Morgunblaðið - 26.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2011
Umfangsmikil talning á hvölum fór fram árið
2007 og er næsta sambærilega talning fyrirhuguð
árið 2013. Slíkt verkefni er unnið í samstarfi við
aðrar þjóðir og stofnanir og gæti farið svo að þeim
yrði frestað um eitt ár.
Ótrúleg fjölgun hnúfubaks
Mörgum tegundum stórhvela hefur fjölgað við
landið á síðustu áratugum. Gísli nefnir sem dæmi
að hnúfubak hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að
hvalatalningar byrjuðu fyrir rúmlega 30 árum,
jafnvel um 10-15% á hverju ári. Hnúfubak hefur
einnig fjölgað mikið víða annars staðar um heiminn
á sama tíma.
„Hnúfubak hefur í raun fjölgað meira en margir
töldu að hvalastofni gæti fjölgað líffræðilega,“ segir
Gísli. „Þó ber að hafa í huga að hnúfubakur var
langt fram eftir síðustu öld mjög sjaldgæfur við Ís-
land. Upp úr 1970 virðist hann hins vegar hafa
komist yfir einhvern þröskuld og hefur fjölgað
mjög mikið síðan. Langreyði hefur líka fjölgað jafnt
og þétt, en þó ekki eins mikið.“ Hrefnu hefur hins
vegar fækkað verulega við landið á síðustu árum.
Eftir jafna stígandi í fjölda hrefnu við landið kom í
ljós árið 2007 að hrefnu hafði fækkað úr yfir 40 þús-
und dýrum á landgrunninu árið 2003 í undir 20 þús-
und dýr árið 2007. Efasemdir voru um að þessi
talning gæfi rétta mynd af fjöldanum og var taln-
ingin því endurtekin árið 2009 með sambærilegri
niðurstöðu. En hver er skýringin á fækkun hrefnu?
„Við höfum rætt þessa þróun á alþjóðlegum vett-
vangi vísinda,“ segir Gísli. „Það er ekkert sem
bendir til að faraldur hafi komið upp í stofninum,
sem hafi leitt til þess að óeðlilega mikið af dýrum
hafi drepist. Það er jafnframt alveg ljóst að veiðar
eru ekki ástæðan fyrir þessari fækkun, en heimilt
er að veiða 216 hrefnur á ári. Sá kvóti hefur reynd-
ar aldrei allur verið veiddur.“
Allt á fleygiferð í umhverfinu
„ Menn telja að útbreiðslan hafi breyst og hrefnu
hafi fækkað á landgrunninu vegna breytts fæðu-
framboðs. Þá horfa menn mjög til sandsílis, en sá
stofn virðist hafa hrunið á síðustu árum. Hrefna er
tækifærissinni og matseðillinn fjölbreyttur eins og
sést á því að hún borðar allt frá átu upp í stóra
þorska. Yfir rannsóknatímabilið 2003 til 2007 þegar
vísindaveiðar voru stundaðar sást að sandsíli var
yfirgnæfandi í fæðunni til að byrja með. Síðan fór
hlutdeild sandsílis snarminnkandi og hrefnan fór
meira yfir í þorskfiska og síld.
Hrefnan er talin úr flugvélum og því miður náð-
um við ekki vegna veðurs að telja á aðliggjandi
svæðum fyrir norðan og vestan, t.d. við Austur-
Grænland. og getum því ekki sagt hvert hrefnan
hefur farið. Enn er þetta því ráðgáta og hvorki
veiðar né stórfelldur dauði eru líklegar skýringar.
Hafa ber í huga að margt er að breytast í um-
hverfinu og í raun er þar allt á fleygiferð, eins og við
sjáum á útbreiðslu makríls, hruni sandsílis, erfið-
leikum sjófugla og breyttri göngu loðnunnar. Okk-
ur þykir einsýnt að breytt útbreiðsla hrefnu sé hluti
af þessum breytingum og tengist fæðuframboði,“
segir Gísli Víkingsson.
Gagnrýnir válista stórhvela
Óvenjulegt og óvísindalegt að flokka langreyði um allan heim sem eina heild
Breytt útbreiðsla hrefnu á landgrunninu tengist að líkindum fæðuframboði
Morgunblaðið/Sigurður Ægison
Listsýning Farþegar um borð í hvalaskskoðunarbáti fylgjast með hnúfubak leika listir sínar út af Hauganesi í Eyjafirði í haust.
Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun
Taldir og merktir Gísli Víkingsson hvalasér-
fræðingur í leiðangri Hafrannsóknastofnunar.
