Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 20
B
íleigendur sem til okkar
koma hafa gjarnan sótt í
gæðadekk eins og t.d.
Michelin. Á undan-
förnum árum hefur til-
hneigingin verið í þá átt: fólk vill
einfaldlega öryggi og gæði. Mic-
helin eru dekk sem standa alltaf
fyrir sínu og seljast vel. Einnig
bjóðum við dekk frá öðrum fram-
leiðendum eins og til dæmis For-
tuna, Kumho og Cooper,“ segir
Arnar Tryggvason á hjólabarða-
verkstæði N1 við Fellsmúla í
Reykjavík.
Törn þegar föl fellur
Dekkjavertíðin er að hefjast. Föl
féll á jörðu norðanlands í fyrradag
en henni fylgdi snörp lota á hjól-
barðaverkstæðum þar. Þess er þá
ekki langt að bíða að eitthvað fari
að grána hér sunnanlands og eru
starfsmenn hjólbarðaverkstæða
N1 albúnir að takast á við törnina.
„Yfirleitt eru þetta nokkrir dagar
sem er alveg vitlaust að gera frá
morgni til kvölds; það er allra
fyrstu snjóadagarnir. Svo róast
þetta og verður jafnara,“ segir
Arnar sem hefur starfað á hjóla-
barðaverkstæðum í tuttugu ár.
Hann hefur lengst unnið hjá N1
sem rekur fjölda verkstæða á höf-
uðborgarsvæðinu.
Talsverður áróður hefur verið
rekinn fyrir því til dæmis af hálfu
borgarinnar að fólk aki á nagla-
lausum dekkjum, en sú þróun hef-
ur verið mjög hæg. Flestir eru á
sumar- og vetrardekkjum og eiga
gjarnan báða umgangana á á felg-
um. N1 hefur að undanförnu boðið
álfelgur á sérstöku tilboðsverði.
Sextán tomma felgur sem ganga á
flestar tegundir fólksbíla og jepp-
linga fást á frá 15.500 kr. stk. og
17 tomma felgur frá 19.500 kr. stk.
Mæla loft og stilla dekk
„Fólk sér hag í því að eiga sum-
ardekk og vetrardekk á felgum og
geta þannig sparað sér umfelgun
vor og haust. Það breytir samt
ekki því að gjarnan borgar sig að
láta starfsmenn á hjólbarðaverk-
stæðum setja þau undir og láta þá
í leiðinni loftmæla dekkin og jafn-
vægisstilla sem er mikilvægt ör-
yggis- og sparnaðaratriði, sem
ekki má vanmeta,“ segir Arnar.
Fyrir nokkrum árum fór N1 að
bjóða þá þjónustu að geyma dekk
fyrir bíleigendur, sem leggja dekk
inn að hausti um leið og vetr-
arhjólbarðarnir eru settur undir
bílinn. Að vori eru svo sum-
ardekkin aftur leyst út. Hóflegt
gjald er tekið fyrir þessa þjónustu
sem fólki líkar vel, að sögn Arnars.
Þeir sem til dæmis búa í fjölbýlis-
húsum hafa gjarnan takmarkað
geymslupláss til dæmis í kjall-
arakompum og fyrir það fólk er
dekkjahótelið góður og þægilegur
kostur.
Yfirförum og þvoum felgurnar
„Að undanförnu hafa margir komið
til okkar og tekið út vetrardekkin,
en rólegu dagana á sumrin notum
við til þess að yfirfara þau og þvo
felgurnar. Þá erum við í góðum
samskiptum við okkar við-
skiptavini en þegar komið er fram
á þennan tíma hausts sendum við
gjarnan smáskilaboð til þeirra sem
við geymum dekkin fyrir – og
bendum þeim á að nú fari að verða
tímabært að koma með bílinn og
gera kláran fyrir veturinn. Það er
þjónusta sem fólk kann vel að
meta, enda hafa viðbrögðin jafnan
verið góð,“ segir Arnar Tryggva-
son hjá hjólbarðaverkstæði N1 við
Fellsmúla í Reykjavík. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/ Skapti Hallgrímsson
Vandaverk Mikilvægt er að láta fagmenn yfirfara dekkin áður en þau eru sett und-
ir bílinn; athuga loft og jafnvægisstilla þau eins og gert er á verkstæðum N1.
Morgunblaðið/Golli
Dekkjamaður Arnar Tryggvason segir bíleigendur vera vandláta og vilja öryggið þegar kemur að vali á dekkjum. Hann starfar
á hjólbarðaverkstæði N1 við Fellsmúla í Reykjavík en hann á að baki tuttugu ára feril í dekkjabransanum, sem svo er nefndur.
Gjarnan er sótt í gæðadekkin
Yfirleitt eru þetta nokkrir
dagar sem er alveg vitlaust
að gera frá morgni til
kvölds; það er allra fyrstu
snjóadagarnir
Vetrartörnin á hjól-
barðaverkstæðum að
hefjast. Alveg vitlaust
að gera. Ágætar ál-
felgur og mörg merki
af dekkjum. Hóflegt
gjald á hótelinu.
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Nærri 60% ökumanna í Bret-
landi aka bílum í þeim lit sem
þeim líkar alls ekki. Þetta er
meginniðurstaða könnunar sem
þar var gerð með þátttöku þrjú
þúsund ökumanna. Óskalitur
karlmanna er svartur og 31%
þeirra vildi aka þannig litum bíl
og 30% kvenfólks. Aðeins 14%
karlmanna og 12% kvenna aka
þó svörtum bílum. Næstvinsæl-
asti liturinn er silfur og 17%
karla og kvenna myndu kjósa
þann lit en 25% karla og 24%
kvenna aka þannig litum bíl svo
þar er veruleg umframeft-
irspurn.
Þriðji vinsælasti litur karl-
manna er blár með 16% fylgi
en hjá konunum er það rauður
með 15% fylgi. Þó að sívaxandi
hrifning sé á hvítum bílum eru
4% þjóðarinnar á slíkum bíl en
6% vilja aka á bíl í þeim lit.
finnurorri@gmail.com
Bretarnir aka
bíl í röngum lit
Bílar Silfurlitir bílar í Bretlandi
eru mun fleiri en ökumenn
óska þar óska.
Kletthálsi 3 - 110 Reykjavík - sími 540 4900 - www.arctictrucks.is
Þaulreynd jeppadekk
- fyrir allar gerðir jeppa og jepplinga
- míkróskorin heilsársdekk
- slitsterk
- frábært veggrip
- neglanleg
Hefur þú starfað við
bílamálun, bifreiðasmíði eða bifvélavirkjun
í 5 ár eða lengur.
Vilt ljúka námi í greininni?
Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig.
Margir hafa í gegnum áralanga
reynslu á vinnumarkaðnum byggt
upp umtalsverða færni í ákveðinni
iðngrein, en ekki lokið námi. Þessir
einstaklingar búa yfir raunfærni sem
vert er að skoða og meta. Mat á
raunfærni er mikil hvatning til náms
fyrir einstaklinga á
vinnumarkaðanum og gefur þeim
tækifæri á að ljúka námi á sínum forsendum.
Tilgangur raunfærnimats er að draga fram og meta
fjölbreytilega þekkingu og færni sem einstaklingurinn býr yfir.
Með raunfærni er átt við samanlagða færni sem einstaklingur
hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi,
frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við náms- og
starfsráðgjafa IÐUNNAR fræðsluseturs í síma 590-6400
eða með tölvupósti, radgjof@idan.is.