Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25 Þ að er líklega langt síðan Ford bjó yfir eins sterkri vörulínu og nú. Forstjór- inn Alan Mulally tók þá stefnu fyrir nokkrum ár- um að fækka tegundum verulega en vanda þeim mun betur til þró- unar þeirra. Ford hefur endurnýj- að nánast alla framleiðslu sína og býr núna yfir nútímalega hönn- uðum, vel útbúnum og sparneyt- num bílum sem uppfylla kröfur um góða aksturseiginleika. Kóngurinn kynntur Kóngurinn, hvað þessa eiginleika varðar, hlýtur að vera hinn nýi Ford Fiesta ECOnetic sem kynnt- ur var fyrir örfáum dögum á bíla- sýningunni í Frankfurt en sá bíll losar aðeins 87 g/km af CO2 og notar eingöngu 3,3 lítra á hundr- aðið. Með slíkar tölur er Ford Fiesta hagkvæmasti bíll í Evrópu sem býðst án notkunar tvinntækni. Að fara 30 kílómetra á einum lítra af eldsneyti í blönduðum akstri er raunveruleiki með Ford Fiesta ECOnetic. ECOnetic tækni Ford notast við start/stop búnað, síu fyrir köfnunarefnisoxíð, só- tagnasíu, nýtt innsprautunarkerfi, drifrás og nokkrar vel valdar breytingar á vél sem skila þessum góða árangri. Ekkert af aksturs- gleðinni ætti að tapast því Ford Fiesta skilar þrátt fyrir þetta 95 hestöflum. Einnig í Ford Focus Ford kynnti einnig til sögunnar afar sparneytinn Ford Focus ECOnetic sem getur dregið úr eig- in loftmótstöðu á ferð. Ford Focus ECOnetic býr yfir sérsmíðuðum gírkassa sem dregur úr viðnámi og sparar þannig orku. Með ECOne- tic vélinni ræður Ford Focus yfir 105 hestöflum og miklu togi. Með því að nýta hefðbundna tækni næst mikið rekstraröryggi án þess að fórna hagkvæmni á nokkurn hátt. ECOnetic útgáfurn- ar af Ford Fiesta og Ford Focus eru ekki komnar til Brimborgar en vonir standa til að fyrstu bílarnir komi fljótlega eftir áramót. finnurorri@gmail.com Fiesta Sparneytnasti bíll Evrópu sem ekki er með tvinntækni. Nýjar gerðir Fiesta og Focus koma til landsins eftir áramót. Ford Fiesta sparneytnastur án tvinntækni Ford breytir framleiðslunni. Fiesta er kóngurinn; sparneytinn og mengar sáralítið. Ekkert af aksturs- gleðinni ætti að tapast því bíllinn hefur kraft. U ndirrituð var á dögunum viljayfirlýsing fulltrúa inn- anríkis- og fjármálaráðu- neyta, Vegagerðar og Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samning um tíu ára tilraunaverkefni á sviði al- menningssamgangna. Samið verður um uppbyggingu og rekstur almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu jafnhliða því sem umfangsmiklar vegaframkvæmdir verða settar á ís. Þá er litið til samgangna sem tengja höfuðborgarsvæðið við nágranna- sveitarfélögin á sama atvinnusvæði. Viljayfirlýsing þessi verði hluti af samgönguáætlun 2011-2022 sem stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi nú í haust. Við vinnslu sjálfbærrar samgöngu- áætlunar er gengið út frá því að ríkið skuldbindi sig til að setja peninga í rekstur almenningssamgangna á svæðinu næstu tíu árin gegn mót- framlagi sveitarfélaga. Framlag rík- isins komi af kolefnisgjaldi sem ríkið innheimtir af jarðefnaeldsneyti og verður um einn milljarður kr. á ári. Meginmarkmiðið verði að minnsta kosti að tvöfalda hlutdeild almenn- ingssamgangna í öllum ferðum á höf- uðborgarsvæðinu. sbs@mbl.is Stefnt að minni umferð og framkvæmdir á ís Morgunblaðið /Kristinn Umferð Einkabílar áberandi en nú á að auka hlutdeild almenningssamgangna. Ríkið og sveitarfélögin semja áætlun um sam- göngumál til tíu ára Bíleigendur athugið Ef þið lendið í tjóni þurfið þið sjálfir að tryggja að þið fáið tjónið rétt bætt og fullnægjandi viðgerð. Sérstaklega er nauðsynlegt að bíleigendur geri sér grein fyrir sínum rétti til að velja viðgerðaraðila þegar þeir lenda í tjóni og leiti sér upplýsinga. Tryggingafélögin eru með skrár á heimasíðum sínum yfir tjónaviðgerðaverkstæði og benda á eða mæla með þessum skrám og sum flokka verkstæði beint eða óbeint. Nýlega voru verkstæði felld út af lista tryggingafélags er þau þrýstu á leiðréttingar á samningum sínum með uppsögn þó ekki væri liðinn uppsagnarfrestur samnings. Það er álit okkar að tryggingafélögin eigi ekki að skrá sum verkstæði og önnur ekki á sínar heimasíður og það eigi að veita bíleigendum sem bestar upplýsingar og val. Bíleigendur ykkar er valið. Félag réttinga- og málningarverkstæða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.