Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29 Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000 Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399 Selfoss, Eyrarvegur 33 | Sími 482 2722 SÓLNING www.solning.is www.bardinn.is Veldu Continental þegar öryggið skiptir máli Continental er sigurvegari fjölmargra óháðra dekkjaprófana undanfarin ár. Continental dekk eru hönnuð fyrir akstur á norðlægum slóðun. Opnunartímar verkstæða Virka daga 8.00–18.00 LÁN Í6V AXTAL AUST MÁNUÐ I Þ riðja kynslóð lúxusjepp- ans Mercedes-Benz, M- línunnar, er væntanleg til Íslands um nk. ára- mót. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa fyrir litla eldsneytisnotkun og lítinn út- blástur. Að meðaltali yfir alla lín- una lækkar eldsneytisnotkunin um fjórðung miðað við fyrri gerðir. Lúxusjeppinn ML 250 BlueTEC kemur nú með sparneytinni fjög- urra strokka díselvél í stað 3ja lítra, V6 vélarinnar í fyrri gerð. Athyglisverður árangur Bíllinn kemst 1.500 km á einum 93 lítra tanki, sem skilar honum hringveginn og gott betur. Er hann með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. „Þessum athyglisverða árangri hefur Mercedes-Benz náð með nýrri kynslóð BlueTEC dísilvéla og BlueDIRECT bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði,“ segir Sig- urður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sig- urður segir að ML jeppinn hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kyn- slóðinni og eftirspurnin mikil. „Við erum búin að selja hátt í tíu ML bíla þótt enn séu nokkrir mánuðir þangað til bíllinn kemur til landsins,“ segir Sigurður. Hann segir að ML 250 BlueTec verði boðinn á 11.490.000 kr. en 350 BlueTec verður á 12.900.000 kr. Mikill staðalbúnaður Staðalbúnaður í öllum gerðum M- línunnar er nú ECO start/stop að- gerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þetta, ásamt nýrri sjö þrepa 7G- TRONIC PLUS sjálfskiptingu, ýmsum aðgerðum sem draga úr viðnámi og yfirbyggingu sem hef- ur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari elds- neytissparnaði. Fjöðrunarkerfið í öllum gerðum M-línunnar er nú með höggdeyfum með aðlögunar- hæfni. Á ójöfnum vegum sér kerf- ið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðug- leika. sbs@mbl.is Vinsæll „Við erum búin að selja hátt í tíu ML bíla þó enn séu nokkrir mánuðir þangað til bíllinn kemur,“ segir Sigurður Pálmar Sigfússon sölustjóri Öskju. Lúxusjeppinn kemst hringinn Ný og sparsamari kynslóð M-línu frá Mercedes Benz. Ný viðmið í eyðslu og útblæstri. Þægindi og staðalbúnaður. Glæsilegur Ný kynslóð lúxusjeppans Mercedes-Benz M-línunnar hefur vakið mikla þeirra sem fylgjast með þróun nýrra bíla. Að meðaltali yfir alla lín- una lækkar eldsneytisnotk- unin um fjórðung miðað við fyrri gerðir Nýr Kia Picanto verður kynntur í bíla- umboðinu Öskju á laugardag milli kl. 12 og 16. Bíllinn, sem frumsýndur var á bílasýningunni í Genf í vor, hefur verið endurhannaður frá grunni, er lengri en fyrirrennarinn og með meira hjólahaf. Hönnun bílsins þykir ákaflega vel heppnuð og hefur hann þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir fallegt og frísklegt útlit. Nýr Kia Picanto býðst í fimm dyra út- færslu. Tvær nýjar bensínvélar eru í boði, 1,0 og 1,2 lítra sem báðar eru mjög sparneytnar, með lágt meng- unargildi og eru því mjög umhverf- isvænar. Bíllinn verður beinskiptur en auk þess verður hann boðinn sjálf- skiptur með 1,2 lítra vélinni. Kia er með sjö ára verksmiðjuábyrgð á bílum sín- um og er eini bílaframleiðandinn sem býður upp á svo langa ábyrgð, að sögn Þorgeirs Pálssonar, sölustjóri Kia hjá Öskju. Grunnverð á nýjum Picanto er rétt tæpar tvær milljónir króna. Flottur Nýr Kia Picanto er sparneytinn og mengar sáralítið. Grunnverðið á bílnum er sömuleiðis mjög hagstætt eða rétt í kringum tvær millj. kr., eins og nú stendur. Kynna nýjan Kia á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.