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, hafnar því að veiðar á langreyði við
Ísland séu ekki sjálfbærar. Slíkar fullyrðingar hafa
komið fram að undanförnu, meðal annars í
tengslum við umræðu í Bandaríkjunum um hval-
veiðar og útnefningu á Íslandi, samkvæmt svo-
nefndu Pelly-ákvæði vegna stefnu íslenskra stjórn-
valda í hvalveiðimálum. „Ég er því algerlega
ósammála að þetta séu ekki líffræðilega sjálfbærar
veiðar og flestir vísindamenn sem um það hafa
fjallað virðast sammála því,“ segir Gísli.
Veiðar á stórhvölum voru ekki stundaðar við Ís-
land í sumar, en samkvæmt ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar var heimilt að veiða 154 langreyðar við
landið. „Kvótarnir sem eru gefnir út eru sam-
kvæmt okkar ráðgjöf, sem aftur er í samræmi við
vísindaráðgjöf Norður-Atlantshafsspendýraráðs-
ins, NAMMCO, og tekur einnig mið af vinnu vís-
indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins,“ segir Gísli.
Eins og að alfriða þorskinn
„Það er hins vegar svo að langreyður er á válista
IUCN, sem er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna
og fjallar meðal annars um dýr og plöntur í útrýn-
ingarhættu. Langreyður og flestar aðrar reyðar-
tegundir hafa alheims útbreiðslu, en skiptast
gjarnan í staðbundna stofna og jafnvel deilitegund-
ir eða undirtegundir. Þannig teljast langreyðar á
suður- og norðurhveli jarðar hvorar til sinnar und-
irtegundar og milli þeirra virðist ekki vera neinn
samgangur.
Fyrir tíma hvalveiða, sem er viðmiðunarpunktur
IUCN var langstærsti hlutinn af öllum hvalastofn-
um við suðurskautið eða um 80%. Þar fóru síðan
fram mestu ofveiðar sögunnar á síðustu öld og
stofnar þar eru aðeins lítill hluti af því sem áður
var. Þessi staða hefur yfirgnæfandi áhrif á sam-
anlagða stærð allra langreyðarstofna í heiminum
og alveg ljóst að langreyður mun ekki sleppa af
þessum válista í fyrirsjáanlegri framtíð, svo fremi
sem ekki verður farið að meta stærð hvers deili-
stofns sérstaklega.
Í raun er það bæði óvenjulegt og óvísindalegt að
flokka langreyði sem eina heild um allan heim því
almennt fer vísindaleg stjórnun fram á grundvelli
stofna en ekki tegunda. Þetta er sambærilegt við
það ef þorskstofninn við Kanada lenti í lægð og
slíkt kallaði á alfriðun þorsks við Ísland,“ segir
Gísli.
Hann segir talningar benda til að stofn lang-
reyða við Ísland telji um og yfir 20 þúsund dýr. Þó
svo að veiðikvóti 154 dýra væri allur veiddur myndi
það engu breyta um stofnstærðina. „Útgefinn kvóti
er varlega áætlaður og vel innan marka sjálf-
bærni.“
Samkvæmt ný-
legri grein sem
birtist í vikuritinu
Vísbending er
bati sveitarfélaga
hægur. Heild-
arskuldir sveitar-
félaganna jukust
um 24 milljarða,
úr 562 milljörðum
árið 2009 í 586
milljarða árið
2010. Þá hefur heildarhlutfall af
tekjum farið úr 252 prósentum í 255
prósentur. Skuldir jukust því hraðar
en tekjur frá árinu 2009 til 2010,
samkvæmt greininni í Vísbendingu.
Í einkunnargjöf Vísbendingar
trónir Garðabær á toppnum sem
besta sveitarfélagið en Álftanes rek-
ur lestina. Það sem helst greinir
Garðabæ frá öðrum sveitarfélögum
er lágt útsvar en sérstaklega er tek-
ið fram að fjölskylda með fimm millj-
óna króna árstekjur sparar sér 41
þúsund krónur sem nemur tveimur
prósentum hærri ráðstöfunartekjum
en hjá sambærilegri fjölskyldu í
sveitarfélögum sem nýta sér há-
marksútsvar. Þá er skuldastaða
bæjarins sögð viðráðanleg og góð.
