Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslenska skyrið hefur slegið rækilega í gegn í Noregi og Finnlandi á síðustu misserum. Í næsta mánuði byrjar norskt fyrirtæki vinnslu á skyri sem selt verður og markaðssett í Svíþjóð samkvæmt framleiðsluleyfi Mjólkursamsöl- unnar. Margir fleiri hafa spurst fyrir um þessa íslensku mjólkurafurð. Ástæða þess að MS gerir samninga um framleiðsluleyfi samhliða útflutningi eru tak- markanir á innflutningsheimildum á skyri til landa Evrópusambandsins. Að flytja út þekk- ingu er ekki síður arðbært fyrir MS heldur en eiginlegur útflutningur á skyri og þessir tveir þættir geta unnið mjög vel saman í Evrópu miðað við núverandi stöðu þar á mörkuðum, samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna fyr- irtækisins. Meiri útflutningur Útflutningur á mjólkurafurðum frá Íslandi er meiri í ár heldur en áður bæði í magni og krónum. Magnaukning í útflutningi skyrs á þessu ári er 160%. Auk skyrsins er flutt út smjör og undanrennuduft, en skyrið vegur þyngst þar sem um fullunna neytendavöru er að ræða. Varan er framleidd og henni pakkað á Selfossi og tryggir þar störf. Í ár verða 300 tonn af skyri flutt til Finn- lands með gámaskipum og er um meira en tvö- földun að ræða frá síðasta ári. Fari svo sem horfir er útlit fyrir að á næsta ári verði 380 tonna tollkvóti Evrópusambandsins fullnýttur í Finnlandi og verðmætið verði yfir 200 milljónir króna. MS hefur sótt um að tollkvóti fyrirtæk- isins hjá ESB hækki verulega á næstu árum. Skyr heitir skyr í Finnlandi og umbúðir eru þær sömu og hér á landi, nema hvað áletrunin er á finnsku og sænsku. „Síðasta hálft annað ár hefur skyr verið framleitt í Noregi af Q-mjólkurbúinu, dótt- urfyrirtæki Kavli, með framleiðsluleyfi frá Mjólkursamsölunni og fengið mjög góðar við- tökur,“ segir Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólk- ursamsölunnar. „Q-mjólkurfyrirtækið er samstarfsaðili okk- ar í Noregi og útlit er fyrir að fyrirtækið selji skyr í Noregi fyrir um 2,8 milljarða króna á þessu fyrsta heila ári, sem varan er á markaði. Skyrið og markaðssetning þess er margverð- launuð í Noregi. Kavli hefur einkum verið þekkt hér á landi fyrir kavíar og smurosta. Um sjálfs- eignarstofnun er að ræða og fer allur hagnaður af rekstri til mannúðar- og líknarmála. Nýlega undirrituðum við síðan samning við Kavli um sérstakt framleiðsluleyfi á skyri fyrir sænska markaðinn. Í Svíþjóð er að fara í gang mikið markaðsátak með skyr og ætlar Kavli Svíþjóð að verja umtalsverðum fjármunum í markaðssetninguna. Það segir sig sjálft að ekki væri verið að setja slíka fjármuni í þetta átak nema af því að menn hafa tröllatrú á skyrinu. Mikil Íslandstenging er í markaðsstarfi tengdu skyrinu og markaðskannanir sýna að ímynd Íslands er mjög góð þrátt fyrir allt og landið þykir spennandi,“ segir Jón Axel. Samningar til 20 ára Með sérleyfinu flytur MS út framleiðslu- þekkingu og ákveðnar markaðsupplýsingar og samstarfið við framleiðendur er náið. Mjólk- ursamsalan fær ákveðna prósentu af sölu skyrsins og ef vel gengur að selja skyr í Sví- þjóð gætu tekjur MS af sérleyfum í Noregi og Svíþjóð orðið yfir 100 milljónir króna á næsta ári. Samningarnir um sérleyfi í Noregi og Sví- þjóð eru til næstu 20 ára. Jón Axel segir að vonir séu bundnar við góðan árangur í Svíþjóð, enda sé markaðurinn þar tvöfalt stærri en í Noregi. „Með framleiðslu og útflutningi á skyri náum við að hámarka verðið sem við greiðum bændum fyrir umframmjólk,“ segir Jón Axel. „Því viljum við auka þessa framleiðslu og höf- um sótt um aukinn kvóta hjá Evrópusamband- inu. Við teljum að þessi vara sé ekki til annars staðar og innflutningur til Evrópulanda ógni því ekki einum eða neinum. Við erum strax komnir upp úr þakinu í Finnlandi og erum með fyrirspurnir frá Bretlandi og víðar. Við erum vongóðir um að fá jákvæð svör og þá gætum við farið að sinna fyrirliggjandi viðskipta- samböndum víðsvegar í Evrópu.“ Fyrirspurn frá Argentínu Skyr er einnig flutt til Bandaríkjanna og er það flutt út þangað með flugi. Útlit er fyrir að þangað fari um 120 tonn í ár eða um fjórðungur af því sem fer til Finnlands. Jón Axel segist finna fyrir miklum áhuga á skyri, ekki aðeins í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum, heldur hafi hann einnig nýverið fengið fyrirspurnir frá löndum eins og Japan og Argentínu. Hafa tröllatrú á íslensku skyri Morgunblaðið/RAX Útrás Einar Sigurðsson, forstjóri MS, og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs, við stæður af umbúðum, en skyrið hefur slegið í gegn í Finnlandi og Noregi.  