Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir tveimurmánuðumsamþykktu leiðtogar evru- svæðisins björg- unarpakka fyrir Grikkland eftir að sá fyrri hafði ekki dugað. Um- ræðu um þennan síðari pakka er ekki lokið í þingum ríkja svæðisins en þó er þegar útlit fyrir að hann muni ekki duga. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið á fundum iðnríkjanna, G20, og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins síðustu daga og í tengslum við þessa fundi. Rætt hefur verið um að Evr- ópski fjármálastöðugleikasjóð- urinn, EFSF, sem ræður yfir um fjögur hundruð milljörðum evra, sé allt of lítill til að ráða við vandann. Þetta hefur orðið til þess að hugmyndir hafa ver- ið viðraðar um að gíra sjóðinn upp, en slík gírun eykur mjög áhættuna um leið og hún getur margfaldað það sem sjóðurinn hefur úr að spila. Þess háttar fjármálafræðum kynntust Ís- lendingar ágætlega í aðdrag- anda falls bankanna, ekki síst áhættunni sem slíkum aðferð- um fylgir. Nú eru margir stóru bank- anna í Evrópu í bráðri hættu og þá skjóta örvæntingarfullar hugmyndir upp kollinum. Og þetta eru engin jaðarsjónar- mið, því að Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, segir að verið sé að „íhuga möguleikann á að gíra upp sjóði EFSF til að hafa meiri skotkraft og sterkari fjárhagslegan eldvegg til að styðja aðildarríkin“. Franski fjármálaráðherr- ann, François Baroin, notaði einnig orðið „gírun“ í um- ræðum um framtíð EFSF, enda vafalítið áhyggjufullur út af framtíð franskra banka, sem hafa þurft að hafa mikið fyrir því að undanförnu að sannfæra fjárfesta um að þeir muni standa storminn af sér. Þýskur kollegi Baroin, Wolf- gang Schäuble, hefur efasemd- ir um þessa aðferð og það að „ríkis- stjórnir og seðla- bankar hendi – bókstaflega – jafn- vel enn meira fé í vandamálið“. En þó að ekki séu allir á einu máli um hversu miklu fé eigi að verja í að reyna að koma í veg fyrir að vandræði Grikklands og annarra verst stöddu ríkjanna smitist yfir í og felli ríki sem annars gætu staðist, svo sem Ítalíu og Spán, þá er lítill ágreiningur um hvaða grundvallarbreytingar þurfi að gera eigi evrusvæðið að lifa til framtíðar. Um þetta eru fjármálaráðherrar Frakklands og Þýskalands til að mynda al- gerlega sammála og um helgina sagði Schäuble að sam- eiginleg yfirstjórn ríkisfjár- mála væri markmið evrusvæð- isins og nauðsynlegt til að sannfæra markaði um lang- tímastöðugleika evrunnar. „Jafnvel þó að óraunsætt sé að trúa því að við getum náð slík- um pólitískum og fjármála- legum stöðugleika í einni svip- an er ég sannfærður um að eftir því sem krísan versnar er kominn tími til að hraða breyt- ingunum á pólitísku og stofn- analegu kerfi Sambandsins í átt að pólitísku og fjármála- legu sambandi.“ Þetta viðhorf er undirliggj- andi í öllum orðum og gjörðum leiðtoga ríkja Evrópusam- bandsins í þeim efnahags- vanda sem þeir glíma við. Aug- ljóst er að hvort sem þeim tekst, sem allir hljóta að vona, að komast í gegnum þessa erfiðleika án þess að ríki og fjöldi stórra banka falli, þá verður það Evrópusamband sem út úr kreppunni kemur allt annað Evrópusamband en það sem inn í hana fór. Íslensk stjórnvöld, sem sóttu um aðild áður en þetta ástand kom upp á yfirborðið, hljóta að þurfa að endurskoða umsóknina fyrst forsendur eru brostnar. Það er ekki boðlegt að láta áfram eins og ekkert hafi gerst. Út úr kreppunni kemur ekki sama Evrópusamband og inn í hana fór} Allt annað ESB Vonbrigði lög-reglumanna með niðurstöðu gerðardóms eru skiljanleg. Ríkis- stjórnin hefði átt að ræða við lögreglumenn og leysa málið í stað þess að senda það í gerðardóm. Þrátt fyrir