Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ E ndurmenntun ætti auðvit- að að vera sjálfsögð skylda allra þeirra sem hafa ökuréttindi. Bæði umferðareglur og bílar breytast. Fólki er ekki alltaf gefið að halda í við þróunina og öllum getur förlast. Í kerfinu er enginn hvati til símenntunar af þessum toga og það fólk sem leitar til öku- kennara til að halda við bæði þekkingu sinni og reynslu er telj- andi á fingrum annarrar handar. Þetta mætti gjarnan breytast,“ segir Guðbrandur Bogason, fram- kvæmdastjóri Ökukennarafélags Íslands. Reyna erfiðustu aðstæður Fyrirkomulagi almenns ökunáms hefur verið gjörbreytt á síðari ár- um. Hinn bóklegi þáttur í náminu hefur verið efldur og það nýjasta er svonefndur Ökuskóli 3, það eru sérstakar akstursbrautir til þjálf- unar. Slíkum brautum hefur nú verið komið upp meðal annars á Kirkjusandi í Reykjavík, en þar eru t.d. notaðir sérstakir skrik- vagnar sem framkalla mismunandi skilyrði, meðal annars hálkuakst- ur. Þá koma nemendur skömmu fyrir lokaprófið og reyna sig við að aka við erfiðustu aðstæður. Einnig er þar farið í gegnum ýmis atriði er snúa að slysavörnum, en allt hefur þetta það inntak að nem- endur fari út á göturnar að rétt- indum fengnum með sem bestan skilning á gangverki umferð- arinnar. „Almennt finnast mér krakk- arnir vel á vegi stödd þegar þau fá ökuskírteini til bráðabirgða, oftast þá sautján ára gömul. Þá eru þau, oft eftir fornám hjá ökukennara, búin að fá góða þjálfun í æf- ingaakstri hjá forráðamönnum sem gjarnan eru í góðri samvinnu við kennarana. Æfingar þessar tel ég að geri krökkunum gott. Þetta losar um mesta spenninginn sem alltaf fylgir bílprófinu,“ segir Guð- brandur sem hefur sinnt öku- kennslu í fjörutíu ár. Ökumaður axli ábyrgð „Reynsla krakka er talsvert önnur nú en áður. Þegar ég var að byrja að kenna var mjög algengt að til mín kæmu krakkar sem hefðu ver- ið í sveit og væru með reynslu af dráttarvélum. Núna er þetta gjör- breytt,“ segir Guðbrandur um ökunámið sem í dag eru 22 bók- legir tímar, fimmtán verklegir að lágmarki. Í Ökuskóla 3 eru síðan teknir tveir tímar á aksturs- brautum en þrjár stundir eru til- einkaðar hinum bóklega þætti. Standist nemar svo öll próf og séu refsipunktalausir ári eftir bílpróf er gefið út ökuskírteini til lengri tíma, gefi akstursmat kennara til- efni til þess. Að öðrum kosti gilda bráðabirgðaréttindin til tvítugs og jafnvel lengur hafi ökumenn ekki flekklausan feril. „Í matinu er þessi almenna sam- skiptafærni lögð til grundvallar. Hvernig er ökumaðurinn í stakk búinn að axla þá ábyrgð sem þát- töku í umferðinni fylgir,“ segir Guðbrandur sem telur þetta og fleira eiga ríkan þátt í því að slys- um sem bílstjórar á byrjendaskeiði valda hefur fækkað. Árið 1997 hafi þeir ökumenn valdið 43% allra slysa í umferðinni en á síðasta ári hafi þetta hlutfall verið komið nið- ur í 20%. Þær tölur segi mikið. Eftirfylgd með nýliðum í um- ferðinni er mun markvissari en áð- ur. Ef ökumenn með bráðabirgða- réttindi fá fjóra punkta í ökuferilsskrá á fyrsta árinu missa þeir prófið og svo þeir öðlist rétt- indin aftur verða þeir að sækja sérstakt námskeið – bóklegt og verklegt – taka prófin að nýju og gangast undir áðurnefnt akst- ursmat kennara sem leggur dóm á hvort viðkomandi sé þess trausts verður að mega aka bifreið. Vistakstur er list Á sama hátt og símenntun allra ökumanna væri til bóta, bendir Guðbrandur Bogason á að nú séu komnar Evrópureglur hvað varðar endurmenntun og vörubílaakstur og mun þær taka gildi hér á landi árið 2013. Þá þurfi ökumenn á fimm ára fresti að sækja 35 stunda námskeið þar sem farið sé yfir ýmis öryggisatriði en áherslu- málið í dag séu einkum og helst svonefndur vistakstur. Nú þegar hafa starfsmenn nokkurra fyr- irtækja fengið fræðslu um slíkan akstur, sem raunar er einnig kom- inn inn í hið almenn ökunám að nokkru leyti. „Vistakstur skiptir miklu máli. Þetta er eigi að síður ekki ýkja flókið; listin er sú að halda jöfnum hraða úti á vegum og skipuleggja akstur sinn í samræmi við að- stæður, umferð, veðráttu og svo framvegis. Láta sig líða með straumnum og taka hvert áratog af fyrirhyggju í stað þess að ösla áfram. Loftmagn í hjólbörðum er atriði sem skiptir miklu og allt skilar líka því að með vistakstri er hægt að draga úr eldneytiseyðslu sem nemur allt að 20%. Það mun- ar um slíkt – og áhrifin á umhverf- ið eru til mikilla bóta,“ segir Guð- brandur. sbs@mbl.is Nemendur skilji gangverk umferðar Morgunblaðið/Golli Ökunám Í Ökugerði á Kirkjusandi fá nemendur Guðbrands Bogasonar, sem og annara, þjálfun í því að aka við erfiðustu að- stæður, svo sem í hálku, og þá er notaður sérstakur vagn. Er reynslan af notkun hans sem og þjálfuninni afskaplega góð. Þurfum hvata til símenntunar ökumanna, seg- ir Guðbrandur Bogason ökukennari. Markviss- ara nám en áður. Æfingaakstur losar um spennuna. Krakkarnir almennt vel á vegi stödd þegar þau fá ökuskírteini. Eiga ríkan þátt í því að slysum sem bílstjórar á byrjendaskeiði valda hefur fækkað. Árið 1997 hafi þeir ökumenn valdið 43% allra slysa í umferðinni en á síð- asta ári hafi þetta hlutfall verið komið niður í 20%. Keyrður 68 þús mi. 8 cc. 320 ha vél. 5 gíra beinskiptur. Topp eintak. Verð kr 2.000.000 eða tilboð. Uppl. Í síma 894 1412 eða 867 1282 Til Sölu Ford Mustang 2001 Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.