Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SPENNAN EYKST HÆÆÆÆÆÆÆGT MIG LANGAR AÐ SPILA EN ÉG GET ÞAÐ BARA EKKI MAMMA SAGÐI MÉR AÐ KEYRA SÖLKU UM Í KERRUNNI OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG ÆTLA AÐ GERA! ÞAÐ SEM ÉG VERÐ AÐ GERA! MIKIÐ ER HANN ORÐINN ÁKVEÐINN. SVONA ÁKVEÐNI GETUR KOMIÐ MANNI LANGT Í LÍFINU ...OG KOSTAÐ MANN LEIKI SAGÐIRÐU KOKKNUM AÐ STEIKURNAR OKKAR VÆRU SVO SEIGAR AÐ ÞAÐ TÆKI HEILA EILÍFÐ AÐ TYGGJA ÞÆR? JÁ, OG HANN SAGÐI MÉR AÐ LÁTA YKKUR FÁ BOX SVO ÞIÐ GÆTUÐ TEKIÐ ÞÆR MEÐ HEIM EF ÞIÐ NÁIÐ EKKI AÐ KLÁRA ÞÆR ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ HEIM ÞETTA ER VINUR MINN, HANN LÚLLI SLÉTTHVERFA. HANN KEMUR HINGAÐ UM HVERJA HELGI TIL AÐ REYNA AÐ NÁ SÉR Í STELPUR HÆ SÆTA, HVAÐ SEGIRÐU GOTT? VIÐ HVERJU BJÓSTU? SLÉTTHVERFUR ERU BOTNÆTUR GÓÐAR FRÉTTIR! ÞEIR VILJA FÁ MIG OG BÖRNIN Í RAUNVERULEIKA- ÞÁTTINN ER ÞAÐ? PABBI, ÉG VEIT EKKI HVORT MÉR LÍST Á AÐ BÖRNIN VERÐI Í ÞESSUM ÞÆTTI ER ÞETTA HJÁ ARDINFJÖL- SKYLDUNNI? ÁÐUR EN ÞÚ ÁKVEÐUR ÞIG, ERTU TIL Í AÐ SKOÐA SAMNINGINN FYRST. ÞEIR ÆTLA AÐ SENDA HANN TIL ÞÍN JAMESON VILL AÐ ÉG TAKI MYNDIR Í MIAMI KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ VERA HÉRNA AÐEINS LENGUR EN Á MÓTI KEMUR AÐ ÞVÍ LENGUR SEM ÉG ER HÉRNA ÞVÍ LÍKLEGRA VERÐUR ÞAÐ AÐ SABRE- TOOTH FINNI MIG HVERT VILTU FARA? KEMUR Í LJÓS Á MEÐAN, Á FLUGVELLI Í MIAMI... Reiðhjól fannst Stórt karlmanns- reiðhjól, grænt og blátt á lit, fannst á Álfhólsvegi 21. sept- ember síðastliðinn. Upplýsingar í síma 554-2932. Sjúkrahús og ör- verur Þótt smitsjúkdómar séu í lágmarki um þessar mundir miðað við það sem áður var er eitt vandamál eldri sjúkrahúsa stað- bundnar örverur sem ekki virðist unnt að útrýma. Nýtt sjúkrahús sem tengist eldra yrði því fljótt að erfa þennan örverugróður og þann kostnað sem af hlýst við að halda honum niðri. Staðreyndin er sú að flest örverudrepandi lyf eru unnin úr sveppum, svokölluð fúkka- lyf, en fjölgun þeirra virðist tak- mörkuð. Það er því að hefjast bar- átta mannsins við þessar örverur rétt einu sinni enn og verður vænt- anlega erfitt vandamál og kostn- aðarsamt á þessari öld. Vegna of- eða vannotkunar á fúkkalyfjum eru t.d. ýmsar bakteríur komnar fram sem ekkert lyf er gegn og geta drep- ið á nokkrum sólarhringum með blóðeitrun, nema unnt sé að fjar- lægja þær með skurðaðgerð. Það er því mjög varasamt að byggja við gamalt sjúkrahús út frá þessu sjón- armiði og hefði átt að velja nýjan stað, ómengaðan, fyrir nýtt sjúkrahús og losna þannig við þetta heil- brigðisvandamál strax í byrjun sem gæti ann- ars reynst dýrt strax frá upphafi. Sjúkrahús lengur en 100 ár á sama stað er því ekki ráðlegt þótt sýna megi fram á annað peninga- legt hagræði. Mann- skepnan hefur verið á flótta undan mengun frá örófi alda og hér hefðu Íslendingar átt einstakt tækifæri sem þeir hefðu ekki þurft að láta sér úr greipum renna ef langtímasjónar- mið hefðu ráðið. Það eru því örver- urnar: vírusar, sveppir og bakteríur, sem koma til með að verða okkur enn skeinuhættari í framtíðinni ef svo heldur fram sem horfir. Pálmi Stefánsson. Elskulegt starfsfólk í Lyfju Í Lyfju á Laugavegi er elskulegt starfsfólk og þótt mikið sé að gera þá er alltaf sama góða viðmótið. Ég vil þakka því fyrir góða þjónustu. Sigríður viðskipavinur. Ást er… … þegar hann fær ekki nóg af lyktinni þinni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns- leikf. í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, út- skurður og myndmennt kl. 13. Leikfimi hefst 3. okt. Skráningu lýkur 29. sept. Árskógar 4 | Handav., smíði/útskurður kl. 9, vist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Boðinn | Jóga kl. 9, botsía kl. 11. Tálgað kl. 13.30 með Valdóri. Bólstaðarhlíð 43 | Söngustund við pí- anóið með Sigrúnu Erlu kl. 10.15, leik- fimi, sögustund og handavinna. