Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA
BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS
BÍLASMIÐURINN HF
F
ólk sem hingað kemur til að fá þjófavarna-
kerfi í bílinn er yfirleitt að hugsa um hlutina
með forsjálni. Margir eru með búnað í bíln-
um sínum fyrir tugi þúsunda og vilja
minnka líkur á því að verða fyrir þjófnaði.
Hávaðinn sem fylgir þjófavarnakerfi er það mikill að
það er öruggt að hann vekur mikla eftirtekt. Þjófar
vilja helst geta athafnað sig í skjóli frá umgangi og
athygli og því eru bílar með þjófavarnakerfi ekki
efstir á óskalista þeirra,“ segir Úlfar Haraldsson
sölu- og markaðsstjóri hjá AMG Aukaraf í Kópavogi.
AMG Aukaraf hefur lengi verið með umboð fyrir
Crimestopper öryggisbúnað í bíla; annars vegar
samlæsingar og hins vegar þjófavarnarkerfi en þá
eru í pakkanum tvær fjarstýringar, sírena, húdd-
rofi, ljósadíóða sem blikkar og búnaður sem skynjar
hvort átt sé við bílinn til að mynda með höggi.
„Auðvitað kemur mjög illa við fólk ef brotist er
inn í bíla þess. Tjónið fer fljótt í talsverðar upp-
hæðir. Gefum okkur til dæmis að GPS-tæki og
geislaspilari séu tekin úr bíl er það tjón sem er oft
nálægt 100 þúsund krónum eða meira og miðað við
algenga sjálfsábyrgð tryggingafélaga þarf bíleig-
andi sjálfur að bera þann skaða,“ segir Úlfar. „Þá er
eftir að kaupa nýja rúðu í bílinn, setja hana í og
mögulega lagfæra frekara tjón á bílnum sem getur
numið tugum eða hundruðum þúsunda. Gefum okk-
ur að rúða sé brotin og fartölva tekin úr bíl þá fylgir
slíku mikið fjárhagslegt tjón – auk þess sem með
tölvunni glatast gögn sem tæplega verða bætt.“
Filma minnkar líkur
Algengt er að þjófavarnabúnaður í bíla líkt og fæst
hjá AMG Aukaraf kosti á bilinu 55 til 65 þúsund ís-
ettur. Þá hafa margir einnig brugðist við þeim
vanda sem fylgir innbrotum í bíla með því að setja
dökkar filmur á rúður bílsins sem minnka mikið lík-
ur á því að þjófar komi auga á eitthvað bitastætt
inni í honum. sbs@mbl.is
Forsjálni ræður ferðinni með þjófavörn
Þjófar vilja athafna sig í
skjóli frá umgangi og at-
hygli. Bílar með varn-
arkerfi ekki á óskalista
þeirra, segir Úlfar Guð-
mundsson hjá Aukaraf
AMG í Kópavogi.
G
PS-leiðsögutæki í leigu-
bílnum er þarfaþing. Þeir
sem eru búnir að vera
lengi í þessari útgerð
segjast að vísu vilja halda
sér í æfingu og leggja á minnið hverj-
ar leiðirnar eru. Sjálfum finnst mér
hins vegar alveg ómissandi að hafa
svona tæki; enda hefur borgin stækk-
að mikið á síðustu
áratugum og
þeirri þróun hefur
maður ekki fylgt
eftir þannig að
maður rati í
hverja einustu
götu,“ segir Bragi
Guðmundsson
leigubílstjóri.
Tæp tíu ár eru
síðan Bragi hóf
störf við leigubílakstur. Gjaldmælir
og talstöð er staðalbúnaður í sér-
hverjum bíl en fleira hefur bæst við á
undanförnum árum sem auðveldar
bílstjórum starfið. Leiðsögutækin ber
þar hæst og er Garmin líklegast
þekktasta merkið.
Frá núllpunkti í Austurstræti
„Í sjálfu sér er ekki tiltakanlega flók-
ið að rata um Reykjavík. Aðalstrætið
er núllpunktur og út frá því liggja all-
ar leiðir samkvæmt þeirri einföldu
reglu að oddatölur húsa eru jafnan á
vinstri hönd. Í eldri hverfum borg-
arinnar, til dæmis Norðurmýri og
Fossvogi, eru götur í stafrófsröð og
auðvelt að finna þær. Í nýrri hverfum
er ekki jafn gott skipulag á þessu og
þá er nánast ómissandi að hafa leið-
sögutæki. Ég var lengi vel alltaf með
símaskrá með kortunum góðu í hlið-
arhólfi í bílstjórahurðinni. Núna hef-
ur tækið hins vegar leyst símaskrána
af og ég gæti varla verið án þess,“
segir Bragi sem bætir við að sér-
staklega reynist tækin vel á kvöld-
ferðum þegar rökkvað er orðið. Þá sé
vandinn ekki annar en
slá inn götuheiti og hús-
númeri og tækið beinlín-
is leiði menn á áfanga-
stað.
Ódýrasta útgáfa GPS-
leiðsögutækja kostar um
það bil 30 þúsund krón-
ur. Tækin eru þá með
kortum af Evrópu allri –
þar með töldu Íslandi –
og hægt er að skipu-
leggja ferðir mjög ná-
kvæmlega, finna út
stystu og hagstæðustu
leiðina og svo mætti áfram telja.
Í gegnum allar flækjurnar
„Að hafa þessi tæki við höndina
auðveldar öll ferðalög til mikilla
muna,“ segir Stefán Ásgrímsson, rit-
stjóri hjá Félagi íslenskra bifreiða-
eigenda. Hann var á síðasta ári í Dan-
mörku þaðan sem hann ók um 1.200
kílómetra suður Þýskaland til Münc-
hen. Segist nokkrum sinnum hafa
farið leiðina áður og því þekkt hana í
grófum dráttum. Tækið hafi hins veg-
ar þegar á reyndi komið sér ákaflega
vel.
„Ég bjó í austurhluta München og
fór nokkra daga í röð alltaf í vest-
urhlutann þar sem ég var að kynna
mér starfsemi þýsks systurfélags
FÍB. Umferðarþunginn í hinni þýsku
stórborg er mikill og þá kom sér vel
að vera með svona tæki, sem leiddi
mig í gegnum allar flækjurnar
og gaf mér nákvæma staðsetn-
ingu svo að segja upp á punt og
prik. Leiddi mig í gegnum
þykkt og þunnt. Og hið sama
gerir tækið hér heima. Ég
þekki sáralítið til í úthverf-
unum til dæmis í Grafarholtinu
þar sem eru Prestastígur,
Kirkjustétt og Vínlandsleið,
slóðir sem ég þekki afar lítið.
Ég væri hins vegar afskaplega
vel settur með leiðsögutækið í
bílnum skyldi ég þurfa að álp-
ast þangað,“ segir Stefán Ás-
grímsson.
sbs@mbl.is
Maður ratar ekki um hverja götu
Leiðsögutækin góð þeg-
ar rökkvað er orðið.
Ómissandi fyrir leigubíl-
stjóra og fyrir ókunnuga
í úthverfunum. Garmin
er góður. Reynast vel í
Evrópuferðum í þungri
umferð um stórborgir í
Þýskalandi.
Alltaf með símaskrá með
kortunum góðum í hlið-
arhólfi í bílstjórahurðinni.
Núna hefur tækið hins veg-
ar leyst símaskrána af og
ég gæti varla verið án þess.
Stefán Ásgrímsson
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tækni „Alveg ómissandi," segir Bragi Guðmundsson leigubílstjóri sem finnst leiðsögutæki hafa létt sér starfið til muna.