Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 30

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 30
J ón Kr. Stefánsson sölu- stjóri nýrra Chevrolet-bíla segir ánægjulegt að á af- mælisárinu sé smábíllinn Chevrolet Spark söluhæsti bíllinn hér á landi meðal almenn- ings. „Þetta er mjög vel útbúinn smábíll og verðið er hagstætt. Sparkinn er afskaplega rúmgóður og staðalbúnaður er ríkulegur, öll umgengni um bílinn er þægileg og útlitið heillar,“ segir Jón. „Þegar eldsneytiskostnaðurinn er orðinn stór liður í heimilisbókhaldinu er eðlilegt að fólk gefi sparneytnum bílum gaum og leiti leiða til að lækka rekstrarkostnaðinn með öll- um tiltækum ráðum. Ég tek líka eftir því að kaupendur smábíla vilja í auknum mæli hafa þá bein- skipta, enda sjálfskiptir bílar yf- irleitt eyðslufrekari. Sparkinn virðist uppfylla allar helstu kröfur almennings, enda sýna sölutölur að sú er raunin.“ Byltingarkenndur bíll Á næstunni verða nýjar tegundir kynntar hér á landi, Chevrolet Cruze, Aveo og Orlando. Fljótlega á næsta ári kemur rafmagnsbíll- inn Volt svo til landsins. „Chevrolet Volt er byltinga- kenndur bíll sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar. Það er hægt að aka honum 50-60 kílómetra á rafmagni ein- göngu. Voltinn mun kenna okkur að nota rafmagnsbíla í daglega líf- inu. Fólk hleður hann heima hjá sér og þarf aldrei að vera orku- laust á vegum úti. Með smá fyr- irhyggju verður því ekkert mál að skutlast frá höfuðborginni norður til Akureyrar fyrir tiltölulega lít- inn pening. Við bíðum öll spennt eftir komu hans til landsins á næsta ári og finnum jafnframt fyrir gífurlega miklum áhuga á markaðnum,“ segir Jón Kr. Stef- ánsson. Chevrolet tapaði öllu sínu Formlegur afmælisdagur er 3. nóvember, en það var einmitt þann dag fyrir einni öld sem Lou- is-Joseph Chevrolet stofnaði Chevrolet. Hann var vel þekktur í Bandaríkjunum sem kappakst- ursökumaður og vildi framleiða bíl sem gæti keppt við Ford T. Það tókst en jafnframt var áhersla lögð á að framleiða bíla á viðráð- anlegu verði fyrir hinn almenna kaupanda. Chevrolet leitaði til W.C Durant sem einnig keppti í kappakstri og saman hönnuðu þeir sex strokka bíl sem kostaði 2150 dollara, sem þótti nokkuð dýr. Seinna komu bílar sem voru á mun hagstæðara verði. Fyr- irtækið stækkaði og varð fljótt risi á bílamarkaðnum. W.C.Dur- ant keypti Chevrolet árið 1917, en hann hafði þá lagt grunninn að General Motors. Til að gera langa sögu stutta, þá telst Chevrolet vera þriðja stærsta alþjóðlega vörumerkið innan bílaheimsins í dag. Frumkvöðullinn, Louis- Joseph Chevrolet tapaði öllum sínum auðæfum í kreppunni miklu árið 1929 og starfaði eftir það hjá Chevrolet sem bifvélavirki. karlesp@simnet.is Þægindi Tæpast verður sagt að Spark sé framúrstefnubíll en öllu er þó haganlega vel fyrir komið og þægindi ráðandi. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Chevrolet Spark hefur fengið góðar viðtökur á Íslandi og bendir Jón Kr. Stefánsson sölustjóri Chevrolet hjá Bílabúð Benna á að bíllinn sé sparneytinn og verð hagstætt. Sparkinn uppfyllir allar kröfur Merki Chevrolet, slauf- an, er heimsþekkt. Umboðsfyrirtæki Chevrolet á Íslandi er Bílabúð Benna. Í tilefni aldarafmæli Chevrolet efnir fyrirtækið til Árs slaufunnar með marg- víslegum tilboðum. Ég tek líka eftir því að kaupendur smábíla vilja í auknum mæli hafa þá beinskipta, enda sjálf- skiptir bílar yfirleitt eyðslufrekari 30 | MORGUNBLAÐIÐ Nýtt á lager! Bodyhlutir á vörubíla Mercedes-Benz MAN Scania Volvo o.fl. ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN • TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 515-7200 • FAX: 515-7201 NETFANG: osal@osal.is • www.osal.is af allri vinnu út október afsláttur20% ÍLAÞJÓNUSTA JARKA ehfbb alhliða bílaviðgerðir Tímapantanir s: 445 4540/697 4540 Viðarhöfði 2b 110 Reykjavík Við tökum að okkur allar bílaviðgerðir bremsur, demp- ara, tímareimar, stýrisenda, gorma, kúplingar, þurrku- blöð, perur o.fl. á flestum gerðum bíla. Einnig erum við með tölvuaflestur fyrir nánast allar bíla- tegundir. Örugg, góð og ódýr þjónusta með áralanga reynslu að baki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.