Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011 Föstudaginn 30. september kemur út glæsilegt sérblað um hannyrðir, föndur og tómstundir sem fylgja munMorgunblaðinu þann dag –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. eptember Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Han nyrð ir, fö ndur & tó mstu ndir MEÐAL EFNIS: Hannyrðir Skartgripagerð Jólakortagerð Útsaumur Prjón og hekl Málun Bútasaumur Módelsmíði Rætt við fólk sem kennir föndur Rætt við þá sem sauma og selja föndurvörur Föndur með börnunum og þeim sem eldri eru Ásamt fullt af öðru spennandi efni Hannyrðir, föndur & tómstundir Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Béla Tarr er ungverskur leikstjóri sem hlýtur heiðursverðlaun Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF) núna í ár. Hann var byrjaður að gera stuttmyndir þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Hann hafði aðeins hugsað sér að stúdera heimspeki en hafa kvik- myndagerð sem áhugamál en eftir að kommúnísk yfirvöld höfðu séð stutt- myndirnar hans var honum mein- aður aðgangur að háskólanum. „Viðbrögðin við þessum stutt- myndum mínum voru mjög sterk og komu mér mjög á óvart,“ segir Béla Tarr. „En ég fór þá að vinna í verk- smiðju og vann þar í tvö ár. Ég fór illa í bakinu á þeirri vinnu og fékk síðan vinnu í menningarmiðstöð. Ég gerði síðan mína fyrstu bíómynd fyr- ir mjög lítið fé. Við gerðum hana á fimm dögum og vorum bara með einn bíl, tvo lampa og eina 16 mm kvikmyndatökuvél. Ég var það hepp- inn að það kom fólk frá Vestur- Þýskalandi að sjá hana og féll fyrir henni þannig að hún komst á ferða- lag erlendis. Hún fékk síðan nokkur verðlaun á hátíðum og ég fékk tæki- færi til að læra í kvikmyndaháskól- anum.“ Fyrsta bíómynd Tarr, Családi tûz- fészek (Hreiðurgerð), var gerð undir áhrifum frá Búdapest skólanum og var þessi leikna mynd með sterkum heimildarmyndastíl. Bíómynd í tveimur skotum Hann gerði síðan nokkrar myndir áður en kom að frægu verki hans, Macbeth. Sú mynd er aðeins tekin í tveimur skotum. Fyrsta skotið er um fimm mínútur en það næsta er um 67 mínútna langt. Stíllinn var líka gjör- breyttur, því Tarr notaðist ekki leng- ur við close-up tökur og í staðinn fyr- ir sósíal realisma var kominn frumspekilegur blær á myndina hans í anda Andrei Tarkovsky en Tarr segist reyndar líta á Rainer Werner Fassbinder sem aðaláhrifavald sinn. Handritið að fyrstu myndunum sínum skrifaði hann sjálfur en á ní- unda áratugnum byrjaði hann að vinna með rithöfundinum László Krasznahorkai og gerði myndina Kárhozat (Fordæmingin) og síðan árið 1994 kom hin fræga bíómynd Sátántangó út en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Kraszna- horkai. Það hafði tekið hann sjö ár að gera Sátántangó en hún hefur farið mjög víða og bandaríski rithöfund- urinn Susan Sontag lofaði hana í há- stert og kallaði Tarr bjargvætt nú- tímakvikmyndalistar. Hann gerði síðan myndirnar Jour- ney on the Plain árið 1995 Werck- meister Harmóniák árið 2000. Síðan fór hann að vinna að mynd eftir skáldsögu George Simenon sem nefndist A Londoni férfi en fram- leiðslan lenti í vandræðum þegar framleiðandi hennar framdi sjálfs- morð árið 2005. Hún var samt tilbúin árið 2007. Hesturinn og Nietzsche Nýjasta mynd Tarr A torinói ló eða Hesturinn frá Tórínó fjallar eins og nafnið gefur til kynna um hest. En það engan venjulegan hest, heldur hestinn sem hinn frægi þýski heim- spekingur Friedrich Nietzsche faðm- aði. Nietzsche er almennt talinn hafa orðið geðveikur seint á ævinni og er eitt atvik nefnt sem nokkurs konar upphaf þess að veikindi hans urðu al- menningi ljós. Það var á götu í Tór- ínó sem einhver vegfarandi fór að níðast á hesti sínum og berja hann illilega en Nietzsche trompaðist þeg- ar hann sá þetta og stöðvaði barsmíð- arnar og faðmaði hestinn að sér eins og um manneskju væri að ræða. Samtímamenn töldu þetta vott um geðveilu og vissulega var Nietzsche orðinn veikur. Tékkneski rithöfund- urinn skrifaði aftur á móti fræga rit- gerð þar sem hann segir að einmitt þarna hafi Nietzsche sýnt mennsku sína og heilbrigði sitt. En Tarr segir að myndin fjalli alls ekki um Nietzsche. „Hún fjallar ekkert um hann, hún fjallar um hestinn,“ segir Tarr. „Það vita allir hvað varð um Nietzsche en það veit enginn hvað varð um hestinn og það er það sem ég segi frá í þessari mynd.