Líf og list - 01.03.1951, Síða 7

Líf og list - 01.03.1951, Síða 7
iiiiHlJtAND RTJSSELL árið lðOlf. Teilcning eftir William Rothenxtein. lausu lofti og slitinn úr sam- hengi við lífsbaráttu hverrar aldar, heldur snar þáttur hennar. Voru honum s.l. haust, sem kunnugt er, veitt bókmennta- verðlaun Nóbels í viðurkenning- arskyni fyrir ritstörfin. Þau hjón, Dora og Bertrand Bussell, létu málefni líðandi stundar talsvert til sín taka. Þau stofnuðu og ráku smábarnaskóla í samræmi við uppeldiskenning- ar sínar, og þau skiptust á um að vera í fraraboði til þings í því kjördæmi, þar sem þau bjuggu. Russell hefur fylgt Verk amannaflokknum að mál- um, þótt hann hafi talið sig þurfa að leggja honum lífsregl- urnar og mæla ýmis varnaðar- °i'ð til forystumanna hans og fylgjenda. Heimspeki og trúmál ÞAÐ, SEM RUSSELL og skóli hans telur sig hafa fram að leggja til heimspekinnar, er einkum rökfræðileg rannsóknar- aðferð. Að'ferð þessari má að hans hyggju beita með góðum árangri við ýmis heimspekileg viðfangsefni og uppskera nýja og haldgóða þekkingu. A aðferð þessi að vera hliðstæð rannsókn- araðferð raunvísindanna og henni jafntraust um réttar nið’- urstöður. Aðferðin er runnin upp úr gagngerðri rannsókn á fyrri alda rökfræði og stærðfræði og nýjum skilningi ;i ýmsum grundvallar- hugtökum þessara greina. Rök- fræði Russells styðst að miklum mun meira við stærðfræði en áð- ur tíðkaðist, og telur hann skekkjur hinnar eldri rökfræði einkum stafa af ónákvæmlega afmarkaðri merkingu orða. Ætlar Russell, að hann liai'i náð miklum og góðum árangri með aðferð' sinni og þegar veitt ýmsum hugmyndum og kenn- ingum fyrri heimspekinga ná- bjargirnar, þótt lífseigar hafi reynzt. Meginkjarninn í heimspeki Russells er þó ef til vill skil- yrðislaus samstaða hans með sannleikanum. Hann veitist fast að heimspekingum á öllum öld- um, sem metið hafa kenningar eftir hagnýtu gildi þeirra, svo sem því, að menn eigi að trúa á guð, af því að slík trú hafi gott í för með sér fyrir líf manna, þótt menn hafi ekki í rauninni trú á sannleiksgildi þess, að guð sé til. Sanríleikurinn þolir engin hrossakaup að hans dómi. Sjálf- ur trúir hann hvorki á tilveru guðs né framhaklslíf einstakl- ingsins og það af þeim sökum, vað eins og þekkingu okkar er nú háttað, virðast honum þær lík- ur, sem til slíks benda, miklu minni en þær, sem á móti mæla. Þó virðist liann ekki telja frá- leitt að skýra sumt það, sem sál- arrannsóknirnar hafa leitt í Ijós, með því, að til sé framhaldslíf. Og hann viðurkennir, að þessar líkur geti, hvenær sem er, orðið hinum yfirsterkari, og þá sé það með öllu óvísiudalegt að trúa ekki á framhaldslíf. Þann veg er viðhorf hans til allra hluta breytilegt, eftir því sem þekk- ingin býður. Hann telur það meginorsök mannlegs vesaldóms að láta ótt- ann ráða huginyndum sínum, og óttann telur hann undirrót trúarkenninga. TJm þetta kemst liann m. a. svo að orði (1925); „Eg er kominn af léttasta skeiði, og ég ann lífinu. En mér þœtti smán afí skelfast þá liug- mynd afí verfía afí engu. Ilam- ingjan cr jafnsönn, þótt hún taki enda, og livorki missir hugsunin né kœrleikurinn gildi sitt, þótt ekki séu eilíf. Margur maðunnn liefur horifí sig virðulega á högg- stokknum. Vissulega œtti sá virðuleiki afí lcenna okkur afí hugsa mefí sannindum um stöfíu mannsins í heiminum. Jafnvel þótt. ferska loftifí, sem okkur berst um Ijóra vísindanna, hleypi hrolli í okkur i fyrstu eftir álla innbyrgðu molhina frá þjóðsög- um og œvintýrum, þá fylgir því hreysti og heilbrigði, og vífíátt- an á töfra í sér fólgna“. Óneitanlega er þetta karl- mannlega mælt. Og Bertrand Russell á manndóm til að standa við orð sín. Okkur verð'ur að minnast þess, þegar hann 76 ára að aldri féll í Þrándheimsfjörð með flugvél, bjargaði sér á sundi og flutti fyrirlestur sama kvöld- ið, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann hafði og áður sannað heiminum það, að hann „vann það ei fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans". LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.