyrir félög okkar á sviði kjaramála, m.a. í kringum fyrsta verkfall opinberra starfsmanna 1977. Það ár keyptu BSRB og nokkur aðildarfélög húsið á Grett- isgötu 89. Þangað fluttu kennara- félögin SÍB og LSFK á sameig- inlega skrifstofu 1978 og urðum við Guðmundur þar með vinnu- félagar. Sambúð félaganna leiddi til aukins samstarfs og fljótlega hófst undirbúningur sameiningar LSFK og SÍB sem náði fram að ganga með stofnun Kennarasam- bands Íslands 1980. Á stofnþingi KÍ var ég kosinn formaður og Guðmundur varaformaður. Hann var jafnframt ráðinn fram- kvæmdastjóri KÍ. Formaður var ekki í starfi hjá félaginu í þá daga en ég hafði náið samstarf við Guð- mund sem vann fyrst og fremst á sviði kjaramála á skrifstofu KÍ. Hann sat í samninganefndum LSFK og síðan KÍ þau ár sem hann starfaði hjá félögunum. Jafn- framt sá hann um mál einstak- linga og hópa sem leituðu til fé- lagsins vegna leiðréttinga launa eða meintra brota á kjarasamn- ingum eða lögbundnum réttind- um. Var Guðmundur óþreytandi í að ná fram leiðréttingum fyrir við- komandi félagsmenn. Guðmundur var afar þægilegur vinnufélagi, kankvís húmoristi og ljúfmenni sem ávann sér fljótt traust sam- starfsmanna. Hann hafði mikinn áhuga á bættum kjörum launa- fólks, var snjall lobbíisti og náði oft frábærum árangri „með sínu lagi“. Á þessum árum var ríkið vinnu- veitandi kennara og nær eini við- semjandi KÍ. Í erfiðum verkfalls- samningum 1984 var samninganefnd KÍ gefið fyrirheit um launaflokkshækkun til grunn- skólakennara á samningstíman- um. Guðmundur minnti oft á þetta fyrirheit á fundum í samstarfs- nefnd fjármálaráðuneytisins og KÍ en ekkert gekk. Albert Guð- mundsson var þá fjármálaráð- herra og þó að þeir Guðmundur spiluðu hvor á sínum kanti í pólitík náðu þeir vel saman. Dag einn hittust þeir í anddyri Arnarhvols og tók Guðmundur ráðherra tali og kvartaði yfir seinagangi á launahækkun sem grunnskóla- kennarar ættu inni hjá ríkinu. Þetta óformlega samtal hafði þau áhrif að fjármálaráðherra gaf samdægurs fyrirmæli um launa- flokkshækkun til grunnskóla- kennara. Guðmundur Árnason lét af störfum hjá KÍ 1986 eftir árang- ursríkt starf fyrir kennarastéttina í nær tvo áratugi. Ég minnist hans sem frábærs samstarfsmanns og ómetanlegs baráttumanns fyrir bættum kjörum kennara. Salóme, eigikonu Guðmundar, og aðstandendum öllum sendi ég innilega samúðarkveðju. Valgeir Gestsson. Guðmundur Árnason  Fleiri minningargreinar um Guðmund Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.