Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar í Líbíu héldu
í gær áfram árásum á Sirte og komust hundruð
stuðningsmanna stjórnarinnar inn í borgina úr
austri. Sirte er eitt af síðustu vígjum stuðnings-
manna Gaddafis og eru margir uppreisnarmenn
fullvissir um að einræðisherrann fyrrverandi sé í
felum í suðurhluta borgarinnar.
Herflugvélar NATO vörpuðu sprengjum
Uppreisnarmennirnir þeystu inn í Sirte á pall-
bílum og flutningabílum, vel varðir af skriðdrek-
um sem fylgdu fast á eftir. Þeir mynduðu glað-
beittir bókstafinn V með fingrunum til að tákna
sigur og hrópuðu „Guð er mikill“. Í bílunum mátti
sjá birgðir vatns og matar auk dýna, sem bendir til
þess að uppreisnarmennirnir muni reyna að taka
sér stöðu í borginni.
Herflugvélar NATO héldu áfram árásum á
skotmörk við Sirte, annan daginn í röð. Á laugar-
daginn sprengdu þær 29 bifreiðar, stjórnstöðvar
og vopnageymslur stuðningsmanna Gaddafis.
Þjóðverjar tilkynntu í gær að þeir hefðu opnað á
ný sendiráð sitt í Trípólí eftir að hafa lokað því fyr-
ir hálfu ári vegna ótryggs ástands. Þá tilkynnti
bráðabirgðastjórnin í Líbíu að fjöldagröf hefði
fundist í Trípóli með líkum 1.700 fanga úr hinu ill-
ræmda Abu Salim-fangelsi. Þeir voru myrtir af
stjórn Gaddafis eftir uppreisn árið 1996 en álitið er
að fjöldamorðið hafi átt þátt í því að byltingu var
hrundið af stað sem á endanum varð til þess að
Gaddafi var steypt af stóli.
Hörð atlaga gerð að Sirte
Hundruð uppreisnarmanna komust inn í borgina Virðist styttast í að eitt síð-
asta vígi stuðningsmanna Gaddafis falli Fjöldagröf fannst í Trípólí
Reuters
Hörð barátta Uppreisnarmenn skammt utan við Sirte, fæðingarborg Múammars Gaddafis.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Nítján létust þegar flugvél Buddha
Air á leið úr útsýnisflugi um Eve-
rest-fjall brotlenti skammt frá Kat-
mandú, höfuðborg Nepals, í gær-
morgun. Flestir af farþegunum
sextán voru ferðamenn frá Indlandi,
Bandaríkjunum og Japan, en þrír
voru heimamenn, líkt og þriggja
manna áhöfnin. Mikil rigning og
þoka var á svæðinu þegar slysið
varð.
Að sögn sjónarvotta flaug vélin
mjög lágt rétt áður en hún brotlenti í
Kotdada-hlíðum. Mikil sprenging
heyrðist og eldur blossaði upp. Hlíð-
arnar eru vaxnar þéttum skógi og
slysstaðurinn 50 metra frá næsta
vegi. Það ásamt úrkomunni gerði
björgunarmönnum erfitt fyrir að
sinna störfum sínum en líkin fundust
á tiltölulega litlu svæði, eða innan við
25 metra frá braki flugvélarinnar.
Björgunarmenn fundu einn með lífs-
marki en hann lést skömmu síðar á
spítala.
Útsýnisflugferðir vinsælar
Útsýnisflugferðir sem þessi hafa
verið mjög vinsælar hjá Buddha Air.
Flogið er með ferðamenn frá Kat-
mandú og umhverfis Everest, hæsta
fjall heims, og nálæga tinda. Ferð-
irnar eru iðulega farnar á morgnana
því vindur eykst eftir því sem líður á
daginn og feykir hann upp snjónum í
fjallshlíðunum með þeim afleiðing-
um að útsýnið skerðist.
Flugslys eru algengari en gengur
og gerist í Nepal, sérstaklega á rign-
ingartímabilinu síðsumars þegar
skyggni er iðulega slæmt. Í desem-
ber í fyrra brotlenti flugvél með 22
innanborðs skammt frá Katmandú
og skömmu áður hrapaði þyrla
skammt frá Everest.
Þremur mánuðum fyrr brotlenti
flugvél með þeim afleiðingum að allir
um borð, flestir ferðamenn, létust.