Forsendur einkunnargjafarinnar
eru að skattheimta sé sem lægst,
breyting á íbúafjölda sé hófleg, af-
koma sem hlutfall af tekjum sé sem
næst 10 prósentum, hlutfall nettó-
skulda af tekjum sé sem næst 1,0 og
að veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0
þannig að sveitarfélagið hafi góða
lausafjárstöðu. Skuldasöfnun und-
anfarin ár og áratugi er farin að
segja verulega til sín, samkvæmt
grein Vísbendingar.
vilhjalmur@mbl.is
Garðabær
fær hæstu
einkunn
Sveitarfélög skulda
586 milljarða króna
Einkunn Góð staða
í Garðabæ.
Ferðaklúbbur-
inn 4x4 hefur
verið gagn-
rýndur fyrir
birtingu á öllu
gps-ferlasafni
sínu, og þá að-
allega fyrir birt-
ingu á hættu-
legum leiðum,
meðal annars yf-
ir sprungusvæði
á Langjökli. Hafliði Sigtryggur
Magnússon, formaður 4x4, segir að
þegar ferlarnir voru birtir hafi félag-
ið aðallega verið að einbeita sér að
hálendisslóðum, og að þessar hættu-
legu vetrarleiðir hafi fengið að fljóta
með.
,,Ég skil mjög vel að ákveðnir ein-
staklingar hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg hafi orðið órólegir yfir
því að þarna voru settir inn ferlar,
sem ekki var búið að bera saman við
sprungukortið. Þegar við birtum
ferlana vorum við aðallega að ein-
beita okkur að hálendisslóðunum og
vetrarleiðirnar fengu eiginlega bara
að fljóta með,“ sagði Hafliði. ,,Við
höfum nú tekið þessar vetrarleiðir út
af vefnum okkar og ætlum að vinna
þetta í samvinnu við Landsbjörg.“
Hafliði segir að tilgangurinn með
birtingunni hafi fyrst og fremst ver-
ið að vekja fólk til umræðu.
,,Okkur finnst að allir sem hafa
áhuga á þessu eigi að fá að taka þátt
í að meta það hvernig eigi að flokka
vegina í landinu. Bæði hvaða vegir
eiga að vera opnir eða lokaðir, sem
og stigið á vegunum.“ robert@mbl.is
Hættulegir
ferlar tekn-
ir af netinu
4x4 ferðaklúbbur
bregst við gagnrýni
„Svo er það stærsta dýr jarðarinnar, steypi-
reyður, sem ekki hefur verið veitt hér við land
síðan um 1960 og ekkert að gagni síðan um
1920. Hún hefur ekki náð sér á strik eftir veið-
arnar í kringum 1900 á sama hátt og lang-
reyður. Um allan heim var steypireyður
kannski sá stofn sem verst var farinn. Hér við
land teljum við að séu eitt til tvö þúsund
steypireyðar.
Steypireyður er með mjög þröngt fæðusvið
og nærist aðeins á ljósátu. Þessi litli sveigj-
anleiki í fæðuvali er kannski skýringin á því
hvað stofninn stækkar lítið. Þetta er alheims-
vandamál og steypireyður á enn í vök að verj-
ast eftir ofveiði fyrir einni öld,“ segir Gísli
Víkingsson.
Steypireyður á enn
í vök að verjast
VANDAMÁL UM ALLAN HEIM
Í haust hyggst Hafrann-
sóknastofnun skjóta gervi-
tunglasendi í fjórar hrefnur til
að reyna að afla upplýsinga um
vetrardvalarstaði þeirra. Til-
raunir með slíkar merkingar á
hnúfubak, steypireyði og hrefnu
hafa farið fram síðan árið 2001,
en merkin hafa viljað losna úr
dýrunum. Mestar upplýsingar
fengust haustið 2004 þegar
merki var skotið í hrefnu í Faxa-
flóa. Merkið fór of djúpt í dýrið
og ekkert heyrðist frá merkinu í
margar vikur. Í kjölfarið voru
merkin aðlöguð og stoppari
settur á þau þannig að þau færu
ekki of djúpt.
Um miðjan nóvember, um 80
dögum eftir merkingu, heyrðist
skyndilega í sendinum og var
hrefnan þá komin suður undir
Azoreyjar. Líkaminn hafði þá ýtt
þessum aðskotahlut út úr hold-
inu og merkið fór að senda
ferðaupplýsingar. Vísindamenn
fylgdust með ferðum hrefnunnar
fram í byrjun desember en þá
hættu sendingarnar. Hrefnan var
þá komin suður fyrir Kanaríeyjar
og stefndi á Grænhöfðaeyjar.
AFLA UPPLÝSINGA UM VETRARDVALARSTAÐI
Gervihnattasendum skotið í fjórar hrefnur