Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
K
jörin verða sniðin að aðstæðum hverju sinni en
markmiðið er að gefa sem flestum kost á að
festa sér nýjan bíl. Verkefnið stendur út októ-
ber.
„Þrátt fyrir rólega bílasölu nú í erfiðu efna-
hagsástandi höfum við haldið okkar hlut og teljum ár-
angurinn ágætan. Erum með 18% markaðshlutdeild og
teljum það vera mjög gott,“ segir Rúnar H. Bridde,
sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum
okkar góða þjónustu og vera til taks með lausnir sem
henta. Við seldum öllum helstu bílaleigunum töluvert
magn bíla af mörgum gerðum og stærðum í vor og höf-
um lagt okkur fram um að þjónusta þessa mikilvægu
viðskiptavini okkar eins vel og við kunnum. Fólk og fyr-
irtæki hafa líka kunnað að meta þjónustu okkar og úrval
sparneytinna bíla sem við höfum á boðstólum,“ segir
Rúnar sem bætir við að þær gerðir bíla sem best seljast
hjá Ingvari Helgasyni og B&L eru Nissan, Hyundai,
BMW og Isuzu og verða þær nú á góðum kjörum.
Setjum markið hátt
„Við erum með dísilbíla af millistærð sem eyða allt niður
í 3,7 lítra á hundraðið og kosta á bilinu þrjár til fimm
milljónir og einnig fjórhjóladrifna lúxusbíla sem eyða
niður undir 5 lítrum af dísilolíu á hverja 100 kílómetra
og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi og getu.
Við setjum markið hátt fyrir restina af árinu og ætlum
okkur bæta okkar hlut frekar en hitt og til þess sláum
við nú í með svokallaða Bíladíladaga og bjóðum við-
skiptavinum okkar upp á að kaupa nýjan bíl á góðum
kjörum,“ segir Rúnar H. Bridde.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Kúrekar Sölumenn Ingvars Helgasonar setja upp kúrekahatta og ætla að selja nýja bíla eins og enginn sé morgundagurinn.
Fólk kann að meta kjörin
og bílana sem eru á tilboði
Ingvar Helgason hf. og B&L fara nú um helgina af stað með verkefnið Bíladíla og
munu bjóða viðskiptavinum sínum kaup á nýjum bílum á betri kjörum en áður.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
!
!
" #!$
Rúðuhreinsir með frostvara
fyrir rúðuvökva
Óblandað = frostþol -63°C
Verð: kr: 3.200
Úða-griplím Plus
NÝTT mjög hitaþolið griplím sem nær háum
límstyrk mjög fljótt.
Þurrkublöð
Pakkað sérstaklega, 1 stk.
280 til 700mm. Hlíf á gúmmí – hlífir grafíthúð
gúmmísins í umbúðunum.
Verð frá kr.995
Bílaperur
Dæmi um verð:
H4 : kr. 494
H7 : kr. 686
ÞÝSKAR EÐALVÖRUR
FYRIR BÍLINN
Vesturhraun 5, Garðabæ
Mán. - Föst. 08:00 - 17:00
Sími: 530 2000
Bíldshöfði 16, Reykjavík
Mán. - Fimmt. 08:00 - 18:00
Föstudaga: 08:00 - 17:00
Laugardag: 10:00 - 14:00
Sími: 530 2002
Smiðjuvegi 11e, gul gata, Kópavogi
Mán. - Föst. 08:00 - 17:00
Sími: 530 2028
Freyjunes 4, Akureyri
Mán - Föst 08:00 - 12:00 | 13:00 - 17:00
Sími: 461 4800