Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnendur Íslandspósts og Brimborgar skrifuðu ný-
verið undir samning um kaup Íslandspósts á fimmtán
nýjum Ford Transit-sendibílum. Bílarnir eru af ýmsum
gerðum og hafa verið afhentir fyrirtækinu á síðustu
mánuðum. Þeir síðustu eru væntanlegir til Íslandspósts í
haust, en með þessu er fyrirtækið að endurnýja bílaflota
sinn.
Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður mark-
aðsdeildar Íslandspósts, segir að með þessum kaupum sé
Íslandspóstur aðallega að endurnýja bíla sína á höf-
uðborgarsvæðinu. Einnig fara bílar til Keflavíkur, á
Akranes og á Sauðárkrók. Af aldrifsbílunum fer annar í
Stykkishólm og verður notaður til póstflutninga á Snæ-
fellsnesi en hinn á Ísafjörð þar sem drifgeta bílsins mun
áreiðanlega nýtast vel.
sbs@mbl.is
Póstbílar Hörður Guðjónsson sölumaður hjá Brimborg, t.d, sem afhenti Sigurði Jakob Jónssyni hjá Íslandspósti bílana.
Fimmtán Fordar til Póstsins
D
ekkin frá Mickey
Thompson fást í stærð-
um frá 29 til 54 tommur
og eru vel þekkt meðal
þeirra sem eru t.d. á
stórum og mikið breyttum bílum.
Dekkin fást þó einnig í flestum
stærðum fyrir venjulega jeppa og
eru þar góður kostur sem heils-
árs- og vetrardekk.
Reynst vel á jöklum
„Mynstur dekkjanna veitir gott
grip og jafnvægi, þau eru sérlega
endingargóð og duga vel í akstri
við erfiðar aðstæður. Vestur í
Bandaríkjunum er þau vinsæl
meðal jeppamanna sem eru í tor-
færuakstri sem þekkist ekki með
sambærilegum hætti hérlendis. Á
Íslandi eru jökla- og hálend-
isferðir allsráðandi og þar hafa
dekk þessarar gerðar reynst afar
vel,“ segir August Håkansson hjá
Icetrack sem bætur við að dekkin
henta vel til míkróskurðar og lítið
mál er að negla þau fyrir akstur
utanbæjar og á fjallvegum.
„Dekk sem eru 29-33 tommur
eru algengust á lítt breyttum eða
óbreyttum borgarjeppum en þau
stærstu fara á breytta fjallabíla,“
segir August sem væntir mikils af
samstarfinu við Pitstop sem rekur
hjólbarðaþjónustu í Rauðhellu 11
og Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði
auk þjónustustöðvar í Dugguvogi
10 í Reykjavík.
„Núna erum við að kynna nýja
línu í þessum dekkjum, STZ-
línuna sem er beint að jepplingum
og lítið breyttum jeppum. Ég gef
þessum dekkjum mína allra bestu
einkunn. Veghljóðið er sáralítið og
mynstrið er opið og hreinsar sig
vel. Hafa í raun alla þá eiginleika
sem mikilvægt er að dekk hafi svo
þau dugi við okkar aðstæður,“
segir Ágúst sem bætir við að
áfram verða í boði ATZ- og MTZ-
mynstrin sem hafa reynst afar
vel. Nýtt grófmunstrað dekk,
Baja Claw TTC verður svo kynnt
á næstunni.
Spennandi viðbót
„Okkur þykir mjög spennandi að
bæta Mickey Thompson-
jeppadekkjunum við vörulínu okk-
ar,“ segir Ómar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Pitstop. „Þessi
dekk eru íslenskum jeppamönnum
að góðu kunn og eru þekkt fyrir
gæði og góða aksturseiginleika.
Allar þjónustustöðvar Pitstop
bjóða upp á þjónustu við jeppa-
eigendur og starfsmenn okkar
hafa gríðarlega reynslu á þessu
sviði. Það er mikilvægt fyrir
marga jeppaeigendur að fyrir ut-
an að vera góð dekk til aksturs er
útlitshönnun Mickey Thompson-
dekkjanna til þess fallin að gera
fallegan jeppa enn flottari og
svipmeiri.“
sbs@mbl.is
Gott grip og veghljóðið er sáralítið
Eigendur Icetrack ehf.
gengu nýlega frá
samningum við hjól-
barðaþjónustuna Pit-
stop um að annast
smásölu á amerískum
Mickey Thompson-
jeppadekkjum sem
fyrrnefnda fyrirtækið
flytur inn.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Dekkakarlar Ómar Guðmundsson hjá Pitstop og August Håkansson hjá Icetrack eru ánægðir með nýju dekkin sem duga vel á jeppum í fjallaferðum upp til heiða og dala.
Í torfæruakstri sem
þekkist ekki með sam-
bærilegum hætti hér-
lendis. Á Íslandi eru
jökla- og hálendisferðir
allsráðandi og þar hafa
dekk þessarar gerðar
reynst afar vel
Púst og vatnskassar ehf
Smiðjuvegi 4a (græn gata) Kópavogi.
Símar 567 0840 – 696 0738 – 699 3737
Eitt mesta úrval landsins af
vatnskössum í flestar gerðir
bifreiða og vinnuvéla.
Sérpantanir.
Pústviðgerðir
Bensíntankaviðgerðir
Vatnskassaviðgerðir