Líf og list - 01.03.1951, Síða 13
kínversk skáld telja hann eina
útlendinginn, sem tekizt liafi að
pýða skáldskap þeirra vel, og
þessu hefur hann áorkað með
vöntunarlegri þekking á mál-
lýzkum og einkennilegum orða-
filtækjum kínverskunnar, en af
frábærri leikni á kínverska stíln-
uni, af næmleik á sál sjálfrar
tungiunnar.
„Veiztu“, sagði hann hálft i
gamni og alvöru, „það er allt
þar — þarna i hljómum kín-
versku ljóðanna. Þeir fylla þig
söng, og þannig á skáldskapur
að vera. „Old Possum“ syngur
ekki. Þeir hafa glatað' þeirri list.
Það mun koma síðar, en þeir
verða að læra að syngja“.
Hann byrjaði að tala um mán-
uðina, sem hann hefði dvalið í
fangelsinu í grennd við Písa, um
uiyrkraholuna, um köttinn, sem
kom til þess að borða honum til
samlætis, um amerísku varð-
Uiennina, sem skildu ekki ástríðu
hans að fást við skriftir og löng-
un hans í bækur. I písanska
'jóðabálknum bregður hann upp
hvað eftir annað skáldmyndum
af tígrisdýrum og pardusdýrum.
Vound hélt áfram: „Ég var í
kangelsi. Ég sagði við sjálfan
’uig, að ég gæti sætt mig við
slíkt, ef púman, sem ég hafði séð
i dýragarðinum í Róm, gæti þol-
að slíkt hið' sama. Ég hélt á-
kam að hugsa um púmuna. Það
var falleg skepna. Þaðan er þetta
sprottið. Og vespan — það gerð-
’st í fangaklefanum mínum.
Aldrei lief ég dáðst meira að
uokkurri lifandi veru“.
Töfrarnir gömlu fólust í þessu:
1 manninum og í ljóðinu, sem
þyrjar á „hinum feiknlega harm-
kik draumsins í lotnum herð-
um einyrkjanna“ og lýkur á
»gráa hélinu á tjaldinu um ít-
ulska nótt“ — kvæði, sem hlær
og dansar sér braut um válynd
veður vorra tíma og felur í sér
allan biturleik vorra tíma. Ezra
Pound var mikið skáld: hann
orti eins og engill; hann var lok-
aður inni á geðveikrahæli vegna
synda sinna og enginn virtist
megna að koma honum þaðan.
Hann var veikur, og kraftar hans
voru á förum; stundum komu
jafnvel þær stundir, að hann
virtist eins og ætla að bráðna
saman við umhverfið. I einni af
fegurstu ljóðlínum hans, sem er
bergmál af kvæði eftir 'Tang,
segir hann: „Vangurinn blái
bráðnar í skýjaflóðinu“, og það
var alltaf þessi hvarfkennd í
honum. Siglingarförin langa var
á enda! ennþá átti hann eftir
að yrkja fjórtán kantósur, og
einnig átti hann eftir að' kanna
meira kínverskan skáldskap og,
ef til vill, pei-sneska ljóð’agerð.
„Persneskur skáldskapur“, sagði
Pound, „er nokkuð, sem menn
ættu að leggja stund á, ef það
er tími til slíkra hluta. — pers-
nesku skáldin gátu sungið“. Að
svo mæltu braut hann teppin
saman og sagði: „Ég hef hvorki
beitt Hesperus né Eos rang-
læt,i“.
En þetta var eklci alveg svona
einfalt. Þessi gamli Ædipus, sem
hefur kannað og farið um mörg
kynleg hugartún og breytt hefur
straumum og stefnum í enskri
ljóðagerð róttækar en nokkurt
skáld, síðan Keats leið, er enn-
þá gæddur miklu lífi. Hann get-
ur ennþá bölsótazt yfir fjármála-
kenningum okkar — í þeim efn-
um er hann hollur stuðnings-
maður Douglasar og Gsells —
og hver getur fullyrt, að hann
hafi rangt fyrir sér? Hann lærir
enn af eigin ramleik af geysi
stórri kínverskri orðabók, sém
hann skilur ekki við sig, og enn-
þá skapar hann mikil listaverk.
Aðeins örfáir hafa séð þýðingu
hans á Cavalcanti og ritgerðir
hans um hann, sem verða sí-
gildar bókmenntir, þegar stund-
ir líða fram. Virðing sú, sem
hann hefur alltaf borið fyrir
lærifeð'rum sínum, þeim Dante
og Cavalcanti, hefur ekki minnk-
að. Sorglegt er að liugsa til þess,
að hann sé hafður í ævilangri
varðgæzlu á geðveikrahæli
vegna þess eins, að hann flutti
í rælni marklausar útvarpsræð-
ur í Róm á styrjaldarárunum,
því að það s])eglast mikill mað-
ur í yfirbragði þessa aldur-
hnigna manns, og mannkynið
allt stendur í þakkarskuld við
sín miklu skáld.
Hann talar í einu kvæði sínu
um „þreytu eins djúpa og gröf-
in“, og það er sífelld þreytu-
kennd í sumum köflum ljóða
hans, sem fjalla um tortímingu
lians og iðrunarkennd, samfara
næmum tilfinningum hans á
öllu því, sem vex og dafnar. Ef
Pound heldur því fram, eins og
hann virðist hyggja, að hinn
græni lárviðarsveigur skáldsins
hafi glatað ljóma sínum, sé ekki
lengur neins virði, skjátlast hon-
um hrapallega. Kannske hæfir
hinn græni höfuðbúnaður aðeins
honum og hinu skáldinu, sem
orti um grænt barn.
Valtýr
Pétursson
heldur nú sýning í Lista-
mannaskálanum. Verður
hennar getið í næsta hefti.
v----------------------/
13
LÍF og LIST