Mannskætt flugslys í Nepal
Reuters
Af slysstað Vélin brotnaði í nokkra hluta og allir innanborðs létust.
19 létust þegar flugvél á leið úr útsýn-
isflugi brotlenti Flestir farþeganna
ferðamenn Flugslys tíð í Nepal
Meðlimir í Hinu kærleiksríka bræðralagi Bethune
bera styttu af heilögum Éloi frá Bethune til Beuvry í
norðurhluta Frakklands, til að minnast stofnunar
bræðralagsins árið 1188. Það er einna þekktast fyrir
þá hefð sína að bera fólk til grafar án þess að taka
gjald fyrir, sama hverrar trúar það var í lifanda lífi.
Sú 800 ára hefð á rætur að rekja til þess þegar
plágur geisuðu og óttaslegið fólk vildi ekki koma
nálægt líkum samborgara sinna og grafa þau.
Reuters
Bræðralag gengur fylktu liði til BeuvryHópur herskárra manna, sem teng-
ist Al-Qaeda, hjó höndina af 15 ára
dreng í gær í refsingarskyni eftir
að hann stal rafmagnssnúrum í
bænum Jaar í suðurhluta Jemens.
Mennirnir hjuggu hönd hans af
með sveðju fyrir framan fjölmarga
íbúa bæjarins, en þeir voru beðnir
um að mæta og fylgjast með því
þegar refsingunni var framfylgt.
Eftir á var gengið um bæinn með
afskornu höndina til að brýna fyrir
bæjarbúum hvað gerðist ef þeir
gerðust sekir um þjófnað.
JEMEN
Hjuggu höndina
af 15 ára dreng
Síðasta nautaatið
í Barcelona fór
fram á Monu-
mental-
leikvanginum í
gær en bann við
þessari alda-
gömlu íþrótt í
norðausturhluta
Katalóníu tekur
gildi í byrjun
næsta árs. Upp-
selt var á atið en um 18.000 manns
voru viðstaddir. Dýraverndunar-
sinnar fagna banninu en aðdáendur
nautaatsins eru ekki sama sinnis og
kölluðu þeir atið í gær „jarðarför
nautaatsins“.
Lög um bann við nautaati voru
samþykkt á katalónska þinginu í
júlí 2010 eftir að dýraverndunar-
sinnar söfnuðu 180.000 undir-
skriftum banninu til stuðnings.
Nautaat í Katalóníu má rekja aftur
til 16. aldar en vinsældir þess hafa
heldur farið dvínandi síðastliðin ár.
SPÁNN
Síðasta nautaatið
í Barcelona
Nautaat Liðin tíð
í Barcelona.
Bandarísku göngumennirnir tveir,
sem þurftu að dúsa í fangelsi í Íran
í rúm tvö ár fyrir njósnir, komu aft-
ur til Bandaríkjanna í gær.
Soldáninn í Óman ákvað að ríkið
skyldi borga lausnargjaldið fyrir þá
Shane Bauer og Josh Fattal en það
nam yfir 100 milljónum króna.
Mönnunum var sleppt úr fangelsi
á föstudaginn og var þá flogið með
þá til Óman þar sem þeir hittu ást-
vini sína. Meðal þeirra sem tóku á
móti þeim var unnusta Bauers, Sa-
rah Shourd, sem var einnig hand-
tekin fyrir tveimur árum en henni
var sleppt í fyrra gegn tryggingu.
Þremenningarnir segjast saklausir
af öllum ákærum.
BANDARÍKIN
Göngumennirnir
komnir aftur heim
Josh Fattal og Shane Bauer
Abdullah, konungur Sádi-Arabíu,
hefur tilkynnt að árið 2012 fái kon-
ur þar í landi kosningarétt og megi
bjóða sig fram í héraðskosningum.
Þær munu því geta tekið þátt í
kosningum sem fram fara í landinu
eftir fjögur ár en konungurinn seg-
ir að ekki eigi að gera lítið úr skoð-
unum múslímakvenna.
Baráttuhópar kvenna hafa lengi
krafist þess að konur í landinu
fengju kosningarétt. Einnig hafa
þeir barist fyrir öðrum réttindum
kvenna eins og að þær fái að
ferðast um án karlkyns samferða-
manns
SÁDI-ARABÍA
Konur fá loks
kosningarétt