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, umsjón Björg F. Elí- asdóttir, brids kl. 13. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í Gullsmára kl. 20.30. Skrif- stofa. FEBK í Gullsmára 9, er opin kl. 10-11.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffispjall kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnuleiðbeinandi til hádegis, botsía kl. 9. 20, gler- og postulín kl. 9.30, lomber kl. 13 og kanasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- lín kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns- leikfimi kl. 12.15 og 14.15. námskeið í málun kl. 14 í Kirkjuhvoli, fullbókað. Jónshús er opið kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. handavinna og tréútskurður, vatnsleikfimi í Breiðholts- laug kl. 9.50. Spilasalur opinn frá há- degi, kóræfing kl. 12.30. Glerskurður hefst 4. okt. og bókband 7. okt. Háteigskirkja | Vist kl. 13 í Setrinu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 9.15, bænastund kl. 10.15, mynd- list kl. 13. Haustlitaferð 28. okt. kl. 12.30. Nesjavallaleið, Þingvellir, Lyng- dalsheiði og Þrastalundur. Skráning á skrifstofu. Hraunsel | Ganga frá Haukah. kl. 10, Gaflarakórinn kl. 11, gler kl. 13, Botsía og vist kl. 13.30, tréskurður kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30, vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga kl. 9.10, handav.- og prjónahorn kl. 9, fataviðgerðir/ breytingar kl. 13. Fundur Æðsta ráðs kl. 10, Teddi afi kl. 9.30, félagsvist kl. 13.30, skapandi skrif kl. 16. Kynnisferð í World Class kl. 14.45. Tölvuleiðbeiningar á morgun kl. 13.15. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó fellur nið- ur. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Skartgripagerð á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi. Vesturgata 7 | Botsía kl. 9, handav. kl. 9.15, leifkimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13. Haustlitaferð kl. 12.30. Nesjavallaleið, Grafningur, Þingvellir, Lyngdalsheiði og gufubaðstofan á Laugarvatni skoðuð, Þrastalundur. Skráning í s. 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband og postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhaldssaga kl. 12.30, handav., spil og stóladans kl. 13. Andinn kemur jafnan yfir Pétur Stef- ánsson á föstudögum og ekki brást það í liðinni viku: Föstudagar fjörga geð, fátt mér veldur klígju. Ligg ég heima lasinn með ljóðabakteríu. Friðrik Steingrímsson sendi hon- um kveðju: Pétur heima bælir beð, bifast ekki tommu, hann er illa haldinn með hálfa aðra kommu. Björn Blöndal, lengi vinnumaður í Grímstungu, orti, þegar hann sat heima um göngur: Heimabandi heftur er, hörpu vandast slögin. Ég í anda aðeins fer yfir Sand í Drögin. Björn saknar útsýnisins af Sandi, er hann við annað tækifæri lýsir á þessa leið: Fegurð stök mér finnst að sjá fáguð þökin mjalla. Silfurhökul sveipar gljá sól um jökulskalla. Hann saknar samreiðarinnar þótt í þoku væri: Tökum strikið stefnu rétt, stór svo linni vandinn. Látum fákinn fleygisprett fara yfir Sandinn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vísum og jökulskalla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.