að niðurstaða gerðardóms liggi fyrir er aug- ljóst að ekki er búið að leysa kjaramál lög- reglumanna. Þeir eru enn mjög ósáttir með sinn hlut, sem er skilj- anlegt. Ekki má láta lögreglumenn gjalda fyrir það að hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin ætti nú að sýna frumkvæði, taka málið upp að nýju og ná viðunandi lendingu. Ríkisstjórnin má ekki misnota stöðu lögreglumanna} Málum lögreglunnar er ólokið Þ egar vinir falla frá er óhjákvæmilegt að maður endurskoði sína tilveru. Ekki aðeins vegna þess að maður er minntur óþyrmilega á hverful- leika lífsins, heldur er það liður í því að syrgja – að rifja upp góðar stundir með gengnum vini og horfast í augu við lífið án hans. Oft eru það léttvægustu stundirnar sem standa upp úr, innilegar samræður um málefni augnabliksins, tilefnið gleymt en hláturinn og gleðin sitja enn í manni. Eitt af helstu áhuga- málum vinar sem var að kveðja var knattspyrna. Leeds var hans lið í Englandi, hann hafði alla tölfræði á hreinu og ræddi um núverandi og fyrrverandi leikmenn Leeds eins og um væri að ræða heimilisvini. Það var alveg sama hvernig reynt var að fá hann til að ganga af Leeds- trúnni, honum varð ekki haggað jafnvel þótt lið- ið félli niður um hverja deildina á fætur annarri og Man- chester United væri í boði. Hann var tryggðatröll og studdi sína menn á hverju sem gekk. Við töluðum líka um pólitík. Og stundum hafði ég á tilfinn- ingunni að hann biði í ofvæni eftir að kasta fram vangavelt- um um menn og málefni, einfaldlega til að heyra hvernig ég brygðist við – hann þóttist vita úr hvaða átt ég kæmi. Þá var blik í auga og kerskni í orðum. Missirinn er mikill fyrir fjölskyldu og vini og hugur minn er hjá þeim. Stundum er talað um það í hálfkæringi að kirkjugarð- arnir séu fullir af ómissandi fólki. Og það er haft til marks um að það hafi kannski ekki verið ómissandi eftir allt saman. Og víst er það satt, að lífið held- ur áfram. Nýjar kynslóðir fæðast og fylla í skörðin. En þó að jörðin haldi áfram að snúast um möndul sinn, þá þýðir það ekki að fólkið í kirkjugörðunum hafi ekki í reynd verið ómiss- andi. Það er sorgleg staðreynd að þekking og reynsla kynslóðanna hverfur jafnóðum og hún verður til, sem leiðir af sér að manneskjan þarf stöðugt að læra allt upp á nýtt. Þetta er í raun gamla dæmisagan um Sisifos, konung Korinþu, sem fékk þann refsidóm að velta gríðarstóru grjóti upp bratta brekku og í hvert skipti sem grjótið er að komast upp á brúnina, þá veltur það ofan aftur og hann þarf að byrja að nýju að mjaka því upp brekkuna – í eilífri endurtekningu. Kannski er það þess vegna sem styrjaldir brjótast út og mannkynið reynir aftur og aftur að tortíma sér. Og það er ekki einungis þekking og reynsla sem þurrk- ast út með hverjum einstaklingi, heldur heilt únivers, gleði, manngæska, draumar og vonir. Þegar horft er til þess hversu hörmulegan vítahring við búum við, þá er ekki laust við að maður fyllist örvæntingu. En vonin er sú, að við hin, sem tökum við keflinu, missum það ekki úr höndunum. Víst er nóg af fyrirmyndum meðal þeirra sem gengnir eru. Við hljótum að horfa til þeirra í hvert skipti sem við stöndum á krossgötum. Það vísar okk- ur veginn. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Líf á krossgötum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is S igríður Ingibjörg Inga- dóttir, varaformaður fé- lags- og tryggingamála- nefndar Alþingis, telur nýútkomna skýrslu eftir- litsnefndar um sértæka skuldaað- lögun vera góðar leiðbeiningar fyrir Alþingi, framkvæmdavaldið og fjár- málastofnanir. „Við settum þessa nefnd á lagg- irnar til þess að fylgjast með fram- kvæmd sértækrar skuldaaðlögunar og hún er að sinna hlutverki sínu vel. Skuldastaða heimila og fyrirtækja er alls ekki auðvelt mál og við búum ekki yfir neinum skyndilausnum. Þess vegna er mikilvægt að fá skýrslu sem þessa til að vinna eftir og bæta og laga það sem talið er að hafi farið úrskeiðis,“ segir Sigríður. Sigríður segir heppilegast að skýrslan verði tekin fyrir þegar þingið kemur saman aftur og búið verður að skipa í nefndir. „Ég velti því fyrir mér hvort rétt væri að kalla saman félags- og tryggingamála- nefnd út af skýrslunni en stutt er í að Alþingi komi saman aftur og skipað verði að nýju í nefndir sam- kvæmt nýjum þingskapalögum og því er eðlilegt að nýjar nefndir taki málið upp. Þó svo að skuldamál heimila og fyrirtækja séu aðkallandi verður líka að vinna þau vel og vanda til verks.“ Einstaka ósamræmi í framkvæmd Eftirlitsnefndin sem skilaði þriðju skýrslu sinni núna 9. sept- ember síðastliðinn fjallar um fram- kvæmd skuldaaðlögunar ein- staklinga og telur til ýmsa þætti sem betur mættu fara í meðhöndlun fjár- málastofnana á lækkun skulda. Til að mynda er á einstaka sviðum ósamræmi í sjálfri framkvæmdinni þó að töluvert samræmi sé í því hvernig fjármálastofnanir vinna málin. Dæmi eru t.d. um ósamræmi milli fjármálastofnana á því hvernig bílalán eru reiknuð en sum fjármála- fyrirtæki lögðu vaxtavexti við höf- uðstól einu sinni á ári meðan önnur leggja vaxtavexti við höfuðstól við hvern áfallinn gjalddaga sem gefur nokkuð hærri eftirstöðvar. Munur- inn á aðferðafræði fjármálafyrir- tækjanna byggðist á mismunandi skilningi þeirra á lögunum og hvern- ig standa skyldi að útreikningi Veita úrræði sem snúa að sjálfum sér Sértæk skuldaaðlögun hefur ekki virkað sem skyldi að mati nefndarinnar þar sem fjármálastofn- anir sem hafa umsjón með ferli skuldara virðast tilbúnari að veita úrræði sem snúa að þeim sjálfum en að standa í mikilli vinnu við að semja við aðra kröfuhafa skuldara, þ.e. þriðja aðila. Að mati nefndarinnar er sértæk skuldaaðlögun í hálfgerðum skammarkrók fjármálafyrirtækja. Þá telur nefndin að úrræði við 110 prósenta leiðina hafi verið útfærð of þröngt í samkomulagi frá 15. janúar 2010. Segir orðrétt í skýrslunni: „Með því að miða við 110% af fast- eignamati í stað markaðsvirðis ódýrari eigna, láta aðrar aðfar- arhæfar eignir ekki dragast frá niðurfærslu að ákveðnu marki og taka upp fríeignamark með fastri fjárhæð hefði mátt ein- falda og flýta málum að mati nefndarinnar.“ Þá segir í skýrslunni að það flæki málið enn frekar að fram- kvæmdin varðandi fríeignamarkið hefur verið jafn ólík og fjár- málafyrirtækin eru mörg. Úrræði í hálfgerðum skammarkrók Morgunblaðið/Ómar Erfitt Eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun telur útfærslu á 110% leið- inni hafa verið of þrönga og sértæka skuldaaðlögun ekki virkað sem skyldi. „Úrræðin sem standa fólki til boða eru of þunglamaleg og gagnast allt of fáum. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum frá fyrsta degi alltaf sagt að vandinn væri svo almennur og mikill að hann kallaði á ein- faldar og skjótar leiðir,“ segir Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir því við að nú séu þrjú ár síðan bankarnir féllu og það það sé alvarlegt að ekki skuli hafa verið takið á þessum málum með fastari tökum. „Það verður að líta á fleiri þætti eins og t.d. hagvöxt en hann er einn af nauðsynlegum þáttum þess að hagkerfið taki við sér og fólk sjái fram úr skulda- stöðu sinni. Hag- vöxtur skapar fleiri störf og við getum þá borg- að hærri laun.“ Þurfum auk- inn hagvöxt ÞUNGLAMALEG ÚRRÆÐI Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.