Skyrið slær í gegn í Finnlandi og útlit er fyrir að 380 tonna tollkvóti ESB verði fullnýttur á næsta ári  Vinnsla á skyri samkvæmt framleiðsluleyfi í Noregi og Svíþjóð  Selt fyrir um 2,8 milljarða í Noregi Í byrjun nóvember fer fyrsti gámurinn af próteindrykknum Hleðslu til Finnlands. Um tilraunasendingu er að ræða í samstarfi við sömu aðila og selja skyr þar í landi. Jón Axel Pétursson segir um spennandi verkefni að ræða og ekki sé tollkvóti á þessari vöru. Uppistaðan í Hleðslu er hrein íslensk mysa, en hún hefur lítið eða ekki verið nýtt til þessa. Með öflugri vöruþróun og nýjungum í framleiðslutækni er nú mögu- legt að búa til mikil verðmæti úr íslenskri mysu. Áður var mysunni gjarnan hellt í sjóinn, en núna er slíkt bannað og því þurfti að setja upp dýran hreinsibúnað. Þess þarf ekki lengur á Akureyri þar sem öll mysan fer í íþróttadrykkinn Hleðslu og fleiri afurðir hjá MS. Mysa til útflutnings HLEÐSLA TIL FINNLANDS Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Álits um nýtt kvótafrumvarp sjávar- útvegsráðherra er að vænta frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinn- ar, segir nýja frumvarpið vera í ferli sem stjórnarandstaðan hafi óskað eft- ir. „Við þinglok í vor var það krafa stjórnarandstöðunnar að ekki yrði unnið meira með frumvarpið í nefnd- inni heldur farið yfir umsagnir og sent álit frá nefndinni til sjávarút- vegsráðherra.“ Lilja vill ekki tjá sig um efni álitsins en segir að það verði kynnt þegar nefndin sendir frá sér sitt álit. Umsagnir margra hagsmunaaðila og sérfræðingahóps sjávarútvegsráð- herra hafa verið mjög neikvæðar og sterklega varað við skaðanum af væntanlegum breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpinu. Að sögn Lilju kemur það henni ekki á óvart. „Þetta er ákveðin varð- staða um óbreytt kerfi frá hagsmuna- aðilum og þeir verða sjálfir að bera ábyrgð á eigin málflutningi. Við ger- um grein fyrir okkar máli í álitinu sem verður sent frá okkur til ráðherra. Þar koma okkar svör við þessum um- sögnum.“ Minnihlutinn skilar séráliti Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að engin samstaða muni ríkja um álit nefndarinnar og að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins muni skila séráliti til ráðherra. „Allt sem gerst hefur frá því þetta frumvarp var lagt fram und- irstrikar hversu gjörsamlega vanbúið það er. Það má lesa það út úr umsögn- um sem bárust nefndinni vegna frum- varpsins að verði það að lögum er það stórhættulegt fyrir íslenskan sjávar- útveg og skaðar hann. Það mun draga úr tekjum ríkisins af sjávarútvegi, það mun gera hag sjávarbyggða verri, laun lakari innan greinarinnar, nýliðun minni og samþjöppun meiri. Með öðrum orðum þá eru umsagn- irnar ein allsherjar rassskelling fyrir stjórnarliðið og ráðherrana sem að þessu máli standa.“ Enn fremur telur Einar að ríkis- stjórnin sem nú situr hafi rýrt hlut þeirra útgerða sem tóku á sig skerð- ingu kvótaminnkunar árið 2007. „Þetta er stórhættulegt enda þurfa margar einstaklingsútgerðir og nýrri útgerðir á því að halda að geta notið aukningarinnar þegar hún kemur. Nú er ætlunin hins vegar að ganga miklu lengra með þessu frumvarpi sem hef- ur verið lagt fram. Það mun bitna á öllum ef dregið verður úr hagræðingu og íslenska þjóðin mun hafa miklu minna upp úr auðlindinni. Það á greinilega ekki að reka sjávarútveg- inn eins og aðrar atvinnugreinar og það er ávísun á fátækt á Íslandi.“ Í ályktun aðalfundar Samtaka fisk- vinnslustöðva frá því á föstudag er skorað á ríkisstjórnina að draga til baka frumvarp sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í sumar. „Markmið frumvarpsins er augljós- lega að kollvarpa rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja, stórauka skattheimtu á sjávarútveginn, breyta aflahlut- deildarkerfinu og auka vald ráðherra og pólitísk afskipti af sjávarútvegin- um,“ segir í ályktuninni. Ný kvótalög ávísun á fátækt á Íslandi  Skorað á ríkisstjórnina að draga frumvarpið til baka Einar K. Guðfinnsson Lilja Rafney Magnúsdóttir Gestum og gangandi var boðið að reyna sig í aikido og ju jitsu er grein- arnar voru kynntar í gær. Þessir ungu piltar stóðust ekki mátið og fengu leiðsögn um fyrstu hreyfingarnar og báru sig fagmannlega að. Báðar þess- ar íþróttagreinar eiga uppruna sinn að rekja til Japan, en hafa fyrir löngu náð fótfestu á Vesturlöndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagmannlegir piltar Gestir prófuðu aikido og ju jitsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.