“ Tarr hefur gefið það út að þetta sé síðasta myndin sem hann muni gera, aðspurður hvers vegna hann ætli að láta þetta gott heita segir hann að hann vilji ekki fara að endurtaka sig. „Ég hef engan áhuga á að verða svona gamall kvikmyndakarl sem gerir alltaf fleiri og fleiri myndir og verður alltaf tómari að innan. Ég er búinn að segja það sem ég vildi segja og vil ekki fara að afrita mig eða end- urtaka mig. Ég hef aldrei þurft að gera neinar málamiðlanir á ævinni. Ef ég hefði gert það þá hefði ég villst af leið. Kvikmyndagerðarmaður verður að hlusta á lífið, hlusta eftir alvörutilfinningum, hlusta á fólk og virða mannveruna. Kvikmyndagerð er sjöunda listgreinin og hún er ekki hluti af afþreyingariðnaðinum. Af- þreyingariðnaðurinn er að drepa list- greinina og það er sorglegt að horfa upp á það.“ Það er augljóst af myndum Tarr að hann er ekki trúaður maður. Frie- drich Nietzsche, sem tilkynnti okkur að guð væri dauður, reyndi í sinni fyrstu bók Geburt der Tragödie aus dem Geiste der Musik að setja list í staðinn fyrir trúna. Að listin gæti réttlætt lífið, listin gæti fyllt það tóma pláss sem trúarbrögðin skildu eftir sig. Aðspurður hvort hann sé sammála þeirri kenningu Nietzsches segir hann nei. „Það þarf ekkert að fylla það tóm sem trúarbrögðin skildu eftir sig. Trúarbrögð eru eins og pólitíkin, drullubransi.“ Hvað varð um hestinn?  Ungverski leikstjórinn Béla Tarr fær heiðursverðlaun RIFF í ár  Hans síðasta bíómynd er um hestinn sem Nietzsche faðmaði að sér  Tarr segist vera hættur að gera bíómyndir Farinn Þrátt fyrir að vera enn í fullu fjöri segist Béla Tarr vera búinn að segja það sem hann vildi segja og ætlar ekki að gera fleiri bíómyndir. Sjónrænt Béla Tarr gerir fallegar myndir en þungar. Flestar mynda hans eru sjónræn veisla í anda Tarkovskys. Nú verða Íslendingar að nota tækifærið því að þessa vikuna eru flottar myndir í gangi í kvikmyndahúsunum en veisl- unni mun ljúka næsta sunnu- dag. Flokkurinn Vitranir er stútfullur af áhugaverðum bíó- myndum eins og Andandi eftir Karl Markovics, Fallhræðsla eftir Bartosz Konopka og Mynd í ljósaskiptum eftir An- gelinu Nikonovu. En hæst ber frumsýningu Eldfjallsins á Ís- landi, mynd Rúnars Rúnars- sonar, en hún verður frumsýnd fimmtudaginn 29. september. Í flokknum fyrir opnu hafi eru einnig áhugaverðar myndir eins og verðlaunamyndin frá Berlínarkvikmyndahátíðinni, sem fjallar um írönsk hjón sem langar að komast á brott frá heimalandi sínu. Ástæða er til að grípa tæki- færið og sjá myndir leikstjóra sem hátíðin beinir sérstaklega athyglinni að eins og Béla Tarr, Lone Scherfig, James Marsh og Adrian Sitaru. Þá eru gæðamyndir frá Rúmeníu settar inn í sjónlínu okkar, en þetta eru myndir sem annars væri erfitt fyrir ís- lenska áhorfendur að komast í. Það má líka minnast á ís- lenska stuttmyndaflokkinn en þar er margt skemmtilegra mynda. Til dæmis mynd Ísold- ar Uggadóttur sem nefnist Út- rás Reykjavík sem fjallar um konuna Guðfinnu sem missir vinnuna í efnahagshruninu ís- lenska. Svo er hin stór- skemmtilega stuttmynd Helga Jóhannssonar og Halldórs Ragnars Halldórssonar Þegar kanínur fljúga. Kvikmynda- veislan hafin HÁTÍÐIN Ísold Úr myndinni Útrás Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.