Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
T
ilgangurinn með rafbíla-
leigunni er meðal annars
sá að stuðla að minni um-
ferð mengandi bensín- og
dísilbíla um þétteknar
breiðgötur Parísarborgar. Vonast
er til að þjónustan, sem gengur
undir heitinu Autolib, eigi eftir að
verða gangandi auglýsing fyrir raf-
bíla, en framleiðendur fólksbíla eru
að snúa sér að smíði slíkra bíla í
auknu mæli.
Um er að ræða tilraunaverkefni
fyrstu tvo mánuðina en í því felst að
fólk geti leigt sér svonefndan Blue-
car-rafbíl í 30 mínútur fyrir fjórar
til átta evrur. Rétt eins og á við um
Velolib-leiguhjólaþjónustuna er
leiguverð rafbílanna byggt upp til
að hvetja frekar til styttri ferða en
langra.
Á 33 stöðvum
Og aðstandendur fyrirtækisins
segja starfsemina alls ekki hugsaða
til höfuðs hefðbundnum bílaleigum.
„Við viljum reyna að fá fólk til að
venja sig við þá hugsun að nota bíla
í stað þess að þurfa eiga þá,“ segir
Morald Chibout, framkvæmdastjóri
Autolib. Rannsóknir hafa leitt í ljós
að 25% franskra borgara hafa
neyðst til að draga úr bílnotkun eða
hætta henni alveg vegna ört hækk-
andi bíltrygginga og bílastæðis-
gjalda. Og rúmur helmingur Par-
ísarbúa á ekki bíl.
Í fyrstu verða 66 fjögurra sæta
Bluecar-bílar í notkun og hafa not-
endur aðgang að þeim á 33 stöðvum
í borginni þar sem hægt er að
endurhlaða rafgeymana að notkun
lokinni. Áætlanir miða við það, að
bílarnir verði orðnir 3.000 og leigu-
stöðvarnar á annað þúsund fyrir lok
næsta árs, 2012. Áætlað er að fjár-
festing vegna þessa nemi 235 millj-
ónum evra, jafnvirði 38 milljarða
króna.
Frumkvöðull hlutskarpastur
Áður en til dæmis íslenskir ferða-
langar geta notfært sér þessa bíla-
þjónustu verða notendur fyrst að
kaupa sér áskrift að þjónustunni
sem kostar frá 10 evrum á dag og
upp í 144 evrur á ári.
Í útboði um bíla til þessarar þjón-
ustu varð franski kaupsýslumað-
urinn Vincent Bollore hlutskarp-
astur. Hann er frumkvöðull á sviði
rafgeymasmíði en bílarnir eru
hannaðir fyrir hann og framleiddir
af ítalska fyrirtækinu Pininfarina.
Drægi þeirra á fullri rafhleðslu er
um 250 km og tekur um fjórar
stundir að hlaða þá að fullu á ný.
Bollore segist gera sér vonir um að
Autolib skili hagnaði frá og með
sjöunda starfsári.
agas@mbl.is
Bílakóngur Vincent Bollore er frumkvöðull á sviði rafgeymasmíði. Hér kynnir hann Autolib þjónustu sína í París. Þetta er tilraunaverkefni til þriggja mánaða og svo verður staðan metin og framhaldið látið ráðast.
Leigja má rafbíla í sjálfsölum í París
Undanfarin ár hafa gestir
og gangandi í höfuðborg
Frakklands getað gripið
reiðhjól á sjálfsölustöðum.
Nú er verið að útfæra
þessa þjónustu og hægt
verður að leigja rafbíla.
Bílar Leigja má rafbíla í sjálfsölum til ferða um París sem stundum hefur með réttu verið nefnd breiðstrætaborgin.
Í fyrstu verða 66 fjögurra
sæta Bluecar-bílar í notkun
og hafa notendur aðgang
að þeim á 33 stöðvum í
borginni þar sem hægt er
að endurhlaða rafgeymana
að notkun lokinni.
Reuters
STZ
mtdekk.is
28”-33”
Söluaðili:
Hljóðlát og endingargóð